Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 6
6 D LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LEIKARARNIR Hinrik, Vig- dís og Valgeir, á myndina vantar Kormák trommuleik- ara og Einar bassaleikara. Morthens SÍÐASTA dagskrá Listaklúbbs Leikhúskjallarans í vetur verður mánudaginn 29. maí og er hún helguð Hauki Morthens. Sagt verður frá ferli Hauks og mörg af vinsælustu lögum hans sungin: Bjössi á mjólkurbflnum, Simbi sjómaður, Til eru fræ og fleiri. Flytjendur eru leikararnr Hinrik Ólafsson, Valgeir Skagfjörð og Vigdís Gunnarsdóttir og tón- listarmennimir Kormákur Geir- harðsson og Einar Sigurðsson. Dagskrár Listaklúbbins heíjast um kl. 20.30 og er aðgangseyrirr kl. 500 en 300 kr. fyrir félaga klúbbsins. Litlar mynd- ir í Eden BJARNI Jóns- son listmálari hefur opnað sýningu á litlum myndum í Eden í Hveragerði og stendur hún fram á annan í hvítasunnu. Á þessari sýn- ingu eru margar frumgerðir að stærri málverkum sem eru þjóðlegs eðlis, nýjar vatns- litamyndir sem unnar eru á mis- munandi pappír og með fj'ölbreyttri tækni. Bjarni Jónsson listmálari. Morgunblaðið/Halldór KÓR Öldutúnsskóla ásamt stjórnanda sínum Agli Friðleif ssyni. Kórinn efnir til afmælistónleika í Víðistaðakirkju klukkan 17 í dag. Þetta hefur verið indælt stríð Kór Öldutúnsskóla efnir til afmælistónleika í Víði- staðakirkju í dag en um þessar mundir eru liðnir þrír áratugir frá stofnun hans.Orrí Páll Ormars- son brá sér á kóræfingu og ræddi við stjórnand- ann og kórfélaga. ATÓNLEIKUNUM í dag koma Fram hátt á annað hundrað kórfélagar - bæði núverandi og fyrrverandi - en auk Kórs Öldut- únsskóla taka lagið Litli kór Öldut- únsskóla, „Skot 92“, Mömmukórinn og kvennakór undir stjóm Margrétar Pálmadóttur. Þá syngur Hánna Björk Guðjónsdóttir einsöng og Valgerður Andrésdóttir leikur á píanó. Undir- leikari með kómum er Ingunn Hildur Hauksdóttir. Allar em þær fyrrver- andi kórfélagar og starfandi tón- listarmenn. Kór Öldutúnsskóla er skipaður stúlkum á aldrinum 11-16 ára. Á efnisskrá hans er nú sem endranær að fínna lög allt frá 17. öld til okkar daga. Sérstök áhersla hefur jafnan verið lögð á kynningu íslenskrar tón- listar og snar þáttur í starfi kórsins er flutningur kórverka íslenskra tón- skálda en mörg þeirra hafa samið verk fyrir kórinn. Nú er á efnis- skránni Maríuljóð eftir Hildigunni Rúnarsdóttur sem er tileinkað kóm- um en það var frumflutt á Myrkum músikdögum fyrir skemmstu. Kór Öldutúnsskóla var stofnaður 22. nóvember 1965. Árið 1966 kom hann fyrst fram í útvarpi og ári síð- ar í sjónvarpi. Árið 1968 var kórinn valinn til þátttöku á norræna bama- kóramótinu sem fram fór í Finn- landi. Kórinn hefur farið fimmtán sinnum utan og sungið í fjölda landa í fimm heimsálfum. Hann hefur að auki sungið víða um ísland, komið fram í ótal útvarps- og sjónvarpsþátt- um og sungið inn á hljómplötur. Þá berast kómum jafnan boð víða að úr heiminum um þátttöku í kóramót- um og tónlistarhátíðum. Stofnandi og stjómandi Kórs Öld- utúnsskóla allar götur frá upphafí er Egill Friðleifsson. Hann segir að markmiðið með starfínu sé að gefa nemendum skólans kost á að þjálfa raddir sínar og þroska tónlistarhæfi- leika. „Líf mitt hefur að miklu leyti snúist í kringum kórinn og það má eiginlega segja að þetta hafí verið indælt stríð,“ segir Egill. „Ég er afar þakklátur öllum þeim söngfuglum sem starfað hafa með kómum en við höfum átt margar skemmtilegar stundir saman. Þetta hefur í senn veitt mér ánægju og valdið mér áhyggjum." Egill segir að kórinn hafí einatt notið skilnings og stuðnings frá ríki, bæ, fyrirtækjum og einstaklingum. Kann hann öllum sem stutt hafa við bakið á kómum bestu þakkir enda er erfitt að byggja upp starfsemi af þessu tagi án þess að hafa traustan fjárhagslegan bakhjarl. Egill segir að margt sé á döfínni hjá kórnum á afmælisárinu. Tónleik- arnir í dag séu einungis fyrsti liður- inn í veislunni. I ágúst fer kórinn í tónleikaferð til Þýskalands og með haustinu er fyrirhuguð útgáfa veg- legs afmælisrits þar sem saga kórs- ins verður rakin í máli og myndum. Þá mun Kór Öldutúnsskóla að líkind- um senda frá sér geislaplötu með nýju og eldra efni í haust. Tónleikarnir í dag leggjast ákaf- lega vel í Egil. Þykir honum framlag Mömmukórsins ekki síst virðingar- vert en hann samanstendur af fyrr- verandi kórfélögum sem eru í dag „virðulegar frúr og mæður.“ Hafa þær æft reglulega í vetur undir stjóm Brynhildar Auðbjargardóttur til að geta komið fram á afmælistónleikun- um. Mömmukórinn hefur einu sinni sungið opinberlega áður en það var á 25 ára afmæli Kórs Öldutúnsskóla. Egill segir að engan bilbug sé á sér að finna. Hyggst hann halda ótrauður áfram með kórinn enda sannfærður um að kórstarf - ekki síst bamakórstarf - sé í mikilli upp- sveiflu nú um stundir. Guðrún Ámý Karlsdóttir og Sig- rún Steingrímsdóttir em félagar í Kór Öldutúnsskóla. Þær em á einu máli um að það sé ákaflega gaman að starfa með kómum enda söngelsk- ar. Guðrún sem er 13 ára gekk til liðs við kórinn þegar hún byijaði í Öldut- únsskóla í fyrra. Hún leggur stund á píanónám og segir að margar stöll- ur sínar í kómum séu í tónlistarnámi samhliða kórstarfínu. Stúlkurnar þurfa að þreyta inn- tökupróf þegar þær eru á ellefta ári sakir þess að kórinn annar ekki eftir- spurn. Sigrún, sem er 15 ára, segir að áhugi stúlknanna sé mestur á aldrinum 11-14 ára. Þegar hún gekk í kórinn fyrir fímm ámm gerði fjöld- inn allur af jafnöldrum hennar slíkt hið sama. Nú hafa allar nema tvær helst úr lestinni. Sigrún gefur þá skýringu að miklar annir fylgi ungl- ingsámnum og stelpur í 9. og 10. bekk hafí einfaldlega ekki nægan tíma til að sinna kórsöng. Egill bætir reyndar við að þetta sé afar mismunandi milli ára. Stund- um haldi eldri stúlkumar ótrauðar áfram. „Þetta er eins og með þor- skinn í hafinu; árgangarnir eru mis- munandi sterkir." Mikið stendur til hjá kómum á þessu ári og leggjast verkefnin sem framundan em vel í þær Guðrúnu og Sigrúnu. Utanlandsferðin er þar efst á blaði. „Við emm farnar að telja dagana." Dagskrá um Hauk Rætur TÓNLIST Sígildir diskar MARTINU Bohuslav Martinu: Gilgamesh, óratória. Ivan Kusnjer (Bar.), Stefan Margita (T), Ludek Vele (B), Eva Depoltova (S). Fíl- harmóníuhljómsveit og Kór Slóvaka u. stj. Zdeneks Koslers. Upptaka: DDD, Bratisláva 11/1989. Marco Polo 8.223316. Lengd: 55:36. Verð: 1.490 kr. „HVERSU hófsk eða hvat var áðr?“ spyr Gangleri á gamalli skinnbók. Löngu áður en “nostalgía“ varð tízkuorð, hafa menn heillazt af heimsupphafínu. Varla gefst svo aum siðmenning, að hún hafí ekki einhveijar hugmyndir um sköpun heims, um líf og dauða, og jafnvel tilgang hvors tveggja. Og þó að epíska kvæðið um Gilgamesh sé kannski ekki beinlínís “genesískur“ kveð- skapur, þá er það alltjent elzta varðveitta ljóð á jörðinni, talið mnnið frá Súmemm en fullsamið á akkadísku máli Fombabýlóníu- manna fyrir rúmum 4000 árum. Titilpersón- an var reyndar konungur í Landinu milli fljót- anna um 2700 f. Kr. Til samanburðar má geta þess, að Hómerskviður voru ortar a.m.k. 1500 árum síðar. Gilgamesh ijallar í stómm dráttum um vináttu konungs og villimannsins Enkidus, um lát Enkidus af völdum ástargyðjunnar Ishtarar og um tilraun Gilgamesh til að kveðja vin sinn aftur til lífsins úr ríki dauðra. Förin til skuggaveraldar látinna minnir á leiðangur Orfeifs yfír Styx að sækja Evridísi og viðleitni ása til að heimta Baldur aftur úr klóm Heljar. En í víðara skiln- ingi fjallar kvæðið líka um spjöll- un nátturubamsins (Enkidus) við dvölina í borginni, um hverful- leika lífsins og um að gefast örlögum á vald. Þetta ævafoma viðfangsefni hefur höfðað til þónokkurra tón- skálda. Nærtækast er að minna á hið tuttugu ára gamla sam- nefnda verk eftir danann Per Norgaard, sem hann (ef rétt er munað) hlaut verðlaun Norður- landaráðs fyrir, gott ef ekki ári áður en Atli Heimir Sveinsson hlaut sams konar hnoss fyrir Flautukonsert sinn. Enda óra- fjarlægð þessa undraheims í tíma og rúmi kærkomið tækifæri til að fela hug og hönd þeim “exót- isma“ sem sérkennt hefur mikið af tónsköpun 20. aldar, ekki sízt Norður- landabúa, er stundum virðast þurfa að fara hálfan hring um hnöttinn til að forða inn- blæstri frá sálarfargi lítilla sanda. Tékkneska tónskáldið Bohusiav Martinu (1890-1959), sem flúði undan nazistum vest- ur um haf 1940, var afkastamikið með af- brigðum, en verkin þykja að sama skapi ójöfn að gæðum, enda iðkaði hann lítt að endur- skoða þau. Óratóríuna Gilgamesh fyrir ein- söngvara, kór, þul og hljómsveit (1954-55) samdi hann á efri árum í Nice á frönsku Rívíerunni, og er það talið með merkustu verkum hans. Það virðist ekki ýkja útbreitt á geisladiskum - skv. minni heimild er ekki um aðrar útgáfur að ræða í því formi en þessa - en ekki kæmi á óvart, ef þeim færi senn að fjölga (einkum ef tekst að yfírfæra tékkneska líbrettóið á frambærilegt alþjóðamál), því tónverkið sýnist hafa alla burði til að endast sem sígilt meistara- verk. Miðað við stærð kvæðisins er það ekki mjög langt, enda samfellt og hnitmiðað. Oratór- ían býr yfir einkennilegum dramatískum ferskleika; brúar bilið milli vesturlenzkra hefða okkar tíma og austurlenzkra stílþátta, án þess þó að verka samsuðukennt og draga úr hinni epísku dulúð sen\manni finnst hæfa þessari Kalevala morgun- landsins. Martinu virðist hafa hér náð að höndla sjálfar rætur siðmenningar í tónum svo eftir situr á litlum 55 mínútum. Af fyrrgreindum ástæðum vantar viðmiðun við annan flutning, en þessi talar sínu máli sterkar en meðalorð fá lýst. Hann er einfaldlega frábær. Sama gildir um upptökuna. Fullkomið tímaferðalag fyrir hægindastólkonunga. BARTOK Béla Bartók: 44 Dúó f. fiðlur, Sz98. András Kiss & Ferenc Balogh, fiðlur. Upptaka: DDD, 5/1991. Hyperion CDA66453. Lengd: 50:45. Verð: 1.490 kr. RÆTUR sígildrar tónlistar á Vesturlönd- um, segja sumir, er að finna í þjóðlögum. Víst er um það, að vegir þjóðlagsins þræð- ast víðar en margur hyggur - m.a.s. í greg- orssöng, sem af óskiljanlegum ástæðum er allt í einu farinn að ríða húsum á vinsælda- listum. Fáir hafa þó náð að endurnýja tón- sköpun vorra tíma út frá þjóðlögum í sama mæli og Béla Bartók. Hann var þeirrar skoð- unar, að tónsmíðar væri ekki hægt að kenna, og sjálfur reit hann varla aukatekið orð um aðferð sína við að tvinna þætti þjóðlagsins saman við nýja tónhugsun, enda þótt hann hefði mikinn áhuga á tónlistaruppeldi og stundaði þjóðlagasöfnun af kappi á yngri árum ásamt Kodály. Þessum manni hefði Jón Leifs átt að kynnast! Um tónlistaruppeldishugsjón Bartóks ber píanólagasafnið mikla Mikrokosmos fagurt vitni. Eins og í Mikrokosmos er lögunum í Fiðludúóunum 44 frá 1931 raðað eftir erfíð- leikagráðu, hinum einföldustu fremst, hinum erfiðustu síðast, og bendir það til, að hug- myndin að baki hafí öðrum þræði verið að hæfa kennslu. Engu að síður fer ekki illa að hlusta á safnið frá upphafi til enda. Hér er e.t.v. á ferðinni eitthvert skýrasta dæmi um það fijóvgunarferli sem þjóðlög Balkan- landa tóku í meðförum Bartóks að nýju og fersku tónamáli sem engu öðru var líkt. Þegar á líður fer hann að teygja og tosa hina seiðandi rödd alþýðunnar í ýmsar óvæntar áttir, hrynrænt, hljómrænt og pólý- fónískt, svo útkoman verður einkennilega tímalaus og óstaðbundin. í hnotskurn verður á vegi hlustandans lítill en leiftrandi fjársjóð- ur úr örstuttum (meðallengd hvers lags ca. 1 mínúta) gullmolum. Dúóin eru ekki meðal þekktari verka Bart- óks, en slitþol þeirra er auðheyrt, ekki sízt í feikjandi flutningi hinna tveggja fíðlara úr Nýja Búdapest-kvartettnum, sem gæta þess að halda hæfílegum andblæ af sveitarþorpinu í tónmyndunni, sama hvað á gengur. Upptak- an er nálæg en þó breið, og angar af frum- leika og fjallasal. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.