Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 > MORGUNBLAÐIÐ KOSIMIIMGAR 8. APRÍL Um skipan sjúkra- húsmála í dreifbýli ÉG HRÖKK við er ég hlustaði á þáttinn „í vikulokin" þann 12 mars síðastliðinn og heyrði Kristínu Á. Ólafsdóttur vitna í plagg sem ég hélt hálfpartinn að búið væri að skrínleggja. Rætt var um fjárhags- vanda heilbrigðisþjónustunnar og þá hugmynd að í dreifbýlinu lægju illa -íiýttir fjármunir í heilbrigðisþjón- ustunni og mætti flytja þá til Reykja- víkur og greiða niður halla sjúkra- stofnana þar. Ég vil strax og áður en lengra er haldið skýra frá því að kjarni þessa máls er sú hugmynd að skera niður 700 milljónir króna (sem í dag fara að mestu leyti f hjúkrun á dreifbýlissjúkrahúsum og veita þar auk annars flölda fólks mannsæm- andi umönnun síðasta tímabil ævinn- ar, meira um það seinna) og flytja til stofnana höfuðborgarinnar. Plaggið sem hér um ræðir er niður- stöður nefndar sem fyrir u.þ.b. tveimur árum gerði tillögur til heil- brigðismálaráðherra um skipan sjúkrahúsmála í landinu. Skildi ég að í stað þess að hafa verið lagðar til hliðar eru tillögur þessar að hafa áhrif útí þjóðfélaginu og því brýnt að þær fái gagnrýna umfjöllun. Gula skýrslan Tillögur þær er ofan greinir er að finna í riti sem einnig hefír verið nefnt gula skýrslan. Geri ég ráð fyr- ir að hún sé fáanleg í ráðuneyti heil- brigðismála, fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér efni hennar útí hörg- ul. Hún er gerð að frumkvæði Sig- hvats Björgvinssonar, heilbrigðis og tryggingamálaráðherra, sem hinn 30 apríl 1992 skipaði vinnuhóp um mál- efni sjúkrahúsa. í honum störfuðu: Guðjón Magnússon skrifstofustjóri, Ingibjörg R. Magnúsdóttir skrif- stofustjóri, Matthías Halldórsson að- stoðarlandlæknir, Skúli Johnsen hér- aðslæknir, Þorkell Helgason þáver- andi aðstoðarmaður ráðherra, formaður. Starfsmaður hópsins var Símon Steingríms- son verkfræðingur. Skýrsla þessi mun öðrum þræði vera byggð á tölvuupplýs- ingum frá landlæknis- embættinu, sjá síðar. Tilflutningur á 800 milljónum króna Tillögur nefndarinn- ar eða niðurstöður eru nokkuð afdráttarlausar í 5 liðum og ganga út á það að leggja niður skurðlækningar á Blönduósi, Sauðár- króki, Siglufirði, Húsavík og Nes- kaupstað. Auk þess að draga úr fjár- framlögum til þessara og 7 annarra stofnana svo nemi 800 milljónum króna. Á móti er talað um að verja 100 milljónum króna til ferliþjónustu sérfræðinga væntanlega til að bæta þá skerðingu á þjónustu sem hlýst af niðurskurðinum. (bls.VII) Á bls.64 er talið að sami liður kosti 20 milljón- ir og er þetta eitt af mörgum dæmum um handahófs- og geðþóttavinnu- brögð skýrslunnar. Athugandi er að skurðlæknisþjónusta sú sem á að leggja niður kostar sennilega hvergi nærri 100 milljónir króna (sjá síðar). Gallar skýrslunnar Ég held að það sé skylda heil- brigðisyfirvalda, ef þau rekast á vandamál hjá einstökum stofnunum, of mikla eyðslu eða hnökra í starf- semi hverskonar að taka á því máli þegar og þar sem það kemur fyrir. Það getur útheimt frumkvæði, góðan vilja, alúð og þrautseigju og það getur verið freistandi að leita heldur almennra og ópersónulegra lausna sem síðan er skipað ofan frá yfír alla línuna en það er einmitt það sem hefir gerst með um- ræddri skýrslu. Það gengur ekki að tala um að sum sjúkrahúsin séu óeðlilega dýr og láta síð- an öll gjalda þess jafnt. Aðalgalli gulu skýrsl- unnar er einmitt sá að reynt er að fínna meira eða minna heildstæðar eða almennar eða prinsíplausnir varðandi framtíð sjúkrahúsmála í landinu sem síðan er þrykkt niður á kerfíð ofan frá. Þetta er útilok- að vegna mismunandi landfræðilegra og félagsfræðilegra aðstæðna og segja má að skýrslan sé strax af þessari ástæðu gjörsam- lega vonlaust fyrirtæki. Enda fer nú að læðast að manni sá grunur að aðalmálið sé þessar 7-800 milljón krónur sem átti að sækja út í dreif- býlið til að greiða halla í Reykjavík og skýrslan síðan gerð til að réttlæta þessa aðgerð. Annað sem stingur í augun er ruglandi sem lýsir sér í að ályktanir eru dregnar sem í engu standa í sambandi við forsendur eða heimildir sem upp eru gefnar en þær eru tölvuskráning landlæknisemb- ættisins sem nú hefir gengið nokkuð á annan áratug. Hjá öllum sem leggj- ast inn á sjúkrahús eru skráð per- sónuatriði, dags. inn og útskriftar, hvaðan kom og hvert fór, aðalástæða vistunar, hjúskaparstaða, þjóðerni, sjúkdómsgreining(ar) aðgerð(ir). Þannig er mikið talnaflóð birt (fjöldi talnaliða nemur tugum þúsunda) og það greint eftir tölfræðilegum að- ferðum (og er þar vafalaust góð og vönduð vinna á ferðinni af tölfræð- ingsins hálfu). Hin aðalheimild Jón Aðalsteinn skýrslunnar mun vera bókhald sjúkrahúsanna. Það er ekkert rökrænt samhengi á milli þessara talnalegu upplýsinga og þess að lækka framlög til dreifbýl- issjúkrahúsa um 800 milljónir og leggja niður skurðlækningar á 5 þeirra. Vantar veigamikinn þátt Það vantar veigamikinn þátt inn í forsendumar: Það er hjúkrunin. Ég hygg það vægt áætlað að einn þriðji af útgjöldum til heilbrigðisþjón- ustunnar í landinu sé kostnaður við hjúkrun og þá á ég við alla þá hjúkr- un, sem í landinu er veitt. Og næsta ofureinfalda spurning er þá hvað við fáum fyrirþessa, segjum 10 milljarða sem varið er til hjúkrunar. Svör við því liggja ekki á lausu fyrr en hjúkr- unarþyngd hefír verið m æld og skráð með sömu aðferð á öllu landinu hvar Var skýrsluhöfundum alveg sama hvað þeir settu á blað, spyr Jón Aðalsteinn, sem hér ræðir um skert framlögtil sjúkrahúsa í strjálbýli. sem hjúkrun fer fram, í nokkur ár. Og það er einmitt þessi nokkuð stöð- uga og mikla hjúkrun á litlu sjúkra- húsunum sem hefír gert það mögu- legt að stunda fjölbreytilegri lækn- ingaaðferðir á hagkvæman hátt og verður komið betur að því síðar. Ekki góð skýrsla, heldur vond Ég skildi Kristínu svo, að hún teldi þetta góða skýrslu með nýtileg- um tillögum. Sennilega eru þeir þó nokkrir landsmenn sem deila þeirri skoðun með henni og þá einkum þeir sem ekki hafa fengið skýrsluna i hendur og þekkja aðeins í gegnum áróður ráðherra og höfunda skýrsl- unnar. Ég vil leiðrétta þetta álit því þetta er vond skýrsla. Áuk þess sem að ofan er bent á vil ég staldra að- eins við frágang skýrslunnar því hér er ekki riðið við einteyming. Hjálpast þar að óskýr hugsun og stirðbusalegt málfar. Smásýnishom: „Tölur frá 1990 eru sýndar í fskj.2. Þar hafa sveitarfélög verið dregin saman þar sem skráning sjúkrahúsa á heimilisfangi sjúklings(sýslu) var ekki sambærileg" (hver skilur þetta?) „Héraðshlutdeild heimasjúkrahúss óeðlilega há“ (hvað er eðlilegt?) „Þær aðgerðir og meðferð sem byijar á 5 eru í daglegu tali kallaðar skurðaðgerðir" (hvað eru þær kallað- ar annars?) " Læt ég þetta nægja en af nógu er að taka. Á fleiri en þrjátíu stöðum í skýrsl- unni eru mikilvæg málefni afgreidd með almennu orðalagi einsog „gera má ráð fyrir“, „ætlað er að“, „lausleg áætlun", „þarf að taka til athug- unar“, „reiknað er með að héraðs- hlutdeild verði að jafnaði", „skipulag hefír líklega meiri áhrif en minnihátt- ar breytingar". Er skýrsluhöfundum alveg sama hvað þeir setja á blaðið? Eru þeir svona handvissir um að tak- markinu verði náð, að framlög til sjúkrahúsa dreifbýlisins verði skert um 7-800 milljónir? Hversvegna mega skýrslur ekki vera vondar? — Málin varða öryggi, þjónustu- stig, atvinnumál og byggðamál heilla landshluta og fjölda fólks. — Allar áætlanir sem stuðla að meiriháttar breytingum á þessum þáttum þarf að vinna af alúð og kostgæfni og umhyggju fyrir þeim er skýrslan varðar. — Vond skýrsla ber vott um tak- markaða virðingu skýrsluhöfunda fyrir sjálfum sér og fyrir lífí þúsunda sem ráðstafanir skýrslunnar munu bitna á. Af því minnst var á öryggi má geta þess að þegar þessi grein er rituðj 18. mars 1995, geisar stórhríð úti. Ofært hefír verið í 3 daga sam- fleytt milli Húsavíkur og Akureyrar. Samtals hafa í vetur verið 15 ófærð- ardagar milli Húsavíkur og Akur- eyrar. - í umræddri skýrslu er hvergi getið um Víkurskarð eða færð á veg- um milli Húsavíkur og Akureyrar.' Höfundur er yfirlæknir á Húsavík. Hvað kostar að lifa? Framfærslukostnaður einstaklings FLESTIR eru sam- mála um það að fullvinn- andi fólk eigi að geta séð fyrir sér. Því er eðli- legt að fólk velti fyrir sér hvað sé eðlilegur framfærslukostnaður. Hvað er rétt að leggja til grundvallar þegar eðlileg viðmiðun er fundin. Kvennalistinn hefur ítrekað lagt til að tekið verði mið af raun- verulegum kostnaði ein- staklings við framfærslu þegar lágmarkslaun eru ákveðin, jafnvel að slíkt lágmark verði bundið af iögum. Nú síðast, á haustþingi, lögðum við til í þingsályktunartillögu að stjóm- völd lögbindi eða sjái til þess á ann- an hátt að lágmarkslaun verði a.m.k. svo há að þau nægi til lágmarks framfærslu. í sambandi við þessar tillögur höfum við margoft spurt sérfróða embættismenn um eðlilega framfærslu. Svörin hafa oft verið nokkuð sérkennileg, en ónákvæmnin hefur að sumu leyti verið skiljanleg. Gjaman hefur verið svarað að fólk eyði því sem það aflar og það verði að duga því. Það séu því laun til raðstöfunar sem ráða því hver fram- færslukostnaðurinn er hveiju sinni. Því sé engu hægt að svara. Þetta verður að teljast nokkur einföldun í okkar samfélagi. Hvernig á að meta framfærslu? Fyrir fímm árum samþykkti Al- þingi að slík athugun skyldi fara fram. Ekkert varð úr framkvæmdinni og gáfust menn upp fyrir verkefninu. Það eru auðvitað vonbrigði að ráðherrar skuli ekki fylgja ákvörðunum þingsins betur eftir. í versta falli er þó hægt að gefa Sér forsendur við slíka útreikninga. Nokkru áður en Alþingi samþykkti að fram- kvæma þessa athugun, hafði þingflokkur Kvennalistans gert sér sínar eigin forsendur fyrir mati á fram- færslukostnaði ein- staklings. Ákvörðun um það hafði verið tekin eftir nokkra fundi með hagstofustjóra ásamt hans fulltrúum, þar sem þeir höfðu lýst miklum tormerkjum á slíku mati. Niðurstaðan varð því sú að búa til líkan eða viðmiðun á framfærslu- kostnaði einstaklings og miða við það. Hagstofan ætlaði svo að reikna út niðurstöðurnar og nota gögn frá sér í þá liði sem þeir höfðu tölur um, sem voru nær allir, en gera minni háttar athuganir ef með þyrfti. Þeir höfðu þá nokkrar tölur varðandi framfærslu einstaklings. Hagstofan hefur svo framreiknað þetta líkan okkar. Þá var að ákvarða þær að- stæður sem einstaklingurinn okkar átti að búa við. við vildum ekki að hann þyrfti að búa við kröpp kjör, það var auðvitað hægt að fá lágar tölur með því að reikna með leigu á einu herbergi, í göngufæri frá vinnu og fábreyttu fæði. Slík viðmiðun þótti okkur ófullnægjandi, eðlilegra væri að búa við betri aðstæður. Forsendur kostnaðar Niðurstaðan var að miðað við ein- stakling sem byggi í eigin húsnæði, lítilli íbúð, ætti lítinn bíl. Hann býr á hitaveitusvæði. Hann fjárfestir í húsgögnum og heimilisbúnaði á sama hátt og aðrir. Hann eyðir sama í mat, föt, snyrtivörur og heilsuvemd og meðaleinstaklingur. Sömuleiðis í síma og póstkostnað. Hann er áskrif- Kvennalistinn hefur ítrekað lagt til, segir Kristín Signrðardótt- ir, að tekið verði mið af raunverulegum fram- færslukostnaði þegar laun eru ákveðin. andi að Rúv og Stöð 2, einnig er hann áskrifandi að tveim dagblöðum. í okkar samantekt voru miklu fleiri liðir, atriði sem okkur þóttu mjög eðlileg þá, en er sleppt hér í þessari samantekt. Ástæðan er kreppuáhrif síðustu ára sem hefur fengið fólk til að slá verulega af kröfum sínum. Ýmsir þessara liða eiga enn fullt erindi en er sleppt að þessu sinni, til þess að eftir standi skýrari niður- stöður. Fólk ætti t.d. að geta leyft Kristín Sigurðardóttir Kostnaðarliðir: Á mánuði Á ári (tölur frá febrúar 1995) Húsnæði, rafmagn og hiti 20.637,83 247.654 Húsgögn og heimilisbúnaður 7,801.50 93,618 Eigin flutningstæki (bíll) 28,748.17 344,978 Matvörur* og drykkjarvörur f.ut. áfengi 15,806.92 189,683 Föt og skófatnaður 6,005.08 72,061 Póstur og sími* 1,912.83 22,954 Heilsuvemd* 2,667.17 32,006 Snyrting, snyrtivömr þ.m.t. hreinlætis- 2,438 29,256 vörur* Hárgreiðsla, meðaltal karla og kvenna 720 8,640 Áskrift að Rúv og Stöð 2 5,168.33 62,020 Áskrift að tveim dagblöðum 3,091.17 37,094 Samtals: 94,997 1,139,964 * Miðað við útgjöld einstaklings í neyslukönnun Hagstofunnar 1985/86. Upphæðir frá des. ’90 eru framreiknaðar samkvæmt sambærilegum liðum framfærslukostnaðar. Sérstök verðathugun var þó gerð á nokkrum liðum. sér hóflegt sumarleyfí, geta reykt og smakkað áfengi ef það kýs svo, geta gefið ættingjum og vinum jóla- og tækifærisgjafír, stundað heilsu- rækt, keypt bækur, leigt sér stöku videospólu, farið út að skemmta sér o.fl., o.fl. í þessari samantekt sem hér er sýnd eru því nánast eingöngu grunn- atriði. Það má e.t.v. deila um það hvort áskrift að Stöð 2 og tveim dagblöðum sé eðlileg sem lágmark þess er fólk ætti að geta veitt sér, en þeim liðum er hægt að skipta út fyrir sumarleyfi, jólagjafir, skemmt- anir, heilsurækt, tómstundastarf eða eitthvað annað sem áður er nefnt. Rétt er að nefna einnig að þessi ein- staklingur á ekki í neinum vanskilum eða íjárhagslegum vandamálum og hefír því engan aukakostnað af því. Hvað þarf til Til þess að einstaklingurinn okkar geti framfært sig á þennan hátt þarf hann því að hafa kr. 1.139.964.- á ári til ráðstöfunar eða 94.000.- kr. á mánuði. (Sjá töflu). Til þess að hafa þessa upphæð til ráðstöfunar á mánuði, þarf tekjur upp á 121.496,50,- kr. fyrir skatt eða árs tekjur upp á 1.457.958.- fyrir skatt. Þegar þessi niðurstaða er borin sam- an við þau laun sem flestir fá fyrir vinnu sína sést að þar vantar veru- lega upp á. Engan þarf því að undra að afleiðingamar af þessu ástandi er stórkostlegur afkomu- og skulda- vandi íslenskra heimila. Það eru ekki svo margir liðir sem er hægt að skera verulega niður og fæsta þeirra til langframa. Þessu þarf að breyta, því að ástandið er mörgum illbærilegt. Nú þarf því að hrista af sér doðann og ijúfa þennan vítahring samdrátt- arins. Því að vandamálið er tekju- vandi þjóðarinnar, fyrirtækja og ein- staklinga, fremur en kostnaðarvandi. Við þurfum að breyta ástandinu og rífa upp atvinnu og framkvæmdir. Jafnframt þarf að gera allt það sem mögulegt er til þess að tryggja að lægstu laun nægi til framfærslu. Það er engum jafnvel treystandi og full- trúum Kvennalistans með vel út- færða stefnu sína og kvenlegt innsæi að breyta hér til bóta. Höfundur sklpar þriðja sæti Kvennalistans á Reykjanesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.