Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 4

Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 4
KORFUKNATTLEIKUR Herbert Amarson ný- liði ársins og sá besti HERBERT Arnarson úr ÍR var í gærkvöldi valinn besti leikmað- ur úrvalsdeildarinnar í körfu- knattleik og einnig besti nýlið- inn. Þetta var kunngjört á loka- hófi KKÍ sem fram fór í Stapan- um í gær. Anna Maria Sveins- dóttir úr Keflavík var valinn best í 1. deild kvenna og Erla Reynisdóttir, einnig úr Keflavík, besti nýliðinn í deildinni. Þetta er í annað sinn sem nýliði ársins er jafnframt valinn besti leikmaður deildarinnar, því þegar Valsmaðurinn Magnús Matt- híasson kom heim úr námi í Banda- ríkjunum var hlaut hann báða titl- ana. Herbert lék mjög vel í hinu skemmtilega liði ÍR í vetur og var á lista þeirra bestu í flestum atrið- um leiksins og á toppnum yfir að Stela boltum af mótheijunum og hlaut hann einnig viðurkenningu fyrir það. Herbert var einnig með bestu vítanýtingu allra í úrvals- deildinni. Rétt er að taka fram að það eru leikmenn deildarinnar sem hafa atkvæðisrétt og menn þurftu að skila atkvæðaseðlum sínum áður en úrslitakeppnin hófst. Körfu- knattleikssambandið ákvað því að velja bestu leikmenn úrslitakeppn- innar og í karlaflokki varð Teitur Örlygsson úr Njarðvík fyrir valinu og í kvennaflokki PennÍ Peppas úr Breiðabliki. Anna María Sveinsdóttir úr Keflavík hefur lengi verið í sviðs- Ijósinu og oft verið valin best og það kom því ekki á óvart að hún yrði fyrir valinu að þessu sinni. Hún var einnig með bestu vitanýt- ingu allra í kvennaflokki og var verðlaunuð fyrir það. Erla Reynisdóttir er ein hinna ungu og efnilegu stúlkna úr Kefla- vík sem leikið hafa vel í vetur. Hún var valinn besti nýliðinn í deildirini að þessu sinni og hlaut einnig verð- laun fyrir að vera með bestu 3ja stiga nýtinguna, en í karlaflokki var Guðjón Skúlason úr Grindavík með bestu 3ja stiga nýtinguna. Keflvíkingar komu víða við sögu því Lenear Bums úr Keflavík var valinn besti erlendi leikmaðurinn, Sigurður Ingimundarson besti þjálfarinn í kvennadeildinni, en hann þjálfar lið Keflavíkur og dóm- arar ársins koma einnig úr Kefla- vík. Kristinn Óskarsson var valinn besti dómari ársins, eins og í fyrra, og Þorgeir Jón Júlíusson tók mest- um framförum á tímabilinu. Tómas Holton þjálfari Borgnes- inga var valinn besti þjálfarinn í úrvalsdeildinni og hann átti einnig flestar stoðsendingar í úrvalsdeild- inni í vetur. Linda Stefánsdóttir úr ÍR átti hins vegar flestar stoð- sendingar í 1. deild kvenna auk þess sem hún var iðnust allra við að stela knettinum af mótherjum sínum. Kristinn Friðriksson úr Þór var stigahæstur í úrvalsdeildinni í vetur og hjá stúlkunum var það Penni Peppas í Breiðabliki. Félagi Krist- ins hjá Þór, Sandy Anderson, tók flest fráköst í vetur og hjá stúlkun- um var það Kristín Magnúsdóttir úr Tindastóli. John Rhodes, þjálfari og leik- maður ÍR, varði flest skot í deild- inni í vetur en hjá stúlkunum var það Hafdís Helgaddóttir úr ÍS sem varði flest skot. Lið ársins, NIKE-liðið, var einnig valið, bæði hjá körlum og konum. í NIKE-lið kvenna vom valdar Björg Hafsteindóttir og Anna Mar- ía Sveinsdóttir úr Keflavík, Helga Þorvalsdóttir úr KR, Linda Stefáns- dóttir úr ÍR og Anna Dís Svein- björnsdóttir úr Grindavík. NIKE-lið karla er þannig skipað: Guðmundur Bragason úr Grinda- vík, Herbert Arnarson úr ÍR, Teitur Örlygsson úr Njarðvík, Falur Harð- arson úr KR og Kristinn Friðriks- son úr Þór. HERBERT Arnarson var vallnn besti leikmaöur úrvalsdelldar- innar, hann var jafnframt besti nýllðlnn, stal knettlnum oftast og var bestur á vítalínunnl. Hér er hann aö skora eina af fjöl- mörgum körfum sínum í vetur. Féagli hans hjá ÍR, John Rho- des er til vlnstri, en hann varði flest skot í delldlnni. LENEAR Burns úr Keflavík var valinn besti erlendi lelk- maðurinn í delldlnnl — sterkur baeðl í sókn og vöm. ANNA María Svelnsdóttir úr Keflavfk var velln best í fyrstu deild kvenna og var Ifka sterkust á vítalínunni. ERLA Reynisdóttlr úr Kefla- vík er besti nýllðt deildarlnn- ar og hún nýttl þrlggja stlga skot sfn best allra. Sigurganga Spurs rofin í Portland Þ AR kom að því að San Antonio Spurs tapaði leik, en liðið hafði sigrað í 15 leikjum í röð þegar það tapaði fyrir Portland Traii Blazers, 71:91. Clifford Robinson gerði 23 stig og Otis Thorpe gerði 16 fyrir Portland. David Robinson gerði 21 stig fyrir Spurs og tók auk þess 12 fráköst. Það dugði þó skammt þvi leikmenn Spurs hittu aðeins úr 31% skota sinna utan af velli. Spurs hefur aldrei skorað eins Utið í leik. „Við vorm slakir og gerðum mikið af mistök- um. Það var í rauninni sama hvað við reyndum, það gekk ekki upp,“ sagði Robinson eftir leikinn. Það var mikið skorað í Houston þegar Dallas kom þangað í heim- sókn. Tvíframlegngja þurfti til að fá fram úrslit, en á endanum vann Dallas 156:147. Aðeins 303 stig í einum leik! Jason Kidd náði þre- faldri tvenni í þriðja sinn á einni viku og virðist piltur nú í miklum ham. Hann skoraði 38 stig, þar af átta þriggja stiga körfur, átti 10 stoðsendingar og tók 11 frá- köst. Dallas var 12 stigum undir í fjórða leikhluta en náði að jafna en í fyrri framlengingunni náði liðið átta stiga forystu en nú tókst heimamönnum að jafna. Jamal Mashburn gerði 42 stig fyrir Dall- as en Clyde Drexler gerði 29 stig fyrir Rockets, tók auk þess 11 fráköst og átti 11 stoðsendingar. Þreföld tvennaa hjá honum. „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Dick Motta þjálfari Ma- vericks. „Við náðum að vinna upp 11 stiga forystu síðustu mínútuna, komumst átta stigum yfir í fram- lengingunni en þeim tókst að jafna. Þetta var ótrúlegt," sagði hann og Rudy Tomjanovieh, þjálf- ari Rockets tók í sama streng. „Þetta er alveg örugglega einn furðulegasti leikur sem ég hef séð,“ sagði hann. Vin Baker setti persónulegt met er hann gerði 31 stig, tók 12 frá- köst og átti 9 stoðsendingar fyrir Bucks er liðið vann Detroit 114:109 í framlengingu. Milw- aukee er nú aðeins einum leik á eftir Boston og á möguleika á að komast í úrslitképpnina. Glenn Robinson gerði 30 stig en Allan Houston gerði 36 stig fyrir Pistons og hefur einu sinni áður gert jafn mörg stig á ferlinum. Jordan gerði 25 stig og Tony Kukoc 18 þegar Bulls vann Indi- ana 96:89. Heimamenn misstu hér um bil niður 19 stiga forystu en tókst að bjarga sér frá skömminni þó Pacers næði tvívegis að minnka muninn í tvö stig. O’Neal gerði 30 stig þegar Or- lando vann Cleveland 107:90 og hann tók auk þess 18 fráköst. Tyrone HiII gerði 24 stig fyrir Cavaliers. Patrick Ewing gerði 31 stig er New York vann Miami 112:99 og var þetta fimmtugast.i sigur Knicks í vetur og fjórða timabilið í röð sem Iiðinu tekst að sigra i svona mörgum leikjum. Þetta er hins vegar 13. árið í röð sem Pat Riley þjálfari nær að vinna 50 leiki eða meira. KNATTSPYRNA Hlynur löglegur með Örebro HLYNUR Birgisson, landsliðsmaður í knattspyrnu úr Þór, er orðinn löglegur með sænska Kðinu Orebro. Þórsarar samþykktu félagaskiptin í gær og getur Hlynur því leikið næsta leik með Örebro — annan í páskum. Hlynur er fjórði leikmaðurinn sem hefur yfirgefið herbúðir Þórs frá sl. keppnistímabili — Lárus Orri Sigurðsson er farinn til Stoke, Guðmundur Benediktsson til KR og Júlíus Tryggvason til Leifturs. Árni Þór Árnason, leikmaður með Þór, sem hefur verið í Kanada í vetur, mun leika með Þórsliðinu í sumar. 80. VÍÐAVANGSHLAUP ÍR Allir keppendur fá verðlaunapening VÍÐAVANGSHLAUP ÍR fer fram á sumardaginn fyrsta og er það 80. árið í röð sem hlaupið er haldið. í tilefni afmælisins fá allir sem ljúka hlaupinu verðlaunapening. Hlaupið hefst og lýkur við ráðhús- ið en hlaupið er kringum 'Tjörnina og í Hljómskálagarðinum, samtals um fimm kílómetrar fyrir 16 ára og eldri. Metþátttaka var í hlaupinu í fyrra og er gert ráð fyrir enn meiri aukn- ingu að þessu sinni. Hlaupið hefst kiukkan 13 en skrán- ing verður á staðnum frá 11:30 til 12:40. Keppt er í nokkrum aldurs- flokkum og 13 bikarar verða veittir vegna sveitakeppni margs konar. Þannig geta menn keppt fyrir íþróttafélagið sitt, fyrirtækið, skokk- klúbbinn, í opnum flokki eða fjöl- skylduflokki. Athöfn fer fram í ráðhúsinu að hlaupi loknu þar sem veitt verða verð- laun og viðurkenningar. Þar verður jafnframt sýning á myndum og öðru fróðlegu úr sögu Víðavangshlaups ÍR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.