Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNIIMGAR 8. APRÍL Ef þeim treyst- andi væri Svar til Helga Ormssonar ÉG vil byija á að þakka Helga Ormssyni fyrir að svara grein minni sem birtist í Mbl. 11. mars sl. Það gleður mig að fá hans við- brögð, og vita að fólk les greinar í því greina- flóði sem birtist í blöð- unum þessa dagana. Einnig þakka ég honum hrósið um fyrri greinar mínar, þó þessi hafi ef til vill ekki verið að hans smekk. Helgi endar grein sína með þeim orðum að sem flestir ættu að taka höndum saman um það að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn svo hann sitji einn við völd og vegna þessara orða hans, verð ég að svara honum og segja af hveiju mér líst ekki á þann kost- inn. Ég var svarin Sjálfstæðiskona hér fyrr á árum þegar ég tilheyrði þess- ari svokallaðri millistétt. Ég og minn maður höfðum bæði ágæta vinnu og afkoma okkar var ágæt þótt við stæðum í íbúðarkaupum og hefðum afborgun lána á okkar herðum (en þá voru afborganir af lánum öðruvísi og viðráðanlegar). Þá var orðatiltæki sjálfstæðis- manna (og er enn ef marka má orð þeirra sjálfst.m. sem ég lendi í rök- ræðum við þessa dagana) það að duglegt fólk gæti vel bjargað sér í okkar velferðarkerfí og ætti ekki að þurfa að sjá fyrir lötum aumingjum sem ekki nenntu að vinna. í þá daga lagði fólk á sig að vinna vel fyrir fyrirtækin sem aftur gerðu vel við sína starfsmenn. Þá var til siðferði hjá mönnum og fyrirtækjum og þekktist ekki þetta orðatiltæki: „Lög- legt en siðlaust", sem virðist hafa fæðst inn í þjóðfélagið á seinni árum. Menn sem þjónuðu einu fyrirtæki í 20-40 ár fengu umbun erfiðis síns að lokinni starfsævi. En með harðn- andi afkomu fyrirtækjanna breyttist þetta góða jafnvægi og skiptir engu máli í dag löng starfsævi þess sem sagt er upp vinnu fyrirvaralaust. Nú veit ég að Helgi brosir sigri hrósandi því er það ekki einmitt þetta sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir, batnandi afkoma fyrirtækjanna mun koma öllu í samt lag. Ef fyrir- tækin hafa getað grætt svo vel á því að hafa fátt fólk á lúsarlaunum og nýtt það til hins ítrasta, þá sé ég ekki að þeir fari að breyta því til þess eins að veita at- vinnulausum vinnu. Helgi segir sjálfsagt hér að það skapist nýsköp- un þegar fyrirtækin stækki og eflist, en ég hef ekki heyrt það frá nokkrum fyrirtækjum að þau ætli sér að bæta við sig fólki eða fara út í framkvæmdir á næst- unni. Aðeins hef ég heyrt þetta frá sjálf- stæðismönnum, og sé ekki nein teikn á lofti hér heima eða í nálæg- um löndum til þess að svo verði í náinni framtíð og fólkið sem er orðið fátæklingar í dag getur Ekki værí gott, að dómi Margrétar S. Sölva- dóttmyað Sjálfstæðis- flokkurinn sæti einn að völdum. ekki beðið. Það er nefnilega þannig að fólkið sem í gamla daga var latt og vann ekki og var kallað aumingj- ar af sjálfstæðismönnum, er svo lít- ill hópur þess fólks sem við atvinnu- leysi stríðir í dag. Það má vel vera að hægt sé að gera fólk að aumingj- um með því að svipta það atvinnunni og þar með sjálfstæðinu sem fylgir því að hafa vinnu, en þá er það öðru- vísi aumingjaskapur, sem er stjórn- kerfinu að kenna og getur aðeins lagast við mannúðlegra þjóðfélag- skerfí, eða þannig sé ég það. Helgi, ég óttast það að ef Sjálf- stæðisflokkurinn kemst til valda á ný, að ég tala nú ekki um ef hann réði einn, að bilið á milli fátækra og ríkra verði óbrúanlegt gil. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur byggt sína stefnu á því að dugandi fólk eigi að hjálpa sér sjálft og afkoma manna eigi að fara eftir því. Ég get verið sammála þessum rökum ef allir byijuðu á sama grunni, en svo er ekki og verður aldr- ei. Þeir sem eiga fyrirtækin hafa í hendi sér afkomu starfsmanna sinna, sér í lagi þegar erfitt er að fá at- vinnu. Hvar er jöfnuðurinn þá? Það geta ekki allir sett upp fyrirtæki og Margrét S. Sölvadóttir það eru ekki allir fæddir með silfur- skeið í munni eða góða greind. Helgi segir mig rita mikið um spillingu í þjóðfélaginu. Ég veit ekki hvar hann las það orð í grein minni, nema honum finnist það vera spilling er ég segi að það hljóti að vera mik- ið að í því stjórnkerfi sem lætur við- gangast 850% launamisrétti á milli hæstu og lægstu launa og er ég þar að tala um laun þingmanna og ráð- herra. Ég er mjög ánægð með að hann skuli nota svo stórt orð spill- ingu yfir þetta launamisrétti. En ég vil jafnframt benda á hveiju við eig- um von á ef sjálfstæðismenn komast að, því sjálfstæðismaðurinn hr. Blöndal sat fyrir svörum í sjónvarps- þætti og sagði blákalt við alþýðuna, að hækka yrði laun þingmanna og ráðherra (sem þó hafa 850% hærri laun en verkamaðurinn) þó að sú ríkisstjóm sem hr. Blöndal er ráð- herra i, hafi ekki fundið peninga til þess að hækka laun alþýðunnar um meira en rúmar 3.000 kr. Á mínum vaxtar- og þroskaárum sem liðin hafa síðan ég var sjálf- stæðiskona, er margt af því milli- stéttarfólki sem ég þekkti orðið gamalmenni og sjúklingar í dag og afkoma þessa fólks hefur fært það úr millistétt í fátæklingastétt og ekkert af þessu góða fólki getur talist til aumingja eða letingja. Margar vinkonur á ég líka sem sættu sig ekki við þá karlmenn sem þær lofuðust og áttu börn með og eru því í dag þessar svokölluðu ein- stæðu mæður, sem fara rosalega í taugarnar á sjálfstæðisfólki, sem alltaf er að fárast út í allar þessar bætur sem þær nú fá. Mæðralaun sem einu sinni komust á forsíðu Morgunbl. fyrir það að hækka um 100%, úr 2.000 kr. í 4.000 kr. sem ég held að þau standi í enn í dag. Já, alla fyrirgreiðsluna sem þær nú fá þessar einstæðu mæður, segja sjálfstæðir, en tala aldrei um börnin sem í raun njóta þeirra. Ekki viljum við byggja upp þjóðfélag þar sem þeir ríku gætu aldrei verið í rónni með eigur sínar fyrir upprennandi glæpamönnum sem koma frá fá- tækrahverfum sem spretta upp ef engin aðstoð kemur til við uppvöxt þessara barna. Helgi, ég held að það væri ágætt fyrir sjálfstæðismenn ef Sjálfstæðisflokkurinn sæti einn við stjórnartaumana, en þá væri varla líft fyrir okkur hin á þessu landi, sem í hugum fiestra sjálfstæðismanna teljast annaðhvort letingjar, aum-_ ingjar eða einstæðar mæður, að ekki sé minnst á sjúka, fátæk gamal- menni og atvinnulausa. Kæri Helgi, eins og þú sjálfur sagðir: Tökum höndum saman, - en þá segi ég: Já, en um það eitt að gera Island mannúðlegra þjóðfélag fyrir alla sem hér búa en ekki fáa útvalda. Með kærri kveðju. Höfundur er rithöfundur. Hvers vegna óháð- ir með Alþýðu- bandalaginu? í ÞEIM kosningum sem í hönd fara þá hefur fjöldi fólks, sem ekki hefur verið flokksbundið, ákveðið að taka höndum saman við Alþýðubandalagið. Áhugi hefur verið hjá þessu fólki fyrir því að ná saman þeim öflum í þjóðfélaginu sem hafa það að markmiði að koma að sjónarmiðum félagshyggjunnar við stjórn landsmála. AI- þýðubandalagið hafði boðið til slíks sam- starfs. Um tíma héld- um við að fleiri flokkar kæmu inní það og sérstakar vonir gerðu menn sér um að sú ákvörðun Jóhönnu Sigurðardóttur að segja skilið við Alþýðuflokkinn vegna stefnu hans í núverandi ríkisstjórn, myndi skila sér í framboði breið- fylkingar. Svo varð ekki eins og kunnugt er en Alþýðubandalagið ákveð engu að síður að opna flokk- inn fyrir samstarfi við aðra aðila, ekki bara flokka eða flokksbrot. Með þessum hætti var opnuð leið fyrir þá sem töldu meiri líkur til árangurs að byggja á skipulögðum samtökum sem fyrir voru og höfðu svipuð markmið og þessi miklu fjöldi ófloksbundinna, heldur en vera sí- fellt að kljúfa niður að stofna til nýrra samtaka. Það leiðir að líkum að áræði þarf til að opna með þessum hætti stjóm- málafiokk, gefa þeim sem ekki hafa haft af honum bein afskipti kost á því að koma inn með nýjar áherslur og önnur sjónarhorn án þess að bind- ast flokksböndum. Þetta hafði Al- þýðubandalagið kjark til að gera. Við sem fyllum þennan stóra hóp óháðra kjósenda, sem er stærri nú en nokkru sinni, töldum að þarna væri komið tækifæri til þess að móta stjómmál til frambúðar. Með þessum hætti væri stigið nýtt skref í pólitík á íslandi. Sú hugsun sem þarna væri á ferðinni væri líkleg til þess að byggja upp breiða fylkingu. Slíkt myndi að sjálfsögðu ekki gerast á einni nóttu en með þessu væri verk- ið hafið. Þröngir hagsmunir flokksstofnana mega ekki verða ráðandi í því samfé- lagi sem við viljum skapa. Þeir eru venjulega með þeim hætti að þeir koma í veg fyrir eðlilegan vöxt sam- taka. Þetta hefur reynslan kennt okkur. Sú aðferð að bregðast sífellt þannig við þegar forysta hefur staðnað eða beitir ofríki að kljúfa sig út og stofna nýjan flokk hefur ekki skilað árangri til lengri tíma litið, því þessir nýju flokkar eru áður en varir komnir í sömu sporin og sá gamli var í. Sú leið að opna flokk- inn og fá inn nýja strauma er miklu væn- legri leið til þess að vera samstiga þeirri hugsun sem víðtækur flokkur félagshyggjufólks þarf Blind markaðshyggja Á því kjörtímabili sem nú er að líða höfum við horft upp á hvernig þeir flokkar sem myndað hafa ríkis- stjórn hafa gert blinda markaðs- Óháðir hafa tekið hönd- um saman við Alþýðu- bandalagið, segir Kári Arnórsson, og myndað öfluga samstöðu. hyggju að sínu meginmáli. Þar er ekki munur á stjórnarflokkunum nema ef vera skyldi að litli flokkur- inn vildi ganga þar lengra en sá stóri. Þetta hefur komið glögglega fram í mörgum myndum og nú síðast greinilega í kjarasamningum. Reynd- ar má segja að í öllum kjarasamning- um á þessu kjörtímabili hafi sjónar- mið markaðshyggjunnar alfarið ráð- ið. Samningar hafa verið með þeim hætti að semja aðeins við láglauna- hópana innan ASÍ og á þeim forsend- um að atvinnuleysið sé það mikið að ekki sé hægt að hækka kaupið. Ríkis- stjómin býðst svo til að koma með einhveijar bætur sem síðan eru tekn- ar til baka við næstu fjárlög. Síðan eru miðstéttimar færðast niður á þetta sama plan. Niðurstaðan hefur orðið sú að kjörin í landinu hafa sífellt versnað hjá almenningi og láglaunahópunum fjölgað. Þetta er markvisst gert og til þess að ná þessu fram þarf að Kári Arnórsson á að halda. Utflutnings- og atvinnumálin við í komandi kosning- um að velja til að stýra og hlúá að þeirri gríðar- legu uppbyggingu sem framundan verður að vera í atvinnumálum þjóðarinnar. Hvaða rekstrar- og eignarform viljum við hafa á þeim atvinnurekstri? Á það að vera ríkisrekst- ur/samvinnurekstur eða einkarekstur? Þess- ari spumingu munu kjósendur svara í kom- andi kosningum. Það er mikil vinna framundan ætlum við að ná árangri í því á er því meginmarkmið á næstu árum næstu árum að auka gjaldeyristekjur að hækka almennt launin í landinu. þjóðarinnar. Grundvallaratriði í þeirri að okkur miðaði hraðar áfram veginn. Stærsta vandamálið sem við okkur blasir í dag er að launin í land- inu eru of lág. Þetta gildir jafnt um faglærða og ófaglærða, kennara og þingmenn. Vegna hinna lágu launa sem eru greidd hér í samfé- laginu eru að skapast mikil afleidd vandamál. Fátækt er að skjóta hér rótum, atvinnuleysi, við eram að dragast aftur úr á mörgum sviðum, má þar nefna menntun bama okkar o.s.frv. Það Friðrik Hansen Guðmundsson ÞAÐ hafa orðið straumhvörf í ís- lenskum efnahagsmálum á síðasta kjörtímabili. í ár lítur út fyrir að okk- ur takist þriðja árið í röð að greiða niður okkar erlendu skuldir. Það að þjóðin skuli vera farin að borga niður erlendar skuldir sínar segir allt það sem segja þarf um stöðu efnahags- málanna. Þau era á góðri leið. Undanfarin ár höfum við búið við stöðugleika og þessi stöðugleiki hef- ur skapað hér skjól, þannig að hér á landi er farin að þrífast og skjóta rótum ný tegund atvinnurekstrar. Þetta era atvinnugreinar sem ekki gátu þrifist hér, þegar orrahríð verð- bólgunnar geysaði árum saman. Þetta era ýmsar þjónustugreinar, fyrirtæki í sérhæfðri framleiðslu og útflutningur margskonar. Öll eram við sammála um að okk- ur hefur miðað áfram hin síðustu ár, en ekki afturábak eins og alltof oft hefur gerst á efnahagssviðinu. Þetta gerist þrátt fyrir gríðarlegan sam- Irátt í þorskveiðum okkar og sam- dráttarskeið í efnahagslífinu um all- an heim. Það er hinsvegar rétt að við eram ekki þar sem við vildum vera. Öll hefðum við gjaman viljað Þetta gerum við einungis á einn hátt og það er með því að auka tekjurn- ar. Við þurfum með ölium ráðum að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Spurningarnar sem við hljótum að spyija okkur í þessu sambandi eru tvær. Hin fyrri er; hvernig ætlum við að fara að því að auka gjaldeyris- tekjumar? Hin síðari; hvem ætlum vinnu er það, að við þurfum að skapa fyrirtækjum okkar sömu samkeppn- isstöðu til útflutnings og samkeppn- isaðilar okkar hafa. Fyrstu skrefín í þessa áttina hafa verið tekin af ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Gerðir hafa verið alþjóð- legir samningar sem marka tímamót fyrir okkur. Sérstaklega ber að nefna Meginmálið er að auka verðmætasköpun og þjóðartekjur, segir Friðrik Hansen Guð- mundsson, til þess að fjölga störfum og bæta lífskjörin. EES samninginn í því sambandi. Næstu skref er að stuðla með margvíslegum hætti að því, að fýsi- legra sé að stunda útflutning frá íslandi en innflutning. Takist það, þá munu fjármunir leita í útflutning- inn og slík verslun mun blómstra sem mun skapa okkur auknar tekjur. Ríkisstjómin hefur þegar varðað þessa ieið með þeim aðgerðum sem gripið var til í skipasmíðaiðnaðinum. Allt samfélagið á að taka þátt í þessari uppbyggingu. Við þurfum að byggja hér svo margt upp frá granni, eftir þann sviðna svörð sem verð- bólgubálið og haftastefna fyrri ára hefur skilið eftir. Við eigum að halda áfram í þeirri sókn sem við eram og við eigum að nýta öll þau tækifæri sem við höfum. Þau ríkisfyrirtæki og stofnanir sem sátt er um í samfé- laginu að verði áfram ríkisfyrirtæki, þau eigum við að nýta okkur til tekju- öflunar. Við eigum að setja okkur það markmið að ákveðinn hundraðs- hluti sértekna þeirra eigi að vera erlendar gjaldeyristekjur. Við eigum meðal annars að bjóða þjónustu ríkisspítalanna á erlendum mörkuðum, byija t.d. á Grænlandi og Færeyjum. Sömuleiðis þjónustu Vegagerðarinnar, Landsvirkjunar, Pósts og síma ö.s.frv. Við eigum að skapa hér þannig skilyrði að slíkt verði mögulegt og horfa til hinna Norðurlandaþjóðanna á þessum svið- um. Póst og símamálastofnanimar á hinum Norðurlöndunum eru með stórverkefni í Eystrasaltslöndunum og Rússlandi. DanRoad er samsteypa dönsku vegagerðarinnar og verk- takafyrirtækja sem hafa verið og eru með verkefni víða um heim. Við erum áratugum á eftir þesssum nágrönn- um okkar hvað varðar útflutning á þjónustu einkafyrirtækja og hins opinbera. Við eigum að læra af þeim, þama liggur framtíðin. Höfundur er í 5. sæti á Iistn Sjálfstæðisflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.