Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 B 7 VIÐSKIPTI Vaxtastig og stefna ríkissijórnar Sjónarhorn Brýnasta verkefnið er að sýna fram á að breyting verði á hallarekstri ríkissjóðs á þessu ári, segja þeir Óttar Guðjónsson og Sigurður Atli Jónsson og benda á að uppsögn 86-flokka spariskírteina sem bera allt að 9% raunvexti og endurfjármögn- un þeirra lána að hluta eða öllu leyti á hagstæð- ari kjörum annaðhvort innanlands eða utan væri einnig mjög trúverðug aðgerð. FYRSTA föstudag hörpu hækkaði Seðlabanki íslands ávöxtunarkröfu sína til nokkurra flokka spariskír- teina og húsnæðisbréfa í tilboðum sínum á Verðbréfaþingi íslands. Hækkunin var veruleg, kauptilboð bankans í spariskírteinaflokk 94/1D10 hækkaði til að mynda úr 5,30% ávöxtunarkröfu í 5,85%. í Frétt frá Seðlabanka íslands (nr. 9/1995) kom fram að bankinn hefði á seinni hluta siðasta árs ákveðið að draga úr virkni sinni sem viðskipta- vaki fyrir spariskírteini. Þess hefði verið vænst að eftirmarkaður með þessi bréf myndi þróast án þátttöku bankans. Sú hefði ekki orðið raunin, erfiðlega hefði gengið að selja spari- skírteini á eftirmarkaði og þau þar með orðið lakari fjárfestingarkostur. Þessi vaxtahækkun og efling við- skiptavaktar Seðlabanka hefur að sumra mati þótt sýna að „[fjslenskur verðbréfamarkaður þarfnast styrkr- ar handleiðslu Seðlabankans...“ (Tíminn, 22. apríl, bls. 24). Markaðsvextir og aðrir vextir Við þetta er ýmislegt að athuga. í kjölfar yfirlýsingar síðustu ríkis- stjómar um 5% vaxtaviðmið og að- gerðir til lækkunar raunvaxta haust- ið 1993 breytti Seðlabanki út af að- haldssamri stefnu sinni. Bindiskylda var lækkuð, lausafjárkvaðir rýmkað- ar og bankinn beitti opnum markaðs- aðgerðum, einkum verðbréfakaup- um, til að framfylgja vaxtastefnu stjómvalda. Mikið útstreymi fjár- muna á síðasta ári gerði bankanum hins vegar örðugra að framfylgja þessari stefnu. Ávöxtunarkröfur inn- lendra verðbréfa fóm hækkandi en Seðlabankinn hélt á meðan í 5% vaxtaviðmiðið á spariskírteinum. Bankinn hafði eðlilega ekki bolmagn til að halda uppi stöðugum verðbréfa- kaupum við þær aðstæður og dró úr þeim enda ekki hægt að hafa áhrif á raunvexti með þeim hætti nema til skamms tíma, ef það er þá hægt. Tilraun var gerð til að hafa áhrif til lækkunar á ávöxtunarkröfu húsbréfa með verulegum kaupum á markaði. Hún tókst ekki, ávöxtunar- krafa húsbréfa hækkaði verulega á seinni hluta síðasta árs og önnur bréf fylgdu í kjölfarið. Ávöxtunarkr- öfur spariskírteina, sérstaklega þeirra flokka sem em með millilang- an og langan binditíma, vom því komnar úr samhengi við markaðsað- stæður. Húsbréfin hafa nú um nokk- urt skeið skipt um hendur við ávöxt- unarkröfu nálægt um 5,90% en spari- skírteinin fóm í 5,30% við innlausn stórs spariskírteinaflokks í febrúar. Á þessum tíma hafa húsbréf styrkt mjög stöðu sína sem almennt viðmið um vexti á ijármálamarkaði. Það má ljóst vera að íslenskir fjár- festar em skynsamari en svo að kaupa bréf á 5-5,30% ávöxtunar- kröfu þegar þeim bjóðast nánast sambærileg bréf á mun betri kjöram. Hækkun ávöxtunarkröfu spariskír- teina nú ber því ekki vott um að fjár- málamarkaðurinn hafi þarfnast ein- hverrar sérstakrar handleiðslu Seðla- bankans heldur þvert á móti, bankinn færði sig þangað sem hin ósýnilega hönd markaðarins benti honum að fara. Hér var einfaldlega um leiðrétt- ingu að ræða. Vaxtakjör erlendis Önnur ástæða sem Seðlabankinn nefnir fyrir vaxtahækkuninni, er sam- anburður við vaxtakjör erlendis. Hún er gagnrýnisverð. Verðtryggð ríkis- skuldabréf era fátíð erlendis en em þó í boði sums staðar, til að mynda í ýmsum Samveldislandanna. Ávöxt- unarkrafa veðtryggðra kanadískra ríkisskuldabréfa með rúmlega 15 ára meðalbinditíma var 4,602% 1. maí s.l. og breskra skuldabréfa með tæp- lega 10 ára meðalbinditíma var 3,762%. Til samanburðar era spari- skírteini í flokki 94/1D10 með tæp- lega níu ára meðalbinditíma og ávöxt- unarkrafa þeirra var 5,85% eftir hækkun Seðlabankans. Auðvitað get- ur verið munur á ávöxtunarkröfum milli landa þrátt fyrir fijálsa fjár- magnsflutninga en í þessu tilviki leið- ir hann þó til þess Áð erlendu bréfin em mun óáhugaverðari fyrir lang- flesta íslenska fjárfesta. Stærsti hóp- ur þeirra gerir upp í íslenskum krón- um auk þess sem útgjöld em að lang- mestu leyti í þeim gjaldmiðli. Þar sem lítið er um tæki til að „girða sig“ (e. hedge) fyrir gengisáhættu sem mynd- ast milli íslensku krónunnar og er- lendra gjaldmiðla em erlendu bréfín að þessu leyti áhættusamari en þau innlendu. Fleiri atriði geta einnig skipt máli við samanburð sem þennan, en við fyrstu sýn virðist ávöxtunarkrafa innlendra verðtryggðra skuldabréfa þó vera há í samanburði við sambæri- leg erlend bréf. Á mynd 1 má sjá þau vaxtakjör sem ætla mætti að ríkissjóði byðust á markaði erlendis fyrir verðtyggð skuldabréf, eins og spariskírteinin eru. Þessi kjör em fundin þannig að mismunur á ávöxtunarkröfu óverð- tryggðra skuldabréfa íslenska og breska ríkisins í breskum pundum er lagður við ávöxtunarkröfu verð- tryggðra skuldabréfa breska ríkisins í breskum pundum. Þennan mun má annaðhvort reikna tölulega eða hlut- fallslega og era niðurstöður beggja aðferða sýndar á myndinni. Þessi áætluðu vaxtakjör hafa vissulega hækkað frá því síðasta rík- isstjóm kynnti markmið sín í vaxta- málum á haustmánuðum 1993. Kjör- in hafa þó verið nær óbreytt frá fyrri hluta síðasta árs og eru enn innan 5% markanna sem síðasta ríkisstjóm setti sér. Gagnlegt er einnig að líta á óverðtryggða vexti hér á Iandi í samanburði við slík bréf erlend. Á mynd 2 höfum við vegið saman vax- takjör á óverðtryggðum erlendum ríkisvíxlum til 12 mánaða í sömu hlutföllum og myntir landanna vega Erlend fyrirtæki fækka enn fólki þrátt fyrir methagnað Talið nauðsynlegt til að bæta sam- keppnisstöðuna en kemur hart niður á starfsfólkinu — Það fyrsta sem fer er hollustan við fyrirtækið BANDARISKA olíufélagið Mobil greindi nýlega frá stórauknum hagn- aði á fyrstu þremur mánuðum ársins en skömmu síðar kynnti það áætlan- ir um að fækka störfum hjá fyrirtæk- inu um 4.700. Kom þetta flestum starfsmönnum fyrirtækisins í opna skjöldu og þá ekki síst, að tilkynning- arnar skyldu næstum haldast í hend- ur. Sögðu margir, eðlilegt að fækka fólki þegar fyrirtækið ætti í erfiðleik- um en að segja upp til þess eins að auka hagnaðinn væri óskiljanlegt. Þegar uppsagnir voru næstum daglegt brauð í efnahagssamdrætt- inum fyrir fáum árum ollu þær reiði og áhyggjum meðal starfsmanna bandarískra fyrirtækja. Vinnuveit- endur töluðu þá gjarna um hinn harða heim alþjóðlegrar samkeppni og tæknibreytinga en starfsfólkið trúði því, að þegar góðu tímarnir kæmu aftur, myndi uppsögnunum linna. Það hefur ekki gerst. Þó hagnaður bandarískra fyrir- tækja hafi sjaldan verið meiri en í fyrra voru uppsagnirnar næstum eins margar og þær voru flestar í krepp- unni. Hagnaðurinn var 13% 1993 og 11% 1994 og þá fækkuðu fyrirtækin jafnframt störfunum um 516.000. 1991 vom uppsagnirnar 555.300. Boðar ekki gott fyrir Evrópu Þessi reynsla Bandaríkjamanna boðar ekki gott fyrir Evrópumenn, sem vonast til, að nú fari að sjá fyr- ir endann á háum atvinnuleysistölum. Það er nú um 12% að meðaltali en hagfræðingar búast almennt ekki við, að það fari mikið niður fyrir 10% þrátt fyrir aukinn útflutning og hag- vöxt. Það, sem af er þessum áratug, hefur hundruðum þúsunda manna verið sagt upp og ekki mun ástandið batna þegar ríkisfyrirtækin verða neydd til að fækka fólki, annaðhvort til að draga úr fjáraustrinum úr ríkis- sjóði eða vegna einkavæðingar. Svo tekin séu nokkur dæmi má nefna, að þýsku járnbrautimar hafa fækkað störfum um 50.700, þær ít- ölsku um 43.100 óg breska fjar- skiptafélagið um 39.800. Stórfyrir- tæki eins og Philips í Hollandi og Daimler-Benz í Þýskalandi hafa sagt upp þúsundum manna. Þá hefur fjöld- inn allur af smáfyrirtækjum fetað sömu slóð til að standast samkeppn- ina frá Norður-Ameríku og Asíu. Talsmenn fyrirtækjanna segja, að fækkun starfa jafnt í góðu árferði sem slæmu sé óhjákvæmileg á þess- um samkeppnistímum. „Almenningur heldur gjarna, að endurskipulagning fyrirtækja sé til marks um erfiðleika en það á alls ekki við um okkur,“ sagði Edwin L. Artzt, forstjóri stór- fyrirtækisins Procter & Gamble, ný- lega en fyrir tveimur árúm var störf- unum hjá því fækkað um 13.000. Viðbrögð markaðarins við uppsögn- um eru líka yfirleitt jákvæð eins og sést á því, að þegar Mobil tilkynnti í myntvog íslensku krónunnar. Þetta köllum við ávöxtunarkröfu erlendra ríkisvíxla. Innlenda vaxtalínan sýnir meðalávöxtun 12 mánaða ríkisvíxla í útboðum, eða á markaði ef útboði hefur ekki verið tekið. Vaxtamunurinn hefur aukist að undanförnu og má renna undir það stoðum að hann sé nú í raun óþarf- lega mikill (um 1,5%). Gengi íslensku krónunnar hefur verið stöðugt á meðan gengislækkanir hafa dunið yfír víða erlendis. Verðbólga er hér lág og útlit fyrir að svo verði áfram. Óvissa tengd kosningum og kjara- samningum er frá og ef aðgerðir nýrrar ríkisstjómar í ríkisfjármálum og peningamálum verða trúverðugar ættu innlendu vextirnir að geta lækkað. Heimaræktaður vandi Undirrótina að háum vöxtum hér á landi er að finna hér í heimarækt- uðum garði okkar en ekki garði ná- granna okkar. I fyrsta lagi streymdu fjármunir úr landi, nettó, fyrir rúma 22 milljarða króna á síðasta ári. Þetta er um helmingur af áætluðum nýjum peningalegum spamaði á síð- asta ári og munar um minna. Stærsti hluti þessara fjármuna rann til end- urgreiðslna af erlendum lánum en einnig jukust verðbréfakaup lands- manna eitthvað erlendis. Eðlilegt er að þetta útstreymi orsaki hækkun vaxta til skamms tíma litið. í öðru lagi getur það hamlað eðlilegri vaxta- myndun að uppgjörsaðferðir þær sem almennu lífeyrissjóðunum er gert að fylgja, skuli vera með þeim hætti að verðmæti verðbréfaeignar þeirra hreyfíst ekki með breytingum á markaðsvöxtum. Nú á fyrstu dögum nýborinnar ríkisstjórnar er það mikil- vægt að aðgerðir hennar í ríkisfjár- málum og peningmálum verði trú- verðugar. Orð hafa verið látin falla um vaxtastefnu stjómarinnar en þeim hafa enn ekki fylgt aðgerðir sem sannfært geta markaðinn um að alvara sé á bak við hina yfírlýstu vaxtastefnu. Brýnasta verkefnið er að sýna fram á að breyting verði á hallarekstri ríkissjóðs á þessu ári. Stöðugur halli á rekstri ríkissjóðs er til þess fallinn að halda vaxtastiginu uppi. Uppsögn 86-flokka spariskír- teina sem bera allt að 9% raunvexti og endurfjármögnun þeirra lána að hluta eða öllu leyti á hagstæðari kjör- um annaðhvort innanlands eða utan væri einnig mjög trúverðug aðgerð. Þá væri breyting á reglum um upp- gjörsaðferðir lífeyrissjóða án efa mikilvægt skref í þá átt að þroska innlendan verðbréfamarkað og þar með stuðla að lækkun vaxta þegar til lengri tíma er litið. Höfundar éru hagfræðingar. um 9,3% fækkun starfa í kjölfar methagnaðar þá hækkaði verð á hlut- bréfum I fyrirtækinu vemlega. Venjulegt starfsfólk á •erfitt með að skilja uppsagnimar á sama tíma og allt virðist leika t lyndi hjá fyrir- tækinu og þær valda því stöðugum áhyggjum og kvíða. Fækkun starfs- fólks getur að sjálfsögðu aukið hagn- að fyrirtækisins en hún getur líka verið tvíeggjað sverð. Yfirleitt er það hollusta starfsfólksins við fyrirtækið, sem fellur fyrst í valinn. „Fólki finnst sem það hafi verið svikið," segir skrifstofumaður í einni olíuhreinsunarstöð Mobil. „Það er hrætt og hefur ekki hugann við starf- ið.“ Streita og líkamlegir kvillar Til að byija með getur framleiðni í fyrirtækjum minnkað af þessum sökum enda ekki óalgengt, að tíminn fari mikið í að ræða um ástandið og hver verði næstur til að fara. Við- brögð manna em líka misjöfn. Sumir fara að láta sér standa á sama um allt, fínnst sem þeir skipti engu máli fyrir fyrirtækið hvort eð er, en aðrir reyna helst að vinna myrkranna ' í milli í von um að sleppa með þvf við uppsögn. Streitan getur haft í för með sér ails konar líkamlega kvilla, maga- verki, niðurgang, höfuðverk og svefn- leysi svo fátt eitt sé nefnt, og marg- ir segja, að óttinn við að missa vinn-. una stjórni öllu þeirra lífi. Þeir lifi bara fyrir daginn í dag, gæti þess að stofna ekki til skulda og geri eng- ar áætlanir fyrir framtíðina. Ungt fólk og óbundið forðast jafnvel alla rómantík af ótta við, að hún geti leitt til skuldbindinga, sem geri því erfitt fyrir síðar meir. -S* L Bækurogrit Evrópusambandsins LÁRUSAR BLÖNDAL ! Skólavörðustíg 2 Sími 551 5650, fax 552 5560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.