Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 6
6 B LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNIIMGAR 8. APRÍL > N- Erla Ingvarsdóttir Henný Ingvi Hinz Snorrason Örvar Þ. Smárason Niðurskurðarríkisslj órn- in - óvinur unga fólksins NUVERANDI ríkisstjórn hefur með niðurskurði sínum haft mikil neikvæð áhrif á líf ungs fólks í landinu. Þann 8. apríl er komið að uppgjöri. Við verðum öll að taka afstöðu. Eru skólagjöldin og námslánin að drepa þig? Við erum mjög ósátt við þá stefnu núverandi ríkisstjórnar að menntamál og námsmenn séu það sem mætt hefur afgangi í fjárút- hlutunum. Eins og allir nemendur vita hafa verið lögð á skólagjöld á nema í framhaldsmenntun og 14% virðisaukaskattur hefur verið lagður á skólabækur. Einnig hefur verið komið á eftirágreiðlsum námslána sem gerir námsmönnum það nánast ómögulegt að stofna * fjölskyldur og koma sér þaki yfir höfuðið samhliða námi. Er þetta það sem við viljum? Alþýðubanda- lagið og óháðir vilja breyta þessu. Komist þeir í ríkisstjóm heyra skólagjöld, virðisaukaskattur á námsbókum og eftirágreiðslur námslána sögunni til. Hvernig kemurðu 397 nemendum í eina skólastofu? Eins og stefna núverandi ríkis- stjómar í menntamálum er hljóta Tími er kominn til að kveðja niðurskurðar- ríkisstjómina, segja Erla Ingvarsdóttir, Henný Hinz, Ing’vi Snorrason og Orvar Þ. Smárason, og breyta til. ráðamenn hennar að hafa svar við þessari spurningu á reiðum hönd- um. Niðurskurður þeirra hefur þegar gengið svo langt að ekki eru sæti fyrir alla nemendur í kennslustofum. Er það þetta sem við viljum? Alþýðubandalagið og óháðir setja menntamálin í önd- vegi og ætla að hækka framlög til menntamála til jafns á við hin Norðurlöndin. G-listinn gerir sér grein fyrir því sem virðist hafa farið framhjá stjórnarflokkunum, að öflugt menntakerfi er verð- mætasköpun. Vilt þú bætast í hóp atvinnulausra ungmenna? Nei, ekki við heldur, en stað- reyndin er sú að í dag er atvinnu- leysi hjá ungu fólki á aldrinum 20-29 ára 9,8% og hjá 16-19 ára aldurshópnum 16,8%. Alþýðu- bandalagið og óháðir eru með ígrundaða stefnu í atvinnumálum. Þau ætla sér að útrýma atvinnu- leysi með atvinnusköpun til fram- búðar en afneita skammtímala- usnum eins og þeim sem hægri- flokkarnir hafa boðið upp á. Er það ekki ósk okkar allra að fá örugga atvinnu og mannsæmandi laun? Er ekki kominn tími til að kveðja niðurskurðar- ríkisstjórnina? Jú, svo sannarlega. Ríkisstjórn- in hefur skorið niður það sem skiptir okkur mestu máli: mennta- mál og heilbrigðismál. í stjórnartíð hennar hefur atvinnulausum fjölg- að svo um munar. Þeir ríku verða ríkari, þeir fátæku verða fátæk- ari. Það er kominn tími til að end- urreisa velferðarkerfið og jafna lífskjörin. Tökum því vitsmunalega afstöðu í komandi kosningum. Vinstra val er eina val ungs fólks sem horfir til framtíðar. Setjum því X við G. Höfundar eru nemendur. Breimakettir ÞAÐ ER ekki hægt að komast hjá því að taka eftir forsprökkum stjómmálaaflanna í landinu þessa dagana, en í auglýsingatimum fjölmiðlanna keppast þeir við að lofa betri tíð með mörg blóm í haga hver ofan í annan og allir eru þeir sam- mála um að hinir séu að gera tóma vitleysu, það er eins og ég hafí heyrt þetta áður og auðvitað eru afsakan- imar á hreinu eins og vera ber að. loknum kosningum. Það má heyra: vinstra vor og velsæld, sjálfstæði og sæluríki, ESB og velmegun, konur og kærleikur, betri tíð með B og allt þar fram eftir, þar sem allir keppast við að lofa upp í ermina á sér með andlitið útglennt af sólskini. Mér datt svona í hug loforð Alþýðuflokksins um bætt kjör einstaklinga með innflutn- ing á neysluvömm sem er aðallega landbúnaðarvömr sem ættu að lækka svo mikið í verði að ætla mætti að hver einstaklingur í land- inu verði ósjálfrátt milli á eftir, ef svo er hví ekki að flytja inn opin- bera þjónustu sem væri hægt að fá miklu ódýrari ef aflað væri tilboða erlendis, það mætti flytja inn fisk- vinnslu sem væri miklu ódýrari, einnig mætti afla tilboða erlendis frá í ódýrari raforku til heimilisnota og svona mætti telja áfram, annars væri ekki hægt að flytja inn ríkisstjóm sem væri ódýrari í rekstri. Það myndi að minnsta kosti minnka umstangið í kosninga- dansinum og þá þyrfti fólk ekki að hafa þess- ar áhyggjur á fjögurra ára fresti. Hugsið ykk- ur, það væri hægt að leggja niður alla at- vinnu á íslandi og flytja allt inn miklu ódýrara og betra en nokkru sinni' fyrr og aliir yrðu himinlifandi af ánægju vegna hinn- ar miklu hagræðingar sem innflutningur á lægra verði myndi skila sér til neytenda í þjóðfé- laginu. Lítið á björtustu hliðarnar; minni vinna, minni tekjur, minni skattar! Er hægt að hugsa sér eitthvað betra? Ekki ætla ég að segja fólki hvað það á að kjósa enda er nóg af fólki til þess, en eitt er víst að á bakvið loforð eru svik nær undan- tekningarlaust og það er lenska í hverju þjóðfélagi að stjórnmála- menn keppist við að hagræða sann- leikanum fyrir kosningar til að koma sjálfum sér á framfæri enda er þeim öllum sama hvernig fólk hefur það svo lengi sem það skaðar ekki þá sjálfa og á meðan þeir sem setið hafa í ríkisstjórn til lengri tíma og ekki þurft að hafa áhyggjaur af því hvort þeir komist í ríkisstjórn heldur með hveijum þeir lenda. Þeir verða Guðlaugur Kr. Júlíusson Það er lenska í hverju þjóðfélagi, segir Guð- laugur Kr. Júlíusson, að stjómmálamenn keppist við að hagræða sannleikanum fyrir kosningar. kærulausir og öruggir með sig inni enda fara þeir ekki að gera einhver óþarfa verk eins og að standa við gefín loforð ef þeir þurfa þess ekki nauðsynlega, til að halda sæti. Gott dæmi um það er opinber þjónusta þar sem einstaklingar þurfa að hafa viðskipti og eru neyddir til, en áber- andi er að starfsfólk í hinum opin- bera geira nýtur þess að vera í ein- okunarstöðu og spila kónga, geta sagt einstaklingnum að halda kjafti vitandi að viðkomandi einstaklingur verði að segja þakka þér fyrir svo hann hafi ekki verra af. Einn af hortugustu geirum hins opinbera hefur sýnt þess glögg merki en það var Bifreiðaeftirlit ríkisins sem er orðin Bifreiðaskoðun íslands og loksins komin í samkeppni, enda er ekki hátt á þeim risið í dag. Það gildir nákvæmlega sama lögmál með ríkisstjórnir. Þetta á ekki að vera nein allsheij- ar úttekt heldur smápunktar til þeirra sem eru að fara að kjósa og til þeirra sem eru að fara að kjósa í fyrsta sinn — ekki kjósa sama og pabbi, kjósið eftir eigin samvisku, þið eruð að kjósa fyrir ykkur. . . Höfundur er rnfvirki. Bylting í málefn- um fatlaðra undir forystu Jóhönnu JÓHANNA Sigurð- ardóttir sá til þess að framlög til málefna fatíaðra jukust um 52% að raungildi á árunum 1987-1994, þrátt fyrir efnahags- þrengingar. Það gerði hún með ýmsum sparnaði í ráðuneytinu til að hafa svigrúm til að bæta þjónustu við fatlaða. Uppbygging sambýla tryggð Samhliða mikilli aukningu á framlög- um sem m.a. hefur tryggt upp- byggingu á sambýlum fyrir fatlaða sem til eru um land allt, beitti Jóhanna sér fyrir nýrri löggjöf í málefnum fatlaðra. Sú löggjöf tryggði aukna stoðþjónustu, lið- veislu og réttindagæslu við fatlaða, átak í aðgengismálum, ný búsetu- Jóhanna Sigurðardóttir sá til þess að framlög til málefna fatlaðra juk- ust um 52% að raungildi á árunum 1987-1994, segir Ásta R. Jóhann- esdóttir, þrátt fyrir efnahagsþrengingar. úrræði með uppbyggingu félags- legra íbúða, átak í málefnum geð- fatlaðra og nýjar áherslur í at- vinnumálum. Þannig hefur m.a. orðið til nýr valkostur í búsetu fatlaðra, fé- lagslegar íbúðir, sem þegar hafa sannað gildi sitt. Ljóst er að margir þeirra sem nú dvelja á sambýlum geta vel nýtt sér fé- lagslegar íbúðir, eink- um ef boðið er upp á heimaþjónustu hjá sveitarfélögum. Með nýjum lögum um málefni fatlaðra opnaðist leið til að Ásta R. veija allt að 10% af Jóhannesdóttir ráðstöfunarfé Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra til lagfær- ingar á aðgengi opinberra bygg- inga vegna fatlaðra. Verulegt ijár- magn til stoð- og liðveislu við fatl- aða er einnig mikil framför til að tryggja fötluðum jafnrétti og sam- bærileg lífskjör við aðra þjóðfé- lagsþegna og skapa þeim skilyrði til að lifa eðlilegu lífi. Réttindamál geð- fatlaðra stórbætt Með þessari löggjöf sem Jó- hanna beitti sér fyrir voru einnig tekin af öll tvímæli um rétt geðfatl- aðra til þjónustu samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. Auk þess var tryggt sérstakt fjármagn til að bæta þjónustu við geðfatlaða. Við þurfum Jóhönnu Sigurðar- dóttur og hennar fólk inn í ríkis- stjórn til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu í málefnum fatlaðra. M.a. þannig tryggjum við jafnrétti í landinu. Höfundur skipar 2. sæti Þjóðvaka íRvík. „Hin umhverfisvæna Kristín Einarsdóttir“ KRISTÍN Einars- dóttir skrifaði grein í Morgunblaðið í gær undir heitinu: „ Um- hverfismálin í önd- vegi. “ Þar lætur húm svo sem að Kvenna- listinn, og hún þar með, sé einstaklega annt um mengunar- mál, ekki síst mengun af völdum kolsýru Undirritaður minnir á að í tvö ár hefur legið tillaga frá mér og Petrínu Bald- ursdóttur í umhverfis- nefnd Alþingis um að settur verði brennsluhvati í opinbera bíla og Þetta er klárt, Kristín, segir Gísli Ein- arsson, sem hér ræðir umhverfísmál. eldsneyti. Hér er upp- runalega um að ræða erlenda hugmynd, en hún hefur verið fram- þróuð á íslandi. Um- hverfisnefnd er undir formennsku Kristínar. Hún sá þess ekki nokkurn kost að af- greiða tillöguna, jafn- vel þótt umhverfisráð- herra og iðnaðarráð- hera tækju mjög undir gagnsemi hennar, en lét loks undan þrýst- ingi og vísaði henni, 23. febrúar, til ríkis- stjórnarinnar og um- hverifsráðuneytisins, þar sem það bíður nýrrar ríkisstjórnar að fjalla um málið. Er það þá trúverðugt þegar Kristín, nú daginn fyrir kjördag, er að reyna að hefja sig og sinn lista til vegs á máli sem hún svo illilega hefur koxað á? Þetta er klént, Kristín! Gísli Einarsson skip til þess að minnka útblásturs- mengun og jafnframt að spara Höfundur er þingmaður Alþýðuflokks í Vesturlandskjördæmi. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.