Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 C 7 FERÐALÖG i HVARVETNA mátti sjá heilu húsagaflana undirlagða slagorðum eða málaðar myndir af pólitískum toga. en þar hefur allt verið með kyrrum kjörum og borgin skartaði sínu fegursta þeg- ar hópinn bar að garði. Morgunblaðið/Margrét Þóra BELFAST-KASTALI markaður sem rækta þyrfti alveg frá grunni. Kom þægilega á óvart Um hundrað íslendingar dvöldu í góðu yfirlæti í borginni fyrir skömmu, farþegar í fyrstu hópferð- inni á vegum EEA, og bar mönnum saman um að Belfast hefði komið þægilega á óvart. Tíðar fréttir af sprengjutilræðum og óeirðum á göt- um úti eru mörgum eflaust ofarlega í huga þegar minnst er á borgina, Iðandi götulíf Ferðamönnum stendur fjölmargt til boða. Eitt fyrsta verk íslendingahóps- ins var að skoða ráðhús borgarinnar, glæsilega byggingu frá árinu 1906. Margir iögðu leið sína í verslanir, en aðalverslunar- gatan liggur beint niður af ráðhúsinu. Hún iðar af lífi, en úti fyrir fjölda verslana af ýmsu tagi bjóða götusal- ar varning sinn. Þá leggja skemmtikraftar leið sína í verslunarmiðstöðina Ca- stelcourt Centre en m.a. var heilmikil „karaokekeppni“ í gangi þegar leiðin lá þang- að eitt sinnið. Veitingastaðir eru fjöl- margir í borginni og eins og vera ber ægir þar saman matargerðarlist frá öllum heimshornum. Næturlífið er fjörugt, einkum á laugardags- kvöldum á „Gullnu mílunni“ þar sem skiptast á matsölustaðir og krár eft- ir allri götunni, m.a. er þar hin vin- sæla krá „Morrison", nefnd eftir þekktasta poppara Belfastborgar, Van Morrison. Á móts við Hotel Europa hvar íslendingarnir dvöldu er ein frægasta og elsta krá borgar- innar „The Crown“. Tveggja tíma skoðunarferð um Belfast er í boði þar sem ekið er milli merkustu staðanna, en athyglin var mest þegar hverfi erkifjendanna, kaþólikka og mótmælenda, voru skoðuð. Hvarvetna mátti sjá heilu húsagaflana undirlagða undir slag- orð eða málaðar myndir af pólitísk- um toga. Ópera, dýragarður og sirkus Einhveijir íslensku gestanna brugðu sér í Óperuna, sáu Pétur Pan, þá var barnafólkið í ferðinni ánægt með ferð í dýragarðinn sem að sögn var afar snyrtilegur og gam- an að skoða og það lýsti einnig yfir ánægju með sýningu sirkusins á staðnum. Okkur var gefinn kostur á skoðun- arferð að einum fjölsóttasta ferða- mannastað N-írlands, Causeway, nyrst á landinu. Þar getur að líta stuðlabergssúlur sem heimamenn eru afar stoltir af og telja reyndar að finnist hvergi annars staðar í heiminum, en ferðalangarnir ís- lensku höfðu flestir barið stuðla- bergið augum á heimaslóð. Skoðun- arferðin tók heilan dag, ekið var um fjöll og dali, lítt.skógi vaxna og kom margt sem fyrir augu bar kunnug- lega fyrir sjónir. Léttur hádegisverð- ur sem boðaður hafði verið í dag- skrá á notalegu veitingahúsi reynd- ist fermingarhlaðborð uppfullt af allra handa krásum. Belfastkastali stendur í um 400 m hæð í hlíðinni ofan borgarinnar. Þar var efnt til írsks kvölds, leikin tón- list og hópur barna sýnd írska dansa meðan gestir gæddu sér á matnum, m.a. kartöflusúpu að hætti íra en alls voru fimm réttir á matseðli kvöldsins. ■ Margrét Þóra Þórsdóttir Matkúnst í New York og listasafn í eyðimörk NOKKUÐ er nú um liðið síðan við höfum gluggað í flugfélagsblöð og væri ekki úr vegi að bæta úr því. Ástæða er til að kætast yfir því hve mörg flúgfélög senda blöð sín að staðaldri þó auðvitað komi fyrir að eitt og eitt detti úr. En þess er líka að gæta að ekki nándar nærri öll félög gefa út blöð mánaðarlega, mörg eru með 3-6 á ábi. Þar á meðal er til dæmis Air India sem sendi mars-apríl hefti Namaskar á dögunum en það hefur verið afar tregt í taumi hvað snertir að senda blöð reglulega. Q í ÞESSU blaði má geta góðra greina um ■d jafn ólíka staði og fiQ indversku borgina o Varanasi og París. SSB Sagt er frá sýningu ■0 sjö indverskra list- málara sem hafa ver- ið með sýningu í París við góðan orðstír og loks má nefna grein um Auli, skíðaparadís í norðurhluta Uttar Pradesh. Loks eru nokkrar greinar á hindi, m.a. ein sem virðist eftir teikningum að dæma Qalla um jólasveina, en öllu nær komst ég nú ekki því efni. Singapore Airlines bregst ekki frekar en fyrri daginn og í Silver Kris er alltaf aragrúi góðra greina og margs konar upplýsinga. Þar má geta um matargerðarlist alls heimsins sem. er að finna í New York, grein um nýjan áfangastað SIA sem er Kaohsiung á Taiwan, læsileg grein um Singapore og það sem mér persónulega fannst hvað skemmtilegast var um Listasafnið í eyðimörkinni þar sem fjallað er um hella hinna þúsunda Búdda í Góbí-eyðimörkinni. Pólverjar auglýsa af ákefð Kaleidoscope er blað pólska flugfélagsins LOT og hefur ekki sést hér áður. Pólvetjar hafa gert verulegt átak til að koma sér og landi sínu á framfæri og keppa greinilega grimmt við Ungveija og Tékka. í blaðinu eru ýmsar greinar sem vert var að glugga í, svo sem um Varsjá, hótel kosti, arkitektúr o.fl. Frágangur blaðsins stendur nokkuð að baki því sem við eigum að venjast en augljóst að Pólland er að koma fram á sjón- arsviðið sem fróðlegur staður fyrir áhugasama og forvitna ferða- langa. Lesandi Ferðablaðs sem fyrr hefur gaukað að okkur flugblöðum sendi blað Air Afrique Balafon og ber hæst í því blaði góða grein um kvikmyndahátíðina í Ouagado- ugou í Búrkína Fasó sem er að verða sú mesta í allri Afríku og hefur vakið athygli á fjölda afrí- skra kvikmynda og listamanna í þessari grein. Skrifað er um Bija- gos-eyjar sem liggja undan Gu- inea-Bissau, um verk senegalskra listamanna og grein um Kano í Nígeríu, svo drepið sé á þáð helsta. Tregða hjá Royal Jordanian Royal Jordanian-flugfélagið er í hópi þeirra sem hefur einhverra hluta vegna ekki tekist að halda Ferðablaði á póstlista sínum. En af því ég flaug með því fyrir stuttu kippti ég auðvitað með Royal Wings og sá við lestur þess að gaman væri að fá það oftar. Grein um Dubai-perluna við flóann, grein um svissneskt sælgæti, í fótspor Arabíu Laurence og grein um vaxmyndasafn í Amsterdam. Auk greina og góðra mynda er svo að finna í þessum blöðum ýmsar upplýsingar um viðkomandi flugfélag, þjónustu um borð, varn- ing sem er seldur í flugi og auk þess eru kort og töflur, að sönnu nokkuð misjafnlega ítarlegar en allt í allt hið gagnlegasta efni. ■ jk l eru áfangastaðir í millilandaflugi Finnair nú 53 talsins. Reidar Hauge, framkvæindastjóri feijuflutningafélagsins Viking reiser, segir að hið hörmulega feijuslys, sem varð síðasta haust, þegar um 900 manns fórust með Estoniu, hafi haft áhrif á alla feijuflutninga í Evrópu. „Við vonumst þó til að geta unnið á aftur. Mjög margir hafa gegnum tíð- ina tekið feiju milli Finnlands og Svíþjóðar, eða farið í siglingu til St. Pétursborgar.“ Fyrirtæki Hauge tek- ur í sumar í notkun tvær nýjar ferj- ur, sem að hans sögn standast ströngustu öryggiskröfur. Meðal ferða Viking reiser er 4 daga ferð frá Helsinki til St. Pétursborgar, sem kostar um 9.000 krónur með fullu fæði. „Farþegar gista um borð, en Morgunblaðið/Sverrir FULLTRUAR finnskrar ferdaþjónustu, Maunu Von Luders frá Finnair, Sven Hansen frá finnska ferðamálaráðinu og Reidar Hauge frá Viking reiser, ásamt Tom Söderman, sendiherra Finn- lands á íslandi. geta farið i land á daginn og þurfa ekki vegabréfsáritun. Við leggjum áherslu á fjölskylduferðir og bjóðum fjölskyldum því sérstök kjör.“ Margir í bændaglstingu Bændagisting hefur verið byggð upp víðs vegar í Finnlandi og ber finnsku ferðamálafulltrúunum sam- an um að hún njóti vaxandi vin- sælda. „Hún höfðar sérstaklega til þeirra sem hafa ánægju af að skoða náttúru landsins og njóta hennar. Sums staðar hafa verið reistir gisti- staðir þar sem lífið snýst um um- hverfisvemd. Sá þáttur er að verða snar í ferðaþjónustu, ekki aðeins í Finnlandi, heldur hvarvetna í heimin- um.“ ■ BT liumiui ■ f Land yngri en 15 ára Þýskaland 16% italía 16% Sviss 16% Danmörk 17% Japan 17% Lúxembúrg 17% Austurríki 18% Belgía 18% Bretland 19% Finnland 19% Grikkiand 19% Noregur 19% Búlgaría 20% Portúgal 20% Kanada 21% Rússland 22% Bandaríkin 22% Singapore 23% S-Kórea 24% fsland 25% Pólland 25% Thailand 29% Chile 31% Sam.arab. furstad. 32% Lfbanon 33% Tyrkland 35% Indónesía 37% Víetnam 39% Jórdanfa 41% Bangladesh 44% Laos 45% Kenya 49% Gazaströndin 60%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.