Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 6

Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 6
6 D LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MENNING/LISTIR Næstum því sagnfræði FRÁ æfingu í Tjarnarbíói. LEIKXIST Ilugleikur í Tjarnarbíói FÁFNISMENN Höfundur texta og tónlistar: Armann Guðmundsson, Hjördís Hjartardóttir, Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri Jón St. Krist- jánsson. Frumsýning 1. mars 1995. HINAR íslensku frelsishetjur 19. aldar eru efniviðurinn í þessari nýj- ustu framleiðslu Hugleiks. Og að sjálfsögðu lifa hetjurnar og hrærast í Kaupmannahöfn, þar sem þær eru ýmist verðandi eða fyrrverandi námsmenn og skáld - ja - allavega drykkfelldar. Eins og sæmir góðri sagnfræði eru hetjurnar karlkyns og halda að mestu leyti til á ölstofu Jómfrú Ols- en og móður hennar og kjá framan í léttklæddar stúlkur. Þeir skulda henni allir stórfé, slátraranum líka, leigusölum sínum einnig. Allir nema Benedikt Eígjilsson, sem býr við þá ógæfu að eiga nóg af peningum og miklu meira en það. Ennfremur end- urgeldur stúlkan sem hann elskar ást hans og það gengur allt upp. Því miður fyrir aumingja drenginn, því hann þráir að verða skáld. Hann reynir eins og hann getur að lenda í ógæfu til að finna skáldneistann en því miður, ógæfan er ekki hans hlutskipti í lífinu. Hann hangir á kránni ásamt Gísla Hallgrímssyni sem er stúdent - og skáld, drekkur mikið, hrasar í stiga og missir annan fótinn, hrasar aftur í stiga og .... Tómasi Pjeturssyni, stúdent sem ferðast alla leið suður til Rómar, Baldri Konráðssyni sem fellur í síkið. Flestir dagar byija á fréttum af því hver féll í síkið síðastl- iðna nótt. í borginni er líka Guðrún Jóns- dóttir frá fjalli, óhemju dugleg bar- áttukona fyrir sjálfstæði íslendinga sem alltaf er að reyna að virkja stúd- entana - með aðferðum sem minna á nútímalegar baráttuaðferðir alla- balla - svona stormur í vatnsglasi; slagverksáherslur í málflutningi og hnefinn á lofti, rétt eins og þá hríf- ist með kóngar og prestar. Svo koma tveir grænjaxlar frá íslandi, stúdentinn Þorleifur Torfa- son, sem er greinilega mjög efnileg- ur og áhugasamur námsmaður en verður það á að leita uppi merkilega landa sína á krá sem er orðin viðáttu- fræg uppi á íslandi og sveitastúlkan Þórhildur Eínarsdóttir sem er til Hafnar komin til að læra kvenlegar dyggðir á fínum hússtjórnarskóla og þarf ekki að leita lengra eftir náms- stað. Báðum þessum ungviðum er tekið opnum örmum á þessari krá þar sem allt iðar af lífi og fjöri, menn lepja mjöð, fá skáldlegan inn- blástur, halla sér að þrýstnum stúlk- um, flýja slátrarann, hugsa heim, elska og þjást. Og þegar Tómas Pjet- ursson kemur frá henni Rómu, hefur hann meðferðis eina hugmynd og hún er að setja upp sjónleik sem byggir á Litlu stúlkunni með eldspýt- urnar eftir félaga þeirra stúdentanna á kránni sem kallaður er Hosi og er tætingslegt ævintýraskáld. Þór- hildur á að leika litlu stúlkuna og byijar strax að æfa sig að kveikja á eldspýtum - og svo hefst sjónleik- ur, en tekur að sjálfsögðu á sig mjög sjálfstæða mynd og endar í sagn- fræðinni, næstum því eins og við þekkjum hana. Fáfnismenn eru sagnfræðin, næstum því eins og við þekkjum hana, frá upphafí til enda og hefur aðeins verið stiklað á stóru hér. Eins og fyrri verk Hugleiks er hér um aldeilis makalausan samsetning að ræða, sem er stórskemmtilegur. Textinn er fyndinn, orðaleikir mjög vel heppnaðir. Það er stuðst við kennileiti í sagnfræðinni, það er að segja sögur af því sem fréttist af athöfnum sjálfstæðisbaráttumanna íslensku þjóðarinnar í Kaupmanna- höfn á seinustu öld; atburðum er flækt saman og ofnar utan um þá ýkjur og skáldað í óteljandi eyður. Ég held að óhætt sé að segja að þetta sé ein viðamesta sýning Hug- leiks til þessa. Bæði er verkið mikið að burðum - og mannmargt - auk þess sem mikið hefur verið lagt í leikmynd, sem er heilmikið þrekvirki og á Ámi Baldvinsson heiðurinn af henni, ásamt lýsingu. Ég verð að segja eins og er að hvom tveggja er sérlega vel heppnað og hefði ég ekki trúað því að óreyndu að hægt væri að koma svo miklu fyrirtæki á þetta litla svið í Tjarnarbíói. Búningar hannaðir af Vilborgu Valgarðsdóttur vom líka skemmti- lega útfærðir, hæfílega ýktir þótt þeir fylgdu í meginatriðum tísku Islendinga eins og hún virðist hafa verið á seinustu öld; lopaleg hér, heldrimannaleg þar, nema hjá kon- unum. Þær em í þjónustubúningum. Þeir era ólíkir eftir því hvers konar þjónustu stúlkumar stunda. I hlutverkum stúdentanna Bene- dikts, Gísla og Tómasar em gamal- kunnir Hugleiksmenn; Sævar Sig- urgeirsson, Þorgeir Tryggvason og Rúnar Lund. Ámi Friðriksson leikur Baldur og litla grænjaxlinn Þorleif leikur V. Kári Heiðdal. Þeir áttu allir skemmtilegan leik, em orðnir árans öruggir á sviði og textameð- ferð og raddbeiting er orðin harla góð. Aðra íslendinga; Guðrúnu frá Fjalli, Þórhildi litlu, Þóm nokkra Bjarnadóttur, Eggjert Sigurðsson og íngjibjörgu Stephensen, konu hans, leika Fanney Sigurðardóttir, Silja Björk Ólafsdóttir, María Pálsdóttir, Ármann Guðmundsson og Anní G. Hágen. Leikur þeirra var sömuleiðis mjög góður, utan það að Fanney flaskaði heldur oft á texta og Anní var heldur ýkt, sérstaklega hvað raddbeitingu varðar. Hins vegar fékk ég ekki séð annað en að ný- græðingurinn í hópnum, Silja Björk Olafsdóttir, sé hörkuleikaraefni og er óhætt að segja að hún hafí stolið senunni. Á kránni ráða ríkjum hin fremur fullorðna danska, jómfrú Olsen og móðir hennar sem leiknar em af Huldu Hákonardóttur og Hjördísi Hjartardóttur, og svo em þar þjón- ustumar Gitte, Helle og Mette; mömmustelpur og heimspekingar þegar minnst varir. Þetta er litríkur hópur og leikurinn ansans ári góður hjá þeim öllum. Það sama má segja um slátrarann Kartland, Barböra dóttur hans og Ekkjufrú Flagermus- en sem leikin em af Gunnari Hall- dóri Gunnarssyni, Fríðu B. Andersen og Unni Guttormsdóttur. Þetta er með alskemmtilegustu sýningum Hugleiks og finnst mér þetta verk vera þeirra þéttasta til þessa. Það er vel haldið utan um efnið; lítið gert af því að stökkva út og suður og fannst mér helst Stútungasaga vera svipað vel skrif- uð hjá þeim. Kvöldstundin með Hug- leiksmönnum var virkilega ánægju- leg í þetta sinn og ætti helst enginn að láta sýninguna framhjá sér fara - það er svo gott að hlæja. Súsanna Svavarsdóttir Signrður Þórðarson tón- skáld - 100 ára minning í DAG, 8. apríl, em liðin 100 ár frá fæðingu Sigurðar Þórðarsonar tón- skálds, stofnanda Karlakórs Reykjavíkur. Hann fæddist 8. apríl 1895 á Gerðhömmm í Dýrafirði. 18 ára að aldri settist hann í Versl- unarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi árið 1915. Meðan á því námi stóð stundaði hann einnig tón- listamám og lærði m.a. á harmon- íum hjá Páli ísólfssyni. Árið 1916 hélt hann til framhaldsnáms í tón- list í Leipzig í Þýskalandi ásamt Páli ísólfssyni og Jóni Leifs. Fjár- hagurinn leyfði þó ekki lengri dvöl ytra en tvö ár. Að þeim ámm lokn- um stundaði Sigurður ýmis skrif- stofustörf í Reykjavík, m.a. var hann Iengi skriftofustjóri Ríkisút- varpsins og einnig vann hann við tónlistarkennslu, stjómaði kómm og hóf að semja sönglög. Það var síðan 1926 að hann stofnaði Karlakór Reykjavíkur ásamt 36 félögum sínum. Frá þeim tíma var saga Sigurðar Þórðarsonar og Karlakórs Reykjavíkur samofin hvor annarri í 36 ár. Frá árinu 1926 til 1962 var Sigurður stjóm- andi kórsins. í dag em enn starf- andi sjö söngmenn í karlakórnum, sem sungu undir stjóm Sigurðar. Vandvirkni og einstök nostur- semi vom aðalsmerki hans sem Karlakór Reykjavíkur hefur alla tíð lagt sig fram um að halda merki Sigurðar Þórðarsonar á lofti. Bjarni Reynars- son minnist stofnandans. söngstjóra. Hann gerði miklar kröf- ur til sjálfs sín og ætlaðist til þess að aðrir gerðu hið sama. Hann var einstaklega næmur á samspil ljóðs og lags og lagði mikla áherslu á að þetta samspil kæmi skýrt fram í túlkun kórsins. Það er þessi söng- hefð sem Sigurður Þórðarson mót- aði og krafan um vandaðan og hljómmikinn söng sem hefur verið aðalsmerki Karlakórs Reykjavíkur frá fyrri tíð. Sigurður fór með karlakórinn í sex utanlandsferðir beggja vegna Atlantshafsins, m.a. í langar tón- leikaferðir um Bandaríkin og Kanada 1946 og 1960. Enginn ís- lenskur kór hefur verið ötulli en Karlalór Reykjavíkur að kynna ís- lenska tónlistarmenningu á erlendri gmnd. Karlakór Reykjavíkur hefur alla tíð lagt sig fram um að halda merki Sigurðar Þórðarsonar á lofti. Lög eftir hann hafa jafnan verið á söngskrá kórsins og lagið: „ísland, ísland ég vil syngja!“ er sungið í hvert sinn sem kórinn kemur fram. Karlakór Reykjavíkur á Sigurði Þórðarsyni ævarandi þakkarskuld að gjalda. A árlegum vortónleikum kórsins 23. til 19. apríl nk. í Víðistaða- og Langholtskirkju heiðrar Karlakór Reykjavíkur minningu Sigurðar Þórðarsonar með því að syngja nokkur af kunnustu lögum hans. Einsöngvari á tónleikunum verður Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Þá er í undirbún- ingi að gefa út geislaplötu með söng kórsins frá upphafi, en kórinn verður 70 ára á næsta ári. Á þeim geisladiskum verða að sjálfsögðu upp- tökur af söng kórs- ins undir stjóm Sig- urðar. Kórinn er nú að leggja lokahönd á gerð geisladisks, þar sem stórsöngv- aramir Kristinn Sigmundsson go Kristján Jóhannsson syngja með kómum. Þar flytur Kristján Jó- hannsson m.a. með kómum Iag Sig- urðar Þórðarsonar: „Sjá dagar koma“. Sigurður Þórðarson tónskáld lést 27. október 1968. Kona Sigurðar, Áslaug Sveinsdóttir, lifír mann sinn í hárri elli. Blessuð sé. minning Sigurðar Þórðarsonar. Höfundur erformaður Karlakórs Reykjavíkur. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYIMDLIST Kjarvalsstaðir Studio Granda, ísl. abstraktlist og Tómas Magnússon ti! 7. maí. Asmundarsafn Samsýn. á verkum Ásmundar Sveinss. og Jóhannesar S. Kjarval til 14. maí. Safn Ásgríms Jónssonar Vatnslitam. Ásgríms til 7. maí. Listhúsið Laugardal Listakl. Þrír pennar sýna. Mokka Ijósm.sýa Bob Flanagan til 22. aprfl. Galleri Glúmur Pekka og Áse Dommemes sýna 19. aprfl kl. 16-18. Gerðuberg Pétur Ö. Friðriksson sýnir til 23. aprfl. Hafnarborg Textílfélagið sýnir til 17. aprít Gallerí Stöðalakot Sveinbjörg Hallgrimsd. sýnir til 17. apríl Gallerí llmbra Þórdís Elín Jóelsdóttir sýnir. Við Hamarinn Sigtryggur Baldursson sýnir til 9 apríl. Listhús 39 Jean-Yves Courageux sýnir til 17. aprfl. Gallerí Birgis Andréssonar Ólafur Lárusson sýnir til 27. apríl. Norræna húsið Samsýning Ijögurra myndlistarmanna til 23. apríl. Gallerí Sævars Karls Páskasýn. 29 listamanna. Gerðarsafn Sýning Elíasar Halldórssonar til 20. aprfl. Kiríkjuhvoil, Akranesi Sjöfii Haraldsdóttir sýiúr til 9. aprfl. Gallerf Greip Aðalheiður Valgeirsd. sýir til 9. aprfl. TONLIST Laugardagiu- 8. apríl Lúðrasv. Svanur með tónl. i Fella- og Hólakirkju kl. 16. Karlakórinn Þrestir í Víðistaðakirkju kl. 17. Norskt jazz-tríó á veitingah. Hominu kl. 21. Sunnudagur 9. apríl Gullaldardægurlögin í Kaffileikhúsinu kl. 21. Nýi Músíkskólinn með tónl. á Kringlukránni kl. 16. Burtfararpróf Mál- fríðar Konráðsd. í Listasafni Sigudóns kl. 17. Mánudagur 10. aprfl Danska hljómsv. Dusika á tónl. í Ráðhús- inu kl. 20. Burtfararpróf Helgu Steinunn- ar Torfadóttur I Listasafni íslands kl. 20.30. Miðvikudagur 12. apríl Óperutónl. Með Diddú og Kristjáni í íþróttahúsi KA, Akureyri kl. 19. Danska hljómsv. Dusika I Norræna húsinu kl. 20. Emil og Anna Sigga með tónl. í sal Frí- múrara, ísafirði kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið West Side Story lau. 8. aprfl, sun. Taktu lagið, Lóa! lau. 8. apríl, sun. Snædrottningin sun. 9. apríl kl. 14. Lofthræddi Óminn hann Örvar lau. 8. aprfl kl. 15. Dóttirinn, bóndinn og slaghörpuleikarinn þri. 11. apríl. Borgarleikhúsið Leynimelur 13 aukasýng. lau. 8. apríl. Framtíðardraugar aukasýn. sun. 9. apríl. tslenska óperan La Traviata lau. 8. aprfl. Kaffileikhúsið Sápa tvö lau. 8. apríl. Þá mun engin skuggi vera til mán. 10. apríl. Leikfélag Akureyrar Djöflaeyjan lau. 8. apríl kl. 17, mið. kl. 20.30, fím. ki. 20.30., fös. kl. 00, Iau. kl. 20.30. Möguleikhúsið Astarsaga úr fjöllunum lau. 8. aprfl kl. 14. Hugleikur Fáfnismenn lau. 8. apríl kl. 16, sun. kl. 20.30, mið. kl. 20.30. Leikfélag Selfoss íslandsklukkan sun. 9. apríl, mið. Bangsímon lau. 8. arpfl, sun. Stúentaleikhúsið Beygluð ást sun. 9. apríl, þri. Leikfélag Kópavogs A gægjum sun. 9. apríl. LISTAKLUBBUR Leikhúskjallarinn Vísnakvöld mán. kl. 20.30. KVIKMYNDIR MÍR Fangaeyjan sun. kl. 16. Norræna húsið Múminálfamir sun. kl. 14. Umsjónarmenn listastofnana og sýn- ingarsala! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16. á miðvikudögum merktar: Morgun- blaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvik. Myndsendir: 91-691181.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.