Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRÍL Má ég eiga við þig orð? ÉG HVET þig ein- dregið til að styðja Bryndísi Hlöðversdótt- ur frambjóðanda G- listans í Reykjavík. Ég er ákveðinn í að gera það. Mig langar til að segja þér, Iesandi góð- ur, hvernig ég hef kom- ist að þessari niður- stöðu. Bryndís er lögfræð- ingur Alþýðusambands íslands. Þegar hún var ráðin í það starf voru nokkrar efasemdir í huga mér vegna þess hvað verkefni lögfræð- ings Alþýðusambands íslands eru krefjandi. Ég veit af margra ára reynslu að á starfs- mönnum verkalýðshreyfingarinnar standa mörg spjót. Félagar okkar gera afar miklar kröfur til allra sem starfa og koma fram fyrir þeirra hönd. Allir vita að nú á tímum at- vinnuleysis koma margir svartir sauðir í ljós úr hópi atvinnurek- enda. Til þess að standast þennan þunga frá báðum hliðum þarf lipurð í mannlegum samskiptum, að standa fastur fyrir og vera fylginn sér. Ég var ekki viss um að þessi ungi óreyndi umsækjandi um starf lögfræðings Alþýðusambandsins stæðist þessar kröfur. í stuttu máli sagt hafði ég rangt fyrir mér. Bryndís hefur sýnt ágæta lipurð í samskiptum. En það er afar góður kostur í starfi lögfræðings Alþýðusambandsins. Hún hefur líka sýnt að hún er föst fyrir og fylgin sér í átökum við gæslumenn hags- muna atvinnurekenda. En það eru Leifur Guðjónsson afar verðmætir kostir fyrir málstað launa- fólks. Ég er verkamaður. En innsæi mitt og hyggjuvit segir mér að Bryndís hafi staðið sig vel sem lögmaður. Ég byggi þessa niðurstöðu mína meðal annars á greinum hennar um dóma Mannréttinda- dómstóls Evrópu um svokallað neikvætt fé- lagafrelsi. Athuga- semdir hennar við mannréttindakafla frumvarps til breyt- inga á Stjórnarskrá lýðveldisins íslands voru mér einnig að skapi. Mér er líka kunnugt um að hún er fylgin sér í átökum við fulltrúa atvinnurekenda sem hafa Ég hvet kjósendur, segir Leifur Guðjóns- son, til þess að styðja Bryndísi Hlöðversdóttur til þingmennsku. árum saman komið í veg fyrir að samþykktir Alþjóða vinnumála- stofnunarinnar, sem varða vemd fjölskyldunnar og betri réttarstöðu verkafólks ef kemur til uppsagnar, nái fótfestu í íslenskri löggjöf. Eins og þér er kannski kunnugt er náið samband milli íslenskra stjórnvalda og atvinnurekenda um að koma í veg fyrir að félagsmála- kafli evrópska efnahagssvæðisins taki gildi hér á landi. En hann var ein af aðalforsendum þess að verka- lýðshreyfingin hér á landi ljáði máls á því að leggja því lið að samn- ingurinn yrði samþykktur. Þetta samstarf stjórnvalda og atvinnurek- enda er eitt dæmi um ótrúleg póli- tísk völd atvinnurekenda hér á landi. Ég treysti Bryndísi vel til þess að leggjast á árar með öðrum fulltrúum verkafólks til þess að hnekkja þessu ofurvaldi atvinnurek- enda. Ég er sannfærður um að hún verður góður liðsauki í þeirri bar- áttu ef hún nær kjöri til Alþingis. Stundum hefur það verið fundið Alþingi til lasts að of fáir fulltrúar atvinnulífsins eigi þar setu. En þeir sem hreyfa þessu máli hafa ævin- lega í huga forustumenn fyrirtækja; að of fáir atvinnurekendur eigi setu á Alþingi. Ég tek undir það að of fáir fulltrúar atvinnulífsins eigi setu á Alþingi. En skoðun mín er sú að of fáir talsmenn launafólks - ekki atvinnurekenda - eigi setu á Al- þingi. Kynni mín af Bryndísi hafa fullvissað mig um að hún muni verða góður talsmaður okkar á Al- þingi. Ég var lengi þeirrar skoðunar að sannir fulltrúar launafólks á Alþingi gætu aðeins verið þeir sem koma úr röðum launafólks. Mér finnst ég hins vegar hafa komist að raun um að hjartalagið, það er að segja samstaðan með málstað launafólks, skipti einnig miklu máli. Atvinnurekendur hafa náð sterkri pólitískri stöðu með því að fá lið- sinni langskólagenginna sérfræð- inga við málstað sinn á Alþingi. Ég er þeirrar skoðunar að nú sé meir en tími til kominn að höggva skarð í þann múr sem þeir hafa reist. Þess vegna hvet ég þig ein- dregið að leggja því lið og kjósa Bryndísi Hlöðversdóttur á Alþingi. Höfundur er í sljórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og varamaður í miðstjórn Alþýðusambands íslands. Ungt fólk til ábyrgðar I KOMANDI al- þingiskosningum- munu u.þ.b. 16.000 ungir íslendingar í fyrsta sinn taka af- stöðu til þess hvaða flokkar eigi að stórna íslandi næstu fjögur árin. Stærstur hluti þessa hóps hefur enn ekki myndað sér harða pólitíska lífs- skoðun og hefur reyndar ekki mikinn áhuga á pólitík yfír- leitt. Innantóm loforð Vegna hinnar óbundnu pólitísku afstöðu sem ungu kjósendurnir hafa, reynist það mörgum stjórnmálaflokkun- um næsta auðvelt að sópa til sín Sérstaða Sjálfstæðisflokksins Hér hefur Sjálf- stæðisflokkurinn einn flokka sérstöðu ekki síst vegna hins öfluga starfs félaga ungra sjálfstæðismanna um allt land. Það starf hefur í gegnum tíðina skilað flokknum mörgum hæfíleikarík- um, kraftmiklum og vinsælum frambjóð- endum úr yngsta ald- urshópnum. Sjálf- stæðisflokkurinn hef- ur ekki gengið á bak orða sinna. Ungt fólk hefur áhrif innan Sjálfstæðisflokksins. Viktor á þing Orri Björnsson 16 þúsund íslendingar kjósa nú í fyrsta sinn. Orri Biörnsson hvetur ungt fólk til að setja X við D. þessum mikilvægu atkvæðum með allskyns loforðum og glans- myndum af framtíð unga fólks- ins. En oftar en ekki reynast þetta innantóm loforð sem þessir sömu flokkar gleyma um leið og talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Enn á ný teflir Sjálfstæðisflokk- urinn fram ungum frambjóðanda sem náð hefur góðum árangri í opnu prófkjöri flokksins á Reykja- nesi. Viktor B. Kjartansson skipar sjötta sætið á lista flokksins í kjör- dæminu og er eini frambjóðandinn á Reykjanesi á þrítugsaldri (27 ára), sem á raunhæfa möguleika á þingsæti í komandi kosningum. Ungt fólk hefur tækifæri til að eignast sinn fulltrúa á þingi. Nýt- um þetta tækifæri með því að seta X við D á kjördag 8. apríl, þá fáum við okkar mann á þing. Ungt fólk til ábyrgðar, X-D. Höfundur skipar sextánda sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. * Okynbundið starfsmat - hvers vegna og hvað er nú það? Veruleikinn ALÞINGISKOSNINGAR fara fram 8. apríl nk., í skugga atvinnu- leysis og aukinnar fátæktar. Núver- andi ríkisstjóm hefur ekki aðeins þjarmað að láglaunafólki heldur hefur hún fjölgað stórum þeim heimilum sem framfleyta sér ekki án alls kyns bóta,' svo framtíð þjóð- arinnar er stefnt í voða. Þjóðartekj- ur íslendinga hafa dregist saman síðastliðin ár, því neitum við ekki, en við gagnrýnum hvemig stjómar- flokkarnir bmgðust við; þeir höfðu valdið til að láta vel stæða bera byrðamar en þess í stað lögðu þeir klyfjar á láglauna- og meðaltekju- fólk og atvinnulaust. Þjóðarbúinu er lífsnauðsyn að vinnandi fólk geti framfleytt sér og hafí efni á að greiða til samfélagsins, en þannig er það ekki. Árið 1993 greiddu 2/3 hlutar framteljenda ekki tekjuskatt þegar búið var að taka tillit til alls kyns bóta, svo lág voru laun fólks- ins, og þriðja hver króna sem við íslendingar öflum fer til að greiða skuldir okkar í útlöndum. Það sér hver heilvita maður að íslensku sam- félagi verður ekki haldið gangandi með 2/3 hluta framteljenda á bótum, að ekki sé talað um þá lítilsvirðingu sem vinnandi fólki er sýnd með því að greiða því það lág iaun að það þurfi að auki greiðslur af almannafé til að framfleyta sér. Það verður að snúa blaðinu við strax, að öðrum kosti verður íslenskt samfélag lag- skipt og fátækt og atvinnuleysi fest í sessi. Kvennalistakonur em fullsaddar af þeirri lítilsvirðingu sem launagreiðendur (hið opinbera er ekki undanskilið) sýna fólki með því að fullnýta starfsorku þess án þess að greiða því fullt verð fyrir. Kvennalistakonur krefjast þess að snúið verði af braut misréttis, lágra launa, fátæktar og atvinnuleysis án tafar. Með þá kröfu í huga setti Kvennalistinn saman stefnuskrá sína og býr sig undir að taka þátt í landsstjóminni næstu 4 ár. ,Afrekalisti“ stjórnvalda og dugleysi verkalýðsforystunnar Núverandi stjórnarflokkar hafa snúið íslensku þjóðarbúi á haus. Með offorsi réðust þeir að Bókaút- gáfu Menningarsjóðs og lögðu hana niður. Sá gjörningur er ekki síst minnisstæður vegna þess að þá kom í ljós að fulltrúi Álþýðuflokksins mátti ekki hugsa sjálfstætt og skipti valdaklíkan honum út fyrir annan sem hlýddi flokksforystunni; Lána- sjóður íslenskra námsmanna má muna sinn fífil fegurri, en fyrir margan námsmanninn er sjóðurinn nánast nafnið eitt, útilokað er t.d. að lifa af grannláni; fótunum kipptu stjómarflokkarnir undan meðal- og láglaunafólki þegar þeir hækkuðu skatta og innleiddu áður óþekktan skatt, svokallað þjónustugjald; at- vinnuleysi buðu þeir velkomið, en það er að vemlegum hluta heimatil- búið; mörgum er líklega í fersku minni hvemig Sjálfstæðisflokkurinn hefur leikið Ríkisútvarpið sl. 4 ár; og síðast en ekki síst er við hæfí að rifja upp að á fyrstu starfsvikum sínum sendi ríkisstjómin ungu og févana fólki kaldar kveðjur þegar hún hækkaði vexti af hús- næðislánum um 1,4% með einu pennastriki jafnframt því sem hún lækkaði vaxtabætur. Þessa dagana er rætt um þá staðreynd að vanskil við Húsnæðisstofnun vaxi? Ætli skýringuna sé að finna í því að fólk gerði greiðsluáætlun miðað við 3,5% vexti en var fyrirvaralaust krafíð um 4,9% vexti? Á sama tíma og Við starfsmat er stuðst við fj óra megin|)ætti, að mati Helgu Garðars- dóttur, Kötlu Sigur- geirsdóttur og Mar- grétar ívarsdóttur, ábyrgð, áreynslu, hæfni og vinnuskilyrði. þung högg ríkisstjórnarflokkanna dynja á fjárhagslega illa stöddum heimilum hefur verkalýðsforystan látið sér nægja að reka upp tíst annað slagið. Nýlega rétti svo forysta ASÍ stjómvöldum hjálp- arhönd þegar hún notaði kjara- samninga launafólks til að semja um að fá til baka agnarlítið brot af því sem stjómvöld höfðu tekið af fólkinu. Við neitum að trúa því að láglaunafólk og atvinnulaust bindi vonir sínar við stjórnvöld og verkalýðsforystu sem þannig haga sér. Ókynbundið starfsmat Þrátt fyrir áratuga gömul lög um að konur og karlar skuli fá sömu laun fyrir sambærilega vinnu hafa atvinnurekendur og stjómendur op- inberra stofnana komist upp með að ofmeta karla og vanmeta konur. Þetta lagabrot þolir engin kvenna- listakona stundinni lengur og því viljum við koma á ókynbundnu starfsmati og lögbinda lágmarkslaun sem duga til framfærslu. Atvinnu- leysisbætur eiga að vera jafnháar lágmarkslaunum. Með ókynbundnu starfsmati er átt við að störfum en ekki starfsheitum er raðað í launa- flokka til að bera saman kröfur sem starf gerir til starfsmanns án tillits til hæfileika eða afkasta hans. Við starfsmat er stuðst við fjóra megin- þætti; ábyrgð, áreynslu, vinnuskil- yrði og hæfni. Með þessu móti er ,rétturinn“ til að ofmeta eða van- meta starfsmann tekinn af yfírmönn- um. Ef til vill spyr einhver hvort starfsmat sé skrárri leið fyrir konur og láglaunafólk en t.d. persónu- bundnir samningar sem lengi hafa gilt? - Já, við trúum því. Vegna þess að þar sem starfsmat hefur verið reynt hefur það skilað fyrr- nefndum hópum áleiðis. Það er stað- reynd að sú leið að raða starfsheitum í launaflokka hefur verið notuð sem kúgunartæki á konur. Þannig fá konur starfsheitið ritari meðan karl- ar skreyta sig með titlum eins og deildarstjóri, framkvæmdastjóri, for- stöðumaður og aðstoðar- þetta og hitt. Ritari er allt frá því að vera kvenkynsstarfsmaður sem slær inn í tölvu upplýsingar sem annar hefur raðað upp til þess að vera vel mennt- aður og mjög sérhæfður. Flóran í starfsheitum karla gefur þeim mögu- leika á launahækkunum sem konur eygja ekki. Það er t.d. alkunna að fíölmargir karlar em deildarstjórar án deildar. Starfsmat er auðvitað ekki töfralausn, en eins og áður sagði er það sú leið sem reynst hefur kon- um og láglaunafólki best þar sem það hefur verið reynt. Konur til valda Við höfum misst trúna á að verka- lýðshreyfingin muni í bráð ná fram nauðsynlegum hækkunum á laun láglaunafólks og teljum því ljóst að lögbinda verður lágmarkslaun, eins og þingkonur Kvennalistans hafa ít- rekað Iagt til, og að auki verði strax að hefjast handa við að endurmeta störf, með það að markmiði að út- rýma launamun kynjanna. Við viljum reyna starfsmatsleiðina og spytjum aðrar konur, láglaunafólk og at- vinnulaust: Hvað finnst ykkur? Viljið þið leggja lið stjórnmálaafli sem hef- ur aldrei svikið ykkur? eða bindið þið vonir ykkar við þingmenn sem ámm saman hafa haft tækifæri til að bæta hag ykkar en eru þegar á reynir ævinlega með skýringar á reiðum höndum hvers vegna þið þurfíð enn um sinn að lepja dauðann úr skel? Rifíið upp hveijir hafa setið að völdum á Islandi síðustu kjörtíma- bil. - Já, þar hafa allir flokkar setið nema Kvennalistinn. Er ekki tími hans mnninn upp? Konur em aðeins hálfdrættingar á við karla í launum vegna skipulagðs, kynbundis mis- réttis atvinnurekenda og stjómenda opinberra stofnana. Haldið þið að þeir láti af misréttinu ótilneyddir? - Varla! Fáum hlut okkar bættan; komum á ókynbundnu starfsmati og lögbindingu lágmarkslauna! Höfundar eru kvennalistakonur úr Reykjavík. Hctga Garðarsdóttir er opinber starfsmaður, Katla Sigurgeirsdóttir er heimavinnandi og Margrét ívarsdóttir er skrif- stofukona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.