Morgunblaðið - 30.05.1995, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.05.1995, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 B 5 KNATTSPYRIMA Vfldngssigur eftir langa bið „ÞAÐ var kominn tími til að við skoruðum mörk. Við spiluðum hörmulega á móti KA og ég held að við höfum ekki skorað mark í síðustu tíu leikjum ef undan- skilið er mark úr vi'taspyrnu á Reykjavíkurmótinu. Það býr hins vegar mikið í liðinu og þessi leik- ur sýnir okkur að við getum þetta. Við ætlum að verða í efri hluta deildarinnar, — í einu af þremur efstu sætunrn," sagði Hörður Theódórsson, fyrirliði Víkings eftir sigur á Þór frá Akureyri, 2:0, Í2. deildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Víkingum hefur ekki vegnað vel það sem af er sumri, liðið féll niður í B-deild í Reykjavíkurmótinu ^■■■■1 °S tapaði 3:0 gegn Frosti hinu Akureyrarlið- Eiðsson inu, KA í fyrstu um- skrifar ferðinni. Leikurinn á sunnudag gefur Fossvogsliðinu trú á að sumarið verði þokkalegt og ekki skorti liðið mark- tækifærin, svo mikið er víst. Einar Om Birgisson skoraði fyrra mark Víkinga á 21. mínútu eftir að Peter Pijanjulu hafi skallað til hans inn í vítateig. Rúmum tíu mínútum síðar skallaði Hörður Theódórsson í mark Þórsara og kom Víkingum í 2:0 og mörkin hefðu getað orðið mun fleiri í fyrri hálfleiknum en Ólafur Péturs- son stóð sig mjög vel í marki Þórs. Þórsarar komu meira inn í leikinn í síðari hálfleiknum sem ekki var jafn opinn. Norðanmenn höfðu í fullu tré við Víkingana á miðjunni en liðin skiptu færunum bróðurlega á milli sín. Sanngjarnt hjá Þrótti Þrótti gekk illa að nýta sér frum- kvæði sitt úti á vellinum gegn HK á Kópavogsvelli á sunnudaginn. Þeir léku oft á tíðum vel en þegar nálgað- ist markið mættu þeir baráttuglöðum leikmönnum HK sem vörðust af miklum móð. Þróttarar höfðu þó sigur, 2:1. Reynir Björnsson skoraði fyrir HK úr vítaspyrnu á 23. mín. eftir að knötturinn hrökk í hönd Páls Einars- sonar, fyrirliða Þróttar, þar sem hann var að gera tilraun til að hreinsa frá marki sínu. Eftir þungar sóknir leik- manna Þróttar var brotið á einum þeirra, Sigfúsi Kárasyni, innan teigs þegar hann var kominn í ákjósanlegt færi. Vítaspyrna var aftur dæmd og Heiðar Bjarnason skoraði öi-uggiega úr vítaspyrnunni og jafnaði 1:1. Leikmenn Þróttar hófu ieik í síð- ari hálfleik og tveir þeirra óðu strax upp með boltann og komu vörn HK í opna skjöldu. Sigfús Kárason lék skemmtilega á tvo varnarmenn HK, skaut á markið og Gunnar í HK markinu varði en boltinn fór aftur til Sigfúsar sem rúliaði knettinum fyrirhafnarlítið í netið. Þetta mark kom eftir tíu sekúndna leik. Fyrstu stig Víðis Víðismenn gerðu góða ferð í Breiðholtið er þeir unnu ÍR 2:0 og fengu þar með fyrstu stig sín í HHMii deildinni. ÍR-ingar ValurB. eru hins vegar án Jónatansson stiga eftir tvær um- skrifar ferðir og marka- töluna 0:5. Víðismenn voru betri í fyrri hálf- leik og eftir 18 mínútur skoraði Ólaf- ur í. Jónsson fyrsta markið og 13 mínútum síðar bætti markahrók- urinn Sigurður Valur Arnason, við öðru marki. ÍR-ingar áttu síðari hálfleikinn frá fyrstu rm'nútu, en þeim var fyrirmun- að að skora og náðu sjaldan að opna sterka vörn Víðismanna. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað enda leikinn á malarvellinum í Mjóddinni. Hann einkenndist mest af háspyrnum og það var lítið um léttan samleik. Cogic Enes var besti Ivar Benediktsson skrifar leikmaður ÍR-inga en hjá Víði voru miðverðirnir, Garðar Newman og Daníel Einarsson, bestir. Fylkir sigraði ið eiga eftir að lenda í vandræð- um hérna, það er alveg ljóst, sagðí Magnús Pálsson þjálfari Fylk- is, eftir 2:1 sigur á Theodór Skallagrími í Borg- Þórðarson arnesi á sunnudag- skrifar inn. „Skailagrímurer með sterkt lið og við förum mjög ánægðir héðan með okk- ar þrjú stig.“ „Ég er auðvitað óánægður með tapið,“ sagði Sigurður Halldórsson þjálfari Skallagríms. „Jafntefli hefði verið sanngjarnara. En ef lið Fylkis er annað besta liðið í deildinni, þá óttast ég ekki framhaldið hjá okkur, miðað við hvernig þessi leikur þróað- ist.“ Guðmundur Torfason skoraði fyrsta markið á 5. mínútu eftir horn- spyrnu frá Þórhalli Dan en á 53. mínútu náði Gunnar M. Jónsson að jafna fyrir Skallagrím eftir fyrirgjöf frá Birni Axelssyni. Þórhallur Dan innsiglaði síðan sigurinn á 75. mín- útu með fallegu marki af löngu færi. Alls var níu leikmönnum sýnt gula spjaldið. Flautað af eftir 25 mínútur Bragi Bergmann, dómari, flautaði leik KA og Stjörnunnar í 2. deild á Akureyri af eftir 25 mínútur. „Völlurinn var ein- faidlega orðinn óleik- hæfur og því ekki um annað að gera en flauta leikinn af. Völlurinn var í leikhæfu ástandi þeg- ar við byijuðum og sáust allar línur en ekkert lát var á úrhellinu og línur voru einfaldlega horfnar á hluta vall- arins þegar ég flautaði af “, sagði Bragi Bergmann þegar hann gekk af velli ásamt liðunum." Úrhelli var á Akureyri frá því á sunnudagsmorgun og var völlurinn eitt forarsvað og á góðri leið að verða að einum polli þegar flautað var af. Leikmenn og aðstandendur liðanna voru mjög sáttir við þessa ákvörðun Braga og sögðu að ekkert annað hefði verið hægt í stöðunni. Það er nú í höndum mótanefndar KSÍ að ákveða nýjan leikdag. Reynir B. Eiríksson skrifar frá Akureyri Sigurmarkið Morgunblaðið/Jón Stefánsson ANTHONY Karl Gregory skorar sigurmark Breiöabliks gegn Val á laugardaginn, aðþrengdur varnarmönnum. Þetta er fyrsti leikur Anthonys gegn Val síðan hann fór frá félaginu til Bodö í Noregl. Þar var hann í fyrra en gekk síðan til llðs við Breiðabllk er hann kom aftur til landsins. Valsmenn eru í slæmum málum Staðan / B10 VALSMENN voru enn í sárum eftir leikinn gegn ÍBV þegar þeir mættu Breiðabliksmönnum á Kópavogsvelli á laugardaginn. Þeir þorðu ekki að tefla á tvær hættur í leik sínum. Leikmenn voru mjög ragir í aðgerðum, en slíkt má ekki ganga til lengdar ef ekki á illa að fara. Greinilegt er að Valsmenn verða að bfta hressilega í skjaldarrendurnar í framhaldinu því með slíkum leik sem sást á laugardaginn gegn Breiðabliki bíður þeirra ekkert annað en basl. Breiðabliksmenn léku svo sem ekki neinn snilldarleik en voru þó betri mestallann leikinn og verðskulduðu sigur, 2:1. Sú knattspyrna sem leikmenn Breiðabliks og Vals léku í fyrri hálfleik fær seint fegurðarverðlaun, enda ekki keppt um slíkt. Fyrst og fremst var um bar- áttu að ræða og leik- menn þorðu vart að taka af skarið. Að undanskildu skoti Ivar Benediktsson skrifar Breiðabliksmannsins Jóns Stefán- sonar á fyrstu mínútu sem fór rétt yfir var ekkert um minnistæð atriði á fyrsta hálftímanum. Örlítið hresstist yfir leiknum síðustu fimmtán mínútnar en án teljandi marktækifæra ef undan er skilið mark Valsmana á 44. mínútu og gaf það von um hressilegri síðari hálfleik. Til marks um fyrri hálfleik- inn þá fengu Blikar íjórar hom- spyrnur en Valsmenn tvær. Strax í síðari hálfleik lifnaði yfir leiknum frá því sem var í þeim fýrri. Breiðablik jafnaði á 49. mínútu og í kjölfarið fékk Anthony Karl tvö góð færi, en Lárus markvörður Vals kom í veg fyrir mark í bæði skiptin. Rétt áður en Breiðablik skoraði sigurmark sitt björguðu þeir á línu eftir misheppnað úthlaup Cardaclija markvarðar. Þar skall hurð nærri hælum. Skömmu síðar varði hann þó vel í horn skot Jóns Helgasonar af 30 metra færi. Nokk- ur hálffæri komu í kjölfarið en án marka. Eftir annað mark Breiða- bliks réðu þeir lögum og lofum á vellinum um stund, en á síðustu fimm mínútunum sóttu Valsmenn og Kristinn Lárusson fékk besta færi þeirra á síðustu mínútu leiksins en skaut framhjá úr ákjósanlegu færi. Leikmenn Breiðabliks léku oft ágætlega saman i síðari hálfleik, en vantaði meiri áræðni þegar þeir nálguðust markið þar sem Vals- menn báru þá ofurliði í oft á tíðum ágætis varnarleik, en það var líka það eina sem Valsmenn sýndu í þessum leik. Sóknartilburðir þeirra voru alltof veikburða og menn greinilega hræddir við að taka áhættu eftir útreiðina í Eyjum. Blik- ar léku án tveggja lykilmanna, Arn- ars Grétarsson, sem var i leikbanni og Hákons Sverrissonar sem er ristarbrotinn. Þrátt fyrir það býr eflaust meira í liðinu en það sýndi á Kópavogsvelli á laugardaginn. Hörður Hilmarsson, þjálfari Valsara Þurfum að vinna okkurútúr vanda Það var mjög mikilvægt að sigra. Við vissum eftir slæmt tap Vals í Eyjum myndu þeir bakka og sýna lítið frumkvæði, þannig að við ákváðum að gefa ekkert eftir heldur pressa þá eins og kostur var. Ég hefði viljað sjá mörk fyrr í leiknum en við sofnuð- um á verðum og fengum mark á okkur á mjög slæmum tíma,“ sagði þjálfari Breiðabliks, Bjarni Jóhannnsson að loknum sigurleik gegn Val á laugardag. „í síðari hálfleik skoruðum við mark mjög fljótlega og Vaismenn voru með goluna í bakið komu framar á völlinn sem gaf okkur betri sóknarfæri sem tókst að nýta. Þeir spiluðu mjög agaðann varnarleik allan tímann sem okkur tókst að bijóta upp og ná öllum stigunum," bætti Bjarni við. Erum í vondum málum „Ég var sáttur við baráttuna í rnínum mönnum í leiknum. Það var ekki fegurðinni fyrir að fara enda komum við ekki hingað til leika neinn glasfótbolta heldur til að ná upp baráttu og fara með þijú stig og láta spilið koma seinna. Það gekk ekki eftir og við erum í vondum málum sem þarf að vinna úr,“ sagði Hörður Hilm- arson, þjálfari Vals, eftir 2:1 tap fyrir Breiðabliki. „Við ætluðum að haida hreinu fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálf- leik, það tókst ekki og við fengum á okkur mark upp úr aukaspyrnu sem var mjög ósanngjörn að okk- ar mati. Rétt áður en þeir skora sitt annað mark bjarga þeir tvisv- ar á línu. Okkur tókst ekki að ná tökum á leiknum og við lékum illa. Valsliðið er ungt og ómótað að það tekur lengri tíma en ég hafði vonað að móta það. Hjá okkur voru fjaiwerandi þrír lykil- menn, tveir meiddir og einn í banni. Þrátt fyrir að breiddin sé þokkaleg megum við ekki án sterkra manna vera. Nú er bara að vinna sig út úr þeim vanda sem við höfum sjálfír komið okkur í. Nú kemur rúmlega vikuhlé frá leikjum, hvernig verður það not- að? „Venjulega er gott að fá leiki í kjölfarið á tapleikjum til þess að reka af sér slyðruorðið en ég fagna þessu fríi fyrir okkur því ekki veitir af til að fara yfir það sem betur má fara, bæði varnar- og sóknarlega og komast á sigur- braut." sagði Hörður að lokum. 0:1 Hilmar Sighvatsson tók hornspyrnu frá hægri á 44. mínútu og sendi inn í markteig Breiðabliks þar sem Cardaclija markvörður átti mis- heppnað úthlaup til varnar og boltinn fór yfir hann í einn varn- armann Breiðabliks sem stjakaði boltanum. Af honum barst knött- urinn til Kristins Lárusson sem sendi á Sigþór Júlíusson og hann átti ekki í vandræðum með að skora. 1m 4 Brotið var á Anthony ■ I Karli Gregory sókn- armanni Breiðabliks 6-7 metrum frá vítateig vinstramegin. Gunn- laugur Einarsson, fyrrum leik- maður Vals, tók aukaspyrnuna og sendi knöttinn rakleitt yfir vamarvegg Valsmanna og í vinstramarkhornið innanvert, óveijandi fyrir Lárus. Þetta gerð- ist á 49. mínútu. Glæsilegt mark hjá Gunnlaugi. 2a Á 62. mínútu áttu ■ I Breiðabliksmenn snarpa sókn, Jón Stefánsson lék á tvo varnarmenn Vals’ rétt utan við vítateginn vinstrameginn og sendi þaðan inn í miðjan vítateig Vals þar sem Anthony Karl Gregory vai' óvaldaður, tók bolt- ann laglega niður, renndi sér railli tveggja vamarmanna og sendi knöttinn rakleitt í netið framhjá Lárusi niíu'kverði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.