Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 5
+ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL1995 B 5 Reuter elkjum á þremur dögum. Hér á I uann, 0:4. íbum anchester United Elliott jafnaði fyrir heimamenn á 30. mín. og aðeins mín. seinna skor- aði Ghanamaðurinn Anthony Yebo- ah sigurmark gestanna — hans tí- unda mark síðan hann kom frá Frankfurt í janúar. Liverpool lagði Leicester að velli á Anfield Road, 2:0. Robbie Fowler skoraði fyrra markið — hans 31. fyrir Liverpool í vetur og gamla brýnið Ian Rush bætti öðru við. Mike Whitlow hjá Leicester var rek- inn af leikvelli á 71. mín., eftir að hafa fengið að sjá sitt annað gula spjald. Matthew Le Tissier og Ian Magil- ton skoruðu fyrir Dýrlinganna frá Southampton gegn Wimbledon, 2:0. tryggði is sigur átta leikjum, eða síðan olíujöfurinn Massimo Moratti keypti félagið á dögunum. AC Milan lék án fyrirliðans Franco Baresi, sem var í leikbanni, og þá voru þeir Marcel Desailly og Marco Simone hvíldir fyrir Evrópu- leik gegn París St. Germain á morg- un. Þeir Christian Panucci og Dejan Savicevic áttu báðir skot sem höfn- uðu á tréverkinu á marki Inter. Parma var heppið að sleppa með markalaust jafntefli gegn Foggia, 0:0. Argentínumaðurinn Abel Balbo skoraði sitt sautjánda mark fyrir Roma, sem vann Brescia 3:0. Paul Gascoigne lék annan leik sinn með Lazíó, sem tapaði fyrir Padova, 0:2. Fiorentina vann stór- sigur, 4:0, á Napolí. Argentínumað- urinn Gabriel Batistuta skoraði sitt 21. mark og hefur hann skorað fimmtíu mörk fyrir Fiorentina. Papin vill aftur til Marseille FRANSKI landsliðsmaðurinn Jean- Pierre Papin, sem leikur með Bayem Miinchen, vill fara aftur til Frakklands og leika með Marseille. „Ég vil leika með Marseille, jafnvel þó að liðið leiki i ann- ari deild,“ sagði Papin í viðtali við franska knattspyrnublaðið France Foot- ballí gær. Papin, sem er 81 árs, lék með Marseille 1986-92, en þá fór hann til AC Miian og til Bayem fyrir þetta keppnis- tímabil. Arsenal leikur íKína ARSENAL mun fara til Kina og ieika þar í Peking gegn Guo An 16. maí. Lið- ið er vei þekkt í Peking, þar sem borg- arbúar horfa vikulega á leiki úr ensku knattspyraunni. Önnur lið frá Evrópu em á leið til Kína. AC Milan mun leika I Guangzhou. Creaney kjálka- brotinn í nætur- klúbbi GERRY Creaney, miðheiji Portsmouth, var fluttur á sjúkrahús á föstudaginn ianga - kjálkabrotinn eftir átök í nætur- klúbbi. Creaney var að halda upp á 25 ára afmæli sitt í Southsea. Þess má geta að Mark Chamberlain, fyrmm iandsliðs- maður Englands, sem ieikur með Brig- hton, meiddist, þegar hann reyndi að stöðva slagsmálin. Laudrup hafnar boði frá Barcelona DANSKI landsliðsmaðurinn Brian Laudmp hefur enn á ný hafnað tilboði frá Barcelona — ætlar að vera áfram hjá Glasgow Rangers. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá tilboð frá liði eins og Barcelona, en ég sagði forráðamönn- um liðsins að ég væri ánægður í Skot- landi.“ Miklar líkur eru á að Laudrup verði fyrsti útlendingurinn í Skotlandi, sem verður útnefndur leikmaður ársins bæði af leikmönnum og fréttamönnum. Þess má geta að Rangers hefur mikinn hug á að styrkja lið sitt fyrir næsta keppnistímabil — og hafa þeir Dennis Bergkamp hjá Inter Mílanó og Jesper Blomqvist hjá IFK Gautaborg verið orð- aðir við liðið. Milutinovic hættur sem þjálfari Bandaríkjanna BORA Milutinovic, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefur sagjstarfi sínu lausu. Bora, sem hefur verið landsliðs- þjálfari Mexíkó, Kosta Ríka og Banda- ríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali að hann væri ekki inni í framtíðaráætlun banda- ríska liðsins. Sjöunda árið í röð hjá Rangers LEIKMENN Glasgow Rangers fögnuðu sínum sjöunda meistaratitli í röð án þess að spyrna i knött á laugardaginn fyrir páska. Ástæðan fyrir þvi var að Celtic, eina liðið sem gat ógnað Rangers, mátti þola tap, 0:2, fyrir Aberdeen. Leikmenn Rangers fögnuðu meistaranafnbótinni eftir að þeir lögðu Hibs að velli, 3:1, á sunnudag. Fjorir leikmenn reknir af leikvelli FJÓRIR leikmenn Honduras voru reknir af leikvelli á heimsmeistarkeppni ungl- ingalandsliða, þegar Honduras tapaði, 1:7, fyrir HoUandi. Þegar einn leikmaður Honduras meiddist og aðeins sex voru eftir á vellinum á 77. mín., flautaði dóm- arinn leikinn af. Mikil harka hefur verið í keppninni og hafa alls fimmtán leik- menn fengið að sjá rauða spjaldið. _________BLAK______ HK-stúlkur meist arar í fyrsta sinn ÞAÐ var hreinn úrslitaleikur í Víkinni á laugardaginn þegar Víkings- stúlkur mættu HK ífimmta leik liðanna um íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Leikurinn varð fjórar hrinur og var í heildina mjög jafn, enúrslitin fengust eftir 111 mínútna leik þar sem úrslitin réðust á æsispennandi Iqkakafla ffjórðu hrinunni sem endaði 17:16 og kvennalið HKfagnaði íslandsmeistaratitlinum ífyrsta skipti. Islandsmeistaratitlarnir í karla- og kvennaflokki enduðu því báðir í Kópavoginum þetta árið en það er jafnframt ífyrsta skipti sem að slíkt gerist í flokkaíþrótt í meistaraflokkum í bæjarfélaginu. að var hart barist frá fyrstu mínútu og greinilegt var að hvorugt liðið ætlaði að gefa eftir. ■■■■■ Víkingsstúlkur bytj- Guömundur uðu betur og mörðu Helgi sigur í fyrstu hrin- Þorsteinsson Unni, 15:13, eftir að skrifar hafa náð nokkuð góðu forskoti strax í upphafi en það var einmitt einkenni leiksins að það virtist ekki skipta máli að ná góðu forskoti því keppnisskapið var til staðar hjá báðum liðum. Eftir skellinn í fyrstu hrinunni var eins og taktur- inn breyttist í HK-liðinu og spennan færi úr leikmönnum liðsins. Árangur- inn lét heldur ekki á sér standa því HK liðið vann aðra hrinuna með sama mun, 15:13 og það var nokkuð sem Víkingsliðið mátti ekki við eins og kom í ljós i framhaldinu. Baráttan og viljinn til að krækja í titilinn tók við í þriðju og fjórðu hrinunni og það var sama hvar grip- ið var niður í leikinn, gífurleg vinnsla var í gólfinu og mikið var um nauð- varnir á báða bóga, nokkuð sem gladdi augað og undirstrikaði að leik- menn sýndu oft mun meira en á venjulegum degi. HK-stúlkur náðu samt sínum besta kafla í þriðju hrin- unni, og skelltu Víkingsstúlkum, 15:8, nokkuð óvænt miðað við það sem á undan var gengið en Víkings- stúlkur áttu í erfiðleikum með að klára sóknimar eins og áður í leikjum liðanna. Úrslitahrinan var vægast sagt „köflótt" og tók ótrúlegri kúvendingu í lokin eftir að HK-liðið hafði náð afgerandi forskoti, 14:10 og nánast virtist formsatriði fyrir þær að tiyggja sér titilinn en leikreynt Vík- ingslið var ekki á sama máli. Með öguðum leik eins og þeirra er venjan náðu Víkingsstúlkur að kroppa inn stig og stig, allt þar til þær jöfnuðu í lok hrinunnar og komust yfir með ótrúlegum kafla þar sem Bima Halls- dóttir fór á kostum, en hún hreinlega hamraði allt í gólfíð HK-megin þar sem taugaveiklunin var komin í spil- ið. Víkingsliðið fór mikinn á þessum kafla, sérstaklega með tilliti til þess að þær misstu Oddnýju Erlendsdóttur kantsmassara útaf í bytjun hrinunnar þegar hún sneri sig illa eftir lendingu úr hávöm. Spennan magnaðist og það leit illa út á tímabili fyrir HK-lið- ið sem var við það að missa tökin á leiknum, en heilladísirnar vom svo sannarlega með Kópavogsliðinu, því Víkingsliðið gerði hver mistökin af öðmm, sérstaklega eftir að hafa kom- ist yfír 16:15 og tvær uppgjafir fóm forgörðum. HK-stúlkur vom ekki lengi að nýta sér það því þær innsigl- uðu sætan sigur sinn með minnsta mun, 17:16, og titilinn var þeirra. Liðsheildin var sterk hjá HK en Anna G. Einarsdóttir uppspilari liðs- ins sem hefur tekið stórstígum fram- föram lék vel í þessum leik eins og í fleiram í úrslitakeppninni. Elín Guð- mundsdóttir og Elva Rut Helgadóttir áttu ágæta spretti inn á milli og sér- staklega náði Elva sér á strik seinni- part leiksins. Ragnhildur Einarsdóttir lék vel á miðjunni og átti mikilvægar hávarnir á réttum augnablikum, nokkuð sem mætti sjást meira af í kvennablakinu. Víkingsliðið átti sína möguleika í þessum leik sérstaklega ef þær hefðu komist í oddahrinuna þá hefði aldrei verið hægt að spá fyrir um úrslitin, en Björg Erlingsdóttir uppspilari hef- ur oft leikið betur, uppspilið var á tíðum of lágt og eins vantaði meiri kraft í sóknimar því lágvömin hjá HK varði gólfið mjög vel. Það vekur athygli að HK-liðið var óskrifað blað fyrir þessa úrslita- keppni en liðið hefur fylgt Víkings- stúlkum eins og skugginn í vetur. Víkingur vann deildina með yfírburð- um, en liðið bar skarðan hlut frá borði í lokin annað árið í röð. HK-lið- ið hefur hins vegar vaxið hratt, sér- staklega í úrslitakeppninni þar sem leikmenn liðsins hafa spmngið út og það hlýtur að vera mikill sigur fyrir gamla Víkingsleikmanninn og núver- andi þjálfara HK, Særúnu Jóhanns- dóttur, sem er að þreyja fmmraun sína sem þjálfari. , Morgunblaðið/Jón Svavarsson Islandsmeistarar HKfrá vinstri: Elva Rut Helgadóttir, Sigurbjörg Lúövíksdóttir, SigríðurT. Elríks- dóttlr, Dagný Baldvinsdóttlr, Heiðbjört Gylfadóttir, Ragnhildur Einarsdóttir, Anna G. Einarsdóttir, Elín Guðmundsdóttlr, Særún Jóhannsdóttir og Albert H.N. Valdimarsson, formaður blakdeildar HK. Hvernig skyldi sambúðin vera? KARL Sigurðsson, þolfimimað- ur, og þjálfari kvennaliðs Vík- ings bjó við einkennilega aðstöðu í sjálfum úrslitaleikjunum um íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Hann er unnusti Heið- bjartar Gylfadóttur leikmanns með HK, og menn hafa verið að velta því fyrir sér hvernig sam- komulagið hafi verið á meðan á sjálfri úrslitakeppninni stóð, en Víkingur og HK þurftu að leika fimm leiki. HK-stúlkur hömpuðu íslandsbikarnum í fyrsta skipti nú um helgina en Karl bar þó ekki skarðan hlut frá borði þar sem eiginkona kom heim með gullið sem var nokkur sárabót, eða hvað? „Það er erfitt að svara þessu, en ég er ánægður HK-vegna þar sem maður er sjálfur uppalinn i HK, þó hefði ég að sjálfssögðu viljað vinnatitilinn sjálfur. Ég og Heiða höfum passað að ræða leikina ekki saman inni á heimil- inu, bara svona rétt í bílnum á leiðinni heim. Það mistókst að veiða upp úr henni leikkerfin í svefni! Hún þykist ráða á heimil- inu núna eftir að þær unnu titil- inn og maður verður að vera þægur og blíður í einhvern tíma, allavega þar til bikarinn vinnst á laugardaginn," sagði Karl, en Víkingur og HK mætast þá aftur — í úrslitaleik bikarkeppni Blak- sambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.