Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 B 3 KOSNINGAR 8. APRÍL Loddarar sljórnmálanna NÚ KEMUR ekkert lengur á óvart í stjórnmálaumræðu hér- lendis. Kommar, með Ólaf Ragnar í fararbroddi, tala um „markaðs- lausnir", hafa sérstakar áhyggjur af samkeppni á markaði og sam- keppnishæfni fyrirtækja. Gott ef Svavar fyH'r ekki þennan flokk líka. Á einni nóttu söðlar Ágúst Einarsson um, frá því að vera einn helsti talsmaður kvótans, yfir í veiðileyfagjald. Þeir bræður Sig- urður, í Vestmannaeyjum, og Ág- úst, Einarssynir, hafa hingað til verið tinnuharðir kvótakarlar, að hætti Halldórs Ásgríms, hver í sín- um flokki. Afturbata Lukkuriddarar úr flestum flokk- um koma nú saman til þess að ráða ráðum sínum og raða hveijir öðrum í framboð. Flokkur þeirra, Þjóðvakinn, virðist í fljótu bragði vera sósíalistaflokkur en eins og oft áður á þeim bæjum, er nafn- gift notuð til að slá ryki í augu kjósenda. Nafnið gefur til kynna ákveðna þjóðernisstefnu en eins og menn vita er ekkert fjær huga sannra sósa en þjóðrækni, þar fer klár alþjóðahyggja, ritualinu sam- kvæmt. Hláturtaugar manna voru óþyrmilega kitlaðar, þegar fram- sóknarmenn, á sínu flokksþingi, lýstu yfir, andaktugir og alvarleg- ir í framan, sérstökum áhyggjum af „skuldastöðu heimilanna í land- inu“, eins og það heitir nú um stundir. Það er með hreinum ólík- indum, hve litla virðingu þessir menn bera fyrir andlegu atgervi og minni kjósenda. Áhyggjur þeirra um téða skuldastöðu og snakk þeirra um hvernig böl megi bæta hljómar hjáróma í eyrum. Kjósendur muna, þótt framsóknar- menn séu búnir að „steingleyma“, hveijir settu Óláfslögin um verð- tryggingu fjárskuldbindinga á árið 1979. Sjónhverfingar Halldór talar nú eins og þeir hafi hvergi nærri komið, ekki væru það þeir sem settu þennan myllustein um háls fyrirtækja og einstaklinga. Hann talar eins og þetta sé allt núverandi valdhöfum að kenna, framsókn- armenn hafi fengið hugljómun um stöðu mála. Fyrr í sömu viku, hafði Helgi Pé úr Ríó, farið til liðs við Jóhönnu, þar sem ekki fengist rætt inn- an raða framsóknar, að hrófla við nefndum lögum frá 1979. Helgi lét liggja að því að hann færi nú í fússi, vegna tómlætis um hag einstaklinga og minni atvinnurekstr- ar. Nei, hugljómunin kom á flokksþinginu, allt var þetta mannvonsku annarra að kenna. Þetta minnir á vakningasam- kundu sem haldin var í Kaplakrika nú nýverið þegar Benný Hinn setti upp görótta sýningu, — ætti hér eftir að kalla Halldór Ásgríms „Halldór Hinn“? Ekki veit ég það. Eg vona að áhyggjurnar af af- komu okkar renni ekki af Halldóri jafnhratt og æðið af Benný. Enn er skemmt Skammdegið er orðlagt fyrir skemmtiefni og uppákomur. Ekki er núlíðandi náttmyrkur nokkur Með stefnufestu og var- kárni hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, að mati Bjarna Kjartans- sonar, náð efnahags- bata og stöðugleika. eftirbátur annarra í þeim efnum. Vart hafði Framsókn hætt skemmtiatriðum, — sem hefðu að öllu jöfnu dugað nokkrar vikur í brandara, — þegar við tók „show“ mikið eftir að „frændur okkar“, og nú vinir, Norðmenn, höfðu hafnað ESB-aðild i þjóðarat- kvæðagreiðslu, að við tók kómedía mikil. Sumir landar okkar, sem höfðu viljað svo gjarna fara inn í bandalagið, kepptust nú við að segja okkur, — og hveijir öðrum, — að þeir hafi nánast ætíð verið sammála Davíð Oddssyni í hans var- færnu afstöðu til að- ildar. Það væri alveg kórrétt hjá Davíð, að- ild er ekki neitt á dagsskrá fyrr en ein- hvern tíma síðar, jafn- vel mun síðar. . Valkostur Enn vona ég að þessir skipti ekki jafn fljótt um málflutning og áður. Þeir haldi sig við varfærnina og taki undir með forsætisráðherra í þessu. Davíð hefur verið óþreytandi við að benda á, réttilega, að ekki væru nægar tryggingar í boði fyrir því að stefna bandalagsins, í sjávarút- vegsmálum, gæti ekki breyst í framtíðinni, þannig að okkur yrði óhugnanlegar niðurstöðurnar. Leiðtogi getur ekki leyft sér að fara fram með léttúð um fjöregg þjóðar okkar. Við höldum áfram að stunda góð samskipti við þjóðir hvar í álfu sem er, það er affara- sælast. Kjósendur eiga að muna, hvernig tekið var á sumum marm- arabúum, þegar þeir virtust reiðu- búnir til að forsmá baráttu okkar fyrir yfirráðum yfir landi og mið- um í léttúð augnabliksins, vegna að er „virtist", auðfengnum stund- argróða. Vanþakklátt starf hefur verið unnið af ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar. Með varkárni og stefnu- festu hefur náðst afar viðkvæmur stöðugleiki, sem gæti veitt sóknar- færi undir áframhaldandi leiðsögn forsætisráðherra, Davíðs Odds- sonar. Loddarar vinstrimanna fara nú með yfirboðum og argi. Þeir eru eins og skessur fortíðarinnar, þeir arga og garga, reyna að æra kjós- endur til þess að ganga í björgin með sér. Ef þetta arg og þessar blekkingar takast í kosningunum, þá er það þangað sem þjóðin fer, — í björg verðbólgu og skuldasöfn- unar við útlönd. Höfundur er sjálfstædismaður. Bjarni Kjartansson Lífskjörin í lag! KOSNINGAR nálg- ast og kjósendur hljóta nú að líta yfir vegferð núverandi rík- isstjórnar og hugsa til þess hvernig þeir sem kosnir voru til ábyrgð- ar fyrir íjórum árum hafa sinnt því hlut- verki sínu að gæta hagsmuna allra lands- manna. Lífskjör hafa rýrnað Það fer ekki á milli mála að á kjörtímabil- inu sem nú er að ljúka hafa lífskjör og hagur almennings versnað til muna. Ríkisstjórnin hef- ur staðið fyrir ráðstöfunum sem gera að verkum að atvinnuleysi er orðið viðvarandi, húsnæðismál eru í ólestri og grafið hefur verið und- an velferðarþjónustunni m.a. þann- ig að kostnaði vegna hennar hefur verið velt yfír á sjúklinga. Á sama tíma hefur kaupmáttur launa rým- að, jöfnunargreiðslur s.s. barna- bætur verið skornar niður og skatt- byrði flutt frá fyrirtækjum yfir á einstaklinga. Þannig hefur ríkisstjórnin fyrst og fremst beint spjótum sínum að almennu launafólki á meðan vel stæð fyrirtæki og stóreignafólk hefur sloppið með skrekkinn og ákveðnum þjóðfé- lagshópum hefur ver- ið leyft að njóta þeirr- ar aðstöðu sinnar að ákveða laun sín utan kjarasamninga. Ríkis- stjórnin hefur því markvisst veríð að breyta stefnu, megin- markmiðum og áhersium í þjóðfélag- inu. Talsmenn launafólks Því miður eru þeir ekki margir sem hafa opinberlega mótmælt þessum grundvallarbreytingum. Ögmund á þing, segir Herbert Hjelm, sem mótmælir kaup- máttarrýrnun. En þeir eru þó til. Undir forystu Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, hafa þessi stærstu samtök opinberra starfsmanna verið nán- ast einu málsvarar almenns launa- fólks í landinu. Ögmundur hefur beitt sér af krafti gegn ósann- gjörnum og ranglátum ákvörðun- um ríkisstjórnarinnar og þannig verið sá forsvarsmaður launafólks sem langbest hefur sinnt skyldu sinni við umbjóðendur sína - fé- lagsmennina í aðildarfélögum BSRB. Ogmundi Jónasson á þing í lok yfirstandandi kjörtímabils er almenningi betur ljóst en nokkru sinni fyrr að baráttu- mönnum fyrir réttindum og lífs- kjörum launafólks verður að fjölga á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir um afkomu þess eru teknar. Ef menn ætla ekki að sitja áfram hnípnir og niðurlútir og glúpna fyrir hræðsluáróðri og krepputali verður að tryggja tals- mönnum fólksins í landinu tæki- færi til að gæta hagsmuna þess og tala máli þess á Alþingi. Það hlýtur því að vera fagnaðarefni að Ögmundur Jónasson skuli nú hafa ákveðið að gefa kost á sér til starfa á Alþingi. Með því að tryggja honum þingsetu er von til þess að árangur náist í barátt- unni fyrir réttmætum kröfum um viðunandi lífsafkomu. Höfundur er kjósandi. Herbert Hjelm Verum vandlát — veljum trausta forystu ÁÐUR en við göngum að kjörborð- inu næstkomandi laugardag er ekki úr vegi að staldra við og virða fyrir sér helstu valkostina. Alþýðubandalag og óháðir Þar blasir við fory- stukreppa. Ólafur Ragnar Grímsson mun víkja úr formannssæti á þessu ári samkvæmt flokksreglum. Innan Alþýðubandalagsins í Reýkjavík eru mörg félög með ólíkar áherslur og má þar nefna Fram- sýn, Birtingu, Verðandi og nú síð- ast Óháða með formann BSRB í broddi fylkingar. Enginn veit nú hvaða öfl innan flokksins ná völd- um í átökunum um formannsstól- inn. Mikilvægt er að kjósendur geti treyst forystu þess flokks sem þeir ákveða að gefa atkvæði sitt í kosningunum. Ljóst er að kjósend- ur Alþýðubandalagsins renna blint í sjóinn að þessu sinni. Alþýðuflokkurinn Sá flokkur býr einnig við fory- stukreppu eftir brottför varaform- annsins, en auk þess hafa horfið af þingi þrír áhrifamenn flokksins, þeir Jón Sigurðsson, Eiður Guðna- son og Karl Steinar Guðnason. Það er augljóst að það er annar flokkur sem kveður kjörtímabilið nú en við upphaf þess árið 1991. Sú mikla áhersla sem flokkurinn leggur á inngöngu í ESB er tímaskekkja. Aðildarríkjum verður ekki fjölgað fyrr en að lokinni ríkjaráðstefnunni sem hefst á næsta_ ári og enginn veit hvenær lýkur. Áður en ákvörð- un er tekin um aðildarviðræður verður undirbúningsvinnu að vera lokið, þar sem mat er lagt á kosti og galla aðildar íslands. Framsóknarflokkurinn Halldór Ásgrímsson tók við for- mennsku í flokknun á síðasta ári og hefur hann lagt mikla áherslu á að breyta gamaldags ímynd flokksins. I kosningabaráttunni ber mikið á nýju fólki og vekur at- hygli að efsti maður flokksins í 'Norðurlandskjördæmi vestra, Páll Pétursson, fær ekki að vera með í auglýsingaherferðinni. Fram- sóknárflokkurinn var nær samfellt í stjórn frá árinu 1971 til 1991. Oftast voru þetta tímar óðaverð- bólgu, fjárfestingamistaka og stöð- ugt vaxandi skuldasöfnunar heim- ilanna að ógleymdu sjóðakerfinu sem þeir töldu upphaf og endi skynsamlegrar hagstjórnar. Nú hafa þeir boðað björgunarsjóð fyr- ir heimilin í landinu og fróðlegt væri að fá að vita hvert á að sækja fjármagn í þann sjóð. Samtök um kvennalista Hjá Kvennalistanum ríkir tilvist- arkreppa, enginn formaður því all- ar eiga að ráða, en lýðræðið í reynd er ekkert að sögn Helgu Siguijóns- dóttur sem nú hefur sagt skilið við samtökin. Kvennalistinn byggir á þeirri hugmyndafræði að karlmenn hafi alltaf haldið konum niðri, kúg- að þær og gengið á rétt þeirra. Vert er að benda á fyrirsögn í við- tali við Kristínu Halldórsdóttur í málgagni þeirra á Reykjanesi: „Þeim er fj... sama um kjör kvenna.“ Sjálfstæðar íslenskar konur eiga auðvelt með að hafna slíku ofstæki. Tilvist samtakanna í 12 ár hefur ekki skilað neinum árangri í baráttunni fyrir launajafnrétti og þær munu engu breyta héðan af. Þjóðvaki Klofningsfram- boð þessara kosninga kallar sig Þjóðváka, „hreyfingu fólksins". I fyrsta sæti á Reykja- nesi er Ágúst Einars- son prófessor og fyrr- um formaður banka- ráðs Seðlabankans. í ræðu á ársfundi bank- ans þann 20. apríl 1993 sagði hann m.a.: „Lífskjör hér eru mjög góð, verðbólga eiri hin minnsta í Evrópu og atvinnuleysi lítið miðað við nágrannaþjóðir eða um 5% á sama tíma og það er um 10% í mörgum ríkjum Evrópu og fer vaxandi. Það er ekkert í hagkerfi okkar sem bendir til þess að at- vinnuleysi eigi að vera mun minna en í nágrannalöndum okkar. Það er enginn eðlismunur á atvinnulífi okkar og annarra." Svo mörg voru þau orð. Formaður Þjóðvaka hefur sagt skuldasöfnun heimilanna stríð Verum ábyrg og vandlát í kosningunum, segir Guðlaug H. Kon- ráðsdóttir, tryggjum áframhaldandi bata og stöðugleika. á hendur og er það einkar athyglis- vert í ljósi þess að húsbréfakerfi þessa fyrrum félagsmálaráðherra er ein helsta undirrót þessarar miklu skuldasöfnunar. Engin kona í íslenskum stjórnmálum á síðastl- iðnum árum hefur haft jafn mikið vald til að bæta kjör þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu, létta skuldabyrði heimilanna og jafna lífskjörin. Hafi henni mistek- ist á sjö árum, á þá að verðlauna hana með fjórum árum í viðbót ? Einhver myndi segja að hennar tími væri iiðinn. Þetta eru nú valkostimir fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn. Þeir hafa allir slegið um sig með kosningalof- orðum sem fela í sér milljarða út- gjaldaaukningu fyrir skattborg- arana. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengið fram með þessum hætti í kosningabaráttunni. Hann gengur til þessara kosninga af ábyrgð und- ir traustri forystu Davíðs Oddsson- ar með það að meginmarkmiði að viðhalda efnahagsbatanum. Þann stöðugleika í efnahagslífmu sem áunnist hefur er auðvelt að eyði- leggja á nokkrum mánuðum nái vinstriöflin völdum eftir kosningar. Því er afar brýnt að að efla hina raunverulegu hreyfingu fólksins í landinu, yfir sextíu þúsund manns, fólk til sjávar og sveita í öllum stétt- um og stö'ðum, sem stutt hefur þá stefnu sem bindur okkur saman í stærsta stjómmálaflokk landsins, Sjálfstæðisflokkinn. Veram vandlát og ábyrg í þessum kosningum, köst- um ekki atkvæði okkar á glæ fyrir gylliboð misviturra stjórnmála- manna. Veljum trausta forystu Sjálfstæðisflokksins og tryggjum áframhaldandi sókn til bættra lífs- kjara. Höfundur er bankastarfsmaður ogskipar 12. sseti á lista Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi. Guðlaug H. Konráðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.