Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 4
4 B LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNIIMGAR 8. APRÍL Hvað er vinstri o g hvað er hægri og hvað á nú að kjósa? EKKI er óalgengt að heyra að skiptingin í vinstri og hægri sé að verða úrelt í stjórnmál- um; í staðinn séu komin ný deilumál sem skipti fólki í ólíkar fylkingar; t.d. landsbyggð/höfuð- borgarsvæði; með ESB eða gegn ESB; með núverandi stefnu í sjáv- árútvegsmálum eða á móti. Telja má fleiri pólitísk ágreiningsefni sem ganga þvert á flesta stjórnmálaflokka og skipta þeim. Eigi að síður er skiptingin í vinstri og hægri meira á dagskrá í þessum kosningum en oft áður. Alþýðubandalagið boðar þannig „vinstra vor“, Sjálfstæðis- flokkurinn varar sérstaklega við vinstri flokkum og vinstri stefnu (og skilgreinir sig þannig óbeint sem hægri flokk) og Framsóknar- flokkurinn er fyrst og fremst „frjálslyndur miðjuflokkur" sam- kvæmt eigin skilgreiningu í kosn- ingabaráttunni. Er hér fyrst og fremst um að ræða pólitískan áróður í hentug- leikaskyni fyrir kosningar eða eru skörp skil hér á landi milli vinstri stefnu og hægri stefnu? Ef við veljum síðari skýringarkostinn, eins og ég geri, er ljóst að skil- greina þarf hvað sé hægri, miðja og vinstri í íslenskum stjómmál- um. Hér verður í stuttu máli reynt að koma með slíka skil- greiningu, sem gæti skýrt málin nokkuð. En rétt er að koma fyrst með tvo fyrir- vara: 1. Skiptingin í vinstri og hægri get- ur ekki útskýrt öll ágreiningsefni í ís- lenskum stjórnmál- um, eins og fyrr hef- ur verið vikið að. Eigi að síður er það álit mitt að djúpstæðaSta ágreiningsefni ís- lenskra stjórnmála sé hvort hér eigi að ríkja vinstri- eða hægri- stefna. 2. Hér á eftir verða talin upp helstu forgangsmál vinstri aflanna og hægri aflanna. Hér er ekki um að ræða einhveija algilda lýsingu á skoðunum sérhvers vinstrimanns eða hægrimanns. Forgangsmál vinstri stefnu: Meginmarkmiðið er jafnrétti í tekj- um, menntun og annarri samfé- lagsaðstöðu. Styrkja þarf stöðu verkalýðsfélaga og einstakra laun- þega gagnvart atvinnurekendum bæði í launum og starfsöryggi. Með aðgerðum opinberra aðila skal bæta stöðu bama og aldr- aðra, sjúkra og tekjulítilla hópa. Forgangsmál hægri stefnu: Vel- ferð einstaklinga er mest komin Stefnum á sameiningu vinstri manna, segir Gísli Gunnarsson, sem hvetur til stuðnings við Alþýðubandalagið. undir góðri stöðu fyrirtækjanna í landinu. Takmarka ber opinber afskipti af fyrirtækjarekstri og velferðarmálum. Einkaeign skal efld sem mest. Ríkið á ekki að stuðla að sem mestum jöfnuði í samfélaginu því að hver er sinnar gæfu smiður. ítrekað skal að hér ræði ég um forgangsmál. Flestir vinstrimenn og hægrimenn geta samþykkt ýmis forgangsmál hvors annars en sett þau neðarlega á lista sinn um æskileg stefnumál. En það sem hefur forgang ræður auðvitað mestu um stefnuna og í þessari röðun æskilegra markmiða felst mismunur vinstristefnu og hægri- stefnu. Það er auðvitað fullkomlega eðlilegt að margir kjósendur reyni að búa til eigin samsuðu úr hægri og vinstri og telji sig því vera miðjumenn enda sýna skoðana- kannanir að rösk 40% þjóðarinnar telja sig tilheyra miðjunni í stjórn- málum. Að öðru leyti er skiptingin jöfn milli vinstri og hægri. Það fer varla milli mála að helsti hægri flokkurinn er Sjálfstæðis- flokkurinn enda lýstu nær allir hægrimenn því yfir í nýlegri könn- un DV að ætlun þeirra væri að kjósa þann flokk, raunar um þriðj- ungur miðjumanna einnig! í miðj- unni eru tveir flokkar, Framsókn- arflokkur og Alþýðuflokkur. Þetta eru í raun og veru mjög líkir flokk- ar og þurfa því til aðgreiningar hvor frá öðrum að leggja mikla áherslu á ágreiningsefni sín á milli, sbr. landbúnaðarmál. (Spáný ESB-stefna Alþýðuflokksins er að mjög miklu leyti kosningabrella, sem er samin til að skapa sérstöðu í kosningum í mjög krappri stöðu flokksins eftir alvarlegan klofning, spillingarumræðu og fjögurra ára setu í tvímælalausri hægri stjórn.) Ljóst er að Alþýðubandalagið er kjölfestan í íslenskri vinstri stefnu; helstu stefnumál þess flokks eru vinstri ættar. En meðan Sjálfstæðisflokkurinn nánast ein- okar hægra fylgið stendur Alþýðu- bandalagið í harðri samkeppni við aðra flokka um nánast hvert vinstra atkvæði. Kvennalistinn veitti flokknum hér lengi vel hörð- ustu samkeppnina en nú er Þjóð- vaki aðallega kominn í þá stöðu. Fyrir tilstuðlan Kvennalistans hefur konum fjölgað mjög í hópi atvinnustjórnmálamanna undan- farin 12 ár, þó síst í Sjálfstæðis- flokknum. Að öðru leyti er mjög erfitt að greina áhrif Kvennalist- ans. Flokkurinn hefur lítið end- Gísli Gunnarsson urnýjast, jafnt í hugmyndum sem einstaklingum, og nýlegt klúður hans í framboðsmálum í Reykja- neskjördæmi er varla traustvekj- andi. Uppruni Þjóðvaka er eins og kunnugt er persónulegar deilur Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur, þar sem Jón hafði betur. Síðan hafa marg- ir gengið til liðs við Jóhönnu og sumir þeirra farið frá henni fljótt aftur. Eins og sakir standa eru fyrrverandi félagar í Alþýðu- bandalaginu sterkasta aflið í Þjóð- vaka enda er mér ómögulegt að sjá hvaða málefni greinir Þjóðvaka frá Alþýðubandalaginu. Að lokum vil ég draga saman persónulegar niðurstöður mínar af þessum hugleiðingum. 1. Það er æskilegt að vinstri menn sameinist í einn flokk í eng- um minna mæli en hægri menn hafa gert í Sjálfstæðisflokknum. 2. Alþýðubandalagið gerði til- lögu um sameiginlegt framboð vinstri manna, þ.e. sín, Kvenna- lista og Jóhönnu Sigurðardóttur í alþingiskosningunum og átti þetta að vera upphaf að sameiningu vinstri manna í einn flokk. Eins og kunnugt er höfnuðu bæði Kvennalistinn og Jóhanna þessari tillögu Alþýðubandalagsins. 3. Alþýðubandalagið hefur fengið til liðs við sig nýtt fólk sem ekki er flokksbundið og hefur þannig aftur sýnt vilja sinn til vinstri sameiningar. Við myndun framboðslista hafa tengsl flokks- ins við verkalýðshreyfínguna styrkst. Styrkjum því vinstri sameiningu og vinstri stefnu í alþingiskosning- unum og kjósum lista Alþýðu- bandalags og óháðra. Höfundur er háskólakennari. Utflutningnr á læknisþj ónustu MIKIÐ starf bíður okkar á komandi árum við atvinnu- uppbyggingu og ný- sköpun. Aðalverk- efni okkar á komandi árum verður að stuðla að því, að samfélagið skapi hér fleiri störf. Við þurf- um einnig að sjá til þess að þessi störf verði til við öflun gjaldeyristekna og að það verði hálauna- störf. Þar hljótum við fyrst og fremst að horfa til einkarekins atvinnurekstrar eins og aðrar vestrænar þjóðir. Við eig- um líka að horfa til þess hvernig þessar sömu þjóðir hafa nýtt sér til tekjuöflunar og gjaldeyrisöflunar þær ríkisstofnanir og fyrirtæki sem sátt er um í samfélaginu að verði áfram á vegum ríkisins. Eitt af þessu er að bjóða erlend- is þjónustu íslenska heilbrigðiskerf- isins, í þeim greinum þess, þar sem við stöndum hvað fremst. Læknisfræðin er ein _ af elstu kennslugreinum Háskóla íslands og eitt af því, sem við íslendingar kunnum og gerum vel, er að veita læknum góða menntun. Þeir fara síðan til framhaldsnáms í bestu háskóla Evrópu og Bandaríkjanna. Þar hljóta þeir jafnframt starfs- þjálfun á mörgum bestu sjúkrahús- um í heimi. Þetta höfum við gert vel á undanförum áratugum en við höfum ekki haft þörf fyrir allt þetta góða fólk hér heima og því hafa verið settar fjöldatakmarkanir á læknanema. í íslensku læknastétt- inni er því búið að vera árum sam- an mikið dulið atvinnuleysi sem leitt hefur til þess að mikill fjöldi þessa fólks er búsett erlendis og vinnur þar sín störf því það fær ekki störf hér heima við sitt hæfi. Ef við ætlum að byggja þetta land verð- um við að nýta okkur þær auðlindir sem í land- inu eru og í fólkinu býr og það gerum við ekki öðruvísi í dag en að snúa vöm í sókn. Við eigum að mennta fleiri lækna og selja þeirra þjónustu. Við eigum að bjóða það sem við kunnum og þekkjum og gerum vel. í öllum hinum vest- ræna heimi er verið að glíma við sameiginlegt vandamál og það er sí- vaxandi kostnaður vegna aukinnar heilsugæslu. Það sem við íslendingar eigum að gera í þessari baráttu er að vera réttu megin við borðið, við eigum að bjóða öðrum þjóðum læknisþjónustu. Við eigum að vera seljendur en ekki alltaf að Útflutningur á læknis- þjónustu er, að mati Friðriks Hansens Guðmundssonar, leið til að fjölga störfum í landinu. vera kaupendur. Við eigum að byija á þeim sviðum þar sem við stöndum hvað fremst. Ef hagkvæmt reynist, þá á að byggja hér hátæknisjúkrahús með 250 til 300 rúmum/herbergjum sem vinnur á alþjóðlegum markaði, þ.e. sinnir sjúklingum hvaðanæva úr heiminum. Rekstrarformið gæti verið sjálfseignarstofnun og rekið innan íslenska heilbrigðiskerfísins. Friðrik Hansen Guðmundsson Þetta yrði „non profit“ stofnun, þ.e. tekjur yrðu látnar standa undir gjöldum ásamt endurnýjun á tækj- um og húsnæði og ekki gert ráð fyrir hagnaði af rekstrinum. Á slíkum spítala þarf að gera ráð fyrir að hver sjúklingur verði í sér herbergi sem verði útbúið á svipað- an hátt og gott hótelherbergi, þ.e. með baðherbergi, sjónvarpi, útvarpi o.s.frv. Gera má ráð fyrir að ef slíkur spítali væri rekinn með fullum af- köstum þá myndi hann skapa hér störf fyrir um 500-1.000 manns, næstu 20 til 30 árin, þar af um 100 til 150 lækna. Búast má við að hing- að til lands kæmu árlega 7.000 til 14.000 manns vegna þessa reksturs ef aðstandendur sjúklinga eru tald- ir með. Til þess að rekstur spítalans gangi vel þarf stöðugt að vinna að öflugu erlendu markaðsstarfí. Væntanleg markaðssvæði í upphafi væru Norðurlöndin, Evrópa og Bandaríkin. íslendingar hafa yfir að ráða allri tækni, kunnáttu og getu til að byggja og reka slíkan spítala og gæti slíkur spítali þess vegna aðeins verið upphafið að áframhaldandi markaðssókn á þessari braut, ef rétt er að staðið í upphafi. Það er hér í upphafi verkefnis sem við þyrftum þó á utanaðkomandi aðstoð að halda. Ef vilji er fyrir því að vinna að þessu máli af alvöru þá þarf að leggja í þetta verkefni áhættufjármagn til að standa straum af kostnaði í upphafi við vandaða markaðs- og hagkvæmnis- könnun. Slík hagkvæmisathugun er dýr og slíkir ráðgjafar kosta mikla fjár- muni og það er einnig ljóst að ef niðurstaðan verður neikvæð þá er þetta tapað fé. Ef hún verður já- kvæð getum við verið að horfa upp á, að þessi spítali skapi 500 til 1.000 störf og 2 til 4 milljarða á ári í hreinar gjaldeyristekjur. Bygging spítalans sjálfs myndi skapa um 300 til 400 ársverk og gæti henni verið lokið á tveimur til þremur árum. Höfundur er í 5. sæti á lista Sjáifstæðisfiokksins í Norðuriandskjördæmi vestra. Framtíðin er þín ÞAU eru 16.000 ungmennin sem hafa nú í fyrsta sinn á ævi sinni rétt til að kjósa í alþingiskosningum. Það er vissulega mikils krafist af þessu unga fólki sem hingað til hefur ef til vill ekki fylgst með stjórnmál- um svo nokkru nemi. Kosningarétturinn er ekkert gamanmál og ber að höndla af fullri alvöru. Hér er um framtíðina að tefla og ég hvet ungt fólk að hafa það hugfast að þó að það sé ef til vill erfitt að gera upp hug sinn þá er mikilvægt að nota kosningaréttinn því annars getur svo farið að sá kostur sem það síst vildi standi með pálmann í höndunum eftir kosningar. Það Sextán þúsund ungmenni kjósa nú í fyrsta sinni. Ásta Þór- arinsdóttir hvetur þau til að vanda vegferð sína inn í framtíðina. er því mikil ákvörðun að kjósa ekki. Ungt fólk hugsar meira um það sem framtíðin ber í skauti sér en hvað fortíðin hefur að geyma. Fyrir þeim er það grundvallarat- riði að vandamálum líðandi stund- ar sé ekki ýtt yfir á framtíðina. Við höfum séð það undanfama daga á kosningaloforðum vinstri flokkanna hve auðvelt það er fyrir stjómmálamenn að eyða í dag og senda reikninginn til al- mennings á morgun. Ungt fólk er helsta fórnarlamb slíkrar hegðunar. Það er því nauðsynlegt að ungt fólk skoði vandlega hvað er á bak við lof- orðin, hvað hafa menn raunverulega gert og hvað era þeir líklegir til að gera. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur á undan- förnum Qórum áram búið í haginn fyrir bjartari framtíð og nú geta íslend- ingar farið að horfa bjartsýnum augum á framtíðina. Undanfarin fjögur ár hefur matarverð og vext- ir lækkað, verðbólgan verið nánast engin og í fyrsta sinn í sögu lýð- veldisins greiddi þjóðin niður er- lendar skuldir sínar þijú ár í röð. Þó ýmislegt megi betur fara þá verður ekki annað sagt en að með ábyrgri stefnu ríkisstjómar Davíðs Oddssonar hafí forsendur skapast fyrir bjartsýni á framtíðina og á þeim forsendum verður sótt fram á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sannað það að honum er best treystandi til að gæta hagsmuna ungs fólks og búa í haginn fyrir það. Það era 80% þjóðarinnar sem vilja tveggja flokka stjóm og meirihluti þjóðarinnar vill Davíð Oddsson sem forsætisráðherra. Setjum X við D á kjördag 8. apríl. Við höfum ekki efni á vinstri stjóm. Höfundur er formaður kjördæmasamtaka ungs sjálfstæðisfólks IReykjanesi og skipar 13. sæti á listanum. Ásta Þórarinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.