Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 8
8 C ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRÍL Halldór Blöndal o g matarkarfan í GREIN í Morgunblaðinu 21. mars gerir Guðmundur Árni Stef- ánsson, 2. maður á lista Alþýðu- flokksins á Reykjanesi, byggingu nýs barnaspítala að umtalsefni. Þar beinir hann spjótum sínum að borgarstjóranum í Reykjavík, en í lok greinarinnar víkur hann að undirritaðri og rangtúlkar orð sem ég lét falla í sjónvarpsþætti á dög- unum. Barnaspítali óskaverkefni Það er rangt að ég hafi ekki talið þörf á bamaspítala eins og frambjóðandinn heldur fram í greininni. Ég benti aftur á móti á að ekki væru biðlistar eftir pláss- um á bamaspítala, en langir bið- listar eftir t.d. hjúkmnarrýmum fyrir aldraða og nefndi í því sam- bandi forgangsröð. Þeir sem fylgst hafa með málum langtímaveikra bama vita að að- búnaður þeirra er alls ekki viðun- andi. Það á því miður einnig við um fleiri hópa sem þarfnast heil- brigðisþjónustu. Til dæmis em 200 aldraðir á biðlista í mjög brýnni þörf fyrir hjúkmnarrými í Reykja- vík. Þetta fólk býr við óviðunandi aðstæður og fjölskyldur þeirra einnig, þó svo að hið opinbera veiti þeim heimahjúkran og heimil- isþjónustu. Ef við hefðum nægt fé til heil- brigðisþjónustunnar væri bygging barnaspítala óskaverkefni mitt eins og annarra. En á meðan ekki er veitt það fé til heilbrigðisþjón- ustunnar sem þarf til að reka hana nema með lágmarks gæðum, verð- um við að spyija hvar skórinn kreppir mest. Forgangsröð stjórnmálamanna Nú er unnið að því að flytja barnadeild Landakotsspítala á Borgarspítalann. Það hefur verið forgangsmál að koma upp barna- deild á þessu stærsta sjúkrahúsi borgarinnar. A spítalann kemur fjöldi bama árlega, m.a. eftir slys. Samt sem áður em þar engin sérstök úrræði eða aðbúnaður fyrir böm, ekki einu sinni rúm í barna- stærð. Svo menn geri sér grein fyrir tjöldan- um má geta þess að árið 1993 komu 16.300 börn og ungl- ingar undir 19 ára aldri á slysadeild Borgarspítalans. Á meðan ekki er veitt það fé til þjón- ustunnar sem nauð- synlegt er, verður að forgangsraða. For- gangsröðun hefur ver- ið viðkvæmt mál hjá stjómmálamönnum. Þó era þeir sífellt að forgangsraða með ákvörðunum um fjárveitingar hér og sparnað þar. Guðmundur gerði það sjálfur í heilbrigðisráðuneyt- inu og eftirmaður hans þar einnig. Sá síðarnefndi ákvað t.d. að V elferð og velmegun byggja á því að trúnað- ur ríki milli stjómmála- manna og almennings, segir Asta R. Jóhann- esdóttir, um leið og hún bendir á mikilvægi stöðugleika í vel- ferðarþjónustunni. láta 25 milljónir renna til glasa- fijóvgunardeildar, sem er góðra gjalda vert. En hvað er það annað en forgangsröðun á sama ári og sjúkrahúsunum í Reykjavík er gert að spara 410 milljónir eftir að rekstrarkostnaður hefur dregist saman um 200-300 milljónir á ári frá 1991? Stöðugleiki nauðsyn í heilbrigðis- og velferðarþjón- ustunni verður að ríkja stöðug- leiki. Skyndiákvarð- anir eins og viðhafðar hafa verið á kjörtíma- bilinu rýra traust al- mennings á stjórn- málamönnum. Að breyta reglum mörgum sinnum á ári í heilbrigðisþjón- ustunni, eins og heil- brigðisráðherrar Al- þýðuflokksins gerðu á kjörtímabilinu, veldur trúnaðarbresti milli yfirvalda og al- mennings. Þar eru eftirminnilegastar 5 breytingar á lyfja- reglum og 3 á tann- læknareglum á sama árinu, handahófskenndur niðurskurður og sparnaður á sjúkrahúsum, sem birtist sem aukin útgjöld annars staðar, s.s. í heimahjúkrun, heimaþjónustu og sérfræðilækn- iskostnaði. Aðgerðir sem þessar vekja kvíða og óróleika í samfé- laginu. Góð velferðarþjónusta er háð stöðugleika og almennri velmeg- un og velmegun getur ekki varað án velferðar. Velferð og velmegun byggja á því að trúnaður ríki milli stjórnmálamanna og al- mennings. Áhersla á forvarnir Nauðsynlegt er að huga betur að forvörnum en gert hefur verið. Nágrannaþjóðir okkar hafa varið mun meira fé til forvarna og hef- ur það skilað sér í auknu heilb- igði almennings og lægri útgjöld- um í heilbrigðisþjónustunni. For- varnir eru mál sem ber að leggja áherslu á en ekki stunda ehda- lausar plástrameðferðir eftir á. Með auknum forvörnum mun takast að fækka slysum, auka heilbrigði og stuðla að innihalds- ríkara samfélagi. Þannig væri velferð barna á Islandi best borg- ið. Höfundur er deildarsljóri í Tryggingastofnun ogskipar annað sæti framboðslista Þjóðvaka í Reykjavík. í VIÐTALI við Morg- unblaðið 19. mars sl. seg- ir Halldór Blöndal að hann átti sig ekki á því hvað fyrir Jóni Baldvini Hannibalssyni vaki þegar sá síðamefndi hafi bent á að ein ákveðin matar- karfa verði þrefalt dýrari skv. tillögum landbúnað- arráðherra en núverandi verð. Þar sem matarkörfu- umræðan er áberandi í kosningabaráttunni er nauðsynlegt að skýra þetta mál betur. í tengsl- um við vinnu sem unnin hefur verið á vegum ríkisstjórnarinnar um framkvæmd landbúnaðarskuldbindinga okkar samkvæmt ákvæðum Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar (WTÖ) létu utanríkis-, iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytin framkvæma athugun á því hvert yrði verð 10 tegunda land- búnaðarvara ef mismunandi tollum yrði beitt við innflutning. Tollfrjáls innflutningur, segir Þröstur Ólafs- son, var 55% ódýrari en Hagkaupskarfan. í fyrrnefndri nefnd hefur verið unnið út frá mismunandi möguleik- um við beitingu tolla. Dæmi um tollfrjálsan inn- flutning og lágmarksmarkaðs- aðgang skv. GATT í fyrsta lagi vom fengin erlend viðmiðunarverð m.a. frá landbúnað- arráðuneytinu (1.032 kr.) og fundið út verð á matarkörfunni m.v. toll- frjálsan innflutning. Verð til íslenkra neytenda yrði þá 2.022 kr. I öðm lagi voru samningsbundin GATT-ákvæði um lágmarks- og ríkj- andi markaðsaðgang beitt og niður- staðan að verð til neytenda væri þá kr. 5.050. 3 tillögur um tolla við framkvæmd GATT Síðan voru teknar þrjár mismun- andi. leiðir við ákvörðun tolla sem allar höfðu verið ræddar í nefndinni og þær reiknaðar út. Sú fyrsta var svokölluð verðjöfnunartillaga sem gengur út frá því að jafna verð á ákveð- inn hátt, milli erlendr- ar vöm og innlendrar. Þessi karfa kostar 5.729 kr. Önnur að- ferð var að bæta 20% álagi við verðjöfn- unarkörfuna og fékkst þá 6.826 kr. Að lokum var reiknað út hvert verðið til neytenda verður ef hámarksheimildir skv. GATT samningum eru notaðar, en þá kostar karfan 12.801 kr. Það er nærri því þreföldun á Hagkaups- verðinu. Þá var tekið smásöluverð í Hagkaup og var það 4.460 kr. Toll- fijáls innflutningur var þannig 55% ódýrari en Hagkaupskarfan meðan allar aðrar körfur voru dýrari en Hagkaupskarfan. Það hefur oft komið fram í málflutningi fulltrúa landbúnaðarráðuneytins að rétt sé að nýta sér að fullu hámarkstolla skv. útreikningum landbúnaðarráðu- neytisins sem gerir innflutning um þrefalt dýrari en Hagkaupskörfuna. Það var þetta sem Jón Baldvin var að segja. 24-26% lægra smásöluverð í Bonn og Kaupmannahöfn Nú er það ljóst að það er mörgum erfiðleikum háð að finna rétt viðmið- unarverð eða heimsmarkaðsverð. Þær tölur sem miðað er við í skýrsl- unni eru fengnar úr reglugerð land- búnaðarráðuneytisins nr. 574/94, úr tilkynningu iðnaðarráðuneytisins til ESB og EFTA og frá Framleiðslu- ráði landbúnaðarins. Þessar tölur ættu því að vera tiltölulega áreiðan- legar. Til fróðleiks hefur síðan verið bætt við smásöluverði á s'ömu mat- arkörfu í tilteknum búðum í Kaup- mannahöfn og Bonn, en það var ekki hluti af skýrslu hagfræðideild- ar. í þeim samanburði er matarkarf- an, samsett af 10 landbúnaðarafurð- um 24-26% ódýrari en Hagkaups- karfan. Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Forgangur í heilbrigð- isþjónustu — verkin tala Ásta R. Jóhannesdóttir Þröstur Ólafsson HIÐ ÓÞEKKTA hefur verið mann- skepnunni efniviður ótta og kvíða í rás ald- anna jafnvel saklaust myrkrið hefur t.d. ver- ið látið fela ijöldann allan af grýlum og draugum og fáviskan hefur nært hjátrú manna og hindurvitni. Með aukinni þekkingu hefur mannskepnan smátt og smátt losað sig úr prísund fáfræð- innar og stórlega betmmbætt lífsskil- yrði sín. Þessi þróun stendur enn yfir. En ennþá rekumst við þó á einstaka dæmi, þar sem hið óþekkta eða þekkingarleysið er beinlínis notað í markvissum tilgangi, eins og t.d. þegar andstæðingar ESB-aðildar matreiða hræðsluáróður ofan í þjóðina í pólitískum tilgangi. Þess- ir menn ganga svo langt, að þeir hika ekki við að hræða landsmenn með því að skálda væntanlegar niðurstöður viðræðna við ESB, þar sem glatað forræði yfir auðlindum hafsins er notað sem stuðlar og höfuðstafir. Skoðum málið betur. Um andstæðingana Nú hefur Alþýðu- flokkurinn, gerandi umbótanna í íslenskri pólitík, samþykkt, að undirbúa umsókn um aðild að ESB. Þessi tímamótaákvörðun virðist annars vegar hafa fengið ágætis hljómgrunn meðal al- mennings, en hins vegar komið róti á forystulið annarra flokka. Viðbrögð sumra birtust strax í áðumefndum hræðsluáróðri, en aðrir fylltust heilagri vandlætingu. Ef við setj- um mælistiku trúverðugleikans á viðbrögð þessara manna, þá sýnist mér tvennt koma aðallega í ljós. Annars vegar sjáum við „eðlileg“ viðbrögð einangranarsinna þjóð- rembu og tímaskakkrar fortíðar- hyggju, en hins vegar sjáum við andstæðinga, sem skortir alveg trúverðugleikann í viðbrögðum sínum. Þessir menn ættu alla jafn- an að styðja áform eins og aðildar- umsókn, en virðast ekki mega það af óljósum ástæðum. Þeir vilja fresta málinu. Ekki á dagskrá. Mér hefur einna helst dottið í hug, að hér væra á ferðinni vörslumenn einhverra dulinna sérhagsmuna, sem væri ógnað með ESB-aðild. Gæti það t.d. verið svo, að auð- menn fákeppninnar, sægreifar og stórkaupmenn sjái einhveija ógn Alþýðuflokkurínn er, að mati Gunnars Inga Gunnarssonar, gerandi umbóta í íslensku samfélagi. í heildarhagsmunum ESB-aðildar? Hver veit? Ákvörðun Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn hefur ákveðið að hefja skuli undirbúning um umsókn hið fyrsta. Slíkt skref er aðeins fyrsti áfangi í löngu ferli, sem lýsa má með eftirfarandi hætti. * Undirbúningur - umsókn - við- ræður. * Slit viðræðna eða samningur. * Itarleg kynning á samningi. * Þjóðaratkvæðagreiðsla. Með umsókninni vill Alþýðu- flokkurinn fá spilin á borðið. Þann- ig og aðeins þannig, getum við metið hina eiginlegu kosti og galla aðildar að ESB. Og fyrirfram ákveðin forsenda samnings er auð- vitað margumrædda krafan um full og óskert ráð yfir fiskveiðilög- sögunni. Innfluttur agi Með góðum aðildarsamningi er ætlunin að koma íslandi í raun- verulegan A-flokk. Stutt reynsla af EES-samningnum hefur kennt okkur, að við eigum að halda áfram að auka og styrkja tengsl okkar við Evrópu. Við höfum ekki bara hagnast viðskiptalega á EES- samningnum og öðram samskipt- um við meginlandið. Við höfum auk þess orðið vitni að ánægjuleg- um og tímabæram innflutningi á aga í íslenskt þjóðfélag. T.d. höf- um við þegar fengið ákúrur þaðan fyrir mannréttindabrot í íslenskri löggjöf. Við höfum einnig fengið athugasemdir vegna fjárausturs í hið opinbera bankakerfi. Og það er verið að kenna okkur að fara eftir gerðum samningum, sbr. ÁTVR-málið og bjórinnflutningur- inn. Önnur framtíðarsýn í ESB-aðiId sé ég einnig fram- haldsþátt í aðstoðinni við að slíta barnsskóm hins íslenska þjóðfé- lags að því er varðar verðmæta- sköpun og markaðsmál okkar helstu atvinnugreina, auk þeirra umræddu almennu kjarabóta, sem felast í verulegri lækkun á verð- lagi einhverrar dýrastu matark- örfu þessa heims a.m.k. Og ekki er fjarri lagi að ætla að ESB-aðild veiti okkur bolmagn til að frelsa fjölda íslenskra bænda úr gapa- stokkum þess landbúnaðarkefis, sem hannað var af meintum vinum þeirra á Alþingi og milliliðabarón- um Sambandsins sáluga. En fyrst og fremst tel ég þó ESB-aðild vera kappsmál ungs fólks á ís- landi. ESB gefur mér þá framtíð- arsýn, þar sem ég sé ekki aðeins áðurnefnda agavæðingu þjóðfé- lagsins og viðráðanlegri matark- örfur barnaijölskyldna, heldur einnig, og ekki síður, fleiri og fjöl- breyttari íslensk atvinnutækifæri fyrir hæfíleikaríkt og vel menntað ungt fólk. Látum því ekki áður- nefnda úrtölumenn beita okkur klofbragði hræðslu og ótta. Hið óþekkta í ESB-málinu verður leyst með aðildaramsókn. Við kjósum Alþýðuflokkinn í það hlutverk. Höfundur er læknir og varafotmaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Skoðum ESB GunnarIngi Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.