Morgunblaðið - 04.04.1995, Side 1

Morgunblaðið - 04.04.1995, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA C 1995 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRIL BLAD Jónf Lárus og Tóth með FH ÞRIR leikmenn hafa á síðustu dögum ákveð- ið að ganga til liðs við 1. deildarlið FH í knattspyrnu fyrir átök sumarsins. Fyrstan skal telja varnarmanninn Jón Sveinsson. Hann lék reyndar með FH í fyrrasumar en gekk til liðs við gömlu félagana í Fram sl. haust. Honum hefur nú snúist hugur og verð- ur með Hafnarfjarðarliðinu. Þá hefur Lárus Huldarson, miðvallarleikmaður úr Víkingi, ákveðið að ganga til liðs við FH og loks hafa Hafnfirðingar gengið frá samningum við erlendan leikmann — Stefan Tóth, sem leikið hefur með 1. deildarliði Lokomotiva Kosice í Slóvakíu. Hann er miðvallarleikmaður, sem tók þátt i 27 leikjum liðsins á síðasta keppnis- tímabili og gerði sex mörk í þeim. HANDKNATTLEIKUR Dagur kemur frá Sviss með samning frá Wackerthun Dagur Sigurðsson, landsliðs- maður í handknattleik, hef- ur verið í Thun í Sviss um helg- ina, til að ræða við forráðamenn 1. deildarliðsins Wackerthun. Þeir gerðu honum tilboð í gær, á 22 ára afmælisdegi hans — tilboð sem Dagur kemur með heim í dag. „Ég hef kunnað mjög vel við mig hér, enda er hér fagurt og fiðsælt," sagði Dagur í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, en þess má geta að Dagur verður kynntur sérstaklega á fundi með fréttamönnum í dag klukkan tvö, þar sem hann mun sitja fyrir svörum. Hvað segir Dagur um samninginn, sem hann er kominn með í hendur? „Það þarf að fínpússa ýmislegt í samn- ingnum. Ég kem með hann heim og skoða hann vel áður en ég gef svar. Ég get ekki neitað því að ég er spenntur að breyta til, reyna eitthvað nýtt.“ Wackerthun er frá 40 þúsund manna bæ, Thun, sem er við Thuner-vatnið suðaustur að Bern. Liðið, sem hefur herbúðir sínar í 3000 manna höll, hefur verið eitt af sterkustu liðum Sviss og leikið í Evrópukeppni tvö sl. keppnis- tímabil, en í vetur hefur liðinu ekki gengið nægilega vei, er í sjöunda sæti. Með liðinu leikur landsliðsmaðurinn og vinstri- handarskyttan Martin Rubin, sem er á förum frá félaginu — til Þýskalands, þar sem Kristján Arason hefur lagt áherslu að fá hann til Dormagen til að taka við hlutverki sænska landsliðs- mannsins Roberts Anderssonar. Rubin hefur samþykkt að fara til Dormagen, en liðin eiga eftir að ganga frá samningum og hefur staðið á því hvað Wackerthun vill fá mikið fyrir Rubin. DAGUR Sigurðsson vard 22 ára í gær. Patrekur og Andrea þau bestu Morgunblaðið/Halldór PATREKUR Jóhannesson úr KA og Andrea Atladóttir úr IBV voru valln bestu leikmenn Islands- mótsins í handknattlelk karla og kvenna í lokahófi handboltamanna á Hótel islandl á laugar- dagskvöld. KA-menn fengu þrjár aðrar útnefnlngar í hófinu þar sem Alfreð Gíslason var kjör- Inn besti varnarmaðurinn, Sigmar Þröstur Óskarsson besti markvörðurlnn og Patrekur besti sóknarmaðurinn. Þorbjörn Jensson, þjálfarl Vals, var útnefndur bestl þjálfarinn. Lindgren í hlutverk Héðins hjá Dusseldorf? DÚSSELDORF hefur rætt við sænska landsliðsmanninn Ole Lind- gren, til að taka við hlutverki Héðins Gilssonar, sem hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í rúmt ár — á öxl og ökkla. Héðinn hefur lítið getað leikið með liðinu og nú upp á síðkastið aðeins í vörn. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir, að Diisseldorf getur ekki beðið endalaust eftir að ég nái mér fullkomlega," sagði Héðinn, sem mun ræða við forráðamenn liðsins nú i vikunni um framtíð sína, en þýsku deildarkeppninni lýkur á sunnudaginn. „Ég hef ekkert hugsað um hvað ég geri. Það er nægur tími til þess — aðalatriðið er að ég nái mér góðum fyrir heimsmeistara- keppnina,“ sagði Héðinn, sem sagðist hafa taugar til FH. KNATTSPYRNA Guðni lék með Bolton á Wembley Guðni Bergsson kom inná sem varamaður og lék 22 mínútur með Bolton Wanderes gegn Liverpo- ol í úrslitaleik ensku deildarkeppn- innar á Wembely á laugardaginn. Þetta var fyrsti leikur hans með nýja félaginu. Liverpool sigraði 2:1 og kom Guðni inná þegar staðan var 2:0. Hann átti þátt í marki Bolton, skallaði inní vítateiginn frá hægri. „Það var mjög gaman að koma inná í svona úrslitaleik — og leika á Wembley. Ég hljóp eins og vitlaus maður fyrstu mínúturnar og var dauðuppgefinn, en þetta gekk samt ágætlega held ég. Það hefði verið gaman að ná að jafna því leikurinn var jafn. Fyrri hálfleikur var frekar daufur en síðari hálfleikur var skemmtilegur," sagði Guðni sem var að spila í annað sinn á Wembely. Hann lék í 15 mínútur með Totten- ham í undanúrslitum bikarsins gegn Arsenal 1993 og var það jafnframt síðasti leikur hans með Tottenham. „Ég hef trú á því að Bolton nái að tryggja sér úrvalsdeildarsæti og er það markmiðið þetta árið. Það eru erfiðar og jafnframt spennandi fjórar vikur framundan hjá liðinu. Við spilum á miðvikudags kvöld [annað kvöld] við Swindon í deild- inni. Ég veit ekki hvort ég verð í byrjunarliðinu, það kemur bara í ljós,“ sagði Guðni. KORFUKNATTLEIKUR: NJARÐVIKINGAR KOMNIR MEÐ GOÐA STOÐU / C3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.