Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 8
Uttim
KORFUKNATTLEIKUR
Boston nálg-
úrslita-
keppnina
Orlando tryggði sér sigur í Austurdeildinni
BOSTON Celtics færðist skrefi nær úrslitakeppni NBA-deildar-
innar með sigri gegn New Jersey Nets, 98:96, á mánudaginn.
Ekki þótti boðið upp á áferðarfallegan körfuknattleik eða
skemmtilegan, en „það skiptir ekki máli — þetta var sigur,“
sagði Dino Radja, sem gerði 16 stig fyrir Boston. Miami Heat,
sem sigraði Orlando um helgina, missti hins vegar endanlega
af sæti í úrslitakeppninni er liðið tapaði heima gegn Michael
Jordan og félögum í Chicago Bulls, 98:93.
Leikur Boston og New Jers-
ey var spennandi. Celtics hafði
mest 17 stiga forskot, í öðrum leik-
hluta, en andstæðingarnir voru stað-
ráðnir í að gefast ekki upp og voru
nálægt sigri. Vörn New Jersey var
góð og leikmenn Boston náðu ekki
að skora síðustu 2,47 mínúturnar.
Chris Morris freistaði þess að
tryggja New Jersey sigur er tvær
sekúndur voru eftir, en hitti ekki
úr þriggja stiga skoti. Boston þarf
nú aðeins einn sigur til viðbótar til
að komst sem síðasta lið úr Austur-
deild í úrslitakeppnina.
Sex leikmanna Celtics gerðu tíu
stig eða meira. „Fyrir mánuði hefð-
um við örugglega tapað þessum leik
en nú reynum við að hjálpa hver
öðrum. Við gerum mistök en vinnum
hver fyrir annan nú orðið,“ sagði
Radja. Armon Gilliam gerði 25 stig
og tók 15 fráköst fyrir Celtics. P.J.
Brown skoraði 19 stig og tók 17
fráköst fyrir New Jersey.
Michael Jordan lék vel er Chicago
sigraði Miami Heat á útivelli, 98:93.
Hann gerði 31 stig, þar af 22 í seinni
hálfleik. Scottie Pippen gerði 17 stig
fyrir Chicago, sem hefur sigrað í 10
af síðustu 11 ieikjum og í 11 af 14
síðan Jordan hóf að leika á ný.
Glæsilegur
árangur
Obradovics
SERBINN Zeljko Obradovic, sem
er við stjórnvölinn hjá Real
Madrid, hefur náð einstökum ár-
angri sem þjálfari. Real er þriðja
félagið sem hann gerir að Evr-
ópumeistara á aðeins þremur
árum, og hefur aldrei tapað í
úrslitaleik keppninnar. I fyrra
þjálfaði hann Joventut frá Badal-
ona og nær því bikarnum í ár frá
Katalóníu til höfuðborgarinnar,
Madrid.
Þetta var hins vegar annað
árið í röð sem Olympiakos tapar
í úrslitum, í bæði skiptin gegn
spænsku félagi og áðurnefndur
Zeljko Obradovic lagði á ráðin
, gegn þeim nú eins og í fyrra.
Þjálfari Olympiakos, Grikkinn
Yiannis Ioannidis, var nú að
stjórna liði í fimmta skipti í úr-
slitakeppni fjögurra bestu liða
álfunnar, en hann hefur aldrei
náð að fagna meistaratitli.
Nýliðinn Khalid Reeves skoraði
27 stig fyrir Miami, sem er persónu-
legt met og Kevin Willis gerði 18,
auk þess sem hann tók 15 fráköst.
Glen Rice, sem skoraði 56 stig
fyrir Orlando á laugardag, gerði
aðeins 12 stig að þessu sinni — hitti
úr 6 af 18 skotum utan af velli. Það
var enginn annar en Michael Jordan
sem lék gegn honum í vörninni. „Ég
ætlaði mér að koma í veg fyrir að
Glen kæmist á flug í kvöld og tel
það hafa tekist bærilega," sagði
Jordan á eftir. Rice gerði ekki fyrstu
stig sín fyrr um um miðjan þriðja
leikhluta!
Shaquille O’Neal gerði 34 stig og
tók 12 fráköst og Anfernee
Hardaway skoraði 16 stig og átti
12 stoðsendingar er Orlando Magic
sigraði Washington Bullets á heima-
velli, 111:100. Orlando tryggði sér
þar með endanlega sigur í Austur-
deildinni. Orlando hafði verið í svo-
litlum öldudal; liðið hefur tapað 14
af síðustu 18 leikjum á útivelli og
þetta var aðeins annar sigur liðsins
í síðustu sex Ieikjum, en nú er sigur
í Austurdeild sem sagt í höfn og þar
með ljóst að liðið nýtur heimavallar-
ins fram yfir andstæðingana í úr-
slitakeppni deildarinnar.
Þess má geta að O’Neal gerði
38 stig og tók 16 fráköst er Or-
lando tapaði fyrir Miami Heat á
laugardag. Horace Grant gerði þá
21 stig fyrir Orlando og Nick And-
erson skoraði 20. Þetta var fyrsti
leikur Andersons síðan 5. apríl, er
hann fékk heilahristing í leik gegn
Detroit.
Vin Baker skoraði 28 stig og tók
13 fráköst er Milwaukee Bucks sigr-
aði New York Knicks á útivelli,
99-93. Glenn Robinson gerði 27 stig
fyrir félagið, en Anthony Mason
Reutcr
LINDSEY Hunter hjá Detroft Plstons sæklr
að körfu Charlotte Hornet — Alonzo Mourn-
Ing er tll varnar og nær að verja skotlð.
gerði 17 stig fyrir Knicks, tók níu fráköst og átti sjö
stoðsendingar. þetta var fjórði leikur Knicks á fímm
dögum. Liðið er í öðru sæti Austurdeildar — hefur
tveggja leikja forskot á Indiana.
Hakeem Olajuwon gerði 30 stig og tók níu fráköst
og Clyde Drexler bætti við 23 stigum, tók sjö fráköst
og átti sex stoðsendingar er meistarar Houston Rockets
sigruðu Los Angeles Clippers á heimavelli, 121:111.
Þetta var þriðji sigur liðsins í röð en jafnframt fjórða
tap Clippers í röð.
Greg Sutton var í byrjunarliði Charlotte Hornets í
stað Muggsy Bogues, sem er meiddur, er liðið sigraði
lið Philadelphia 76ers á útivelli, 101:90. Hann þakkaði
fyrir sig með því að skora mest liðsmanna Charlotte,
16 stig. Þetta var sjöundi sigur liðsins í níu leikjum og
er Charlotte nú aðeins einum sigri á eftir Indiana, sem
er efst í miðriðlinum. Nýliðinn Sharone Wright var stiga-
hæstur í liði Philadelphia með 22 stig.
Rice „sjóðandi heit-
ur“ gegn Orlando
GLEN Rice, leikmaður Miami Heat, var „sjóð-
andi heitur“ eins og körfuknattleiksmenn orða
það, er lið hans sigraði Orlando Magic á laugar-
daginn, 123:117. Rice var nánast óstöðvandi og
gerði 56 stig, sem er það besta sem leikmaður
hefur gert í NBA í vetur. Þar af gerði hann
19 stig I fjórða og síðasta leikhluta. Rice hitti
úr 20 af 27 skotum utan af velli, þar af úr sjö
af átta 3ja stiga skotum.
Michael Jordan, sem snéri nýlega aftur í lið
Chicago Bulls, átti stigametið í NBA í vetur —
skoraði 55 stig í New York 28. mars, fljótlega
eftir að hann hóf að leika aftur. Rice hafði
mest gert 46 stig I leik fyrir Miami. Það var
líkega gegn Orlando Magic, 1992.
Sögulegt hjá Buck
Williams
BUCK Williams, leikmaður Portland gerði 10
stig og tók 11 fráköst í sigri Portland gegn
Seattle á útivelli á mánudaginn. Hann varð þar
með áttuudi leikmaðurinn í sögu NBA-deiIdar-
innar til að skora 5.000 stig og ná jafnframt
12.000 fráköstum. Williams þurfti að ná fimm
fráköstum í þessum leik til að ná takmarkinu.
Chambers sá
tuttugasti til að gera
20.000 stig
TOM Chambers gerði 15 stig fyrir Utah, er lið-
ið burstaði LA Clippers, 105:83, um helgina.
Hann varð var með tuttugasti leikmaður NBA-
deildarinnar til að ná því að gera 20 þúsund
stig. Þess má geta að þetta var 56. sigur Utah
á keppnistimabilinu, sem er met — liðið hefur
aldrei sigrað í jafn mörgum leikjum á einum
vetri.
Barkley í banni
CHARLES Barkley lék ekki með Phoenix er
liðið sigraði LA Lakers 119:114 á sunnudag.
Hann var settur í eins leiks bann eftir að hafa
fengið ákveðinn fjölda refsistiga. Dan Majerle
gerði 28 stig, þar af 18 í síðasta leikhluta, fyr-
ir Phoenix.
Dominique Wilkins gerði 26 stig fyrir Boston
Celtics er Úðið sigraði Detroit Pistons, 129:104
á sunnudag. Grant Hill gerði 31 stig fyrir Detro-
it. Joe Dumars, sem er næst stigahæstur hjá
Detroit í vetur, var ekki með vegna meiðsla I
hnjám.
Chicago í stuði
CHICAGO burstaði New York Knicks, 111:90,
á heimavelli á sunnudaginn. Liðið sýndi þar
sannarlega hvað í því býr, og það án þess að
stjarnan Michael Jordan léki eins og hann get-
ur best. Scottie Pippen skoraði 29 stig, þar af
25 í fyrri hálfleik, tók átta fráköst og „stal“
knettinum átta sinnum. Jordan, sem gerði 55
stig gegn Knicks í New York fyrir tveimur og
hálfri viku, lét 28 stig duga að þessu sinni og
Toni Kukoc gerði 20.
„Ef menn fylgjast með okkur sjá þeir að við
erum hættulegt lið,“ sagði Jordan eftir sigur-
inn. „Mér líkar vel að vera talinn hættulegur —
sérstaklega þar sem úrslitakeppnin nálgast. Við
höfum ekki leikið 'betur saman en í dag, síðan
ég kom aftur."
New York hafði sigrað í fimm leikjum í röð
fyrir viðureignina gegn Chicago. Cluirles Smith
gerði 22 stig í leiknum og Patrick Ewing var
með 17. Hann tók átta fráköst.
Real Madrid Evrópumeistari
Real Madrid frá Spáni varð Evr-
ópumeistari í körfuknattleik á
fímmtudaginn var. Spænska stór-
veldið sigraði Olympiakos frá
Grikklandi í úrslitaleiknum, 73:61,
og varð þar með Evrópumeistari í
fyrsta skipti í 15 ár. Stærð og kraft-
ur Litháans frábæra Arvidas Sa-
bonis í liði Real gerði gæfumuninn
í lejknum.
Urslit Evrópukeppni meistaraliða
fóru að þessu sinni fram í Zaragoza
á Spáni. Fyrirkomulagið er þannig
að fjögur bestu liðin eftir riðla-
keppni koma saman á einum stað,
dregið er um það hveijir mætast í
undanúrslitum og sigurliðin eigast
síðan við um meistaratignina. Real
sigraði Limoges frá Frakklandi í
undanúrslitum og Olympiakos
sigraði annað grískt stórveldi,
Panathinaikos. Þess má geta að
Panathinaikos varð í þriðja sæti í
keppninni, sigraði Limoges með
14 stiga mun, 91:77, í viðureign
tapliðanna.
Vonir Olympiakos um að verða
fyrst grískra liða til að verða Evr-
ópumeistari í körfuknattleik urðu
enn að engu. Sabonis var Grikkjun-
um erfiður ljár í þúfu, skoraði 23
stig, og hinum megin tókst leik-
mönnum spænska liðsins það ætl-
unarverk sitt að halda Eddie John-
son í skefjum, en hann hefur verið
iðnastur leikmanna gríska félagsins
að skora í vetur. Bandaríkjamaður-
inn Johnson náði hins vegar aðeins
að setja níu stig að þessu sinni og
þar sem félagar hans náðu ekki að
taka við hlutverki skyttunnar fór
sem fór.
„Okkur tókst að taka Johnson
nánast alveg úr umferð, og þegar
það var ljóst höfðum við leyst flest
þau vandamál sem við þurftum að
glíma við,“ sagði Obradovic, þjálf-
ari Real.
„Madrid lék vel í báðum leikjum
og ég held liðið hafi átt skilið að
vinna bikarinn," sagði Iannoidis,
þjálfari Olympiakos.