Morgunblaðið - 08.04.1995, Síða 3

Morgunblaðið - 08.04.1995, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MENNING/LISTIR LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 D 3 Sungið til dýrðar drottni Páskatónar óma víða TÓNLIST fær jafnan byr undir báða vængi í dymbilviku og um páska. Trúartónlist, gítartónlist, barokk- tónlist, sinfóníutónlist og sviðsett kórverk eru meðal þess sem verður á boðstólum á höfuðborgarsvæðinu fram yfir hátíðir. Unnendur þessa listforms bera því ekki skarðan hlut frá borði að þessu sinni fremur en endranær. Tónlistarskólinn í Reykjavík gengst fyrir tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sunnudaginn 9. apríl klukkan 17, en þá þreytir Málfríður Konráðsdóttir, semballeik- ari, burtfararpróf frá skólanum. Á efnisskránni eru verk eftir Fresco- baldi, Rameau, Leif Þórarinsson og J.S. Bach. Meðleikarar í sónötu eftir Bach eru Ragnheiður Haraldsdóttir, blokkflautuleikari, og Ömólfur Kristjánsson sem leikur á barokks- elló. Burtfarartónleikar í Listasafni íslands Tónlistarskólinn í Reykjavík lætur reyndar ekki þar við sitja heldur efnir til annarra tónleika mánudag- inn 10. apríl klukkan 20.30. Þá verð- ur vettvangurinn Listasafn íslands og eru tónleikarnir burtfararpróf Helgu Steinunnar Torfadóttur, fiðlu- leikara, frá skólanum. Mun hún flytja verk eftir Mozart, Prokoffiev, Vivaldi, Sarasate og Franck. Krist- inn Örn Kristinsson, píanóleikari, Guðrún Óskarsdóttir, semballeikari, og strengjasveit nemenda úr Tónlist- arskólanum í Reykjavík.-flhdir stjóm Marks Reedmans, munu leggja Helgu Steinunni lið í listasafninu. Sama kvöld munu sextíu dönsk ungmenni í hljómsveitin DUSIKA (De Unges Symfoniorkester í Keben- havns amt) haida tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 20 og miðviku- daginn 12. apríl berst leikurinn yfir í Norræna húsið. Allt eru þetta nem- endur sem eru komnir vel á veg í tónlistarnámi og á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Nielsen og Saint- Saéns. Aðalstjórnandi hljómsveitar- innar er Svend Kragelund. Trúarleg tónlist í Víðistaðakirlqu Trúarlegri tónlist vex jafnan fisk- ur um hrygg í dymbilviku og um páska. Miðvikudagskvöldið 12. apríl klukkan 20 standa Þórunn Guð- mundsdótir sópran, Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari, og Eydís Franzdóttir, óbóleikari, fyrir tónleik- um í Víðistaðakirkju þar sem slík tónlist verður sett í öndvegi. Flutt verða verk eftir Vaughan-Williams, Barber, Jón Leifs og Johannes Brahms. Mikið verður um dýrðir í Lang- holtskirkju um hátíðirnar. Á skírdag, fimmtudaginn 13. apríl, verður Jó- hannesarpassían eftir J.S. Bach nefnilega sviðsett af kór Langholts- kirkju þremur mínútum eftir sólset- ur, eða klukkan 21. Flutningurinn verður síðan endurtekinn á föstu- daginn langa og laugardaginn 15. apríl á sama tíma. Stjórnandi kórsins er Jón Stefánssont David Greenall sviðsetur verkið, Árni Baldvinsson annast lýsingu og Hulda Kristín Magnúsdóttir sér um búninga. Páskabarokk í Kópavogi Kópavogsbær lætur ekki sitt eftir liggja og laugardaginn fyrir páska verður efnt til páskabarokk-tónleika í Listasafni Kópavogs. Hefjast þeir að líkindum klukkan 16. Christine Lecoin, semballeikari, kemur gagn- gert frá Frakklandi til að spila á „Býr íslendingur hér“ boðið til Þýskalands „ÞAÐ ER eðlilegt að hugsa um trúarlega tónlist á þessum árstíma og syngja til dýrðar drottni," segir Þórunn Guðmundsdóttir sópran sem mun ásamt Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara og Eydísi Franzdótt- ur óbóleikara flytja tónlist eftir Ralph Vaughan-Williams, Samuel Barber, Jón Leifs og Johannes Brahms á tónleikum í Víðistaðakirkju miðvikudaginn 12. apríl klukkan 20. Dauðinn rauði þráðurinn Þórunn segir að dauðinn sé rauði þráðurinn í efnisskránni. Nokkuð sem hún hafí reyndar ekki uppgötvað fyrr en eftir á. „Dauðinn birtist í margvíslegum myndum í textunum. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, segir í einum sálma Hallgríms. Þá er talað um dauða Krists á krossinum, hinn bitra dauða sem er erfíður þegar fólk er í blóma lífsins og hinn milda líknardauða." Þórunn stundaði tónlistamám við Tónlistarskólann í Kópavogi og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þaðan lauk hún blás- arakennaraprófí, einleikaraprófi á þverflautu og burtfararprófí í söng. Eftir það hélt hún til fram- haldsnáms í Bandaríkjunum þar sem hún lauk bachelor- og mast- ers-prófi frá Tónlistarskólanum í Bloomington, Indiana. Eftir að Þórunn kom heim frá námi hefur hún haldið fjölda tón- leika, bæði með píanóleikumm og í kammerhópum. Hún hefur einnig komið fram sem einsöngvari með Kammersveit Reykjavíkur og ýmsum kómm. Hún starfar nú sem tónlistarkennari og sem út- gáfustjóri hjá íslenskri tónverk- amiðstöð. Fátíð samsetning Þórunn hyggst hita upp á tón- leikunum með því að syngja ne- grasáimana Weepin’ Mary og So- metimes I feel like a Motherless Child í útsetningu H.T. Burleigh. Hún mun einnig flytja verkið Ten Blake Songs eftir Ralph Vaughan-Williams sem er ein- göngu samið fyrir söng og óbó en sú samsetning er harla fátíð í tón- list. „Mér fínnst þetta skemmtilegt innlegg sem brýtur upp þetta liefð- bundna form.“ Verkið eftir Samuel Barber kallast Söngvar einsetumanna og er samið við texta munkanna sem áður var getið. Þómnn segir að þar kenni ýmissa grasa; sumir textanna séu afar hátíðlegir og einkennist af miklum trúarákafa en aðrir séu mun veraldlegri og jafnvel skrifaðir út á spássíu á handritum. Nefnir hún einn sem dæmi og ber hann yfírskriftina Fjöllyndi: „Ég veit ekki hjá hveij- um Edan mun sofa, en ég veit að fagra Edan mun ekki sofa ein.“ Jón Leifs í uppáhaldi Fjórir alvarlegir söngvar eftir Johannes Brahms em einnig á efnisskránni og kveður þar við annan tón en Þómnn segir að Brahms sé rómantískastur tón- skáldanna íjögurra. Söngkonan hefur mikið dálæti á Jóni Leifs og flytur lög eftir hann á fiestum tónleikum sem hún kemur fram á. Að þessu sinni tek- ur hún fyrir þt'jú kirkjulög sem samin em við sálma Hallgríms Péturssonar: Vertu Guð faðir fað- ir minn, Upp, upp mín sál og allt mitt geð og Állt eins og blómstrið eina. „Maður hugsar ekki alltaf um síðastnefnda sálminn sem tón- leikalag og þar að auki er lagið hans Jóns ekki það sem notað er oftast. Textinn er hins vegar mjög fallegur og þarf ekki eingöngu að vera sunginn við jarðarfarir.“ Þómnni verður tíðrætt um sálma Hallgríms sem hún segir að endurspegli hátíðleika pásk- anna. Einn þeirra kveður hún ákaflega vel til þess fallinn að lýsa tilgangi tónleikanna í Víðistaða- kirkju: Ó Jesús gef þinn anda mér, allt svo verði til dýrðar þér upp teiknað, sungið, sagt og téð síðan þess aðrir njóti með. Segir frá Islendingi í út- rýmingarbúðum nasista Að sögn Þórunnar er af nógu trúarlegu efni að taka og því hægt að halda fjölda tónleika. Þremenning- arnir munu þó einkum einbeita sér að efni frá 19. og 20. öld að þessu sinni. Reyndar era margir textanna mun eldri og eiga meðal annars rætur að rekja til Biblíunnar auk þess að vera sóttir í smiðju Hallgríms Pétursson- ar, Williams Blakes og munka. sem vom uppi á 8.-12. öld. Morgunblaðið/Halldór JÓHANNESARPASSÍAN eftir J.S. Bach verður sviðsett af kór Langholtskirkju þremur mínútum eftir sólsetur, eða klukkan 21 á skírdag. tónleikunum en auk hennar mun Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran verða í sviðsljósinu. Aðrir listamenn sem koma fram em Örnólfur Kjart- ansson á barokkselló og Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau á flautur. Fluttar verða Bach- og Hándel-aríur, sálmar og hljóðfæra- tónlist. Allt verður með kyrrum kjörum fram til klukkan 20.30 þriðjudaginn 18. apríl en þá mun gítarleikur Spán- verjans Manuels Babilonis óma um Áskirkju. Þessi margverðlaunaði listamaður mun eingöngu spila spænska tónlist en á efnisskránni eru verk eftir Sor, Tarrega, Turina, Asincio, Albeniz og Fortea. Miðvikudaginn 19. apríl stendur valið síðan á milli burtfarartónleika frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sem haldnir verða í íslensku óper- unni og söngtónleika í Gerðubergi. Á þeim fyrrnefndu leika Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló og Kryst- yna Cortes á píanó en á hinum síð- arnefndu koma fram Magnea Tóm- asdóttir sópran og Mario Ramon Garciá, píanóleikari. Góða skemmt- un! ÍSLENSKA leikhúsinu hefur verið boðið með sýninguna „Býr íslend- ingur hér“ til Berlínar í lok þessa mánaðar í tengslum við minningar- dagskrá, sem standa mun yfir út þetta ár í tilefni af því að 50 ár eru nú liðin frá frelsun fanganna í Sachsenhausen-útrýmingarbúð- unum illræmdu. Leikritið verður flutt þrisvar, þann 24. apríl í Max- im Gorki leikhúsinu og síðan 26. og 27. apríl í Kulturbrauerei menn- ingarmiðstöðinni. Leikgerð er eftir Þórarin Eyfjörð. Ingimundi Sigfús- syni, sendiherra í Bonn, hefur verið boðið að flytja ávarp við upphaf sýningar. „Býr íslendingur hér“ er leikgerð unnin upp úr samnefndri bók Garð- ars Sverrissonar, þar sem birtast endurminningar Leifs Muller, ís- lendings sem lenti í útrýmingarbúð- um nasista í seinni heimsstyrjöld- inni, en þessar fyrrum fangabúðir, skammt fyrír utan Berlín, hafa nú verið gerðar að safni. í leikgerðinni er Leifur staddur á læknastofu og segir þar frá atburðarásinni, sem leiddi til handtöku hans í Noregi og frá fangavistinni, fyrst í Noregi og síðar í Þýskalandi. Að sögn Guðna Bragasonar, sendiráðsritara í Bonn, eru tildrög- in þau að forstöðukona safnsins í Sachsenhausen, Sylvia Nickel, hafði spurnir af leikritinu og sýndi áhuga á að fá leikhópinn til Þýska- PÉTUR Einarsson í hlutverki Leifs Muller. lands í tengslum við minningardag- skrána enda er saga íslenskra fórn- arlamba nasismans lítt þekkt þar í landi. „Ég held að það sé í raun mjög merkilegt'að Þjóðverjar snúi sér til okkar íslendinga og hafí áhuga á því að sýna þetta verk og sér í lagi er þetta mjög virðingar- vert framtak fyrir minn- ingu Leifs.“ Leikstjórinn Þórarinn EyQörð segir boðið vera mikinn heiður þegar litið er til þess að íslenska leik- húsið sé lítill leikhópur atvinnumanna, sem nýtur engra fastra rekstrar- styrkja. Styrkir til farar- innar koma einkum frá ráðuneyti vísinda, rann- sókna og menningar í Brandenburg. Auk þess hefur íslenska mennta- málaráðuneytið og Bók- menntakynningarsjðður stutt við verkefnið. Að undanförnu hefur verið unnið að þýðingu verksins yfír á þýsku og eru æfíng- ar á nýju tungumáli nú langt komnar. Pétur Einarsson fer með hlutverk Leifs, en lækninn leikur Halldór Björnsson. Hljóðmynd er eftir Hilmar Öm Hilmars- son, ljósahönnuður er Elf- ar Bjarnason og leikmynd gerði Gunnar Borgarsson. Leikritið var frumsýnt hér á landi haustið 1993 og var sýnt í Tjarnarbíói allt það leikár. Verkið hlaut mjög lof- samlega gagnrýni og var sýnt við góða aðsókn. Hópurinn fór einnig með verkið í leikferð hérlendis sl. haust. Morgunblaðið/Sverrir ÞÓRUNN Guðmundsdóttir, Kristinn Orn Kristinsson og Eydís Franzdóttir efna til trúarlegra tónleika í Víðistaða- kirkju miðvikudaginn 12. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.