Morgunblaðið - 04.04.1995, Síða 3

Morgunblaðið - 04.04.1995, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL1995 C 3 KÖRFUKNATTLEIKUR Grindvíkingar köstuðu frá sér sigri á heimavelli á lokasekúndunum í fjórða úrslitaleiknum Nökkvi Már er líklega úr leik NÖKKVI Már Jónsson, leikmað- ur Grindvíkinga, lék ekki með liði sínu í gærkvöldi og var ekki einu sinni í búningi. Á laugar- daginn hitaði hann upp en kom ekkert inná vegna meiðsla. „Ég fór í sneiðmyndatöku í dag [í gær] og það skýrist trú- lega á morgun [í dag] hversu alvarlegt þetta er,“ sagði Nökkvi Már við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Læknarnir óttast að þetta geti verið bijósklos í bakinu. Hvað sem þetta er þá held ég að það sé alveg ljóst að ég leik ekki meira með í vetur,“ sagði Nökkvi Már. Hann meiddist í öðrum leik liðanna, sem fram fór á fimmtu- daginn í siðustu viku í Grinda- vík, tók sér svo frí á æfíngu á föstudaginn og hélt hann gæti leikið á laugardeginum, en ann- að kom í ljós í upphituninni. Það er [jóst að þetta er mik- ill missir fyrir Grindvikinga þv í Nökkvi Már hafði leikið mjög vel í fyrstu tveimur leikjum fé- laganna. Hann gerði samtals 20 stig í leikjunum tveimur auk þess sem hann er sterkur varn- armaður. Njarðvíkingar komnir með vænlega stöðu Skúli Unnar Sveinsson skrífar Ursiitakeppnin í körfuknattleik 1995 n Fjórði leikur liðanna I úrslitunum, leikinn i Grindavik 3. april 1995 GRINDAVÍK NJARÐVÍK 12/17 Villur NJARÐVÍKINGAR eru komnir með aðra höndina á íslands- meistaratitilinn eftir 75:79 sigur í Grindavík í gærkvöldi ífjórða úrslitaleik liðanna. Staðan er nú 3:1 fyrir íslands- meistarana og róðurinn því erfiður fyrir bikarmeistara Grindavíkur. En það skyldi þó enginn afskrifa þá þvítrúin flytur fjöll og leikmenn virtist skorta trúna á að þeir gætu klárað leikinn í gær. Heima- menn voru með vænlega stöðu í lokin en voru klaufar að láta Njarðvíkinga sigra. Lokamínútumar voru spenn- andi. Heimamenn náðu að gera 11 stig gegn tveimur og komast 74:71 yfír þegar tvær mínútur voru eftir. Rondey minnkaði muninn í eitt stig en Grind- víkingar misstu boltan útaf. Teitur gerði mjög mik- ilvæga þriggja stiga körfu lengst utan af velli og þegar 1,04 voru eftir misstu Grindvíkingar aftur boltann og Friðrik skoraði úr tveimur vítaskotum er 40 sek. voru eftir. Mitchell minnkaði muninn með stigi úr vítaskoti og Grindvík- ingar náðu knettinum fljótlega og Michell reyndi þriggja stiga skot en hitti ekki. Gaman hefði verið að sjá Mitchell gefa á Guðjón sem var frír því hann hafði nýtt þriggja stiga skotin sín vel, en það varð ekki og Rondey tryggði sigurinn með vítaskoti er 8,3 sek voru eft- ir. Á þessum kafla brutu heima- menn mikið en það kom þeim í koll að Njarðvíkingar voru ekki komnir með skotrétt fyrr en við fjórða brot á lokakaflanum. Rondey reið á vaðið í upphafi með því að stela boltanum af heimamönnum, vaða fram völlinn og troða með glæsibrag. Þar með var tónninn gefinn og fjörið byrj- að. Mikill hraði var í upphafi, og áttu leikmenn stundum fullt í fangi að fylgjast með því sem var að gerast og misheppnaðar sendingar voru algengar. Yfirburðimir réttdugðu Skúli Unnar Sveinsson skrífar Njarðvíkingar höfðu mikla yfir- burði gegn Grindvíkingum í þriðja leik liðanna í Njarðvík á laug- ardaginn, en yfír- burðirnir rétt dugðu þvi Njarðvík vann 107:97 eftir að hafa haft mest 29 stiga forystu í upphafi síðari hálfleiks og mirinsta 4 stig undir lok leiksins. Njarðvíkingar léku af eðlilegri getu í fyrri hálfleik og stundum mjög vel, en Grindvíkingar voru ekki alveg með á nótunum fyrr en í síðari hálfleik. Marc Michell lék mjög vel vel fyrir gestina en hvarf þegar hin sterka svæðisvörn UMFN skellti í lás og þá gerðu Njarðvíking- ar 19 stig gegn tveimur á fjögurra mínútna kafla. „Við komum með allt öðru hugar- fari í þennan leik en hina tvo,“ sagði Teitur Örlygsson eftir leikinn en bætti svo við; „en það var samt erfitt að einbeita sér í síðari hálf- leiknum, en yfirburðimir dugðu samt og þetta slapp fyrir horn.“ Grindvíkingar færðu vörnina framar í síðari hálfleik og náðu að saxa á forskotið, skoruðu 0:9 á ein- um kafla og síðan 0:11 skömmu síðar. Mestu munaði um að Guðjón fór í gang og Pétur barðist af hreint ótrúlegum krafti. En munurinn var of mikill til að Njarðvíkingar létu gestina ná sér. Rondey var frábær, Teitur einnig og þeir Jóhannes og Valur léku vel. ísak stjórnaði af festu og var auk þess mjög ógnandi. Mitchell, Helgi, Pétur og Guðjón léku vel hjá Grindavík en það er áhyggjuefni fyrir liðið hversu slakur Guðmundur Bragason hefur verið í fyrstu þrem- ur leikjunum. Morgunblaðið/Kristinn Boltinn minn, nammi, namm! Grindvíkingar fengu mikið af opnum færam í leiknum, mun meira en í fyrri leikjum, en þeir hittu illa og því var allt í jafnvægi fram að leikhléi, og raunar í síðari hálfleik einnig. Mikill hasar var í leiknum og um tíma, um miðbik síðari hálf- leiks, virtust dómararnir vera að missa tökin á leiknum, en þeir komu sér inn í hann á nýjan leik. Allt var á suðumarki, en sem betur fer endaði allt vel. Menn hafa beðið eftir „alvöru“ baráttuleik í úrslitakeppninni og hann kom svo sannarlega í gær. Baráttan var gríðarleg allan tím- ann og stundum svo að menn köst- uðu sér um öll gólf til að reyna að ná knettinum. Jafnræði var al- veg frá byijun þó svo Njarðvíking- ar leiddu lengstum. Leikurinn var ekki áberandi vel leikinn, en hann var spennandi. Bæði lið gerðu mik- ið af mistökum. Sóknir Njarðvík- inga vora stundum hálf vandræða- legar og hittnin hjá báðum liðum langt frá því sem best gerist hjá þeim. Njarðvíkingar beittu ekki svæðisvöminni eins og á laugar- daginn, nema í nokkrar mínútur í fyrri hálfleik, en léku þess í stað maður á mann, eins og Grindvík- ingar, sem pressuðu einnig um tíma. Guðmundur náði sér loksins á strik í liði Grindvíkinga, lék nokkuð góða vörn gegn Rondey, sérstak- lega í síðari hálfleik. Mitchell var eitthvað miður sín í fyrri hálfleik en var betri í þeim síðari. Marel var vel heitur framan af leik en aðrir náðu sér ekki á strik. Guðjón á erfítt uppdráttar því Njarðvíking- ar leika svo stífa vörn á hann að ef samherjar koma knettinum til hans fær hann varla sekúndubrot til að athafna sig. Rondey átti enn einn stórleikinn, var hreint frábær og Jóhannes átti mjög skemmtílega kafla. Valur stóð sig einnig mjög vel þó svo hann skoraði ekki mikið. Hann lék fína vöm, átti 6 stoðsendingar og tók 10 fráköst. ÁSTÞÓR Ingason, fyrlrllðl Njarðvíkinga, hafðl ástæðu til að slelkja út um í gær- kvöldi eftlr að Njarðvíklngar færðust skrefinu nær Is- landsmeistaratltllnum með sigrl á Grindvíklngum í Grindvaík. Staðan er nú 3-1 fyrfr UMFN sem þarf aðelns að vinna í einum lelk tll við- bótar tll að verða melstarl. Urslitakeppnin í körfuknattleik 1995 Þríðji leikur liðanna i úrslitunum, leikinn i Njarðvfkl. aprH 1995 NJARÐVÍK GRINDAVÍK 107 Stig 97 21/35 Víti 24/40 8/16 3ja stiga 8/21 30 1 26 (varnar) 19 4 -W (sóknar) 11 1°J| Boltanáð 10 11 i Jolta tapað 9 16 St oðsendingar 13 28 Vilfur 25 Njarðvíkingar geta ekki fagnað strax Þetta er ekki búið því við gefumst aldrei upp skrifar frá Gríndavik Þetta er ekki búið því við mun- um aldrei gefast upp, það er alveg á hreinu. Við spiluðum mjög ■■■■■■ óskynsamlega í Frímann seinni hálfleik úiafsson fannst mér og það var of mikið ein- staklingsframtak hjá okkur. Við ætlum að mæta í Njarðvík og spilum upp á líf og dauða, við höfum allt að vinna. Við höfum lent í þessari stöðu áður á móti Keflavík og unnum þá. Nú ætlum við að endurtaka leikinn og ég skora á áhorfendur að styðja við bakið á okkur,“ sagði Guðmundur Bragason fyrirliði Grindvíkinga. „Þetta var ofboðslega mikil- vægur sigur hjá okkur í kvöld. Að vinna hérna er stórviðburður og við ætlum að klára í næsta leik,“ sagði Jóhannes Kristbjörns- son Njarðvík. „Þetta var mjög mikilvægur leikur og við erum í góðum mál- um. Liðsheildin hjá okkur skóp þennan sigur og karfan sem Teitur skoraði á lokamínútunni virkaði hvetjandi á okkur. Þetta getur þó virkað allavega. Það getur verið hættulegt að vera kominn í þessa stöðu og ég er skíthræddur við Grindvíkinga. Þeir sýndu það á móti Keflvíkingum að þeir geta komið til baka. Það er því of snemmt að fagna og sigurinn er langt í frá kominn í höfn,“ sagði Valur Ingimundarson þjálfari og leikmaður Njarðvíkinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.