Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR27.MAÍ 1995 D 3 Hver var Verónika? LEIKUST Kaffilcikhúsið Hlaövarpanum HERBERGI VERÓNIKU Höfundur Ira Levin. Þýðandi Ing- unn Asdísardóttir. Leikstjóri Þór- unn Sigurðadóttir. ÞAÐ er ekki á hveijuin degi sem boðið er upp á trylli í íslenskum leikhúsum. Eins og þeir eru skemmtilegir. Og Herbergi Verón- iku er þar engin undantekning. Sniðugt plott, skemmtilegur texti, áhugaverðar persónur; dálítið klikk- aðar svo ekki verði meira sagt. Ungt par, Susan og Larry, hafa brugðið sér á veitingahús, hitta eldri hjón sem segja að Susan sé nákvæm eftirmynd Veróniku, stúlku sem einu sinni bjó í húsi þar sem hún var innilokuð í herbergi sínu vegna berkla. Hún var í einangrun vegna smithættu en foreldrar hennar elsk- uðu hana svo mikið að þeir ákváðu að hafa hana heima og annast hana sjálfir. Hjónin, sem voru garðyrkju- maður og þjónustustúlka á heimil- inu, linna ekki látum fyrr en Susan og Larry koma með þeim heim til að sjá mynd af Veróniku. En þegar þangað kemur biðja þessi elskulegu hjón Susan að gera sér lítinn, sætan greiða... Koma í lítinn leik ... Hér er leikið tveimur skjöldum. Hin elskulegu hjón eru ekki öll þar sem þau eru séð og hinn saklausi leikur snýst upp í skelfingu. Fjórir leikarar taka þátt í sýning- unni og er hún bráðvel ieikin. Hjón- in elskulegu eru.leikin af þeim Rúrik Haraldssyni og Þóru Friðriks- dóttur. Samleikur þeirra er einkar góður og gáfu þau mjög sannfær- andi mynd af hinum elskulegu hjón- um sem höfðu greinilega lengi ver- ið mjög samtaka. Og það ekki lítið samtaka. Gunnlaugur Helgason leikur Larry, unga lögfræðinginn sem Susan hefur nýverið kynnst og fer með út að borða. Þetta er fyrirferðarminnsta hlutverkið í sýn- ingunni og kannski ekki mikið til að moða úr fyrir leikarann en Gunn- laugur skilaði því með ágætum. Ragnhildur Rúriksdóttir leikur svo Susan og skilar sínu frábærlega. Hún hefur ákaflega góða og blæ- brigðaríka rödd, sem hún beitir vel, og mikinn sviðssjarma. Ég hef aðeins einu sinni áður séð hana á sviði og þar bar hún af öðrum í hópnum. Hér leikur hún á móti reyndum og sterkum leikurum þar sem Rúrik og Þóra eru - en gefur þeim ekkert eftir. Að mínu viti er hún ein mest spennandi leikkonan af yngstu kynslóðinni sem við eig- um í dag. Leikstjómin er mjög góð. Sýning- unni er haganlega komið fyrir í mjög litlu rými án þess að hreyfing persónanna verði stirð eða þvinguð. Hér hefur svo sannarlega verið unnið með leikurunum enda fylgja þeir texta sínum nákvæmlega eftir með svipbrigðum og hreyfingum og úr verður sýning sem rígheldur at- hygli manns frá upphafi til enda. Þýðing verksins er alveg prýðileg; textinn þjáll og ekkert sem maður hnýtur um. Hér er boðið upp á spennandi kvöldstund með góðri sýningu og ekki skemmir eldhús Steinunnar fyrir. Kræsingamar jafnóvæntar og plottið í verkinu. Súsanna Svavarsdóttir Mátulega mikið af viti og vitleysu Leikfélagið Leyndir draumar frumsýnir í kvöld leikritið Mitt bælda líf eða Köttur Schrödingers í Möguleikhúsinu við Hlemm. Verkið er frumsamið af félögum í Leyndum draumum undir hand- leiðslu Hlínar Agnarsdóttur sem jafnframt er leik- stjóri. Orri Páll Ormarsson brá sér á æfíngu og ræddi við aðstandendur sýningar- innar. LEIKVERK Leyndra drauma fjalla um tilfinningar fólks. Mitt bælda líf snýst um höfnun og bælingu en það er stærsta viðfangsefni leikfél- agsins til þessa. Leikritið fjallar um ævi Baldurs, sérvitrings sem á sér stoð í raunveruleikanum, og sam- band hans við fólk sem varð á vegi hans í lífínu. Hann var alla tíð utan- veltu og undir það síðasta lét hann sér nægja að dveljast innan um 9.000 bækur og annað stofustáss í leiguherbergi í kjallaranum hjá vini sínum, Ragnari rithöfundi. Engu að síður dreif ýmislegt á daga Bald- urs. Fimmtán leikarar taka þátt í sýningunni og eru sumir þeirra að stíga á svið í fyrsta sinn. Leikmynd er eftir Hlín Agnarsdóttur og Sig- urð Gunnarsson en búningar koma héðan og þaðan. Alfreð Sturla Böð- varsson annast iýsingu, tæknimað- ur er Hrannar Ingimarsson og aðstoðarleikstjóri Sigrún Tryggvadóttir. Fyrirhugaðar eru sex sýningar á leikritinu. Ólíkur bakgrunnur Leikfélagið Leyndir draumar varð til á leiklistamámskeiði sem Hlín Agnarsdóttir hélt fyrir fullorðið fólk í Kramhúsinu haustið 1992. Tæplega tuttugu áhugaleikarar á aldrinum 25-57 ára eru virkir í starfi félagsins og hefur enginn þeirra bak- grunn í leiklist. Þeir koma úr hinum ýmsu þrepum Morgu nblaðið/Þorkell RAGNAR rithöfundur og kona hans Anna Ósk eru ekki alltaf á sama máli í leikritinu. þjóðfélagsstigans og eiga það eitt sameiginlegt að hafa þörf fyrir að gefa tjáningunni iausan tauminn. Hópurinn hefur sótt fjölda námskeiða hjá Hlín og í fyrra þreytti hann frumraun sína á sviði þegar hann sýndi leikritið Magdalenu á Galdraloftinu. Sú sýning var „afrakstur sam- vinnu leikmanna og atvinnu- leikstjóra eins og hún gerist best“, eins og leiklistargagn- rýnandi Morgunblaðsins komst að orði. Síðan settu Leyndir draumar upp nokkur örverk í byijun þessa árs. Hlín leikstjóri segir að tilgangur sinn með myndun þessa leikfélags hafi verið að fá útrás fyrir hug- BALDUR, aðal- söguhetjan í Mínu bælda lífi, kemst meðal annars í hann krappann á Tælandi. myndir og tilraunir sem rúmist ekki innan veggja atvinnuleikhúsanna. Þá kveðst hún hafa viljað vinna með fullorðnu fólki. „Ég var búin að kenna mikið af ungu fólki og langaði til að hitta fullorðið fólk sem ég gæti deilt einhveiju með í leik- húsi.“ Marta Þórðardóttir fer með hlut- verk framkvæmdakonunnar Önnu Óskar sem er einskonar andstæða Baldurs í Mínu bælda lífi. Hún seg- ir að meðgöngutími hverrar hug- myndar sem verður að leikverki sé langur. Allur leikhópurinn taki þátt í umræðum um hugmyndina, bækur séu lesnar, farið sé á fyrirlestra og spuni komi mikið við sögu við gerð handritsins. Marta segir ennfremur að líkamleg tjáning og stílfærðar hreyfingar skipi vegiegan sess í uppfærslum Leyndra drauma auk þess sem hópurinn leggi mikla áherslu á notkun tónlistar í sýning- um sínum. Utrás fyrir sköpun Marta kveðst vera í Leyndum draumum til að fá útrás fyrir sköp- un. „Það er rosalega skemmtilegt að sjá einhveija hugmynd verða að leiksýningu. Síðan er það líka kost- ur hvað allir í hópnum eru ólíkir. Við tökum okkur heldur ekkert allt of alvarlega og það er svona mátu- lega mikið af viti og vitleysu í þessu.“ Gunnar Sigurðsson fer með hlut- verk Baldurs en hann er jafnframt formaður leikfélagsins. Hann segir að hópurinn sé mjög samhentur og áhugasamur sem komi skýrt fram við undirbúning sýninga. Þegar Gunnar „rölti sér inn“ á fyrsta nám- skeiðið hjá Hlín á sínum tíma hafði hann gengið með leikarann í mag- anum í mörg ár. Síðan hafa hlutim- ir gerst hratt og í haust ætlar hann að láta gamlan draum rætast og hefja leiklistarnám á Englandi. Gunnar kveður þó Leynda drauma með söknuði. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími. Það er svo mikill kraftur í þessum hópi.“ Þyrnirós var besta bam KVIKMYNDIR Bíóborgi n/Bíöhöl I i n Þyrnirós „Sleeping Be- auty“ ★ ★ '/j Leikstjórar: Clyde Geronimi, Les Clark, Eric Larsen, Wolfgang Reit- herman. Framieiðandi: Walt Disn- ey. Raddir: Mary Costa, Bill Shir- ley, Vera Vague. WaltDisney. 1959. TEIKNIMYNDIR Disneyfyrir- tækisins njóta ómældra vinsælda um heim allan eftir að ný gullöld þeirra hófst fyrir nokkrum árum. í fram- haldi hefur tykið verið dustað af nokkrum gömlum Disneymyndum og þær settar í dreifingu og hafa Sambíóin sýnt þær margar eins og Bamba og Öskubusku og nú eru sýningar hafnar á Þyrnirós. Hún er frá árinu 1959 og viku höfundar hennar í veigamiklum atrið- um frá upphaflega ævintýrinu til að laga það að söguhefð Disneyfélagsins þar sem ástarmál prinsins og Þymi- rósu eru aðalatriðið og dísimar þijár, sem allar eru piparkerlingarlegar í orði, æði og athöfnum, fara með mikilvægustu hlutverkin auk sjálfrar nomarinnar. Helsta breytingin er þó sú að í Disneyútgáfunni sefur Þymi- rós ekki í nein 100 ár heldur brýst prinsinn samdægurs í gegnum þymi- gerðið og vekur hana með kossi. Sjálf er Þymirós ein af gömlu Disneyprinsessunum, sem ósnortin er af kvennabyltingunni. Hún er Barbídúkka. Þegar við sjáum hana fyrst er hún með afþurrkunarklút í hendi að sinna heimilisstörfum með söng á vör. Slíkt væri óhugsandi í Disneymynd í dag þar sem kvenper- sónurnar hafa þróast töluvert til samræmis við breytta stöðu konunn- ar. Á sama hátt mun einhveijum þykja hraðinn i frásögninni fjarri þvi sem gerist f nýjustu Disneyteikni- myndunum eins og Aladdín og Kon- ungi ljónanna þar sem frásagnar- stíliinn byggir á hasarmyndahefð- inni. Hér er áherslan á að skapa fallegt ævintýri með fallegum teikn- ingum og mörgum, fallegum sön- gatriðum (myndin virkar stundum eins og söngleikur) í afar yfirveg- aðri frásögn. Disneyhúmorinn er til staðar og vonda nomin gefur þeirri í ævintýr- inu um Mjallhvít ekkert eftir. Þegar nær dregur lokunum fer hasarinn af stað fyrir alvöru og er þá í raun- inni ekkert síðri en í nýju myndun- um. Þymirós er ennþá hin fínasta skemmtun þó hún hafi sofið núna í meira en þriðjung af öld. Arnaldur Indriðason MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Verk Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, Bjami Hinriksson og Kristján Steingrimur Jónsson fram í miðjan júni. Safn Ásgríms Jónssonar Vormenn í íslenskri myndlist, til 31. ágúst. Ásmundarsafn Stíllinn í list Ásmundar, fram á haust Listasafn Siguijóns Ólafsson- ar Sýn. Þessir kollóttu steinar, til 1. júní. Gallerí Greip Sigríður Siguijónsd. sýnir til 28. maí. Gallerí Sævars Karls Viktor G. Cilia sýnir. Nýlistasafnið Þijár sýningar: Þór Vigússon, Anna Eyjólfsdóttir og Jóhann Valdimarsson. Gallerí Úmbra Elísabet Haraldsdóttir sýnir til 31. maí. Listhús 39 Eva Benjamínsdóttir sýnir til 28. maí. Gerðarsafn Grimur Marinó Steindórsson sýnir til 18. júní. Listasafn ASI Torfi Harðarson sýnir. Önnur hæð Samsýning: Jan Voss, Henriette van Egten, Andrea Tippel og Tomas Schmit. Mokka Grannagys til 29. maí. Hafnarborg Harpa Bjömsdóttir sýnir í Sverrissal og Kjartan Guðjóns- son sýnir í kaffistofu til 30. maí. Gallerí Stöðlakot Soffía Sæmundsdóttir sýnir til 20. júní. Snegla Listhús Slæðudagar til 16. júní. Við Hamarinn Jóhann Torfason sýnir til 28. maí. Norræna húsið Sérvalin verk nemenda MHÍ til 5. júní. Gallerí Fold Guðbjörg Hlíf sýnir til 4. júní. TONLIST Laugardagur 27. maí Lokatónleikar Söngskólans í Reykjavík í íslensku óperunni kl. 15. Sunnudagur 28. mai Tríó Reykjavíkur í Hafnarborg kl. 20. Kór íslensku óperunnar í Hveragerðiskirkju kl. 17. LEIKLIST Þjóðleikhúsið West Side Story lau. 27. maí, fös. Taktu lagið, Lóa! lau. 27. maí, mið., fím., fös. íslenski dansflokkurinn: Heitir dansar sun. 28. maí, fim. Kaffileikhúsið Sápa tvö, fös. 26. maí. Hlæðu Magdalena, hlæðu lau. 27. maí. Herbergi Veroniku, sun. 28. maí. Leikfélag Akureyrar Djöflaeyjan lau. 27, fös., lau. Nemendaleikhúsið Mariusögur lau. 27. mal. LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallarinn Dagskrá um Hauk Morthens kl. 20.30. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa bor- ist bréflega fyrir kl. 16. á mið- vikudögum merktar: Morgun- blaðið, menning/listir, Kringl- unni 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-691181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.