Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 8
8 D LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Andlegt frelsi landsmanna í hættu Einar Bragi, skáld og þýðandi, hefur nú þýtt og gefíð út bæði Ibsen og Strindberg í eigin forlagi. Einar Bragi segir í viðtali við Þröst Helgason að það sé ekki allt með felldu í bókaútgáfu á Islandi. Morgunblaðið/Sverrir EINAR Bragi segir að Ibsen og Strindberg hafi verið ólíkir viðfangs. IBSEN var ekki auðveldur við- fangs en hann reyndist mér samt ekki erfiðari en hver ann- ar sem ég hef fengist við að þýða. Hann var jafnvel léttari en Strind- berg; Ibsen er samkvæmur sjálfum sér frá einu verki til annars og auðveldara að vaxa inn í hann, ef svo mætti að orði komast, en Strindberg var eins og sígjósandi eldJQall og alltaf að taka hamskipt- um.“ Þannig kemst Einar Bragi, skáld og þýðandi, að orði um langa glímu sína við tvo mestu meistara norrænnar leikritunar sem nú hefur fengið farsælan endi. Strindbergs- þýðingar Einars Braga komu út árið 1992 og nú um þessar mundir eru tólf af helstu verkum Ibsens að koma út í þýðingu hans en hann gefur bæði þessi verk út sjálfur í forlögum sem hann nefnir í höfuðið á leikskáldunum tveimur. Segir Einar Bragi að íslensk útgáfufyrir- tæki hafi ekki treyst sér til að gefa þessi verk út sökum þess að þau hafi haft slæma reynslu af útgáfu leikrita í gegnum tíðina. Stórír andar „Ég kynntist þeim Ibsen og Strindberg þegar ég dvaldist sextán ára hjá frænda mínum í Vest- mannaeyjum, Brynjólfi Einarssyni skipasmið, en hann var mikill unn- andi góðra kvæða og kunni mörg þeirra utanað, m.a. Þorgeir í Vík eftir Ibsen. Aðspurður hvort hann telji að Ibsen og Strindberg eigi hins vegar brýnt erindi við nútím- ann, segist Einar Bragi ekki vera í nokkrum vafa um það og bendir á þær fjöimörgu sýningar á verkum hans sem fram fara víða um heim því til áréttingar. „Þetta á þó e.t.v. enn frekar við um verk Strindbergs en Ibsens því hann er svo nýtísku- legur í sér kallinn að það er eins og hver ný kynslóð fínni alltaf eitt- hvað nýtt í verkum hans. Meira að segja höfundar svokallaðra absúrd- leikrita, sem eru tiltölulega nýtt fyrirbæri í leiklistinni, hafa lært heilmikið af Strindberg. Þetta eru stórir andar sem takast á við stór efni, efni sem hafa brotist um í mannssálunum alla tíð og munu halda áfram að gera það. Skáld- skapurinn er í raun endalaus endur- tekning á því sama, bara með nýjum og nýjum hætti. Ef þú lest leikrit fomgrísku skáldanna sérðu að þau voru að fást við þessar sömu mann- legu kenndir og nútímaskáldin eru að fást við: Ástina, sorgina, gleð- ina, dauðann. Það er ekkert nýtt undir sólinni segir Predikarinn." í Ibsen-útgáfu Einars Braga er hvorki að finna Pétur Gaut né Brand sem sennilega eru með kunn- ustu leikritum skáldsins. „Ástæðan fyrir þessu er fýrst og fremst sú“, segir Einar Bragi, „að bæði þessi verk eru þegar til í þýðingum tveggja stórgóðra þýðenda, Pétur Gautur í þýðingu Einars Benedikts- sonar og Brandur í þýðingu Matthí- asar Jochumssonar. Auk þess hef ég byggt þessa útgáfu á yngri verk- um Ibsens, þ.e. frá og með Stoðum samfélagsins, en jafnvel þótt svo hefði ekki verið hefði ég aldrei látið mér detta í hug að snerta við Pétri Gaut og Brandi; það hefði eiginlega verið dónaskapur því þau eru löngu orðin klassísk hér á landi í þýðing- um Einars og Matthíasar. Eg hef heldur ekki snert við Víkingunum á Hálogalandi sem til eru í þýðingu Indriða Einarssonar og Eggerts 0. Briem þótt sú útgáfa sé nú orðin fáséð." Einar Bragi segir að ástæðan fyrir því að hann taki aðeins fyrir verk Ibsens frá og með Stoðum samfélagsins sé sú að þá hefjist nýtt skeið á höfundarferli hans. „En auk þess freistuðu þau sjö verk Ibsens sem ekki hafa verið þýdd á íslensku mín ekki, ég held raunar að honum væri enginn greiði gerður með því að þýða þau.“ Að duga eða drepast Einar Bragi gefur út bæði Strind- bergs- og Ibsens-þýðingámar sjálf- ur og segir að það komi ekki til af góðu. „Það er ekki það að ég hafí haft einhverja löngun til að gerast bókaútgefandi á gamals aldri held- ur kemur þetta til vegna þess að það er afskaplega erfitt að gefa leikrit út á íslensku öðrovísi en með bullandi tapi. Það mun vera bláköld staðreynd.“ Einar Bragi segir að í ljósi þessa sé erfitt að álasa útgef- endum fýrir að vilja ekki táka leik- ritsþýðingar upp á sína arma. Hann rekur útgáfusögu Shakespeareþýð- inga Helga Hálfdanarsonar sem dæmi um þá erfiðleika sem hafa fylgt leikritsútgáfum en sú saga hefst árið 1956 og líkur ekki fyrr en 35 árum síðar þegar Mál og menning gaf þýðingamar út í heild sinni en þá höfðu verið gerðar a.m.k. tvær aðrar tilraunir til þess. „Og það vill til að það var verið að ganga frá Shakespeare-útgáf- unni um það leyti sem ég var að ljúka við að þýða Strindberg. Ég hafði samið við Svart á hvítu um útgáfuna en það vildi ekki betur til en svo að það fýrirtæki fór á haus- inn um það bil sem ég kláraði verk- ið. Ég ræddi aldrei við nema einn annan útgefanda sem var Mál og menning og ég verð svo sem að virða þeim það til vorkunnar að þeir voro ekki fúsir til að ráðast í svona stórt verkefni eftir þá reynslu sem þeir höfðu af Shakespeare og grísku harmleikjunum sem voro líka að koma út. En þegar maður stend- ur á slíkum vegamótum, búinn að vinna að því í nokkur ár að koma ákveðnu verki af höndum, er auðvit- að ekki nema um tvennt að velja, annaðhvort er að duga eða drepast. Ef ekki er hægt að treysta á aðra verður maður að treysta á sjálfan sig.“ Einar Bragi segir að sennilega hefði Menningarsjóður ekki tekið þetta verkefni að sér þótt hann hefði verið á lífi því hann hefði sjálf- ur haft slæma reynslu af útgáfu leikrita. „Framkvæmdastjóri Menn- ingarsjóðs sagði mér á sínum tíma að leikrit seldust varla í meira en þrjátíu eintökum. En það er hins vegar nauðsynlegt að hafa mögu- leika á einhvetjum stuðningi við svona útgáfur sem eró nauðsynleg- ar íslenskri menningu en afskap- lega erfitt að láta bera sig íjárhags- lega. Menn hafa svo sem áttað sig á þessu fyrir löngu og til ero sjóðir sem gegna þessu hlutverki. Ég fékk t.d. styrki bæði úr Norræna þýðing- arsjóðnum og þeim íslenska en út- gáfan er samt rekin með miklu tapi, með milljóna tapi.“ Að mati Einars Braga er lausnin á þessum vanda bókaútgáfu á ís- landi ekki endilega fólgin í því að stofna aðra ríkisrekna útgáfu held- ur að efla sjóðina. „Það er betra að þetta sé ekki allt í höndunum á einum aðila. Ég er hvorki hlynntur ríkisreknum útgáfum né heldur út- gáfum sem ero svona yfírgnæfandi eins og nú er að verða hér á landi. Það er eiginlega bara eitt útgáfu- fyrirtæki sem hægt er að tala um að hafi möguleika á að gera stóra hluti og þar á ég við Mál og menn- ingu. Þetta er mjög alvarlegt ástand, ekki aðeins fyrir útgáfumál- in heldur ekki síður fyrir íslenska menningu yfirleitt. Það verður ekki komist hjá því að yfirvöld finni ein- hveija lausn á þessu.“ Einar Bragi segist muna eftir a.m.k. tíu atkvæðamiklum forlög- um sem farið hafa á hausinn á síð- ustu árom. „Og það koma engin í staðinn. Þetta er mikið áhyggju- efni, andlegt frelsi landsmanna er í hættu. Við þurfum ekki annað en að skoða skipulagið hjá Máli og menningu. Þetta er kallað útgáfufé- lag en félagsmenn hafa hins vegar ekkert að segja um útgáfuna, þeir ero engu ráðandi, sjá aldrei reikn- inga, velja ekki í stjóm eða útgáfu- ráð. Þetta er ekkert félag heldur stofnun sem maður veit ekkert hvemig starfar og endumýjar sig sjálf eins og eitthvert furðudýr sem æxlast af sjálfu sér.“ Aðspurður um lausn á þessu vandamáli segir Einar Bragi að ráðamenn þurfi einfaldlega að átta sig á því að það sé þrennt sem verði að hafa forgang í ríkisútgjöld- um, menning, menntakerfí og heil- brigðiskerfi. „í þessum málaflokk- um á ekki að spara eins og sífellt er verið að tönnlast á heldur á þvert á móti að ausa fé í þá. Það mun örogglega skila sér í framtíðinni.“ Síðustu sýning- ar á „Heitum dönsum“ TVÆR síðustu sýningar íslenska dansflokksins á „Heitum dönsum“ í íjóðleikhúsinu verða sunnudaginn 28. maí og fimmtudaginn 1. júní. Á efnisskránni ero verkin „Carm- en2“ eftir Sveinbjörgu Alexanders, „Sólardansar“ eftir Lambros Lambrou, „Adagietto" eftir Charles Czamy og „Til Láru“ eftir Per Jons- son við tónlist Hjálmars H. Ragn- arssonar. TONLIST Norræna húsiö PÍANÓLEIKUR Edda Erlendsdóttir og Steinway- inn. Miðvikudagur 24. mai 1995. FJÖGUR ár munu liðin síðan undirritaður heyrði vandað píanó- spil Eddu Erlendsdóttur og þá einnig í Norræna húsinu, ef rétt er munað. Þessi vandvirkni ein- kennir píanóspil Eddu. Fjögur ár hafa bætt á þroska Eddu og insæi hennar í verkefnin hefur dýpkað. Edda velur sér gjarnan verkefni sem ekki em algengust á efnis- skrám píanóleikara, er það klókt af henni, hvort tveggja, að vekja forvitni tónleikagesta á því sem sjaldnar heyrist og svo hitt að vera ekki að glíma við þúsundir annarra píanóleikara sem allir spila það sama og því miður oft á sömu nótunum. Edda hóf leik sinn á tveimur Rondóum op. 51 eftir Beethoven. Af skáldlegri íhugun lék hún Rondóin tvö, með oft fallegum syngjandi tón og fallega músiser- að. Fyrir smekk undirritaðs dálítið varfæmislega og óþarflega oft gripið til veika pedalans, sem gerði tóninn dálítið mattan. Lengi má deila um hraða, styrkleika og Skáldið og píanóið áherslur í tónverki, en eftir Beet- hoven eru þessi Rondó tvö, ekki Mozart, þótt fjarlægðimar milli séu ekki miklar. Eigi að síðar vom Rondóin tvö fallegur inn- gangur tónleikanna. Sex píanóverk op. 118, eftir J. Brahms, hvorki meira né minna, voru næst á efnisskrá. Ekki er auðvelt að skila Brahms í litlum sal þar sem hættan er á að „forte" verði um of. Spumingin er kannski hvað Bramhs meinar með forte. Mjúkt og voldugt forte hent- ar Bramhs kannski best, aldrei hamrað eða sárt, eins og hægt er að leyfa sér í Beethoven. Þama fannst mér Edda ekki átta sig nægjanlega á litlum sal Norræna hússins, hvers hjómsvöron hentar ekki alltaf hljóðfærinu. Vinstri höndin varð stundum yfirgnæf- andi í sterku spili og þá pedalnotk- unin einnig. Aftur á móti í verkun- um sem útheimtu veikt spil mnnu flytjandinn og hljóðfærið Sciman í eitt, t.d. í Intermezzo nr. 2, sem fékk fallega'syngjandi og skáld- lega hugsaðar línur, einnig í Int- ermezzoinu nr. 4 í röðinni, svo og vandtúlkaðri Rómönsunni og sér- lega fallega spiluðu og uppbyggðu síðasta Intermezzoinu. Svítan „Frá tímum Holbergs" klæðir strokkvartettinn miklu bet- ur en píanóið eitt sér. Svítan er einhvem veginn ekki píaniskt hugsuð og verður of smituð af þýskri rómantík, kannski standa þó upp úr sem píanóverk Prelú- dían og Rigaudon, ef vel er spilað og það gerði Edda. Áfram hélt Edda með Grieg og nú sjö ljóðræn smálög og ennþá svífiir þýska rómantíkin yfír vötnunum, t.d. gæti Scherzoið eins verið eftir Mendelssohn. Mörg þessi smálög skáldaði Edda mjög fallega á píanóið, en mér finnst henni hætta við að nota hægri pedalann of mikið. Sagt er að fáir hafi notað pedalann betur en gamli Josef Hofmann, sem sagt er að stigið hafi á pedalann aðeins brot úr sekúndu hveiju sinni. En hvað um það, Edda er að skipa sér á bekk með okkar öruggustu og bestu píanistum. Ragnar Björnsson Síðasta sýning- arhelgi í Nýlistasafninu ÞREMUR sýningum lýkur nú á sunnudag 1 Nýlistasafninu. Þór Vigfússon sýnir málverk í neðri sölum safnsins og Anna Ey- jólfsdóttir sýnir umhverfisverk í efri sölum og porti. Sýning Önnu ber heitið Hringrás. Gestur í setu- stofu safnsins er Jóhann Valdimars- son. Safnið er opið frá kl. 14-18. ♦ » ♦ Síðasta sýningarhelgi Kjartans í Hafnarborg SÝNINGU Kjartans Guðjónssonar í Hafnarborg lýkur á mánudag 29. maí. Á sýningunni ero um 40 mynd- ir sem eru afrakstur síðustu fiög- urra ára og flestar unnar í olfu. Kjartan segir að myndimar á þessari sýningu séu flestar stærri en eldri myndir hans og að mikið sé unnið með bátsminni í þeim. Einnig segir hann að kvenfólk sé áberandi í þeim. Sýningin er opin frá kl. 12-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.