Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
ENDASPRETTURINN AÐ ENGLANDSMEISTARATITLINUM
S T A Ð A N
Lið L U J T Mörk Stig
Blackburn 38 25 8 5 76:34 83
Man. United 38 23 9 6 70:24 78
Nott. Forest 39 20 10 9 67:40 70
Liverpool 37 19 10 8 61:30 67
Newcastle 38 19 10 9 61:41 67
LIÐ í HÆTTU - TVÖ FALLA
Chelsea 38 11 13 14 43:50 46
Coventry 38 11 13 14 39:56 46
Aston Villa 38 10 13 15 47:53 43
Everton 37 10 13 14 40:48 43
West Ham 37 11 9 17 38:46 42
Crystal Palace 36 10 12 14 27:36 42
Norwich 39 10 12 17 34:49 42
LIÐ SEM ERU FALLIN
Leicester 39 5 9 25 40:77 24
Ipswich 38 6 6 26 33:86 24
Leikirnir
sem eftir
eru:
Blackburn
Crystal Palace (H) 20. apríl
West Ham (Ú) 30. april
Newcastle (H) 8. maí
Liverpool (Ú) 14. maí
Manchester Utd.
Coventry (Ú) 1. maí
Sheffield Wed. (H) 7.maí
Southampton (H) 10. maí
WestHam (Ú) 14. maí
■ BIRGIR Sigurðsson, línumaður
úr Víkingi, lék sinn 100. landsleik
gegn Japan í Smáranum og bætti
síðan um betur á ísafirði.
■ ÞORBERGUR Aðalsteinsson,
landsliðsþjálfari, hefur fækkað um
þrjá leikmenn í landsliðshóp sínum.
Þeir leikmenn sem féllu úr hópnum,
eru: Jason Ólafsson, Bjarni
Frostason og Birgir Sigurðsson.
■ SIGURÐUR Sveinsson og Héð-
inn Gilsson mættu á ný á æfingu
meðjandsliðinu í gærkvöldi.
■ ÁTJÁN leikmenn fara með
landsliðinu til Danmerkur í vik-
unni. Þorbergur Aðalsteinsson
mun tilkynna endanlegan sextán
manna HM-hóp 6. maí.
■ MAGNÚS Jónsson hefur verið
ráðinn aðstoðarmaður Bjarna Jó-
hannssonar, þjálfara 1. deildarliðs
Breiðabliks í knattspymu.
■ ARNAR Grétarsson og Rast-
islav Lazorik skoruðu fyrir
Breiðablik, sem vann þýska liðið
SF Rietkingen, 2:1, í æfingaleik.
■ STEINUNN Annasdóttir,
móðir Ástu S. Halldórsdóttur,
skíðakonu og Friðgeirs Halldórs-
sonar, fijálsíþróttakappa, var heið-
ursgestur á landsleik íslands og
Japans á ísafirði sl. fimmtudag.
Steinunn gerði garðinn frægan
með íslenska kvennalandsliðinu og
sem leikmaður ÍBÍ árið 1959.
■ ÞÓRHALLUR Örn Hinriks-
son, unglingalandsliðsmaður úr
KA, hefur gengið frá félagaskiptum
yfir í Breiðablik. Þess má geta að
faðir hans lék einnig með Kópa-
vogsliðinu á sínum tíma.
■ ÞORSTEINN Þorsteinsson
varnarmaður úr KR, hefur gengið
til liðs við Fylki, sem leikur í 2.
deild. Þorsteinn lék 4 leiki með
KR í 1. deildinni í fyrra.
■ SIGURÐUR Örn Jónsson,
unglingalandsliðsmaður sem lék
með HK í 2. deild í fyrra, hefur
ákveðið að snúa aftur í Vesturbæ-
inn og leika með KR næsta sumar.
■ ÞORRI Ólafsson, leikmaður úr
ÍR, hefur gengið frá félagaskiptum
yfir í Víking. Þorri lék 16 leiki
með ÍR í 2. deild í fyrra og skoraði
í þeim fjögur mörk.
■ TRUDE Gimle, norska skíða-
konan sem keppti á alþjóðlegu
stigamótum SKI (Icelandair Cup),
sleit krossbönd í hné er hún krækti
fyrir stöng í fyrra stórsviginu á
Dalvík á föstudaginn langa. Hún
gat því ekki keppt síðari daginn og
fór heim til Noregs á hækjum.
AÐSTAÐA
Sumarið hefst á morgun sam-
kvæmt viðurkenndum al-
manökum. Sunnlendingar trúa
því vonandi, enda er grasið tekið
að grænka á suðvesturhorninu.
Knattspyrnumenn
eru þar löngu komnir
á fúlla ferð í undir-
búningi sínum fyrir
aivöruna, íslands-
mótið, sem hefst í lok
maí og kylfingar
meira að segja farnir
að arka um suma velli.
Mér segir hins vegar svo hugur
að margir aðrir landsmenn, t.d.
Norðlendingar, séu ekki jafn trú-
aðir á að sumarið sé á næsta leyti.
Undirritaður hefur dvalist í höf-
uðstað Norðurlands síðustu daga,
og m.a. keyrt fram á knatt-
spyrnumenn við æfingar á
„gamla, góða“ Sanavellinum,
sem enn eitt árið bjargar því sem
bjargað verður — en ísilagður
malarvöllur fýrir opnu hafi, þar
sem blés hressilega í æfmgaleik
í fyrradag, er ekki boðleg aðstaða
skömmu fyrir íslandsmót.
Akureyrskir knattspymumenn
sameinuðust lengi vel undir merki
íþróttabandalags Akureyrar.
Sumarið 1974 féll ÍBA í 2. deild
og eftir að það lá ljóst fyrir var
ákveðið að breyta til; að framveg-
Í8 yrði keppt í nafni félaganna
tveggja í bænum, Þórs og KA.
Þau hófu bæði keppni í 3. deild,
sem þá var neðsta deild íslands-
mótsins, sumarið 1975 og komust
strax upp í 2. deild. Sumarið eft-
ir fór Þór upp í 1. deild, og KA
sumarið eftir. Síðan hafa Akur-
eyringar alltaf átt lið í 1. deild,
annað hvort eða bæði liðin, að
sumrinu 1980 undanskildu.
Það setur ákveðinn svip á
deiidarkeppnina að lið frá höfuð-
stað Norðurlands sé meðal þátt-
takenda, að mati þess er þetta
skrifar, og Akureyrarliðanna
verður eflaust sárt saknað í sum-
ar. Norðlendingar eiga reyndar
fulltrúa í 1. deild nú, lið Leifturs
á Ólafsfirði, og er það sannarlega
vel. Aðstæður á Ólafsfirði til
vetraræfinga eru ekki góðar,
frekar en annars staðar á Norður-
landi, en sem betur fer fyrir Leift-
ursmenn hafa nánast allir leik-
menn, og þjálfarinn, verið búsett-
ir á höfuðborgarsvæðinu í vetur.
Þegar KA varð íslandsmeistari
1989 voru nokkrir leikmanna
liðsins einnig búsettir syðra vet-
urinn áður og það hafði greinilega
áhrif.
Knattspyrnumenn á Norður-
landi hljóta að halda áfram að
dragast aftur úr leikmönnum á
suðvesturhominu, þar til aðstað-
an lagast. Akureyringar þurfa
ekki að kvarta yfir hásumarið því
aðalleikvangur bæjarins er einn
besti grasvöilur landsins, en á
undirbúningstímanum eru þeir
ekki öfundsverðir. Ætli þeir sér
að ná árangri í framtíðinni verður
að skjóta yfir þá skjólshúsi með
einhveijum hætti.
Skapti
Hallgrímsson
Akureyrskir knatt-
spyrnumenn geta ekki
talist öfundsverðir
Hvernig leið ÖNNll G. EINARSPÓTTUR fyriríiða HK í úrslitaleiknum gegn Víkingi?
Með háan hita
í byrjun leiks
ANNA G. Einarsdóttir, fyrirliði íslandsmeistara HK i blaki byrj-
aði að æfa ellefu ára gömul þegar hún villtist inn á æfingu
hjá HK, eftir að Albert Valdimarsson núverandi formaður blak-
deildar félagsins kynnti íþróttina f skólanum. Síðan þá, hafa
leiðir Önnu, Alberts og HK verið óaðskiljanlegar. Hún er 22
ára og leiddi lið sitt til sigurs í íslandsmóti kvenna í fyrsta
skipti nú um páskana. Hún bjó fyrstu árin á Grenivík en flutti
síðan í Kópavoginn tíu ára gömul þar sem hún hefur alið
manninn síðan. Anna er stúdent frá Menntaskólanum í Kópa-
vogi, stefnir á frekara nám en hún er ekki endanlega búin
að gera upp hug sinn í þeim efnum.
Anna, sem er fyrirliði og upp-
spilari HK, hefur átt gott
tímabil í vetur og sennilega sitt
besta frá upphafi
Eftjr og margir eru sam-
Guömundur H. mála því að hún sé
Þorsteinsson besti uppspilarinn í
kvennablakinu í
dag. Anna segist ekki muna ná-
kvæmlega hvenær hún byijaði í
blakinu en segist vera búin að vera
í íþróttinni í a.m.k. ellefu ár en
hún byijaði að æfa með meistara-
flokki aðeins fimmtán ára gömul.
Hún segist sjálf hafa lítið spilað
með í upphafi og var aðallega
áhorfandi í fyrstu, en mikið vatn
hefur runnið til sjávar síðan.
„Við stelpurnar í HK trúum
þessu ekki ennþá að við höfum
unnið íslandsmeistaratitilinn í
fyrsta skipti. Fólk út í bæ er stöð-
ugt að senda okkur heillaskeyti og
blómin streyma að — þetta er búið
að vera alveg frábært. Úrslita-
keppnin var annars mjög söguleg
hjá okkur og við höfum lent með
leikmenn í meiðslum og veikindum
en samt náð að standa uppréttar.
Særún Jóhannsdóttir, þjálfari okk-
ar, hamraði á því strax í haust að
við værum með gott lið og skyldum
stefna á toppinn. í úrslitakeppninni
fengum við sjálfstraust en við vor-
um þó alltaf „skíthræddar" við ÍS
og Víking og töldum að við ættum
litla möguleika. Allavega trúði því
enginn að við myndum hafa neitt
í þessi lið að gera en annað kom
á daginn, sérstaklega eftir að við
unnum ÍS í undanúrslitum.“
- Hvað flaug í gegmim hugann
þegar þú spilaðir síðasta boltanum
í fjórðu hrinunni?
„Ég var alveg á taugum og
gleymdi því meira að segja að ég
væri veik, en ég var með bullandi
hita og mældist með rúmlega þrjá-
tíu og níu stig þegar leikurinn
byijaði og í lokin var ég að hugsa
um að Iáta skipta mér útaf þar sem
mér var orðið verulega óglatt,
sennilega hefur hitinn hækkað eitt-
hvað í ieiknum sjálfum. Ég spilaði
bara út á kantinn og Elva Rut
kláraði dæmið sem betur fer í lok-
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ANNA G. Einarsdóttir, fyrirliði íslandsmeistara HK f blaki.
in því ég hefði ekki staðið lengur
í lappirnar. Við vorum líka svo
stressaðar í lokin að við vissum
ekki einu sinni að leikurinn væri
búinn, og við erum enn að pæla í
því hvernig leikurinn endaði. Við
tókum allt í einu eftir því að dómar-
inn krosslagði hendur til merkis
um að leikurinn væri búinn og þá
sagði Særún: ha!, er þetta búið?“
- Ertu besti uppspilarinn í
kvennablakinu í dag?
„Ég verð víst að viðurkenna það
núna eftir að titillinn er í höfn en
sennilega er ég með töfrafingur.
Ég hef þurft að æfa mikið en geri
jafnframt engar fingurslagsæfing-
ar í vinnunni. þjálfarnir hafa einn-
ig mikið að segja en í seinni tíð
hefur Særún sennilega gert mest
fyrir liðið, allavega hvað sálfræð-
ina varðar. Beggi uppspilari í karl-
aliðinu hefur líka sagt mér til og
það hefur hjálpað mér mikið."
- Hver eru helstu áhugamálin?
„Ég stunda ekki neina aðra
íþrótt en blakið. Ég fylgist hins
vegar náið með öðrum greinum í
gegnum sjónvarp og blöð. Ætli
vinnan að baki íslandsmeistaratitl-
inum standi ekki upp úr á áhuga-
sviðinu hingað til þar sem allur
frítími minn hefur farið í að æfa
og vonandi verða þeir fleiri á næstu
árum.“
- Hvernig er að vera í landslið-
inu?
„Maður getur ekki annað en
verið ánægður með að vera valin
í landsliðið. Þar fær maður tæki-
færi á að spila við aðrar þjóðir og
það er alveg nauðsynlegt. Ég fór
með liðinu til San Marínó í fyrra
og þar lentum við í þriðja sæti.
Ég er hins vegar ekki sátt við að
við þurfum sjálfar að greiða 40
þúsund krónur til að fjármagna
ferðina á Smáþjóðaleikana í Lux-
emborg nú í vor. Þetta hefst þó
því maður á góða að.“