Morgunblaðið - 19.04.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 B 3
ÍÞRÓTTIR
HANDKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
EINAR Gunnar Sigurðsson skorar í fyrsta landslfeiknum á ísafirði.
íslenskur sigur í fyrsta
landsleiknum á ísafirði
„JAPANIR létu ekki plata sig tvisvar í röð og léku vörnina af
miklu meiri skynsemi en í fyrri leiknum. Við lékum að vísu ekki
eins vel í þessum leik og þeim fyrri, en við höfðum sigur," sagði
Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, eftir sigurleik gegn
Japan 23:18 ífyrsta landsleiknum sem hefur verið leikinn á
ísafirði, fimmtudaginn 13. apríl.
Leikur liðanna var ekki mikið
fyrir augað. Lítið um leikflétt-
ur en oft á tíðum sáust þó falleg
mörk. Það var Ijóst
Frá Guöjóni strax á upphafsmín-
Þorsteinssyni útunum að Japanir
áísafíröi ætluðu ekki að láta
valta yfir sig eins
og gerðist í fyrri leik liðanna í
Smáranum á miðvikudagskvöld.
íslenska liðið var ávallt á undan
og gerði fyrsta markið en Japanir
voru aldrei langt undan. Mestur
munur í hálfleiknum var fjögur
mörk, 8:4, þegar um tuttugu mínút-
ur voru liðnar af leiknum en munur-
inn i hálfleik var aðeins tvö mörk,
12:10. Japnir héldu áfram að saxa
á forskot íslands í seinni hálfleik
og náðu einu sinni að jafna, 14:14,
en síðan ekki söguna meir .
Vörn íslenska liðsins var góð og
áttu Japanir í hinum mesta basli
með að koma boltanum framhjá
henni. Það var fyrst og fremst stór-
leikur Nakayama sem hélt gestun-
um inni í leiknum og eins skynsam-
leg vörn þar sem þeir komu vel út
á móti skyttum íslenska liðsins.
Sóknarnýting íslenska liðsins var
ekki nægilega góð, það missti bolt-
ann allt of oft, en sigurinn var þó
nokkuð öruggur.
Bjarni Frostason var skásti leik-
maður íslenska liðsins og eins varði
Hashimoto í liði Japans mjög vel.
En besti leikmaður vallarins var
hins vegar Japaninn Nakayama.
„Við erum búnir að keyra stíft á
æfingum að undanförnu og því var
þetta kannski erfiðara fyrir vikið,“
sagði Valdimar Grímsson, fyrirliði
íslenska liðsins. „Við spiluðum ekki
okkar bolta, en við unnum þrátt
fyrir að spila á hálfum hraða. Nú
er bara að vinna að því að bæta
okkur enn frekar fram að HM,“
sagði Valdimar sem var markahæst-
ur eins og í fyrri leiknum.
SKIÐI
Ólafur tvö-
faldur meistari
í sjöunda sinn
Olafur Björnsson frá Ólafsfirði
varð tvöfaldur íslandsmeist-
ari í skíðaíþróttum um helgina er
hann sigraði í stökki og norrænni
tvíkeppni. Keppnin átti upphaflega
að fara fram samhliða Skíðamóti
íslands á ísafirði, en ákveðið að var
að færa þessar greinar til Ólafs-
fjarðar þar sem allir keppendurnir
eru frá Ölafsfirði og stökkpallur þar
til staðar. Þetta var í sjöunda sinn
sem Ólafur fagnar tvöföldum sigri
á landsmóti.
Ólafur átti tvö lengstu stökk
keppninnar, 44 metra og 42,5
metra. Hann hlaut samtals 231,7
stig. Magnús Þorgeirsson varð ann-
ar með 40,5 metra og 41 metra og
hlaut samtals 216 stig. Þorvaldur
Jónsson, betur þekktur sem mark-
vörður Leiftursmanna, varð síðan
þriðji með tvö stökk upp á 38,5
metra og samtals 208,1 stig.
í norrænni tvíkeppni er keppt í
stökki og göngu og ræður saman-
lagður árangur úr báðum greinun-
um úrslitum. Gengnir voru 10 km
með hefðbundinni aðferð og var
Ólafur fremstur þeirra sem tóku
þátt í tvíkeppninni. Hann gekk á
39,04 mín. Faðir hans, Björn Þór
Ólafsson, varð annar í tvíkeppninni
og Sigurður Sigurgeirsson þriðji.
Morgunblaðið/Svavar Magnússon
ÓLAFUR Björnsson hampar hér íslandsblkarnum fyrlr slgur
í stökki. Honum á hægri hönd er Magnús Þorgeirsson sem
varft annar og Þorvaldur Jónsson til vinstri sem varft þriftji.
KNATTSPYRNA
ÞORVALDUR Örlygsson kom Stoke úr fallhættu.
Þorvaldur gerði
sigurmark Stoke
orvaldur Örlygsson skoraði sig-
urmark Stoke á útivelli gegn
Swindon í 0:1 sigri 1. deild ensku
knattspyrnunnar á mánudaginn.
Stoke sigraði einnig í leik sínum
gegn Bristol City, 2:1, sl. laugardag
og er nú úr fallhættu. Þorvaldur
og Lárus Orri Sigurðsson léku báða
leikina um páskahelgina.
Þorvaldur skoraði markið gegn
Swindon á 35. mínútu leiksins. „Eg
var með boltann fyrir framan víta-
teiginn og ákvað að skjóta — hitti
hann vel og hann endaði í mark-
horninu fjær. Við vorum mun betri
í fyrri hálfleik, enda lékum við þá
undan sterkum vindi. Þeir voru
meira með boltann í síðari hálfleik
en náðu ekki að ógna marki okkar
að neinu gagni. Það má segja að
við höfum verið heppnir í leiknum
gegn Bristol City því við gerðum
sigurmarkið á síðustu mínútu leiks-
ins. Með þessum sigrum um helgina
erum við sloppnir við fall og því
þungu fargi létt af leikmönnum,"
sagði Þorvaldur.
Þetta voru fyrstu leikir Þorvaldar
eftir að hafa misst af þremur leikj-
um vegna meiðsla. Hann sagði að
framtíð sín væri enn óráðin, en
hann væri staðráðinn í að fara frá
Stoke. „Það er því mikilvægt að
standa sig vel í þeim fimm leikjum
sem við eigum eftir,“ sagði Þorvald-
ur sem hélt til Chile með íslenska
landsliðinu í gærkvöldi.
Reykjavíkurmótíð EIS
1995 ^
Miðvikudagur 19. apríl
kl. 20.00
myiHir - j
Gervigrasi5 Laugardal