Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 C 3 Álfaborg og krístín kírkja ÍBÚAR Borgarfjarðar eystri fagna á þessu ári 100 ára verzlunarafmæli staðarins og af því tilefni fór Leikfélagið Vaka út í það verk að láta skrifa fyrir sig leikrit sem afmælisgjöf til Borgfírðinga. Systumar Kristín og Sigríður Eyjólfsdætur settu saman leikrit sem byggist á sögum um samskipti manna og álfa á liðnum öldum á Borgarfírði. Við komum tii sögunnar þegar það stendur til að reisa hér kirkju og sú hugmynd er til umræðu hvort staðurinn uppi á Álfaborg- inni sé heppileg staðsetning fyrir kristna kirkju. Eins og mörgum er kunnugt, telst Álfaborgin vera bústaður álfadrottningar íslands. Því ger- ist það í hita kirkjubyggingamálsins að Borg- hildur álfadrottning vitjar Stefáns sóknar- nefndarmanns í svefni og reynir að fá hann til FRÁ æflngu á Álfaborginni. að hindra bygginguna og bendir um leið á æskilegri kost og býður honum jafnframt vemd yfír þeim byggingarstað. Við fylgjumst svo með fjölskyldu Stefáns, nokkram íbúum Álfa- borgarinnar, væntingum þeirra og vonbrigðum. Þá era fléttaðar inn í verkið skemmtilegar frá- sagnir af ólíkum vættum eins og Gellivör trölls- kessu, Nadda ógnarvætti og fleiri furðuveram, þessa heims og annarra. Leikstjóri sýningarinnar er Andrés Sigurvins- son, sem er landsmönnum af góðu kunnur, en meðal verka sem hann hefur leikstýrt má nefna Snædrottninguna, sem nýverið hlaut útnefn- ingu til menningarverðlauna DV. Framsýning á „Álfaborginni — margt er það í steininum sem mennimir ekki sjá“ verður á morgun, 30. apríl kl. 20.30 og önnur sýning 2. maí í félagsheimilinu Fjarðarborg á Borgar- firði eystri. Fágaður söngur TONIIST Iláskólabíð SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Kaflar úr óperum eftir Mozart, Gounod, Bizet, Puccini og Borodin. Einsöngvari: Ingibjörg Guðjóns- dóttir. Hljómsveitarstjóri: Owain Arwell Hughes. Háskólabíó. Fimmtudagur, 27. april, 1995. TÓNLEIKARNIR hófust á for- leiknum að Töfraflautunni, eftir Moz- art og mátti starx heyra að stjómand- inn er „tempo“ maður og heldur tón- listinni í „réttum hraða" frá upphafí til enda. Fyrir bragðið varð flutning- urinn á forleiknum allt of blátt áfram, á margan hátt vel leikinn af hljóm- sveitinni en án þess að staldrað væri við hendingaskil eða breytt um hrynblæ í ljóðrænum tónlínum. Ingibjörg Guðmundsdóttir er góð söngkona, hefur yfír að ráða góðri tækni og mótar söng sinn mjög fal- lega. Það stóra í rödd hennar á eft- ir að koma fram, með auknum þroska og þjálfun. Hún söng tvær aríur eftir Mozart, konsertaríuna Vado ma dove og Come scoglio úr Cosi fan tutte, Gimsteinaaríuna úr Faust, eftir Gounod og gerði það af glæsibrag. Sú aría sem féll best að rödd Ingibjargar var hin undurþýða aría Líú, Signore ascolta, úr Truand- ot eftir Puccini, sem hún söng aldeil- is fallega og náði upp sterkri stemn- ingu. Aría Musettu úr La Bóhéme, eftir Puccini, á ekki alls kostar við fágaðan flutning Ingibjargar, því Musetta á að vera óttaleg „skrudda“ Arían fræga Un bel di vedremo úr Madam Butterfly, eftir Puccini, var einstaklega fallega sungin, en aftur þar vantaði Ingibjörgu enn þann raddstyrk, að geta sungið sig yfir hljómsveitina. Eins og fyrr segir er Ingibjörg tækni- og músíklega vel á vegi stödd og á framtíð fyrir sér sem óperusöngvari en þar vinnur tíminn og þroskinn verk sitt í átökum við krefjandi verkefni. Hljómsveitin lék Dansa úr Faust, eftir Gounod, Svítu úr Carmen, eftir Bizet, Intermezzo úr Manon Lescaut, eftir Puccini og Polovetsian dansana úr óperanni Prins Igor, eftir Bordin. Það sem einkenndi flutning allra verkanna, nema „milliþáttinn" eftir Puccini, var þetta óvægna hryná- framhald, þar sem nær hvergi gat að heyra „kommu" eða „málsgreina- skil“ í tónlistinni. Þetta var sérlega Ingibjörg Guðjónsdóttir áberandi í dönsunum eftir Borodin en milliþátturinn, eftir Puccini, var hins vegar fallega mótaður og mjög vel leikinn af hljómsveitinni, enda er þetta verk sérlega vel skrifað fyrir hljómsveit og góð tónlist. Margir fræðimenn hafa undrast að Puccini skyldi aldrei reyna sig við sinfóníska tónlist, sem hann þó hafði gert, er hann var við nám þjá Ponchielli og Bazzini. Jón Ásgeirsson í TILEFNI 75 ára afmælis Félags járniðnaðarmanna gefst almenningi kostur á að skoða Sjó- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar í dag og á morgun. Sjó- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar í TILEFNI af 75 ára afmæli Félags járniðnaðarmanna gefst almenningi kostur á að skoða eitt sérstæðasta safn landsins, en það er Sjó- og smiðjumuna- safn Jósafats Hinrikssonar, sem verður opið í dag og á morgun, sunnudag, frákl. 13-16. í safni Jósafats er margt merkilegra gripa, verkfæri og ýmis tæki sem notuð voru við málmsmíðar og sjómennsku. Þar er meðal annars gömul eld- smiðja, smíðatengur og ýmsir gripir sem þar voru smíðaðir. I safninu er varðveitt menning hins vinnandi manns frá fyrri tíð og nú gefst almenningi færi á að sjá þau tæki og tól sem þá voru notuð við málmsmíðar og sjómennsku. Félag járniðnaðarmanna býð- ur alla velkomna í Sjó- og smiðju- munasafnið, sem er áfast Véla- verkstæði J. Hinrikssonar í Súð- arvogi 4. Afmælissýn- ing Stein- gríms St. Th. í Keflavík STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðsson listmálari opnar sína 78. málverka- sýningu heima og erlendis í salar- kynnum Verslunarmannafélags Suðurnesja í Keflavík í dag kl. 16. Þetta er afmælissýning. Listamað- urinn er 70 ára í dag. Hann sýnir 70 myndir, af þeim era 66 nýjar, málaðar í Banda- ríkjunum, á Spáni, í Breiða- firði og á Suður- ströndinni. Tilefni sýning- arinnar er ekki eingöngu afmæli listamannsins steingrimur heldur er ástæð- st-Th- an sú, að Verslunarmannafélag Suðurnesja keypti húseign, sem hafði að geyma stóra veggmynd eftir Steingrím og heitir Vetrar- brautin og var verkið málað á þrem- ur áram. Hafði stjóm Verslunarmannafé- lagsins ákveðið að bjóða Steingrími að vera viðstaddur sérstaka athöfn í desember 1993, en þá var hann staddur á ísafirði, í Sóltúnum, húsi Isfirðingafélagsins, sem honum hafði verið boðið að dveljast í til listiðkana. Steingrímur kveðst Verslunar- mannafélagi Suðurnesja afar þakk- látur og segist sjaldan hafa notið mannlegs samneytis á sama hátt og með þeim Suðurnesjamönnum. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Studio Granda, ísl. abstraktlist og Tómas Magnússon til 7. maí. Ásmundarsafn Samsýn. á verkum Asmundar Sveinss. og Jóhannesar S. Kjarvai til 14. maí. Safn Ásgríms Jónssonar Vatnslitam. Ásgríms til 7. maí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýn. Þessir kollóttu steinar til 1. júní. Gallerí Úmbra Marcia Widenor sýnir til 10. maí. Listhús 39 G.R Lúðvíksson og Jón Garðar Henr- ysson sýna til 11. maí. Hafnarborg Patrick Huse sýnir til 8. maí. Listasafn Kópavogs Leifúr Breið^örð sýnir til 21. maí. Snegla listhús Sýning á handgerðum leirvösum til 13. maí og kynning á verkum Ingiríðar Óðinsdóttur textílhönnuðar. Nýlistasafnið Þijár sýn; Steinunn G. Helgadóttir, Ingibjörg Hauksdóttir og Edward Mansfidd til 7. maí. Sólon íslandus Hólmfríður Sigurðard. sýnir til 30. aprfl. Galleri Fold Sossa sýnir til 14. maí. Listhúsið Laugardal Andrés Magnússon sýnir til 1. maí. Listmunahús Ófeigs Helga Magnúsd. og Sigurður Þórir sýna til 16. maí. Norræna húsið Sigrún Eldjám sýnir til 14. mal og Niels Macholm sýnir til 1. maí í anddyr- inu. Gallerí Greip Anna Jóa sýnir til 30. aprfl. Hafnarhúsið Tryggvagötu Samsýning 10 til 14. maí. TONLIST Laugardagur 29. apríl Diddú og Karlakór Reykjav.í Lang- holtskirkju kl. 16. Tónl. Tónlistarsk. Islenska Suzukisamb. i Bústaða- kirkju kl. 17. Burtfararprófs- tónl.Finns Bjamasonar baritón- söngvara í íslensku ópemnni kl. 17. Seljur og Karlakór Slökkviliðs Reykjav. í Seljakirkju kl. 17. Karla- kórinn Stefnir og Elín Ósk Óskarsd. sópran i íþróttamiðstöðinni í Garði kl. 17. Burtfarartprófstónl. Díönu Ivarsdóttur í Víðistaðakirkju kl. 16. Kvennakór Suðumesja í Ytri-Njarð- víkurkirlqu kl. 15. Lúðrasveitartónl. Lúðrasveitar Hafnarfj. í Hafnar- borg kl. 17. Móttettukór Hallgrims- kirkju í Glerárkirkju Akureyri kl. 15. Sunnudagur 30. apríl Skagfirska söngsveitin í samkomu- húsinu Hvoli Hvolsvelli kl. 16 og i kirkjunni Þorlákshöfn kl. 20.30. Burtfararprófstónl. Guðmundar Hafsteinssonar trompetleikara i Listasafni Siguijóns O'.afssonar kl. 17. Ámesingakórinn í Langholts- kirkju kl. 16. Gunnar Kvaran selló- leikari í Grindavíkurkirkju kl. 20.30. Mánudagur 1. maí Vortónleikar Drengjakórs Laugar- neskirkju í kirkjunni kl. 17. Dúettar í Safnaðarh. Vestmannaeyjum kl. 20.30; Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Harpa Harðardóttir. Jasstónleik- ar Tónlistarskóla Hafnarfj. í Hafn- arborg kl. 17.___________________ LEIKLIST Þjóðleikhúsið West Side Story lau. 29. apríl, lau. Taktu lagið, Lóa! lau. 29. aprfl, lau. Snædrottningin sun. 30. aprfl kl. 14. Lofthræddi Ominn hann Örvar Iau. 29. apríl kl. 15. Fávitinn sun. 30. aprfl. Stakkaskipti fmmsýn fös. 5. maí. Borgarleikhúsið Við borgum ekki - við borgum ekki sun. 30. aprfl, lau. Dökku fiðrildin lau. 29. aprfl, fös. Kertalog sun. 30. apríl, fim, fös. íslenska óperan La Traviata sun. 30. aprfl, fös. lau. Kaffileikhúsið Sápa tvö lau. 29. aprfl, fim, fös. Hlæðu Magdalena, hlæðu lau. 6. maí. Leggur og skel mán. & fös. fyrir hópa. Leikfélag Akureyrar Djöflaeyjan lau. 29. apríl, sun, fós. lau. Möguleikhúsið Ástarsaga úr fjöliunuin iau. 29. apríl kl. 14. * Hugleikur Fáfnismenn lau. 29. apríl, sun. KVIKMYNDIR Norræna húsið „Fuglekrigen i Kanofleskogen“ sun. kl. 14. MÍR „Teheran, Jalta, Potsdam" lau. kl. 17 og „Farðu og sjáðu“ (Idí og smatrí) sun. kl. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.