Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vátryggingafélögin vilja jafna samkeppisstöðu gagnvart lífeyrissjóðunum EuroBonus er.hlunnindakerfi sem SAS notar til að verðlauna viöskiptavini sína. Þú getur fengið allar nánari upplýsingar um SAS EuroBonus hjá feröaskrifstofunni þinni eða söluskrifstofu SAS. M/JMS Búum við mis- rétti á sviði lífeyrísmála Hvenær, hvar og hvernig getur þú safnað SAS EuroBonus punktum? Með nýjum lögum um vátryggingastarfsemi hafa orðið viss tímamót á þessum markaði sem beinir athyglinni að samkeppnisstöðu . vátryggingafélaganna, ekki síst á sviði líf- eyrismála. Kristinn Briem ræddi við Ólaf B. Thors, framkvæmdastjóra Sjóvár- Almennra trygginga m.a. um erlenda sam- keppni, samkeppisstöðu á sviði líf- og lífeyris- trygginga og afkomu félagsins ISLENSK vátryggingafélög standa á vissum tímamótum um þessar mundir vegna breytinga í rekstrarumhverfi þeirra. Eftir að ný lög um vátrygg- ingastarfsemi tóku gildi á síðasta ári, sem sniðin eru að reglum Evr- ópusambandsins, geta erlend vá- tryggingafélög á Evrópska efna- hagssvæðinu með starfsleyfi í sínu heimalandi starfað hér óhindrað. Aðeins nægir að senda einfalda til- kynningu til vátryggingaeftirlitsins hvort sem félag hyggst setja hér upp skrifstofu eða ekki. Hafa all- mörg félög þegar sent inn slíka til- kynningu. Olafur B. Thors, fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra ræðir hér í viðtali um breyttar að- stæður á tryggingamarkaðnum og stöðu félagsins almennt: Hann var fyrst spurður hvort búast mætti við vaxandi samkeppni frá erlendum félögum og hvernig íslensku félögin væru í stakk búin til að mæta henni. „Það hafa a.m.k. 26 aðilar til- kynnt um að þeir hygðust hefja hér starfsemi. Við vitum að þetta eru að sumu leyti nokkuð sjálfkrafa til- kynningar því sum félög vilja vera skrásett á öllu Evrópska efnahags- svæðinu án þess að hafa sérstak- lega hugsað sér að taka hér til starfa. Einhverjir aðilar hafa hug á því að koma hingað og það er eink- um á sviði líf- og lífeyristrygginga svo og trygginga fyrir stór atvinnu- fyrirtæki. íslensku félögin standa vel að vígi í skaðatryggingum til að mæta þess- ari samkeppni. Þar ráðast iðgjöldin af tjónareynslu og kostnaði við vá- tryggingarnar. Að því er tjóna- reynsluna varðar hljótum við að líta svo á að erlend félög muni til lengd- ar hyggja þar á sömu forsendum og við. Hvað kostnaðinn varðar þá teljum við að rekstrarkostnaður ís- lensku félaganna sé með því lægsta sem þekkist. Það er árangur af því mikla starfi- sem búið er að vinna hér á landi á undanfömum ámm, ekki síst í kjöifar sameiningar og allskonar hagræðingar. Að því er varðar líf- og lífeyris- tryggingarnar þá er það eitt af ein- kennum á íslenskum vátrygginga- markaði hversu hlutur þeirra er lít- ill. Þröng starfsskilyrði íslensku líf- tryggingafélaganna á sviði sparn- aðar og lífeyrismála em meginá- stæða þess hversu smá þau eru samanborið við líftryggingafélög í nálægum löndum. íslensku félögin búa við misrétti í samkeppni við þá sem bjóða önnur sparnaðarform. Við höfum lagt mjög mikla áherslu á að starfsskilyrði t.d. milli vátryggingafélaga og lífeyrissjóð- anna verði jöfnuð. Misræmið þarna -Morgunblaðið/Júlíus ÓLAFUR B. Thors, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. á milli hefur heldur aukist að und- anfömu t.d. með nýlegri lagasetn- ingu sem gerir mönnum fært að draga frá skatti þann hluta iðgjalds- ins sem menn greiða til lífeyrissjóð- anna. Það gerist í áföngum á næstu þremur árum. Lífeyrisþegar sem orðnir eru sjötugir geta dregið frá 15% frá sínum skattskyldu tekjum. Ekkert af þessu gildir fyrir vátrygg- ingafélögin. Ef íslenskur atvinnu- rekandi ætlar sér að fullnægja sinni skyldu vegna kaupa á lífeyrisrétt- indum með því að skipta við vá- tryggingafélag, getur hann ekki dregið þann þátt sem hann greiðir frá skattskyldum tekjum. Þetta þýðir auðvitað að íslensku félögin geta ekki unnið þróunar- starf á þessu sviði vegna þess að markaður er ekki fyrir hendi. Hins vegar geta erlendu félögin boðið fram sína-þjónustu sem þau hafa þróað með miklu minni kostnaði. Samkeppnisstaða okkar er því slæm. Það er umhugsunarefni hvort menn vilji stuðla að því með þessum hætti að ákveðinn hluti af lífeyris- sparnaði íslendinga fari beint til útlanda. Hins vegar vekur það von- ir hjá okkur að í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar er talað um að taka á þessu málum í heild sinni. Við hljótum að vona að þetta mis- ræmi verði leiðrétt." Undirboð á markaðnum — Nú hafa íslensku félögin keppt um nokkurt skeið við sænska vá- tryggingafélagið Skandia. Hvernig er reynslan af þeirri samkeppni? „Það sem skiptir máli í sam- keppni er að skilyrðin séu þau sömu fyrir alla. Þar koma ýmsir þættir við sögu. Verða erlend félög að sæta svipuðum álögum og greiðsl- __ ® mita CC-50 Frísklegt vortilboð MJOG TAKMARKAÐ MAGN ^"A/ERÐ ÁÐUR Jlg,5ztTKR > TILBOÐSVERÐ 89.950-* -150 blaða bakki fyrir A4 blöð. 'Ljósritar 10 síður á mínútu. -Sérstök stilling til að ljósrita ljósmyndir. -Minnkun og stækkun 64% - 156%. 'Blaðastærð: Frumrit B4 og minna, afrit A5 og A4. mita JHOLL HÚSBÓNDA SÍNUM aEaill Guttormsson-Fjölval hf. Mörkin 1 • 128 Reykjavík • Símar: 581 2788 og 568 8650 • Bréfsími: 553 5821 Helstu söluaðilar: REYKJAVÍK, Penninn Hallarmúla - AKUREYRI, Bókval - SAUÐÁRKRÓKUR, Bókabúð Brynjars - ÍSAFJÖRÐUR, Straumur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.