Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR SMAÞJOÐALEIKARNIR Metþátttaka í Lúxemborg 130 Islendingartaka þátt Reuter Schumacher fljót- astur í Mónakó FIMM þúsund áhorfendur fylgdust með setningarathöfn sjöttu Smáþjóðaleikanna á Josy Barthel leikvanginum f Lúxemborg í gærkvöldi. Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, var viðstaddur og flutti ávarp en hertoginn af Lúxemborg setti leikana formlega. 500 börn og unglingar tóku þátt i sýningunni sem var mjög lit- skrúðug. Keppendur frá þátt- tökuþjóðunum átta gengu inn á völlinn og var Einar Kristjáns- son, hástökkvari, fánaberi ís- lands. ÆT Islendingar senda 130 keppendur á Smáþjóðaleikana að þessu sinni. Keppni hefst í dag og lýkur á laugardag. Þetta ValurB. er stærsti hópur ís- Jónatansson lenskra íþrótta- skrifar frá manna sem hefur Lúxemborg farjg utan ^ sama mót. Fararstjórar, flokksstjórar og dómarar eru um 40 talsins og síðan fara fulltrúar frá ÍTR, sem eru að kynna sér aðbúnað Lúxemborgara vegna smáþjóðaleikanna sem verða haldnir á Islandi eftir tvö ár. Alls eru þetta um 180 íslendingar. Aðalfararstjórar Ólympíunefndar íslands eru Kolbeinn Pálsson og Margrét Bjarnadóttir. Smáþjóðaleikarnir eru keppni smáþjóða Evrópu — þjóða með minna en milljón jbúa. Þátttöku- þjóðirnar eru auk íslands og Lúx- emborgar; San Marínó, Mónakó, Kýpur, Andorra og Malta. íslend- ingar senda keppendur í allar keppnisgreinar á leikunum; blak karla og kvenna, körfuknattleik 'karla og kvenna, borðtennis, júdó, hjólreiðar, sund,_ skotfimi, tennis og fijálsíþróttir. íslensku keppend- urnir eru fjölmennastir í fijáls- íþróttum, eða 38 einstaklingar. Alls munu um 900 keppendur taka þátt í leikunum. Þetta er í sjötta sinn sem Smá- þjóðaleikarnir eru haldnir, en fyrst fóru þeir fram í San Marínó 1985. A síðustu þremur leikum hafa ís- lendingar sigráð í stigakeppninni og að því verður stefnt að þessu sinni. Keppnin hefst í dag. Karla- landsliðið í körfuknattleik mætir þá San Marínó, blaklið karla mæt- ir Kýpur og kvennaliðið San Mar- ínó. Keppt verður einnig í skot- fimi, tennis og júdó. ÞJÓÐVERJINN Michael Schum- acher vann sinn þriðja sigur í Formula 1 kappakstri á árinu, þegar hann kom fyrstur í mark í Mónakó kappakstrinum á sunnudaginn. Schumacher varð tæplega nálfri mínútu á undan Bretanum Damon Hill í mark, og fagnar sigrinum á myndinni að ofan. Þeir Hill eru aðal keppi- nautarnir um heimsmeistaratitil ökumanna, eins og staðan er í dag. Schumacher er með 34 stig, Hill 29, Austurríkismaðurinn Gerhard Berger 17 og sama stigafjölda hefur félagi Bergers hjá Ferrari, Frakkinn Jean Alesi. I upphafi kappakstursins í Mónakó, sem fer fram á afgirtum götum, í stað kappakstursbraut- ar, varð árekstur milli sjö bíla. Tafðist keppnin af þeim sökum um hálftíma. Hill náði forystu eftir að keppnin var ræst að nýju, en kænska viðgerðarliðs Schu- machers olli því að Þjóðveijinn náði forystuni af Hill. A meðan Hill fór með Williams bíl sinn í tvö viðgerðarhlé til dekkjaskipt- inga, notaði Benetton lið Schu- machers bara eitt. Það gerði gæfumuninn og eftir seinna við- gerðarhlé Hills átti hann ekki möguleika á að saxa á forskot Þjóðveijans. Hill var mjög ósátt- ur við ákvörðun keppnisliðs síns um að skipta tvívegis um dekk, en það hafði verið ákveðið morg- unin áður en keppnin hófst. Schumacher fagnaði öruggnm sigri og hann virðist hafa endur- heimt sjálfstraustið, sem hann skorti í upphafi tímabilsins. Be- netton lið hans hefur forystu í keppni bílahönnuða með 36 stig og Williáms er með 32 stig. KNATTSPYRNA Guðni og félagar í úrvalsdeildina Martröð íbyijun litið var ekki bjart hjá leik- mönnum Bolton að loknum 35 mínútum í úrslitaleiknum gegn Reading um laust sæti í úrvals- deildinni á Wembley í gær að við- stöddum 64.000 áhorfendum. Þeir voru 2:0 undir og dæmd var á þá vítaspyrna. En markvörður þeirra Keith Branagan kom liðinu til bjargar og varði spyrnu Stuart Lovells og gaf þar með tóninn. írinn Owen Coyle minnkaði mun- inn í eitt mark þegar fimmtán mínútur lifðu af leiktímanum og Hollendingurinn Fabian De Freitas jafnaði leikinn þegar íjórar mínút- ur voru eftir. Framlengja varð því ieikinn til að ná fram úrslitum. I framlengingunni kom Finninn Mixu Paatelainen Bolton yfir 3:2 og fjórum mínútum fyrir loka leiks- ins bætti Hollendingurinn Freitas öðru marki sínu við og tryggði sig- urinn. Leikmenn Reading klóruðu í bakkann með marki rétt áður en flautað var af en það dugði þeim skammt. „Þetta var ótrúlegur leikur og martröð í byijun þegar við vorum 2:0 undir og fengum á okkur víta- spyrnu sem betur fer var varin og í kjölfarið fylgdi ævintýralegur endir og geysilegur fögnuður. Bol- ton er komið í úrvalsdeildina eftir fimmtán ára fjarveru úr hópi þeirra bestu,“ sagði Guðni Bergsson, við Morgunblaðið er hann kom þreytt- ur og sveittur til Stokkhólms kl. 22.30 í gærkvöldi til liðs við landsl- iðshópinn sem mætir Svíum* á fimmtudag. Guðni sagði að Bolton hafi byij- að með uppstillinguna 4-3-3 sem gekk ekki upp en eftir að breytt var í 4-4-2 og lítt reyndur Hollend- ingur, áðurnefndur De Freitas, var settur inná keyrði liðið upp hrað- ann sem dugði til sigurs. Aðspurð- ur hvort ekki hafi verið erfitt að yfirgefa félagana í fögnuðinum þá sagði að það hefði þurft viljastyrk til, „en skyldan kallar og ég vona að ég geti fagnað betri árangri hér í Stokkhólmi á fimmtudaginn." Bolton liðið fór strax heim til Bolton að leik loknum þar sem var átti að halda gífurlega fagnaðarhá- tið að hætti Englendinga. Aðspurð- ur um framhaldið sagði hann.„Ég verð áfram hjá Bolton og við eiguin eftir að styrkja lið okkar fyrir úr- valsdeildina næsta ár.“ Forystan til Óí VENJU samkvæmt taka íslend- ingar nú við forystuhlutverki í samstarfi ólympíunefnda smá- þjóðanna sem gestgjafar á næstu Smáþjóðaleikum. Frá þessu var gengið á fundi stjórnar ieikanna í Lúxemborg í gær og tekur Júl- íus Hafstein formaður Ólympíu- nefndar íslands við formennsku stjórnar leikanna. Formlega tekur Júlíus við emb- ætti þegar hann móttekur fána leikanna er þeim verður slitið við athöfn í Lúxemborg. Verður fáninn fluttur til íslands og mun blakta meðan leikarnir fara fram hér á landi að tveimur árum liðnum. Þá var Ari Berg- mann Einarsson skipaður í tækni- nefnd leikanna sem lýtur forystu Arturs Takac, fuiltrúa Alþjóða- ólympíunefndarinnar gagnvart Smáþjóðaleikjunum. Hann hefur lengi setið í stjórn Alþjóðafijáls- íþróttasambandsins og er náinn samverkamaður Juans Antonio Samaranch forseta IOC. Á fundinum í Lúxemborg var fyrirhugað mótshald í Reykjavík 1997 kynnt. Sömuleiðis leikarnir sem ráðgerðir eru í Liechtenstein 28.-31. maí 1999 en það verða áttundu leikarnir og lýkur þá hringferð þeirra um ríkin sem þátt taka í smáþjóðasamstarfinu. Á fundinum var endanlega staðfest tillaga Óí um keppnis- greinar á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík 1997. Þær verða; fijáls- íþróttir, sund, júdó, tennis, borð- tennis, siglingar, fimleikar, blak og körfuknattleikur. GOLF Björgvin aftur í hóp þeirra bestu BJÖRGVIN Þorsteinsson, frá Golfklúbbi Akureyrar sigraði á þriðja stigamóti ársins í golfi en það var haldið í Leirunni um helgina. Mótið var hið skemmtilegasta og óhætt er að segja að Björgvin hafi komið skemmtilega á óvart með sigrinum. Björgvin er margfaldur íslands- meistari en hefur ekki verið í baráttunni á síðustu árum um titii- inn. Þetta sumar stefnir í að verða Eiðsson han* besta I mÖrS skrjfar ar, hann varð annar á eftir Björgvin Sig- urbergssyni úr Keili á'öðru stiga- mótinu í Hvaleyrinni og sigurinn um helgina gerir það að verkum að hann gæti verið á leið inn í lands- liðið á nýjan leik. Sem stendur er hann í öðru sæti í stigum til lands- liðs með 142 stig, nafni hans Sigur- bergsson sem sigraði á tveimur fyrstu stigamótunum er með 150. Ekkert benti til þess að Björgvin Þorsteinsson ætti mikia möguleika á sigri eftir fyrri daginn. Hann lék þá á 78 höggum og var sjö höggum frá Kristni G. Bjarnasyni úr Leyni sem leiddi með þremur höggum eftir fyrri átján holu hringinn. En Björgvin, sem er 43 ára og með þeim eldri í meistaraflokki, lék skín- andi golf síðari daginn og kom inn á 71 höggi eða einu höggi undir pari vallarins. Hann iauk því leik á 148 höggum eða fimm höggum yfir pari. Efstu menn voru þá enn allir út á velii að spila en enginn þeirra náði að ógna Björgvin. Krist- inn var í þeirri stöðu fyrir átjándu holuna síðari daginn að hann mátti leika hana á sex höggum eða tveim- ur höggum yfir pari og samt standa upp sigurvegari. En Kristinn lenti í miklum vandræðum á holunni sem spilaðist á móti sterkum vindi, teig- högg hans fór í vatn og þriðja högg hans út fyrir vallarmörk. Hann end- aði síðan leik með því að þrípútta fyrir tíu höggum og þurfta að sætta sig við 5. - 6. sæti. „Vonandi er ég að koma til baka. Ég er búinn að spila vel á þessum þremur stigamótum, náði fjórða til sjötta sæti á Hellu, öðru til þriðja á Hvaleyri og núna fyrsta sætinu,“ sagði Björgvin Þorsteinsson, í sam- tali við Morgunblaðið. „Raunar hef ég ekkert spilað í vetur en það er alveg gefið mál að það bætir ekki árangurjnn. Púttin eru hinsvegar betri en aðallega er ég að hitta boltann betur, slæ góð högg af teig inná flöt. Á mótinu gekk mér vel seinni daginn því eftir þann fyrri var ég í kringum 15. sætið og margir fyrir framan mig en þeir heltust úr lestinni," sagði Björgvin. „Ætlunin er að reyna að hanga í þessu í sumar og spila, en ég set ekki háleit markmið því ég er ekki í þessu lengur af fullum krafti.“ Mörg verkefni eru hjá landsliðinu í sumar og verður sex manna karla- lið valið í næsta mánuði. Tveir þeir efstu á stigamótinu eru öruggir með sæti en Ragnar Ólafsson, liðs- stjóri hefur fijálst val um það hvaða fjórir aðrir verða í liðinu. Úrslitin á mótinu hljóta að koma honum nokk- uð á óvart því enginn þeirra þriggja efstu, Björgvin, Hjalti Atlason úr GR og Einar Bjarni hafa verið í landsliðsæfingum í vetur. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili sigraði í annað skipti á stigamóti í sumar þegar hún hafnaði í efsta sæti í kvennaflokki eftir mikla bar- áttu við Ragnhildi Sigurðardóttur úr GR. Óhætt er að segja að svipt- ingar hafi verið litlu minni en hjá körlunum. Ragnhildur átti sex högg á Ólöfu þegar níu holur voru eftir en Ólöf var sterkari á síðustu holun- um. Hún kom inn á 156 höggum, t'veimur færra en Ragnhildur. Ólöf María hefur forystuna í stigakeppn- inni með 126 stig, Ragnhildur hefur 110 og Herborg Arnarsdóttir úr GR sem sigraði á stigamótinu í Hvaleyrinni fyrir tíu dögum er þriðja með 108 stig og Þórdís Geirs- dóttir er með 100 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.