Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ é Nýir f jölnotabílar og eldri geröir endurbættar FJÖLNOTA bílar eða 6-8 manna fjöl- skyldubílar með breytilegri sætaskip- an og þokkalegu farangursrými eru að verða 'sífellt fyrirferðameiri í framboði margra bílaverksmiðja og bílar af þessum toga voru áberandi á bílasýningunni í Genf sem lauk um síðustu helgi. Meðal þeirra nýjustu er t.d. Galaxy frá Ford, ársgamall Windstar, einnig frá Ford og síðan nýjar og breyttar útgáfur af eldri gerðum þessara bíla, Astro frá GM, Renault Espace, Chrysler Voyager og samvinnubílar Fiat, Peugeot og Citroén sem heita hver sínu nafni auk bíla frá Mitsubishi og Honda svo nokkuð sé nefnt. Við lítum á nokkrar þessar gerðir í dag. Galaxy er einkum stefnt á markað í Evrópu. Hann er jafnlangur og Ford Modeo - langbakur, 4,62 m og er framdrifinn, sjö manna, er fáan- legur með þremur gerðum véla, fjög- urra strokka, tveggja lítra og 115 hestafla og 6 strokka, 2,8 lítra og 128 hestafla bensínvélum og fjögurra strokka, 1,9 lítra og 90 hestafla dísil- vél. Með bensínvélunum er fáanleg bæði sjálfskipting og fímm gíra handskipting en handskiptingin að- eins með dísilbílnum. Framstólunum má snúa um 180 til að þeir snúi að farþegum aftur í og stólunum fímm þar má kippa út á fljótlegan hátt. Hægt'er að hafa tvö eða þrjú sæti í miðjuröð en aðeins tvö í þeirri ðft- ustu. Frá Ford er einnig fáanlegur Windstar sem er í sama flokki og hefur til þessa einungis verið boðinn í Bandaríkjunum en á nú einnig að bjóða í Evrópu. Þetta eru áþekkir bílar nema hvað Windstar hefur held- ur meiri vélarhlíf og ekki eins straumlínulagaður og Galaxy. Windstar sem er heldur lengri eða 5,13 metrar, er framdrifínn og sjö manna, tveir í framstólum, tveir stól- ar í miðju og þriggja sæta bekkur aftast. Þótt öll sætin séu skipuð er_, samt fyrir hendi 550 lítra farangurs-" rými. Vélin er sex strokka, þriggjal lítra og 148 hestöfl og bíllinn erj búinn fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Báðir þessir bílar eru búnir líknar- belg fyrir ökumann og Windstar þar að auki með hemlalæsivörn. Mazda hefur einnig sótt inn á þennan markað með bíl í þessum flokki sem er einfaldlega nefndur MPV sem er skammstöfun uppá '¦ "*<? » _i".";- "-^sssd Ifflffl'""" mn1 ¦"' '^fllMIBMáMBHBBBBBBIBiBÍBBK11^68 e4g1 i«P!^.|-lHflH ! P] — i.\..... ¦h-vE8bX^PI>&v\ -^Hflfll LiiiiiiniiiMiiiMi-:' ¦ m mmmJtamSS^!^^- ^- . J&j ¦¦¦i::;:_W^ ¦'¦¦' ¦¦¦¦¦ '¦': -'¦¦ ¦ "--"^.1 QF *ji :&&&:•- ; ^m ' ¦ ¦. ^^^^Hk ¦*. É MtammmM §5s^ WINDSTAR er einnig frá Ford sem hefur til þessa aðallega verið boðinn í Bandaríkjunum en verður nú einnig fáanlegur í Evrópu. ensku á fjölnotabíl. Það er einnig sjö manna bfll, tvö sæti fremst, tveggja manna bekkur í miðju og þriggja manna aftast og þá er farangursrými orðið fremur lítið. Bíllinn sem er boðinn með þriggja lítra, sex strokka og 152 hestafla vél, er framdrifmn og með fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Volkswagen verksmiðjurnar kynntu Sharan sem virðist áhuga- verður í þessum fjölnotaflokki. Hann er á sama hátt og aðrir framdrifinn, sjö manna með sjálfskiptingu og búinn 2,8 lítra, sex strokka og 128 hestafla vél. Hann er 4,62 m lang ur, vegur 1.825 kg og getur bor ið 700 kg. Þá má nefna að Honda Shuttle er nú kominn í nýrri og breyttri mynd en frá honum var nokkuð skýrt í siðasta blaði. Síaukin markaðshlutdeiid Segja má að sameiginlegt ein- kenni þessara fjölnotabíla sé útlitið, framendinn mjög hallandi og yfirleitt án eiginlegs vélarhúss, gluggar stór- ir og síðan innri þægindi sem eru svipuð, mikið lagt uppúr vönduðum stólum og að auðvelt sé að breyta sætaskipan. Sé lengd bílanna 4,60- 4,80 er farangursrými yfirleitt lítið en sé hún um og yfir 5 metrar næst ASTRO frá GM hefur fengið andlitslyftingu og aukið afl, er nú boðinn með 4,3 lítra, sex strokka og 186 hestafla vél en þetta er 8 manna bíli og með 1.169 lítra farangursrými og fáanlegur með afturdrifi eða aldrifi. fyri láta sinr hlut sem sag I Mili MPV eða fjölnotabíll ernafnið sem Mazda notar ennþá á nýjan vaikost sinn. sæmilega notadrjúgt rými þrátt fyrir að bíllinn sé fullskipaður farþegum. Á íslandi henta þessir bílar ágætlega til ferðalaga vítt og breitt um landið og séu þeir ekki fullskipaðir farþeg- um geta menn auðveldlega notað þá sem svefnstað sinn. Þetta eru hins vegar ekki jeppar og yfirleitt fremur lágir þannig að naumast verður farið á þeim nema um venjulega þjóðvegi. Þessir fjölbreyti- legu bílar hafa á allra síðustu árum verið að ryðja sér æ meira til rúms í Evrópu. Þeir náðu 1,4% markaðshlutdeild á síðasta ári þegar alls seldust 163 þúsund bílar en árið 1988 seld- ust aðeins 45 þúsund bílar af þessum gerðum. í Bandaríkjunum seldust 730.000 fjölnota bílar árið 1988 og 1,1 milljón í fyrra og var markaðs- hlutdeild þeirra 10,5%. ¦M> mf+- nfl ' moj *bE'\" 'flW1 nTy™ •"' Í ¦ n nk \ 'yWM ¦M ™ 1 ll iiii \ k.\ •%/"i^fcw ¦-^5 BJ "Sharcn' H^ewg" SÆTASKIPAN er breytileg í þessum bílum en aðstaða ökumanns er þægileg og oft hægt að snúa framstólunum um 180. Morgunblaðið/jt SHARAN kemur frá VW- verksmiðjunum. Öfugj Hvers GALAXY frá Ford er einn sá nýjasti af fjölnotabílunum. RYSJÓTT tíðarfar, klakahryggir, blindhríð eða asahláka hefur verið hlutskipti íslenskra ökumanna í vetur og miklu máli skipt að hafa ökutæki sem skilar fjölskyldunni á áfangastað á öruggan og fljótlegan máta. Hvað á betra við en fjórhjóladrifinn bíll með yfrið nóg rými fyrir fjölskylduna? Und- anfarna daga átti bíaðamaður kost á því að kynnast bíl af þessu tagi, Mitsubishi Space Wagon GXLi, og verður ekki undan því vikist að hæla þessum bíl á hvert reipi því hann hef- ur allt til að bera til að sinna þörfum nútímafólks í önnum. En eru þá ókost- irnir engir við bílinn? Ekki aðrir en verðið. 2.413.000 krónur fyrir bílinn sjálfskiptan er verð sem fæstir sem eru að koma upp fjölskyldu ráða við, jafnvel þótt bíllinn hafi lækkað um 77.000 kr. þegar vörugjaldi var breytt með lögum í þinglok. Neyslustýring? Þetta á þó ekkert frekar við um Space Wagon en aðra fjölnotabíla sem hér eru á markaði. Kannski ræður þar mestu um há verðlagning frá framleið- endum en einhverju skattastefna hins opinbera. Bent hefur verið á, m.a. af Bílgreinasambandinu, að samsetning vörugjaldsflokka á bíla hafi leitt til neyslustýringar. Bílkaupendum er beint inn á vissar stærðir bíla, þ.e. vélastærðir, eftir efnum þeirra og ástæðum. Þeir sem ekki síst þurfa á rúmgóðum, öruggum bílum að halda, þ.e. ungt fólk með börn, hafa fæstir ráð á bílum af því tagi. Þeim er beint inn á aðra markaði, minni bíla með minni vélum og minna öryggi sem bera lægra vörugjald. Það er svo oft ekki fyrr en menn hafa skilað sínu uppeldishlutverki og hafa komið sér vel fyrir, börnin farin að heiman og foreldrarnir einir eftir, að þeir hafa lo ei h. h; si a< ei R U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.