Morgunblaðið - 04.04.1995, Síða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
4
KNATTSPYRNA
McManaman het
kém
FOLX
■ HOWARD Kendall var rekinn
sem framkvæmdastjóri Notts Co-
unty á laugardaginn, eftir að hafa
verið aðeins tíu vikur hjá félaginu.
Aðstoðarmaður hans, Russell
Slade, var einnig rekinn. Þeir voru
reknir klukkutíma eftir að liðið,
sem er á botni 1. deildar, tapaði
heima, 1:3, fyrir Barnsley.
■ IAN Rush, fyrirliði Liverpool,
náði ekki að að slá út met Geoff
Hurst, West Ham, sem hefur skor-
að 49 mörk í deildarbikarkeppn-
inni. Til þess varð hann að skora
tvö mörk gegn Bolton á Wembley.
■ STEVE MacManaman, sem
gerði bæði mörk Liverpool gegn
Bolton í úrslitum enska deildarbik-
arsins á Wembely á laugardaginn,
hitti hinn 80 ára gamla Sir Stan-
ley Mathews fyrir leikinn. „Sir
Stan sagði við mig fyrir leikinn að
hann væri hrifínn af því hvernig
ég ræki knöttinn „dribbled“. Það
var gaman að heyra þetta frá hon-
um. En aðalatriðið er að við erum
aftur í Evrópukeppni," sagði Mac-
Manaman.
■ ROY Evans, framkvæmdastjóri
Liverpool sem hefur verið 30 ár
á Anfield, vann fyrsta bikarinn
eftir 14 mánuði í starfí fram-
kvæmdastjóra. „MacManaman
hefur gert gæfumuninn í mörgum
leikjum liðsins í vetur. Við trúðum
því fyrir tímabilið að við gætum
náð Evrópusæti, þó svo að margir
hafí ekki trúða því,“ sagði Evans.
■ IAN Rush, fyrirliði Liverpool,
varð á laugardaginn fyrstur til að
fagna fímm sigrum á Wembley.
■ ALAN Sherer skoraði annað
mark Blackburn gegn Everton
og var það 34. mark hans fyrir
félagið á tímabilinu. Hann og Chris
Sutton hafa nú gert samtals 54
mörk fyrir félagið í vetur. Sutton
gerði fyrra mark liðsins á laugar-
dag eftir aðeins 13 sekúnur og er
það nýtt met í ensku úrvalsdeild-
inni.
■ ALEX Ferguson, fram-
kvæmdastjóri Man. United, var
ekki ánægður með leik liðsins gegn
Leeds, 0:0. „Nú er það aðeins
Blackburn sem getur kastað
meistaratitlinum frá sér. Úrslit
leiksins voru mikil vonbrigði fyrir
okkur,“ sagði Ferguson. United
hefur ekki náð að skora mark í
þremur af síðustu fjórum leikjum
sínum.
Tíu leikmenn
Tenerife lögðu
Barcelona
BARCELONA mátti þola tap, 1:2,
á Tenerife, þar sem heimamenn
léku tíu nær allan leikinn og Hol-
lendingurinn Ronald Koeman mis-
notaði vítaspyrnu áður en Julio
Llorente skoraði sigurmark Tene-
rife. „Við fengum tækifæri til að
færast nær Real Madrid, en eftir
þetta eru möguleikar okkar litlir
á að verja meistaratitlinn," sagði
Koeman. Real Madrid gerði jafn-
tefli við Compostela. Marcelo
Ojeda, markvörður Tenerifa var
rekinn af leikvelli á tuttugustu
mín. og tók varamarkvörðurinn
Jose Buljubasich, stöðu hans og
vann sér það til frægðar að veija
vítaspyrnu Koemans, sem hafði
ekki misnotað vítaspyrnu í vetur,
skorað úr sex spymum. „Það er
oft þannig, að lið sem missa leik-
mann af leikvelli tvíeflast. Þeir
léku betur tíu,“ sagði Koeman.
Amor skoraði fyrst fyrir Barcel-
Blackburn nálgast meistaratitilinn
Skorað eftir
sextánsek.
Madur leiksins á Wem
STEVE McManaman átti frábæran leik með Liverpool gegn Bolton
bæði mörk Mersey-llðsins. Hér sést hann með deildarbikarinn og s
útnefndur maður leiksins.
Guðni Bergsson fyrstur íslendinga
til að leika bikarúrslitaleik á Wembley
— lagði upp mark Boltons
STEVE McManaman var heldur betur í essinu sínu á Wembley,
þegar Liverpool lagði Guðna Bergsson og félaga hans hjá Bol-
ton, 2:1, í úrslitafeik deildarbikarkeppninnar. McManaman skor-
aði bæði mörk Mersey-liðsins — bæði eftir mikinn einleik, þar
sem hann splúndraði vörn Bolton. Guðni kom inná sem varamað-
ur og hafði ekki verið inná vellinum nema í eina mín., þegar
hann lagði upp mark Bolton. Guðni varð fyrstur íslendinga til
að leika bikarúrslitaleik á Wembley.
Þetta var fyrsti titill Liverpool síð-
an liðíð vann bikarkeppnina á
Wembley 1992 og fyrsti titill félags-
ins undir stjóm framkvæmdastjórans
Roy Evans. Sigurinn gefur Liverpool
rétt til að leika í UEFA-keppninni
næsta keppnistímabil. McManaman,
sem er 23 ára, opnaði leikinn með
fallegu marki á 37. mín., eftir að
hann hafði einieikið með knöttinn
tuttugu metra — hann lék fyrst á
Alan Stubbs, fyrirliða Bolton, áður
en hann lék á Scott Green og sendi
knöttinn framhjá Keith Branagan,
markverði. Seinna markið kom á 68.
mín., þegar hann braust í gegnum
vöm Bolton frá vinstri, sendi knött-
inn síðan framhjá Branagan — knött-
urinn hafnaði út við fjærstöng.
Aðeins mínútu síðar náð Bolton
að minnka muninn. Guðni Bergsson,
sem var nýkominn inná, átti send-
ingu fyrir mark Liverpool frá hægri
kanti — knötturinn barst aftur til
hans og skallaði Guðni þá knöttinn
inn í vítateig Liverpool, þar sem Finn-
inn Mixu Paatelainen skallaði knött-
inn áfram til Alan Thompson, sem
skoraði glæsilegt mark. Þess má
geta að leikmenn Bolton vom ekki
langt frá því að skora tvö mörk áður
en Liverpool skoraði sitt fyrsta.
Ian Rush, fyrirliði Liverpool, var
ánægður eftir að hann tók við bikam-
um. „Þetta var dagur Steve McMana-
man, sem skoraði tvö frábær mörk
— hann var stórkostlegur."
BLACKBURN nálgast meist-
aratitilinn í Englandi óðfluga,
eftir að liðið lagði Everton að
velli, 2:1, en Manchester Un-
ited mátti sætta sig við jafn-
tefli, 0:0, gegn Leeds á Old
Trafford. Blackburn er komið
með fimm stiga forskot á Un-
ited og á einn leik til góða.
Chris Sutton vann það afrek
að skora mark fyrir Blackburn
eftir aðeins sextán sek., sem
er met — gamla metið átti John
Spencer hjá Chelsea, sem
náði eitt sinn að skora mark
eftir nítján sek.
Everton lék án fimm lykilmanna,
sem voru í leikbanni — þar
af markahrókarnir Duncan
Ferguson og Paul Rideout. Það var
sannkölluð óskabyrjun sem Black-
bum fékk á Goodison Park, því
að eftir sjö mírt. var Alan Shearer
búinn að bæta öðru marki við. Það
virðist nú fátt geta komið í veg
fyrir að meistaratitillinn hafni í
Blackburn.
Manchester United fékk Leeds
í heimsókn og mátti sætta sig við
jafntefli, þrátt fyrir nær látlausa
sókn þeirra að marki Leeds, sem
lék grimman vamarleik. „Ég tel
að eini möguleiki okkar á að halda
meistaratitlinum, sé að leikmenn
Blackburn gefí hann frá sér,“ sagði
Alex Ferguson, framkvæmdastjóri
Manchester-liðsins. Fyrirliði liðs-
ins, Steve Bruce, lék ekki með, þar
sem hann er í tveggja leikja banni
og þá var Andrei Kanchelskis
meiddur. Leikmenn Leeds fengu
einnig góð marktækifæri í leiknum
og varð Peter Schmeichel þá að
taka á honum stóra sínum í marki
United.
Matthew Le Tissier var í miklu
stuði þegar Tottenham kom í heim-
sókn á The Dell — hann skoraði
tvö mörk og var maðurinn á bak
við sigur Dýrlinganna, 4:3. Þetta
var aðeins þriðji ósigur Tottenham
í síðustu 25 leikjum liðsins.
John Hartson, miðherji Arsenal,
var sagður hafa skorað þrjú mörk
á aðeins níu mín. þegar Arsenal
vann Norwich 5:1. Þetta var aðeins
í annað sinn sem Arsenal skorar
meira en þijú mörk í síðustu 37
deildar- og bikarleikjum sínum.
Hartson var hins vegar ekki sam-
mála því að hann hefði skorað þijú
mörk — ég skoraði fyrsta og þriðja
markið, en annað markið á Lee
Dixon. Hann sendi knöttinn fyrir
markið, ég reyndi að spyrna í
knöttinn, en tókst það ekki. Það
er að sjálfsögðu skemmtilegt að
skora þrennu á aðeins þrettán mín-
útum, en ég get .ekki eignað mér
mark, þegar ég kom ekki við knött-
inn,“ sagði Hartson.
Sheffield Wednesday mátti þola
sitt stærsta tap á heimavelli í 128
ára sögu félagsins þegar leikmenn
Nottingham Forest komu í heim-
sókn — skoruðu sjö mörk, 1:7.
Stan Collymore, sem Aston Villa
bauð sex millj. punda í á dögunum,
skoraði tvö mörk og það gerði einn-
ig Hollendingurinn Bryan Roy.
Trevor Francis, framkvæmdastjóri
Sheff. Wed., sem var eitt sinn leik-
maður hjá Forest og skoraði sigur-
mark (1:0) liðsins í úrslitaleik Evr-
ópukeppni meistaraliða gegn
Malmö FF 1979, sagði að Forest-
liðið hafi leikið frábærlega. „Þetta
er tvímælalaust ein besta liðsheild
sem ég hef séð síðan ég gerðist
,framkvæmdastjóri,“ sagði Francis.
Þrír leikmenn Nantes
fengu að sjá rautt
N ANTES hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina, þegar liðið lék
sinn 31. leik í röð án taps, gerði jafntefli 1:1 við Lens. Leikurinn
var söguiegur fyrir það að þrír leikmenn Nantes voru reknir af
leikvelli og einn leikmaður Lens. Dómarinn Patrick Colombo
byrjaði á því að senda Frederic Dehu, Lens og Japhet N’Doram,
Nantes í sturtu — síðan fékk Christian Karembeu, Nantes, að sjá
rauða spjaldið á 50. mín. fyrir að slá leikmann Lens í höfuðið
og undir lok leiksins fékk Reynald Pedros, Nantes, reisupassann,
fyrir sína aðra bókun. Nantes er með örugga forustu í Frakk-
landi og fyrsti meistaratitill liðsins í 12 ár er í sjónmáli.
■ JUPP Heynckes sagði upp
störfum sem þjálfari Eintracht
Frankfurt á sunnudag, eða tveim-
ur dögum eftir 3:0 tapið gegn
Schalke. Hann tók við liðinu fyrir
aðeins níu mánuðum og ætlaði að
gera það af meistara, en er nú
aðeins í 13. sæti. Félagið sam-
þykkti uppsögn þjálfarans þó svo
að hann ætti eftir eitt ár af samn-
ingnum. Heynckes, sem gerði
Bayern Miinchen að meistara
1989 og 1990, var hjá Athletic
Bilbao áður en hann réðist til
Frankfurt.
Reuter
JOHN Hartson skoraði tvö
mörk fyrir Arsenal