Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ n MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 C 3 VIÐTAL Eiríkur Böðvarsson hefur fiskvinnslu í hraðfrystihúsinu Trostan ehf. á Bíldudal „HER eru ýmsir möguleikar á að ná sér í hráefni, ég óttast það ekki. Aðalatriðið er hvort eitthvað fáist út úr vinnslunni," segir Eiríkur Böðvars- son. Hann átti og rak rækjuverk- smiðjuna Básafell á ísafirði með fé- lögum sínum þar til hann keypti eign- ir Sæfrosts á Bfldudal af Fiskveiða- sjóði. Hann hefur nú hafið rekstur hraðfrystihúss undir nafninu Trostan ehf. og í haust mun hann einnig heQa rækjuvinnslu í húsunum. VIII vera elnn á báti „Það voru fyrst og fremst per- sónulegir hagir mínir sem réðu þess- ari ákvörðun,“ segir Eiríkur þegar hann er spurður að því hvers vegna einn af „rækjukóngunum" á ísafirði hefði ákveðið að söðla um og gerast nýr „Bíldudalskóngur". „Eg kom ekki hingað vegna þess hvað hér er fallegt! Mig langaði einfaldlega til að takast á við hlutina einn. Ég var í ágætis rekstri á ísafirði með góðum félögum. Ég lenti í áföllum fyrir nokkrum árum, hef einangrast og þá er alltaf hætta á að maður verði lík í lestinni í samstarfi við aðra. Það á betur við mig að vera einn á báti og ég ákvað að byija upp á nýtt,“ segir Eiríkur. Afallið sem hann vísar til er gjaldþrot Niðurs- uðuverksmiðjunnar hf. á ísafirði sem hann stýrði. Varðandi sögu frystihússins á Bíldudal, gjaldþrot tveggja rekstrar- aðila á fáeinum árum, segir Eiríkur að Fiskvinnslan hf. á Bílduda! hafi ekki verið eina fyrirtækið sem lenti í erfiðleikum á þessum tíma, öll frystihúsin á Vestfjörðum og nánast um land allt hafi lent í því sama. Hins vegar hafi ekki verið áhugi á að styðja rekstur Fiskvinnslunnar hf. áfram og hún verið gerð gjald- þrota. Þeir sem tóku við rekstrinum hafi síðan ekki fengið tækifæri til að komast almennilega í gang eftir gjaldþrotið. Nýjar aðferðir við vinnsluna Eiríkur segist hafa gert góð kaup þegar hann keypti hraðfrystihúsið á 61 milljón af Fiskveiðasjóði. Það sé þó auðvitað afstætt. Kaupin verði að teljast góð miðað við rekstur til langs tíma. En kaupverðið sé hins vegar hátt ef litið sé til þess sem aðrir vildu greiða. Húsin eru nýleg að hluta og eru þau virt í brunabóta- mati á 200 milljónir kr. þannig að kaupverðið er innan við þriðjungur af áætluðum kostnaði við að byggja þau upp í svipuðu horfi og nú. Hann telur sig hafa verið heppinn að kom- ast yfir eignirnar, vel hafi gengið að fjármagna kaupin og bankavið- skipti fengist í Éyrarsparisjóði á Patreksfirði. Eignirnar mynda að mörgu leyti heppilega rekstrareiningu, að sögn Eiríks. Hann segir að húsið sé lítið og tiltölulega ódýrt í rekstri en pláss- ið nýtist vel þannig að frystihúsið hafi kosti stóru húsanna. Hann segir að eignirnar hafi verið í sæmilegu ástandi þegar hann tók við þeim í Vildi byija upp á nýtt Fiskvinnsla er að hefjast í hraðfrystihúsinu á Bíldudal á nýjan leik, nú á vegum Trostans ehf., fyrirtækis Eiríks Böðvarssonar, og rækjuvinnsla hefst í haust. Unnið hefur verið að endurskipulagn- ingu framleiðslunnar með þeim vinnubrögðum sem best þekkjast í dag. Þegar Helgi Bjamason ræddi við Eirík á Bíldudal sagðist hann vera bjartsýnn um hráefnisöflun og rekstur og sagði að Am- firðingar hefðu tekið sér vel. apríl en komið hafí verið að viðhaldi. Undanfamar vikur hafa því verið notaðar til að dytta að ýmsum hlut- um, þvo og mála, eftir því sem fjár- hagslegt bolmagn leyfir. „Nei, það er af og frá að hægt sé að kveikja á vélunum og hefja vinnslu á sama hátt og á þeim var slökkt. Miklar breytingar hafa orðið í frystihúsarekstri á undanförnum ámm. Við munum eftir megni inn- leiða nýjar aðferðir við vinnsluna. Keyptur hefur verið nýr flokkari og verður allur fiskur stærðarflokkaður og hausaður við móttöku. Það eykur hraðann í fiskvinnslunni og eykur nýtingu. Þá er verið að huga að framleiðslu í smápakkningar," segir Eiríkur. Eiríkur segir að vel líti út með hráefnisöflun. Mikið af hráefni ber- ist á land á þessu svæði auk þess sem möguleikar hafi skapast á að kaupa að hráefni lengra að, til dæm- is fryst hráefni og úthafskarfa. Hann nefnir færaafla krókabáta, kola sem veiðist í snurvoð og steinbít á línu á vorin. Býst hann við að vinna 400-600 tonn af kola í sumar og segir að nýi stærðarflokkarinn sé forsenda þeirrar vinnslu. Samvinna verður við saltfiskverkunina í Nausti um skipti á hráefni, eftir því sem þeim hentar best. Þijú hraðfrystihús á suðurhluta Vestfjarða, Oddi á Patreksfirði, Hraðfrysithús Tálknafjarðar og Trostan, hafa tekið upp sanivinnu um að kanna möguleikana á vinnslu á úthafskarfa. Myndu þau þá kaupa stóra farma og skipta á milli sín. „Ég á eftir að fá sannfæringu fyrir því hvað kemur best út í vinnsl- unni. Hráefnisöflunin verður ekki vandamálið heldur hvað hefst út úr vinnslunni.“ Samkeppni um rækjuna Eiríkur á bát á ísafirði. Hann býst alveg eins við að selja hann og losa sig alveg út úr útgerð. Og hann hefur litlar áhyggjur af því að reka kvótalausa fiskvinnslu. „Það liggja ákveðnir möguleikar í staðsetningu frystihússins vegna þess afla sem hér berst á land, auk þeirra mögu- leika sem eru á kaupum hráefnis annars staðar frá. Það er því ekki eins mikil þörf fyrir kvóta og var fyrir nokkrum árum,“ segir hann. Trostan hefur fengið rækju- vinnsluleyfi og segist Eiríkur hefja rækjuvinnslu í haust þegar rækju- veiðin á Arnarfirði hefst. Hefur hann leyfi fyrir tveimur pillunarvélum og ætlar að byija smátt. Hann segir að nokkuð sé til af tækjabúnaði til rækjuvinnslu og annað geti hann keypt fyrir tiltöluíega lítinn pening, þannig að ekki þurfí að fjárfesta mikið vegna rækjuvinnslunnar. Nokkur spenningur er á Bíldudal vegna væntanlegrar samkeppni Ei- ríks við Rækjuver sem lengi hefur rekið rækjuvinnslu á staðnum. Eirík- ur segir að þetta sé ekki einungis spurning um' verð, heldur einnig um möguleika rækjusjómanna til að velja sér viðskiptaaðila, þegar hann er spurður að því hvort aukin sam- keppni sprengi ekki rækjuverðið upp. Segist hann greiða sama verð fyrir rækjuna og á ísafirði. Hann bendir á að rækjubátarnir séu ekki lengur bundnir af því að leggja upp hjá tilteknum stöðvum. Því séu ailir í samkeppni við alla um hráefni. Rækjuverksmiðjurnar séu farnar að kaupa hráefni í öðrum landshlutum, Rækjuver hafi til dæmis hafið kaup á Eldeyjarrækju af Suðurnesjum. Vonlr bundnar við Trostan Þegar full vinnsla verður komin í gang hjá Trostan ehf. skapast vinna fyrir 30-40 manns og veltan er áætl- uð 350-400 milljónir kr. „Mér hefur verið afar vel tekið og á orðið marga vini og kunn- ingja,“ segir Eiríkur. Hann viður- kennir að eftir mikla erfiðleika í at- vinnulífi staðarins frá því Fiskvinnsl- an hf. varð gjaldþrota verði hann var við miklar væntingar vegna þess rekstrar sem hann er að hefja á staðnum. „Fólk bindur vonir við Trostan. Ég hef heyrt því fleygt að margir líti á þetta sem síðustu til- raunina til endurreisnar og það flytji í burtu ef hún gangi ekki upp. En ég verð fyrst og fremst að gera þetta á mínum eigin forsendum. Sjálfs mín vegna verð ég að standa mig. Ég legg mikið á mig til þess. Hitt verður að koma með ef vel gengur,“ segir Eiríkur Böðvarsson. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason UNNIÐ við kolafrystingu hjá Trostan ehf. EIRÍKUR Böðvarsson fyrir framan hraðfrystihús Trostans ehf. á Bíldudal. Skiparadíó hf. kynnir FURUNO FR-2100 radarínn sem kallaður er "UNDRI" vegna fjölhæfni oggæða. Kynntu þér málið og verðið. Skiparadíó hf. Fiskislóð 94,101 Reykjavík, sími 562 0233. r lnnrítnn er Ibík ÚTVEGSSVIÐ Á DALVIK Boðið er upp á 1. og 2. stíg skipstjóranáms, fiskiðnaðamám og 1. ár framhaldsskóla Leitíð upplýsinga í síma 466-1083 og í bréfsíma 466-3289. V. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.