Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 4
T 4 C LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 ~\ MORGUNBLAÐIÐ NAN Goldin, Tokyo 1 prent, 40 x 125 s sýnenda eru konur. Það kom þó á óvart að hann valdi aftur fjórtán listamenn sem voru á síðasta tvíær- ingi, sem þykir sýna að þessum sé ekki hreinlega beint gegn hinum síð- asta, þótt ýmislegt annað bendi svo- sem til þess. Sá munur er þó mest afgerandi að 1993 sýndu sjö lista- menn málverk, nú eru þeir 26! Whitney-tvíæringurinn í New York WiITNEY-safnið í New York borg er helgað bandarískri myndlist og þar eru iðulega settar upp athyglisverðar sýningar. Fárra er þó beðið með jafn mikilli eftir- væntingu og Whitney-tvíæringsins, en hann stendur einmitt yfir um þessar mundir. Þessar sýningar hafa verið settar upp síðan 1932 og ætlun- in er að sýna það markverðasta sem hefur verið að gerast í bandarískri myndlist síðustu tvö árin, og um leið að spá í það hvað gæti gerst næstu misserin. Áhersla er lögð á verk yngri listamanna, en nokkrir af eldri kynslóðum, sem þykja hafa haft áhrif á stefnuna í dag, eru fengnir til að vera með. Skoðanir eru mjög skiptar um valið á sýninguna hveiju sinni, og harðar deilur blossa oft upp um gæði og gildi hvers tvíærings, jafnt á meðal listáhugamanna sem í fjölmiðlum. Það virðist þó sem óvenjumargir séu sáttir við sýning- una að þessu sinni og viðtökur gagn- rýnenda hafa verið góðar, ólíkt því sem gerðist 1993. Á tvíæringnum gefur að líta mörg og ólík listform: málverk, skúlptúra, ljósmyndir, innsetningar, myndbönd og stuttar kvikmyndir. Áður fyrr fór valið á sýninguna yfirleitt þannig fram að hópur sýningarstjóra kom saman og greiddu menn atkvæði um hugmyndir hver annars. Útkoman varð því skiljanlega sitt lítið af hveiju, og lítið fór fyrir einhverju sem kalla mætti heildarstefnu. Markmiðið var þó alltaf að kynna það nýjasta og margir virtir lista- menn komu fyrst fyrir augu almenn- ings á Whitney, þar á meðal Milton Avery, Philip Guston, Edward Hop- per og Georgea O’Keeffe. En nú er sá háttur hafður á að gera einn að- ila ábyrgan fyrir valinu og var það fyrst reynt fyrir tvíæringinn 1993. Sú sýning kom mörgum vægast sagt á óvart. Pólitísk list var í öndvegi, lítið tillit tekið til fagurfræðilegra og verðgildi verka þeirra, sem og lyft eldri en hálfgleymdum lista- mönnum aftur upp á stjörnuhimin- inn. Og fyrir galleríheim New York borgar, sem enn er að jafna sig eft- ir sprenginguna á listmarkaðinum á níunda áratugnum, er tvíæringurinn kjörið tækifæri til að kynna fyrir fleirum hvað er að gerast. Kertess var því í mikilli valdastöðu en tvíæringurinn sýnir að hann hefur breiðan smekk. Hann hefur það orð á sér að vera hallur undir málverk og teikningu, að dá vandað handerk sem sumum finnst að hann leggi of mikla áherslu á; að hann hugsi ekki um merkinguna. Óneitanlega leggur Kertess meiri áherslu á hvernig verk lítur út en hver pólitísk merking þess er, „list er eitthvað til að upp- lifa, ekki áróðurstæki", segir hann, en var þó ákveðinn í að fara bil beggja; ekki vera með hreina íhalds- semi og ekki nýjungar nýjunganna vegna. Hann vildi byggja á blöndu nýrra og kunnra listamanna; meiri- hluti listamannanna 88 er ungur að árum, en ferill þeirra eldri hófst á sjötta og sjöunda áratugnum. í hópi eldri fulltrúanna eru meðal annars Brice Marden, Agnes Martin, Cy Twombly, Robert Ryman og Richard Serra; listamenn sem Kertess segir hafa haft mikil áhrif á list þeirra yngri. Að auki valdi hann nokkra sem honum þótti samtíminn rang- lega líta framhjá, eins og Milton Resnick, 78 ára málara, Judy Linn, 47 ára ljósmyndara og Jane Freilic- her, sjötugan landslagsmálara. Hann bauð líka tveimur listamönnum frá Kanada og tveimur frá Mexíkó að vera með en það sem Kertess harm- aði mest og þótti - höggva stærsta skarðið í sýninguna eins og hann sá hana fyrir sér, var að Bruce Nauman hafnaði boði um að vera með. Kertess reyndi ekki að skipta lista- mönnum í jafna hópa eftir kynjum og litarhætti, eins og gert var á síð- asta tvíæringi, og aðeins þriðjungur Whitney-tvíæríngurinn í New York vekur jafnan upp harðar deilur um gæði og gildi bandarískrar nútímamyndlistar. Einar Falur Ingólfsson skoðaði sýninguna, sem hann seg- ir óvenju marga sátta við að þessu sinni og að viðtökur gagnrýnenda hafí verið góðar, ólíkt því sem gerðist 1993. NANCY Rubins, innsetning: Dýnurogmót, 1993. U.þ.b. 250 rúmdýnur. gilda, málverkinu útskúfað og áhersla lögð á að verkin hefðu eitt- hvað að segja, að kynjaskipting væri jöfn meðal listamanna, að minni- hlutahópar ættu marga fulltrúa og svo framvegis. Sýningin var vel sótt, það vantaði ekki, en upplýsingum og hverskonar áróður var hellt yfir áhorfendur og áttu verkin í sumum tilvikum lítið sameiginlegt með því sem áður fyrr var kallað „mynd“list. Vitaskuld var margt áhugavert þar að sjá, en það hvarf að einhveiju leyti í dyninn af pólitíkinni. Gagnrýn- endur hötuðu sýninguna og sögðu tvíæringinn hafa yfirgefið þá grunn- hugmynd að myndlist væri sjónrænn miðill. Klaus Kertess, 54 ára rithöfundi og sýningastjóra, var falið það verk- efni að velja verkin á tvíæringinn að þessu sinni. Síðustu tvö árin ferð- aðist hann um Bandaríkin þver og endilöng, heimsótti vinnustofur og sýningarsali og listheimurinn fylgd- ist grannt með því hveijum hann bauð að sýna. Þátttaka getur skipt sköpum fyrir feril ungra listamanna Myndlist dagsins í dag Tónmenntaskólinn í Reykjavík 1200 ár aftur í tíma í Tónmenntaskólanum í Reykjavík hafa nem- endur veríð að undirbúa ferðalag u.þ.b. 1200 ár aftur í tímann ásamt Þorkeli Sigurbjöms- syni tónskáldi. Þröstur Helgason heimsótti skólann þegar verið var að leggja lokahönd á undirbúning ferðarinnar. ÞORKELL Sigurbjörnsson tónskáld segist vona að krakkarnir hugi meira að tónsmíðum í framtíðinni. Ferðinni er heitið í höllu Karlamagnúsar keisara en þar á að hafa viðdvöl í eina dagstund. Maður skyldi ætla að einhver kviði svo langri ferð en svo var ekki að heyra á nemend- um Tónmenntaskólarts enda eru fararskjótarnir tryggir og kunnugir hinum ungu ferðalöngum, hug- myndaflugið og tónlistin. Tónmenntaskólinn í Reykjavík hefur verið starfræktur frá árinu 1952 og stunda nú um 500 nemend- ur á grunnskólaaldri nám í honum. Skólinn hefur nokkrum sinnum fengið starfandi tónskáld til að vinna að tónsmíðum með nemendum sínum og hefur iðulega tekist vel til. Er þetta í annað skiptið sem Þorkell vinnur með nemendum skól- ans en auk hans hafa t.d. Atli Heim- ir Sveinsson og Hjálmar H. Ragu- arsson tekið þátt í slíku samstarfi. Að sögn Stefáns Edelsteins, skóla- stjóra Tónmenntaskólans, er til- gangurinn með þessum samstarfs- verkefnum m.a. sá að nemendur kynnist íslenskri nútímatónlist en það vill brenna við að meira sé horft til fortíðar í hinu hefðbundna námi en nútíðar. Auk þess ýtir verkefni sem þetta undir sköpunarkraftinn SUNNA Dís Másdóttir sem býr í krökkunum en af honum er nóg, segir Þorkell, og þarf yfir- leitt ekki mikið að gera til að ímynd- unaraflið hjá þeim fari af stað. „í tónlistarkennslu hefur krökkum yf- irleitt ekki verið veitt nógu mikið svigrúm til að leika sér með tóna,“ segir Þorkell ennfremur, „mikið er talað um að ýta undir sköpun í kennslu en svo eru allir að læra eftir bókinni, eftir prentsvertunni og gera æfingarnar sínar.“ Þorkell segist vona að þetta samstarf hans við nemendur fái þau til að hugsa meira um að búa til tónlist sjálf í framtíðinni. "1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.