Morgunblaðið - 28.05.1995, Side 1
ÍSLENDINGAR íÖÐRU SÆTIíÞOLAKSTRIVÉLHJÓLA -
ÖKULEIKNIÁ STRÆTISVÖGNUM - REYNSLUAKSTUR Á FORD
ESCORTCLX—BELTAGRAFA FRÁKOMATSU- KIA CREDOS
Toyota
Celica
aðallega fyrir hraðakstur
MEÐAL bíla á afmælissýningu hjá
Toyota-umboðinu nú um helgina er
hinn nýi Celica GT-Four eins og
hann heitir fullu nafni en þessi nýja
Celica kom fram í fyrra og hefur
verið í framleiðslu í ár. Þetta er
feikna snaggaralegur fólksbíll með
242 hestafla vél, sítengdu aldrifi og
sérlega rásfastur eins og kom í ljós
þegar tekið var vel í hann í byrjun
vikunnar. Þetta er aðallega leikfang
og talsverð fjárfesting eða rúmar
3,9 milljónir króna en hann er líka
fullkomlega nothæfur sem fjögurra
manna bíll þótt aftursætin séu ekki
beinlínis rúmgóð.
Toyota Celica er rennilegur bíll
og straumlínulagaður, framendinn
og farþegarýmið með mjög boga-
dregnar línur. Útlitið segir það bein-
línis að hér sé á ferð hraðaksturs-
bíll. Á ávölum framendanum grípa
fjórar skemmtilegar luktir einna
mesta athygli og undir þeim sam-
gróinn stuðari með fleiri luktum og
að ofan lagar vélarhlífin.sig að því
sem undir henni er. Afturendinn er
stuttur með vindskeið að sjálfsögðu
og síðan hvílir bfllinn á 16 þuml-
unga felgum sem gerir hann verk-
legan og sterklegan.
Að innan er Celica þannig úr
garði gerður að þar nýtur ökumaður
sín og þannig um hnútana búið að
akstur verður eintóm ánægja. Sætið
er fjölstillanlegt og hæð stýrishjóls
má einnig breyta, gírstöng er stutt,
hún vel staðsett, stutt á milli gíra,
mælaborð allstórt og greinilegt, út-
sýni gott en þó minnst um aftur-
rúðu. Helsti gallinn er að „bensínfót-
urinn" leggst stundum óþægilega
við miðjustokkinn.
Aftursætin eru ekki mjög merki-
leg en þó geta fullorðnir látið sig
hafa það að sitja þar í stuttan tíma
en þau eru vel boðleg smáfólkinu,
þeim sem ekki eru mikið hærri í
loftinu en 1,30-1,40. Farangursrými
er heldur ekki ógnarstórt, rúmir 200
lítrar. Celica getur samt hentað sem
fjölskyldubíll því það er ágætt að
umgangast hann en er að vísu
tveggja hurða.
CELICA vegur 1.480 kg og er 242 hestafla forþjöppuvélin 6,1 sekúndu að knýja hann
úr kyrrstöðu í 100 km hraða.
Snerpa og rásfesta
Vélin er tveggja lítra, fjögurra
strokka, 16 ventla og 242 hestafla
með forþjöppu (turbo) og feikilega
snögg. Hún er 6,1 sek. að ná bílnum
í 100 km hraða og hámarkshraðinn
er 245 km/klst. Fimm gíra hand-
skiptingin er lipur og sítengt aldrif-
ið á sinn þátt í traustu veggripi.
Allt þetta samanlagt leggur grunn-
inn að því sem segja má að sé höf-
uðtilgangur Toyota Celica GT-Four:
Snerpa, rásfesta, lipurð og hraði.
Þar við bætast atriði eins og öryggi
í hemlalæsivöm og líknarbelg, þæg-
indi í rafknúnum speglastillingum
og rúðuvindum, samlæsingu, út-
varpi með geislaspilara.
Celica er virkilega skemmtilegur
bíll í akstri, býður beinlínis uppá
hraðakstur. Þar er átt við snerpuna
í viðbragðinu og hvað má leggja á
bflinn á krókóttum vegum án þess
að verið sé að tqja um að fara yfir
hraðamörk. Það er hins vegar
hættulega auðvelt og sé til dæmis
ekið rösklega af stað á grænu ljósi
er komið í hraðamörk nánast eftir
fáa metra í fyrsta gír! í bæjarakstri
þarf varla að nota annað en fyrsta
og annan gír og á þjóðvegi verður
fimmti gír naumast notaður. Vega-
hljóð verður fullmikið þegar ferða-
hraða er náð. Við framúrakstur
kemur best í ljós hversu snöggur
bíllinn er í viðbragði og er hægt að
skjótast framúr á mjög stuttum
köflum sem ekki væri reynandi á
viðbragðsminni bílum án þess að
skapa hættu.
Celica er sem sagt geysi skemmti-
legur gripur, sérhannaður fyrir öku-
gleði og veitir notendum eintóma
ánægju. Verðið er kr. 3.950.000 og
í kaupbæti fá menn ómæida athygli.
■
jt.
Morgunblaðið/Rax
TOYOTA Celica aldrifssportbíll er með rennilegri bílum og trúlega þeim hraðskreiðari sem fást
hérlendis. Hann er til sýnis hjá Toyota-umboðinu um helinga.
ÞANNIG er um hnútana búið inni í bílnum
að akstur verður eintóm ánægja.