Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL1995 B 5 KOSNINGAR 8. APRÍL Flakkarinn og misvægið UPPBÓTARÞING- SÆTUM var fyrst út- hlutað í haustkostningum 1942. Þau voru 11 og voru öll „flakkarar", þ.e. þau gátu öll lent í hvaða kjördæmi sem er. í reynd voru þó nokkur þeirra bundin við stærstu kjör- dæmin, því að sex sætum af 11 var úthlutað eftir atkvæðafjölda en ekki hlutfalli. Uppbótarsætin héldu öll áfram að vera flakkarar þar til í kosn- ingunum 1987, að þau voru öll fest í kjördæmi nema eitt, sem áfram var flakkari. Þá brá svo við, að þessi staki flakkari fékk eins kon- ar óorð á sig. Kosningamar 1995 verða fyrstu kosningamar frá vor- kosningum 1942 án flakkara. Mikið hefur verið rætt og ritað um misvægi atkvæða. Með breyt- ingunum 1987 náðist þó sá áfangi, að jafnvægi náðist milli flokka, þótt það hangi á bláþræði. Það er mis- vægi milli kjördæma, sem um er talað. Ég hygg, að nokkurt misvægi af því tagi samræmist skoðunum mikils hluta kjósenda. Það gætir hins vegar misvægis af öðm tagi í núverandi kerfi, það er misvægis milli landshluta innan flokka, sem ekki er jafnt og hið almenna mis- vægi milli landshluta. Önnur hlið þess er misvægi milli flokka innan kjördæma. Þannig eiga dreifbýlis- flokkar eins og Framsóknarflokkur- inn (B) og jafnvel Alþýðubandalagið (G) erfítt með að fá fulltrúa í sam- ræmi við fylgi í stærstu kjördæm- unum, en smáflokkar og þéttbýlis- flokkar eins og Kvennalistinn (V) og jafnvel Alþýðuflokkurinn (A) eiga erfítt með að fá fulltrúa í dreif- býlinu í samræmi við fylgi. Gildi flakkarans góða var einmitt að draga úr misvægi atkvæða innan flokka. í síðustu kosningum fékk V-listinn 3 þingmenn í Reykjavík á 7.444 atkvæði, 1 á Reykja- nesi á 2.698 atkvæði, og 1 í dreifbýlinu (Vestijörðum), flakk- arann, á samtals 2.926 atkvæði. Með þessu móti fékkst ágætt jafnvægi milli atkvæða innan V-list- ans. Kjósendur hans í sex dreifbýliskjör- dæmum voru í inn- byrðis samkeppni um, hvert hljóta myndi flakkarann. (Rétt er þó að taka fram, að stóru kjördæmin gátu við vissar aðstæður tekið þátt í þess- ari samkeppni). í kosningunum í ár munu kjósendur V-listans út um land hins vegar vart eiga annars kost en að stuðla að kosningu þing- Núfflldandi kosninga- reglur, segir Hólmgeir Björnsson, munu ekki haldast lengi óbreyttar. manna í tveimur stærstu kjördæ- munum. Það er fróðlegt að skoða, hvað orðið hefði 1991, ef flakkarinn hefði verið festur í öðru stóra kjör- dæminu. V-listinn hefði fengið einn þingmann til viðbótar í því lq'ör- dæmi. Ef það hefði verið í Reykja- vík, hefði V-listinn fengið fjóra þing- menn á 12,0% atkvæða, en G-listinn aðeins tvo á 13,3% atkvæða og B- listinn einn á 10,1% atkvæða. Þokkalegt misvægi atkvæða það. Ljóst er, að núgildandi kosninga- reglur munu ekki haldast lengi óbreyttar. Hugmyndir eru um fækk- un þingmanna, a.m.k. í sumum kjör- dæmanna. Til þess að draga úr misvægi atkvæða innan flokka þyrfti jafnframt að hafa nokkra flakkara. Einnig þyrfti að taka upp ákvæði þess efnis að tryggja fiokk- um, sem njóta víðtæks fylgis, t.d. 6-7% á öllu landinu, þingsetu, þótt þeir hljóti hvergi kjördæmakjörinn mann. Nú er þetta háð geysilegum tilviljunum. Það ræðst ekki síður af því hvernig fýlgi annarra flokka dreifíst og hve flokkar eru margir en af fýlgi flokksins sjálfs, hvort hann nær þingfylgi. Grunnhugmyndin að núgildandi kerfi um úthlutun þingsæta með aðferð stærstu leifa er ágæt, en því er spillt með flóknum endurreikningi kjördæmistalna og takmörkunum. Sumar þeirra eru beinlínis fráleitar. Fáránleiki þeirra getur jafnvel orðið enn ljósari, þegar flakkarinn er úr sögunni og flokkum hefur fjölgað. Verst er ákvæðið um, að í 2. áfanga úthlutunar skuli aðeins úthlutað til lista, sem fengu minnst 7% kjörfylg- is. Þetta ákvæði varð til þess, að í kosningunum 1987 fékk D-listinn á Austurlandi tvo af fímm þingmönn- um á aðeins 16,1% kjörfylgi. I kom- andi kosningum getur svipuð staða komið upp í fleiri kjördæmum, t.d. á Vestfjörðum eða Suðurlandi. Vart mun verða fundið það kerfi, að ekki verði stundum komist í þröng við úthlutun síðustu uppbót- arsætanna. Viðleitnin til að komast hjá því varð til þess, að kerfíð varð óhæfilega flókið, og árangurinn er ekki betri en svo, að úthlutun í ein- um áfanga án þröskulda hefði vart gefíð lakari raun. Reynslan af þessu gallaða kerfí ætti ekki endilega að verða til þess, að aðferð stærstu leifa verði hafnað. Ég á í fórum mínum drög að breyttum reglum um úthlutun, sem byggjast á sömu grunnhugmyndum, en næðu betur þeim markmiðum, sem núverandi þröskuldakerfi virðist ætlað að ná. Höfundur er tölfræðingvr, starfar á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Hólmgeir Björnsson Katrín Fjeldsted er þingmaðurinn sem foreldrasam- tökin óska eftir í FEBRÚAR sl. barst með Morgunblaðinu fjögra síðna blaðauki frá Landssamtökunum Heimili og skóli. Þar auglýsa samtökin eftir stjórnmálamönnum sem væru reiðubúnir að vinna að hagsmunum grunnskólabarna á næsta kjörtímabili. í ágætu viðtali við form- ann samtakanna undir heitinu „Börnin vantar þingmann" er útskýrt hvað samtökin eigi við með þessari auglýsingu. Við lesturinn kom nafn Katrínar Fjeldsted upp í huga minn en hún skipar nú 9. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Sem skólamaður skora ég á Reykvíkinga, segir Helgi Árnason, að tefla ekki velferðarmálum bama í tvisýnu og kjósa Katrínu Fjeldsted. Ég hef kynnst viðhorfum Katrínar til skóla- og uppeldismála í þessari kosningabaráttu. Ég er þess viss að hún uppfyllir þau þijú skilyrði forel- drasamtakanna sem sett voru fram í auglýsingunni, að hlusta á sjónar- mið foreldra, vinna með fólki úr öll- um flokkum og hún þekkir af raun aðstæður grunnskóla- nemenda sem foreldri. Katrín hefur i skrif- um sínum nú fyrir kosningarnar lýst áhuga sínum á bættum aðstæðum bama til < menntunar og uppeld- is. Nýju grunnskólalög- in eru íslensku þjóðinni mikilvæg framfara- spor. Þar kemur fram ný hugsun fyrir ís- lenskt skólakerfi. Gerðar eru auknar kröfur um gæði í skóla- starfí. Sérstök áhersla er lögð á að stórauka hlut foreldra í mótun skóla- starfsins. Katrín Fjeldsted er fulltrúi þeirra foreldra sem ég vildi sjá standa að þessum málum og fylgja eftir á Alþingi þýðingarmiklu grunn- skólafrumvarpi. Ef marka má síðustu skoðana- kannanir á fylgi stjómmálaflokka er augljóst að Katrín Fjeldsted er í baráttusæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í þessum alþingiskosning- um. Sem skólamaður og uppalandi bama á grann- og leikskólaaldri skora ég á Reykvíkinga að tefla á engan hátt velferðarmálum barna okkar í tvísýnu. Reynsla Katrínar Fjeldsted sem heimilislæknir, borgarfulltrúi og for- eldri mun skila okkur uppalendum verðugum fulltrúa inn á Alþingi. 4 Tryggjum kjör Katrínar, kjósum X-D. Höfundur er skólastjóri og skipar 15. sæti á lista Sjálfstæðisfiokksins í Reykjavík. Helgi Árnason Ko sning-abrellur Alþýðuflokksins FYRIR fáeinum vikum var Alþýðu- flokkurinn í afskap- lega erfiðri stöðu. Fyrirgreiðsla flokks- broddanna gagnvart hinum ýmsu gæðing- um var á hvers manns vörum, fylgið nær al- veg horfið og helm- ingur þingliðs og ráð- herra flokksins var ýmist flúinn á vit feitra embætta eða kominn í sérframboð. Formaðurinn, Jón Baldvin Hannibals- son, sá að við svo búið mátti ekki standa og hóf þess vegna mikla áróðurs- herferð, sem einkum beindist að tveimur málum; aðild íslands að Evrópusambandinu og upptöku veiðileyfagjalds í sjávarútvegi. Er ESB kosningamál núna? Hvorugt þessara mála er nýtt af nálinni. Það sem vekur hins vegar athygli er að Alþýðuflokkurinn skuli setja þau á oddinn í kosningunum þótt enginn annar telji að þau séu sérstaklega á dagskrá um þessar mundir. Að manni læðist sá grun- ur, að krataforingjamir vilji fyrir alla muni að kosningarnar snúist um eitthvað annað en samfellda stjórnarþátttöku þeirra í 8 ár og telji að þessi mál dugi til að beina athyglinni frá þeim ferli. Ekki er liðinn langur tími frá því að Jón Baldvin hafði uppi stór orð um það, að samningurinn um evr- ópska efnahagssvæðið væri farmiði íslands inn í 21. öldina. Hann lét í 4- veðri vaka, að framtíð- arhagsmunir íslands á mörkuðum í Evrópu væru að fullu tryggðir með þessum samningi, en nú hefur hann hins vegar snúið við blaðinu. Nú dugir ekkert minna en full aðild að ESB til að koma í veg fyrir að íslendingar dragist langt aftur úr ná- grannaþjóðunum. Spyija má: Var ráðherr- ann að segja fólki ósatt, þegar hann hélt fram ágæti EES á sínum tíma eða er hann að beita blekkingum í dag, þegar hann heldur því fram að sá samn- ingur sé ófullnægjandi? Hvað sem því líður er rétt að athuga, að ekkert bendir til að að- ild íslands að ESB geti komið til á næsta kjörtímabili, hvort sem ís- lendingar hafa áhuga á því eða Ekkert bendir til, segir Sveinn Guðmundsson, að aðild íslands að ESB geti komið til á næsta kjörtímabili. ekki. Forysta ESB hefur sagt að nýjum ríkjum verði ekki veitt aðild fyrr en að lokinni ríkjaráðstefnu sambandsins, sem hefst á næsta ári. Búist er við að sú ráðstefna standi yfír í nokkur ár og því mæla öll rök gegn því að aðild íslands komi til fyrr en um aldamótin. Sveinn Guðmundsson Þarf útgerðin hærri skatta? Hitt málið, sem Alþýðuflokkur- inn leggur ofuráherslu á, nú vikum- ar fyrir kosningar, er upptaka veiði- leyfagjalds. Þetta mál er gersam- lega úr samhengi við þann vera- leika, sem sjávarútvegurinn býr við um þessar mundir, enda hefur hann þurft að takast á við afleiðingar stórfelldra aflaskerðingar og fyrir- tæki í greininni vítt og breitt um landið beijast í bökkum. Lausn krata á vandanum virðist vera sú ein, að leggja nýjan skatt á þau. Hætt er hins vegar við, að fá þeirra megi við slíku. Nýjasta uppákoman í sambandi við stefnu Alþýðuflokksins í sjávar- útvegsmálum sýnir vel fáránleikann í málflutningi talsmanna hans. Daginn fyrir þinglok vildu þeir fá inn í stjórnarskrána sérstakt ákvæði um að fiskimiðin væra óframseljandleg sameign íslensku þjóðarinnar. Þetta sögðu þeir að væri nauðsynlegt til að tryggja að íslendingar héldu eignarhaldi sínu á auðlindinni þrátt fyrir inngöngu í ESB. Nú gerðist það hins vegar fyrir stuttu að hingað til lands kom virtur þýskur fræðimaður á sviði alþjóðaréttar. Eftir því sem ráða má af fréttum var hann hingað fenginn af ungum jafnaðarmönnum til að boða ágæti ESB. í viðtölum við fjölmiðla kom fram sú afdráttar- lausa skoðun hans, að stjórnar- skrárákvæði til að vernda einkarétt íslendinga á fiskistofnunum útilok- aði aðild að ESB; sambandið færi einfaldlega ekki í viðræður við þjóð- ir sem settu skilyrði af því tagi. Niðurstaðan er því sú, að tvö helstu stefnumál Alþýðuflokksins í kosn- ingabaráttunni stangast á. Flokkur- inn þarf að svara því, hvoru markm- iðinu hann hyggst fóma, ef hann kemst í ríkisstjórn að loknum kosn- ingum. Ella er hann ekki trúverðug- ur kostur fyrir kjósendur. Höfundur er kosningastjóri Heimdailar. Arétting að gefnu tilefni AÐEINS verð ég að gera litla áréttingu til viðbótar vegna greinaskrifa áður. Milli okkar Margr- étar Sölvadóttur hafa farið skrif í aðsendum greinum Morgun- blaðsins, hennar sein- asta tilskrif 28.03 sl. en vegna veikinda hefur dregist hjá mér að svara en skal nú gert þó í litlu verði. Margrét skrifar þó nokkuð langt mál og ýtarlegt, dregur reyndar ályktanir af ýmsu sem ég tel mig nú alveg saklausan af að hafa nefnt á nafn og hún þvertekur fyrir að hafa sagt svo ljótt orð spilling. Það Einn flokkur hefur burði til trausts, segir Helgi Ormsson, á með D-listann. getur vel verið að ég verði að bakka með að hafa lesið það orð í hennar fyrstu grein, mér finnst það ekki skipta máli, heldur það sem ég sagði til marks um stjórn sjálfstæðismanna hjá Reykjavík- urborg. Það mál virðist Margrét hins vegar alveg hafa sloppið við að lesa um og ég veit um marga óvini flokksins sem gjarnan vildu hafa það eins, gleyma bara að Reykjavík hefur verið stjórnað af Sjálfstæð- isflokknum mestalla öldina. Jú; þó ég hafí aldrei fundið mig tilheyra neinni sérstakri stétt, kannast ég við að hafa upplifað flest sem hún tekur sem dæmi og hvort sem ég hef stað- ið í stórræðum eða haldið kyrra fyrir hef ég aldrei séð ástæðu til að skipta um skoð- un fyrir það eitt að þennan dyntinn gangi ekki allt eins í haginn og seinast, ef svo væri gæti ég allt eins í dag verið að leita mér að flokki eins og hún. En guð minn góður Margrét, þetta flokkaval! En þó gæti ég allt eins hugsað mér að styðja ein- hvern þeirra, ef sá hinn sami væri í sömu aðstöðu nota bene, aðstöðu til að hafa möguleika á að geta stjórnað landinu einn. Líst þér á að Framsókn geti það? Alþýðu- bandalag? Alþýðuflokkur eða Þjóðvaki? nú eða kannski Samtök um kvennalista? Ég held það sé engum blöðum um að fletta að enginn þessara kosta gæti haft minnsta mögu- leika og hvar stöndum við þá? Enn með þá von, að ef allir hafa skyn- semi til, þá er einn flokkur sem gæti það og honum getum við treyst og það er D-listinn. Höfundur cr fulitrúi hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur. Helgi Ormsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.