Morgunblaðið - 08.04.1995, Side 7

Morgunblaðið - 08.04.1995, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MEIMIMING/LISTIR LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 D 7 Nákvæmni - spenna Steinunn Birna Stefan Ragnarsdóttir. Sanderling. TONLIST Háskólabíó SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjórn- andi Stefan Sanderling. Einleikari Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Verkefni; Glinka, Grieg, Shostako- vitsj. TÓNLEIKARNIR hófust á hressi- legum leik hljómsveitarinnar á for- leik Glinka að óperu sinni Ruslan og Ludila. Forleikurinn náði ekki að vera meira en hressilegur, til þess voru blásararnir ekki nóu hreinir í upphafi og í þessum glæsilega for- leik, þar sem spilað er upp á glæsi- leik og „brilians", hefðu hlaupin í strengjunum þurft að vera ennþá hárnákvæmari og „briiiant" til þess að allir töfrarnir hefðu fengið notið sín, en hljómsveitin átti eftir að bæta fyrir þetta síðar á tónleikunum. Steinunn Birna kom nú fram sem einleikari með hljómsveitinni í fyrsta sinn og í einum vinsælasta píanókon- sert alira tíma, — Grieg-konsertin- um. Að koma fram með sinfóníu- hijómsveit í fyrsta sinn á opinberum tónleikum er mikil reynsla og mikið álag og ekki er hægt að heimta að ailt skili sér við fyrsta átak „raunar verður að kallast sigur að komast áfallalaust í gegnum þessa fyrstu eldraun og einbeit- ingin virtist sann- arlega vera í full- komnu jafnvægi hjá Steinunni Birnu, þrátt fyrir eina lítil- flörlega gleymsku í síðasta þættinum. En Steinunn gerði miklu betur en að komast áfallalaust í gegnum konsértinn, hún gerði margt fallega og auð- fundin var ást hennar á tónlist Griegs. Hún lék konsertinn nokk- uð varfærnislega, tempóin sum í hæg- ara lagi og þá getur verið erfitt að halda spennu. Pedalnotkun hennar var nokkuð mikil, sem gerði riðmisk mótíf konsertsins dálítið óskýr og það held ég að sé ástæðan fyrir því að píanóið náði illa í gegn um hljóm- sveitina, sem tók ekki alltaf nægilegt tillit til píanósins. Vitanlega er þetta viðkvæmt jafnvægi og ekki er alltaf hægt að heimta að hljómsveitin spili veikar. Eitt er víst, skýrleikinn í spil- inu er sterkari en nokkur vöðvaorka og nær betur í gegn um hljóðmúrinn og mikil pedalnotkun vinnur gegn skýrleikanum. Eftir hlé heyrðist svo 10. sinfónía Shostakovitsj, að ég held í_ fyrsta skipti frá Sinfóníuhljómsveit íslands, og hér fóru stóru hlutirnir að ger- ast. Fyrsti þátturinn er byggður upp á þriggja tóna mótívi, klarinettið syngur þjóðlagakennt stef, sem verð- ur einskonar uppistaða þáttarins, hleður upp óhemju spennu og snýr síðan aftur til upphafsins, þriggja tónanna sem heyrðust í upphafi. Þennan langa fyrsta þátt lék hljóm- sveitin af, að ég held, algjörri ná- kvæmni og slíkri spennu að maður þorði varia að hreyfa sig í sætinu. Mjög erfiðum öðrum þættinum, sem eins og stormgnýr heldur viðstöðu- laust út þáttinn, hvaða svo sem hu- grenningar höfundurinn hafði, skil- aði hljómsveitin glæsilega. Þriðji þátturinn hefst á einskonar dansmó- tívi og þar mátti kannske deila um hvernig útfært skyldi. Fleiri mótív koma fram í dagsljósið, t.d. endurtek- ið mótív hornanna og heyra má hend- ingar úr fyrsta þættinum, íhugun eða hvað? Upphaf fjórða þáttar leiðir hug- ann aftur að fyrsta þættinum, en kannski er það æskuþrungin gleðin sem ræður ríkjum í lok þáttarins. Ástæða væri til að geta allra ein- leikshlutverkanna í hljómsveitinni, en þau eru mörg og vel flutt. Yfir- leitt spiluðu þau non-viberato, nema flautan sem spiiaði með vib. og það stakk nokkuð í stúf. Aðalatriðið er þó að hljómsveitin spilaði stórkost- lega vel, alla sinfóníuna út í gegn, og verður undirritaður að játa að nú í fyrsta sinn fann hann lítinn mun á því, að sitja á sinfóníutónleikum í Háskólabíói (nema þetta með hljóm- burðinn) og á einhveijum viður- kenndum hljómsveitartónleikum úti í Evrópu. Ekki var þetta þó allt hljómsveitinni að þakka, heldur og hljómsveitarstjóranum, sem er óvenju góður, hefur mjög örugga slagtækni, reynir aldrei að pressa neitt fram hjá sveitinni, en fær hana samt til að gera vel og gefa allt. Auðséð og -fundið var hans þýska uppeldi sem hljómsveitarstjóri, en það eitt nægir þó ekki tii að skapa framúrskarandi hljómsveitarstjóra, sem Stefan Sanderling er. Ragnar Björnsson Gallerí Sævars Karls Páskaandinn undirtónninn PÁSKARNIR og andi þeirra eru undirtónninn á myndlistarsýningu sem opnuð var í gær í Galleríi Sæv- ars Karls. 27 myndlistarmenn taka þátt í samsýningunni. Þeir eru: Auður Ólafsdóttir, Ása Björk Ólafsdóttir, Birgir Andrésson, Birgir Björns- son, Daníel Magnússon, Edda Jónsdóttir, Elín Magnúsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Erlingur Páll Ingvarsson, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Gréta Ósk Sigurðardóttir, Guðný Magnúsdótt- ir, Halldóra Emilsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hólmfríður Sig- valdadóttir, Inga Elín Kristinsdóttir, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Katrín Sig- urðardóttir, Kristinn Pálmason, Kristín Am- grímsdóttir, Lind Völundardóttir, Nini Tang, Rósa Gísladóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Stefán Geir Karlsson, Sæmundur Valdimars- son og Þórey Magnúsdóttir. Sýningin verður opin alla daga nema sunudaga, virka daga er opið frá 10 til 18 og á laugard. frá 10-14. NÚ eru aðeins þrjár sýningar eftir á Snædrottningunni Hraustir menn TÓNUST Víðistaöakirkju KARLAKÓRINN ÞRESTIR Vortónleikar Karlakórsins Þrasta miðvikudaginn 5.apríl 1995. EITT sinn kváðu karlakórar svo allsráðandi, að til vandræða horfði að manna blandaða kóra viðunandi karlaröddum. Nú, skilst manni, er frakar borið við annríki. Af þessu mætti álykta, að samveran „félags- lega hliðin“ sé orðin aðalatriðið hjá þeim karlakórum sem enn þrauka, á kostnað tónlistarlegs metnaðar, hafi hún ekki alltaf verið það, en um það liggur mér vitandi engin félagsfræðileg könnun fyrir. Þetta kom upp í hugann, þegar efnisskrá karlakórsins Þrastar blasti við á vortónleikunum í Víðistaða- kirkju á miðvikudagskvöldið var. Því hún einkenndist af dæmigerðum karlakórslögum sem sumir mundu kalla slitin, aðrir ómissandi, eins og Áfram og Áifafell eftir Árna Thor- steinsson. Úr útsæ rísa íslands fjöll eftir Pál ísólfsson, lagasyrpum eftir stofnanda kórsins, séra Friðrik Bjamason, og ýmsum rússneskum þjóðlögum, svo maður gleymi ekki hinum síafturgöngula draugi Sig- munds Rom, Hraustir menn. Að vísu mátti skilja af forspjalli í efnisskrá („Að þessu sinni er efisskráin upp- byggð á nokkuð hefðbundinn hátt karlakóra ...“), að hefðin sé ekki alltaf allsráðandi í efnisvali þessa virðulega gamla karlakórs, er stofn- aður var 1912. Á tónleikunum umrætt miðviku- dagskvöld kom hins vegar fátt á óvart, nema ef vera skyldi lag eftir söngstjórann, Eirík Árna Sigtryggs- sonar við ljóð eftir Árna Ibsen, Og barnið kom sem Þrestir skiluðu ágætlega. Verkið var lipurlega sam- ið af létt-súrrelískum húmor í anda Páls Pampichlers við limrur Þor- steins Valdimarssonar, og einnig var þokki yfir öðru lagi og styttra eftir Eirík, Ástarljoði við eigin texta. Ástæða er til að hvetja söngstjórann til að halda áfram að endurnýja ís- lenzkar karlakórabókmenntir, því þörfin er ómæld. Flest var þokkalega sungið að öðru leyti en því, að heildarhljómur karlakórsins virtist heldur í þreytt- ara lagi, einkum í tenórum, er höfðu tilhneigingu til að lafa neðan úr og dofna í hæðinni. Þetta bendir til þess, að kórinn þurfi að fara að gefa raddþjálfun meiri gaum og fá fleira yngra fólk í hópinn. Söng- stjómin hjá Eiríki Árna var annars skýr og röggsöm, nema hvað sumar styrkbreytingar voru fullsnöggar. Píanóundirleikur Guðbjargar Sigur- jónsdóttur var fallega mótaður, en óþarflega hlédrægur og á stöku stað holóttur vegna fjarvistar nótna, er hefðu örugglega mætt til leiks með pínkumeiri æfingu. Stjama kvöldsins var óumdeilan- lega hinn ungi bassabarýton Sigurð- ur Skagfjörð Steingrímsson, sem auk þess að syngja með kórnum í nokkram lögum flutti tvö einsöngs- lög úr Vesturbænum, „Ma Curly- heded Bobby“ (sic!) eftir Clustam og 01’ Man River eftir Kern. Hin flauelsmjúka en samt hljómmikla barýtonrödd Sigurðar virðist þegar svo til fullmótuð og jöfn á öllu svið- inu og túlkunin bar vott um gott tímanæmi og tilfinningu fyrir skil- virku rúbatói, eins og kom glöggt fram í einsöngslögunum. Hér er sannarlega efni i vændum. Ríkarður Örn Pálsson Snædrottn- ingin á endaspretti NÚ ERU aðeins þrjár sýningar eftir á barnaleikritinu Snæ- drottningunni sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu síðastliðið haust. Snædrottningin er eftir rússneska leikritahöfundinn Evgení Scwartz, en byggir á samnefndu ævintýri eftir H.C Andersen. Meðal leikenda í Snædrottn- ingunni eru Álfrún Helga Örn- ólfsdóttir, Hilir Snær Guðna- son, Gunnlaugur Egilsson, Steinun Ólína Þorsteinsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Bryndís Péturs- dóttir, Anna Kristín Arngríms- dóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Hilmar Jónsson, Gunnar Ey- jólfsson, Halldóra Björnsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson, en alls taka á þriðja tug leikara þátt í sýningunni. Síðustu sýningar eru á morg- un sunnudag, 23 og 30. apríl. Burtfarar- próf á fiðlu TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Listasafni íslands mánudaginn 10. apríl n.k. og hefjast kl. 20.30. Tónleikarnir eru burtfararpróf Helgu Stein- unnar Torfadóttur fiðluleikara frá_ skólanum. Á efnisskrá eru Sónata í e-moll KV 304 fyrir fiðlu og píanó eftir Mozart, Fimm lög op. 35 eftir Pro- koffiev, Kon- sert nr. 1 í E-dúr: Vorið eftir Vivaldi, Romanza Andaluza op. 22 nr. 1 fyrir fiðlu og píanó eftir Sa- rasate og Sónata í A-dúr fyrir fiðlu og píanó eftir César Franck. Píanóleikari er Kristinn Öm Kristinsson. Einnig leikur strengjasveit nemenda úr skói- anum undir stjórn Mark Reed- man í konsert eftir Vivaldi, ásamt Guðrúnu Óskarsdóttur semballeikara. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Lúðrasveitin Svanur með tónleika LÚÐRASVEITIN Svanur held- ur sína árlegu vortónleika í Fella- og hólakirkju í dag kl. 16. Sem dæmi um höfunda má nefna Gershwin, Tsjajkovskíj og Elgar. Einleikari á tónleik- unum er Einar Jónsson tromp- etleikari, en hann leikur fantas- íu úr Carnival Of Venice eftir Staigers. Eins og undanfarin misseri er það Haraldur Árni Haraldsson sem heldur á tón- sprotanum. Aðgangseyrir er 500 krónur og ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Blátt landslag GUÐBJÖRG Ringsted opnar sýningu á grafíkverkum í Gall- erí Slunkaríki á fsafirði í dag, laugardag, kl. 16. Þar verða sýndar dúkristur unnar á sl. sumri og gæti sam- heiti þeirra verið „Blátt lands- lag“. Þetta er 6. einkasýning Guð- bjargar. Slunkaríki er opið frá kl. 16-18 fimmtudag til sunu- dags og stendur til 23. apríl. Þjóðleikhúsið 23 umsækj- endur TUTTUGU og þijár umsóknir bárust í stöður tveggja leikstjóra sem auglýstar voru við íjóðleik- húsið í síðasta mánuði. Stöðurnar eru veittar til eins árs frá næsta leikári, eða 1. sept- ember að sögn þjóðleikhússtjóra. Verið er að fara yfir umsóknir og mun þjóðleikhúsráð fjalla um þær öðrum hvorum megin við páska að sögn Stefáns Baldurs- sonar. Nöfn umsækjenda feng- ust ekki gefín upp. Má þá smá ÓLAFUR Lárasson opnar sýn- ingu í Gallerí Birgis Andrésson- ar á Vesturgötu 20 í dag kl. 17. Sýningu sína nefnir hann .. má (þá) smá ...“. Hér er um að ræða innsetningu, þar sem Ólafur nýtir sér möguleika sýningarsalarins. Sýningin er opin á fimmtu- dögum frá kl. 14-16 eða eftir samkomulagi og lýkur 27. apríl. Helga Steinunn Torfadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.