Morgunblaðið - 28.05.1995, Page 2
2 C SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
+
í öðru sæti í þolakstri
ó vélhjóli í Pembrey
ÞORSTEINN Marel kemur á undan út úr einni beygjunni. Hliðar-
skriðsæfingar á torfæruiy'ólum komu að góðum notum í keppn-
inni í Pembrey.
Svipaður
meðalaldur
bíla á íslandi
og Noregi
MEÐALALDUR á norskum bílum
er 10,2 ár, þremur árum hærri en
í Slóveníu og Norðmenn og Svíar
eiga bíla sína lengur en nokkur
önnur Evrópuþjóð áður en þeir eru
unnir í brotajárn, eða sautján ár,
sjö árum lengur en Frakkar og
Hollendingar. Meðalaldur bíla á ís-
iandi var í árslok 1994 10 ár og
meðaldur fólksbíla 8,4 ár og hefur
bílafloti landsmanna verið að eldast
síðustu ár því í árslok 1993 var
meðalaldur íslenskra bíla 9,7 ár,
þar af fólksbílar að meðaltali 8 ára
gamlir.
Fáir með hvarfakúta
Upplýsingadeild norska Umferð-
arráðsins hefur tekið saman talna-
upplýsingar sem leiða m.a. í ljós
að aðeins 22% norskra bíla eru
búnir hvarfakútum, sem skilja
skaðlegustu lofttegundimar úr út-
blæstri bíla, en í Svíþjóð em 44%
bfla með þessum búnaði og 75% í
Sviss. í Noregi var í fyrra einn
nýskráður bíll á hvem 51 lands-
mann og aðeins í Finnlandi og
Grikklandi vom fleiri um hvem
nýskráðan bíl, eða 75 og 95. í
Þýskalandi og Sviss var einn
nýskráður bíll í fyrra á hvetja 25
landsmenn.
Elantra
skutbíll
HYUNDAI Elantra skutbfll, sá
fyrsti frá suður-kóresku verksmiðj-
unum, er væntanlegur á markað á
næsta ári. A kóreskum markaði
heitir bíllinn Nextone. Útfærslan
sem verður framleidd til útflutnings
verður búin 1,6 lítra og 1,8 lítra,
16 ventla vélum.
Ford 2000
FORD mun íjölga undirtegundum
um 16 á næstu fimm ámm og auka
framleiðslu á þeim 32 gerðum sem
fyrirtækið framleiðir nú um 50%.
Samhliða því dregur fýrirtækið úr
þeim fjölda vélagerða sem það
framleiðir um 30%. Þessar aðgerðir
em liður í endurskipulagningu Ford
sem nefnd er Ford 2000. Alex Trot-
man, stjómarformaður Ford, sagði
að aðgerðirnar leiddu til aukins fjöl-
breytileika í framleiðslulínunni og
nokkur milljarða dollara spamað í
hönnunar- og framleiðslukostnað.
Trotman sagði að þorri nýju bíl-
anna, t.a.m. allir smábflarnir og
lúxusbílarnir, yrðu einnig fram-
leiddir með stýrið hægra megin til
sölu í Japan.
Örbíllinn
smíðaöur
í Bandaríkj-
unum?
MICRO Compact Car AG, sam-
starfsfyrirtæki Mercedes-Benz og
Swatch úraframleiðandans um smíði
tveggja sæta örbílsins Smart, íhuga
nú að setja einnig upp verksmiðjur
í Bandaríkjunum. Framleiðsla á bíln-
um hefst í Evrópu í árslok 1997 og
verður smíðaður í 200 þúsund ein-
tökum á ári. Ef markaðsrannsóknir
í Bandaríkjunum benda til þess að
fýsilegt verði að setja hann á mark-
að þar verða 100 þúsund bílar fram-
leiddir þar árlega. ■
ÍSLENDINGAR lentu í öðru sæti í
þolkeppni í véihjólaakstri á helsta
móti áhugamanna í greininni eftir
að hafa leitt keppnina mestalla.
Keppnin fór fram á Pembrey braut-
inni í Wales 8. maí sl. Ekið var stans-
laust í sex klukkustundir og stefndi
í íslenskan sigur þar til bilun varð í
vélhjóli þeirra. Þorsteinn Marel var
einn íslensku keppendanna og segir
hann að nú sé stefnan sett á keppn-
ina í Snetterton brautinni í Eng-
landi, þar sem íslenska liðið hafnaði
{ fimmta sæti í fyrra.
Þetta er í annað sinn sem þeir
félagar, Þorsteinn Marel, sem er
betur þekktur sem Steini Tótu, Karl
Gunnarsson og Unnar Már Magnús-
son, taka þátt í móti af þessu tagi.
Þorsteinn Marel sagði að undirbún-
ingur hefði staðið yfir í tæpt eitt ár,
eða allt frá mótinu í Snetterton í
fýrra. Mikil vinna fór í að fá styrkt-
araðila því þáttakan á mótinu kost-
aði um hálfa milljón kr. og á endan-
um tók Pepsi þá félaga upp á ar-
mana. Æfíngar fóru fram á götuhjól-
um á götum borgarinnar en mest var
æft á torfæruhjólum og gerði keppn-
isliðið sér ferð til Landmannalauga,
Veiðivatna og fleiri staða. Þorsteinn
Marel sagði að æfingar á torfæru-
hjólunum hefðu skilað sér vel því þar
reynir mikið á líkamlegt atgerfi og
hliðarskrið á hjólunum.
110 hestafla hjól
Keppnisliðið keppir á einu vélhjóli
og leigðu þeir félagar hjól af Bretan-
um Rob Simms, sem gerir út hjói í
kappakstur. Hjólið var af gerðinni
Honda CBR 600 cc og kostaði 200
þúsund kr. að leigja það fyrir sex
klukkustunda keppni. A milli
600-700 þúsund kr. kostar að útbúa
hjól af þessari gerð fyrir þolakstur-
skeppni því það þarf að þola illa
meðferð og að vera ekið á útopnu í
sex tíma. Vélinni er breytt en í upp-
runalegri gerð skilar hún 87 hestöfl-
um en eftir breytingu 110 hestöflum.
Einnig er skipt um fjöðrunar- og
hemlabúnað í hjólinu en samkvæmt
reglunum má ekki skipta um grind.
Álagið er mikið á hjólið og allir hlut-
ar þess sjóðhitna.
Þorsteinn Marel sagði að brautin
í Pembrey væri með mun brattari
beygjum en brautin í Snetterton og
þar væri mun minni meðalhraði.
Meðalhraði í Pembrey er á milli
120-130 km á klst. Aðeins einn stutt-
ur kafli er beinn en annars er hjólið
alltaf á hliðinni í beygjum og gefst
því lítill tími til að hvíla sig á milli
átaka.
Keppt er í fjórum flokkum eftir
stærð hjóls. Stærstu hjólin voru með
900 cc vél og sagði Þorsteinn Marel
að þau hefðu ekki hentað vel í þessa
keppni þar sem þau hefðu verið of
þung. „Við keyrðum hraðar en þau
þótt þau hafi verið mun kraftmeiri.
Mesti meðalhraðinn var í okkar
flokki, 120-130 km á klst,“ sagði
Þorsteinn Marel, en á beina kaflanum
var meðalhraðinn nálægt 220 km á
klst. Skipt var um ökumann á
klukkutíma fresti, fyllt á bensíntank-
inn og farið yfír hemla og annan
útbúnað.
í fyrsta sætl fyrstu
150 hringlna
Þorsteinn Marel byijaði keppnina
og ákváðu þeir félagar að keyra hratt
fyrsta klukkutímann meðan allt væri
nýtt og ferskt á hjólinu. Hann varð
fjórði upp úr startinu og eftir sautján
hringi var hann í þriðja sæti og í
öðru sæti eftir 23 hringi. Á 41. hring
náði Þorsteinn Marel fyrsta sætinu
og skipti hann við Unnar Má eftir
50 hringi, þá í 1. sæti og með tveggja
mínútna forskot á næstu keppendur.
í þann mund féll einn keppenda af
hjóli sínu á brautinni og var hann
fluttur brákaður á fæti á slysadeild.
íslenska liðið ákvað að halda þessu
tveggja mínútna forskoti og miða
sinn hraða við hraða keppendanna í
öðru sæti til þess að hlífa hjólinu og
dekkjunum. Liðið hélt 1. sæti og
gekk allt eins og í sögu næstu 40
hringi, eða fram að 95. hring, en þá
féll Unnar Már af hjólinu. Marðist
hann á höndum og olnboga en gat
haldið áfram keppni. Var þá skipt
um ökumann Karl tók við. Þegar
hann var á 140. hring komu í ljós
afleiðingamar af falli Unnars Más.
Sprungur höfðu komið í hljóðkútinn
sem er úr trefjaefni og sprakk hann.
Samkvæmt reglum keppninnar má
ekki aka með ónýtan hljóðkút og
urðu þeir því að gera við kútinn.
Þorsteinn Marel tók þá við og var
íslenska liðið þá ennþá í 1. sæti.
Hann keyrði eina átta hringi, eða
þar til hljóðkúturinn sprakk aftur.
Þá hafði tekist að hafa upp á nýjum
hljóðkút á hjólið og var skipt um í
snatri. Við þessar ófarir tapaði liðið
niður átta mínútum og missti enska
Iiðið fímm mínútum fram úr sér. Á
síðustu hringjunum tókst íslending-
unum að vinna til baka tvær mínútur
ÖÐRU sæti fagnað í þolakstursk
eiginkona Rob Simms, Rob Simms
BÚIÐ að fylla tankinn og Unnar Mi
þrátt fyrir að hjólið væri farið að
daprast, dekkin slitin og hemlarnir.
Hafnaði liðið í 2. sæti, ók 296 hringi
á sex klukkustundum, þremur
hringjum minna en ensku sigurveg-
ararnir.
Að meðaltali tók 1,10 mínútur að
«mús
as
ftY
t\
Kia Credos í Seoul
KOMATSU
DASH-6 er ný
kynslóð belta-
gröfu frá Ko-
matsu
KIA Motors í Suður:Kóreu frumsýndu nýjan
fólksbíl, Credos, á fyrstu alþjóðlegu bílasýn-
ingunni í Seoul í síðustu viku. Bíllinn verður
einkum ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað og
er í svipuðum stærðarflokki og Toyota Camry
og Mitsubishi Galant. Hann er væntanlegur á
markað í Bandaríkjunum 1997, en ekki er vit-
að enn hvort hann verður framleiddur fyrir
Evrópubúa. Credos verður með 1,8 lítra, fjög-
urra strokka Kia-vél sem skilar 137 hestöflum.
Einnig er Kia að þróa nýja V6-vél fyrir bílinn.
Hyundai sýndi nýja gerð af Elantra sem
kom fyrst á markað í Suður-Kóreu í
mars sl. undir nafninu Avante. Einnig
sýndi Hyundai langbaksútfærslu af El-
antra sem kemur á markað eystra í
ágústmánuði en varla til útflutnings
fyrr en á næsta ári. Langbaksútfærslan
verður fáanleg með þremur vélastærðum,
1,61,1,81 og 2,01 Beta-vélum, 16 ventla með
tveimur yfirliggjandi knastásum.