Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ1995 VIO HARÐFISKHJALLIMM Morgunblaðið/Helgi Bjamason HALLDOR Mikkaelsson og Guðrún Hanna Óskarsdóttir í þurrkhjallinunt. Vestfirskur harðfiskur en „ættaður“ að sunnan Harðfiskverkun orðin aðal FJÓRAR fjölskyldur í Önundarfirði byggja lífsafkomu búffreinin í Neðra-Breiðadal sfl að stórum hluta ° eða eingongu a harðfískverkun. Hjónin í Neðri-Breiðadal, Halldór Mikkaelsson og Guðrún Hanna Óskarsdóttir, hafa verkað harðfisk í átta ár. Þau hafa nú dregið mikið saman í hefðbundna búskapnum og lagt höfuðáhersluna á aukabúgrein- ina, harðfiskverkunina. Halldór hefur byggt stóran þurrk- hjall og getur verið þar með 50 tonn af fiski í einu. Hann segir að framleiðsl- an hafi gengið vel og vel líti út með framtíðina. Og Guðrún Hanna segir að börnin séu farin að vinna við þetta með þeim. Erfiður vetur Halldór segir þó að veturinn hafi verið erfiður. Hjallurinn hafi lengi ver- ið fullur af snjó og ekkert hægt að þurrka frá því í nóvember og fram í apríl. Þau segjast þó eiga von á að þetta hafi verið algerlega einstæður vetur og benda á að þau hafi þurft að yfirgefa bæinn fjórum sinnum vegna snjóflóðahættu. . Töluvert mörg handtök eru við harð- fiskverkunina frá því tekið er við fiskin- um blautum og þar til harðfiskurinn er sendur til kaupandans. Allt byijar þetta á kaupum á hráefninu, ekki síst steinbít og ýsu sem þau leggja áherslu á. Þeim hefur gengið illa að fá hráefni þrátt fyrir góðan steinbítsafla á Vest- fjörðum í vor. Segjast hafa farið á físk- markaðinn á ísafirði en þar hafi ekk- ert verið að hafa. Því hafí þau keypt allan steinbítinn og megnið af ýsunni suður á Reykjanesi, Snæfellsnesi og jafnvel frá Hornafirði. Töluverð helmasala Markað hafa þau ágætan fyrir fram- leiðsluna og hefur gengið vel að selja. Þá segir Guðrún Hanna að þau hafi að gamni sínu sett upp skilti við af- leggjarann heim að bænum í fyrrasum- ar og árangurinn komið á óvart. Stöð- ug umferð hafi verið allt sumarið og þau orðið að tryggja að alltaf væri einhver heima til að sinna ferðafólki. Of mörg skip - of lítill fískur SÉRFRÆÐINGAR á vegum FAO, landbúnaðar- og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, áætla, að fisk- veiðar í heiminum séu reknar með 50 milljarða dollara tapi árlega. Sú breyt- ing hefur líka átt sér stað, að æ minna veiðist af verðmætustu tegundunum, til dæmis þorski og grálúðu, en þeim mun meira af öðrum físki eins og síld og sardínu. Verulega hefur fækkað í úthafs- veiðiflotum ríkjanna í Austur- og Vestur-Evrópu en á sama tíma hafa Kínveijar verið að færa út kvíarnar í þeim efnum. Fjöldi skipa, sem stunda veiðar innan efnahagslögsögu ein- stakra ríkja, hefur einnig aukist mikið. Heildarveiðin hefur ekki minnkað en samsetning aflans hefur aftur á móti breyst mikið á síðustu árum. Smáfiskur er til dæmis miklu stærra hlutfall af aflanum en áður var. Að mati FAO eru aðeins 30% fiskstofna fullnýtt eða minna en það þýðir, að 7 0% stofnanna eru ofnýtt eða að hruni komin. Við þessar aðstæður er fjár- festingin í veiðunum allt of mikil en FAO áætlar, að kostnaður við útgerð- ina sé 120 milljarðar dollara á ári en tekjumar aðeins 70 milljarðar. IMiðurgreidd útgerð Serge Gareia, sérfræðingur hjá FAO, segir, að víða hafi útgerðin ver- ið niðurgreidd með einum eða öðrum hætti og bendir meðal annars á aust- ur-evrópska flotann áður fyrr. Nú hafi honum verið lagt að miklu leyti vegna þess, að hann gat ekki staðið á eigin fótum. Segir Garcia, að vanda- málið sé fyrst og fremst það, að skip- in séu allt og mörg. Garcia leggur meðal annars til, að verksmiðjuskipum sé fækkað til hags- bóta fyrir smærri skip og hann vill, að miklu strangari reglur verði teknar upp um aðgang að'þeirri auðlind, sem fiskurinn er. Bindur hann miklar von- ir við úthafsveiðiráðstefnu SÞ, bæði hvað varðar flökkustofna og henti- fánaskip, en ítrekar, að mestu máli skipti að fækka skipum og hætta öll- um niðurgreiðslum í sjávarútvegi. FÓLK Ný bók um nöfn fiska • ORÐAKVER, fiskar, hval- ir, selir, hryggleysingjar er nafn á bók, sem Hafrann- sóknasóknastofnun hefur gef- ið út. í henni er að finna nöfn fiska, hvala, sela og hryggleys- ingja í heimshöfunum á ís- lenzku og dönsku, ensku, frönsku, norsku og þýzku. í bókinni er þannig að fínna nöfn 1.144 físka, 31 hval, 18 selum og 155 nöfn hryggleysingja, en til þeirra tlejast meðal ann- ars skelfiskur og smokkfiskar. Nöfnunum er raðað í bókinni eftir stafrófsröð og koma ís- lenzku heitin fyrst en síðan þau undlendu undir því íslenzka. Höfundur bókarinnar er Gunn- ar Jónsson, fiskifræðingur, en ritstjórn skipuðu auk hans þeir Karl Gunnarsson og Eiríkur Þ. Einarsson. í formála bók- arinnar segir svo: Árið 1978 birtist í ritinu Hafrannsókn- ir 13. hefti Skrá um nöfn á fískum og ýmsum öðrum sjávardýrum. Þar er getið nafna 100 tegunda fiska, hvala, sela og hryggleysingja á nokkrum tungumálum (færeysku, dönsku, norsku, sænsku, þýzku, ensku og frönsku). Hefti þetta er fyrir löngu orðið ófáan- legt, Undirritaður hefur orðið var við í starfi sínu að lengi hefur verið þörf á orðalista yfír helztu fisk- og dýrategundir í sjó við Island og víðar. Það var því fyrir nokkrum árum að far- ið var að safna í þennan lista. í upphafi var aðeins ætlunin að taka nöfn algengustu fisk- tegunda við ísland, en síðan hlóð þetta utan á sig og er upp var staðið voru komin 1.144 fískanöfn úr öllum heimshöfum og á nokkrum vatnafiskum í Evrópu og víðar,“ segir Gunnar Jónsson meðal annars í formála bókarinnar. Gunnar Jónsson Margrét Vilhelmsdóttir útskrifast frá Tromsö • FYRSTA íslenska konan til þess að stunda nám í sjávarút- vegsfræðum við Sjávarútvegs- háskólann í Tromsö í Nor- egi, G. Margrét Vilhelms- dóttir, útskrifaðist frá skólan- um þann 11. maí síðastliðinn, með „fískerikandidats“-gráðu (M.Sc) í sjávarútvegsfræðum, eftir rúmlega 5 ára nám. Loka- ritgerð Margrétar var á sviði útflutningshegðunar fyrir- tækja, og ber heitið „Dansk Fiskeeksport: en analyse av hindringer forbundet með fiskeeksport fra Danmark" (í íslenskri þýðingu „Danskur útflutningur: greining á hindr- unum tengdum fiskútflutningi frá Danmörku). Ritgerðin er byggð á rannsókn á 26 dönsk- um fiskútflutningsfyrirtækjum sem flytja út fiskafurðir frá Danmörku. Við rannsóknina var m.a. byggt á rannsóknum dr. Arnars Bjarnasonar, frá 1994, á útflutningshegðun ís- lenskra fyrirtækja sem flytja út sjávarafurðir frá íslandi. Markmiðið með rannsókn Margrétar var tvíþætt. í fyrsta lagi að leiða í ljós hveijar væru helstu hindranir eða vandamál tengd útflutningi á fiskafurð- um frá Danmörku og að hvaða leyti þau tengdust einstökum útflutningsmörkuðum eða fyr- irtækjaein- kennum, og í öðru lagi að bera saman mikilvægustu útflutnings- hindranir dan- skra fiskút- flutningsfyrir- tækja annars vegar, og ís- lenskra fískútflutningsfyrir- tækja hins vegar. Meginniður- stöður ritgerðarinnar eru þær, að hindranir eða vandamál tengd útflutningi fiskafurða frá Danmörku tengist einkum þáttum sem flokka megi sem sérkennandi fyrir atvinnugrein- ina eða fyrir viðkomandi út- flutningsfyrirtæki. í ljós kom mjög ákveðin samsvörun milli dönsku og íslensku fyrirtækj- anna hvað varðar helstu út- flutningshindranir, þó danskir fiskútflytjendur virðist almennt sjá færri og veigaminni vanda- mál í útflutningi en íslenskir kollegar þeirra. G. Margrét er dóttir hjónanna Vilhelms Ann- assonar skipstjóra og Særún- ar Axelsdóttur leikskólakenn- ara. Hún er 29 ára gömul, búsett í Kaupmannahöfn og sambýlismaður hennar er Jörgen Flayd. G. Margrét Vilhelmsdóttir Saltfiskur sveitamannsins SALTFISKUR er mikils mctinn í Suður-Evrópu, meðal annars á Spáni, þar sem hann er jafnvcl hafður í hátíðar- r:vw m mwm matinn. Það er þvi hægt að matreiða iTiéiiiUtUw: ill Wi saltfiskinn með öðrum hætti en soðinn með kartöflum og hamsatólg, þó gott sé að rifja upp eldri tíma af og til. í bókinni Suðrænir satt.fiskréttir, sem SÍF gaf út á 60 ára afmæli sínu, er að finna fjölmargar upp- skriftir af fjölbreyttum saltfiskréttum eftir matreiðslu- meistarann Jordi Busquets. Sveitamenn á Spáni borða einnig saltfisk og hér er ein slík uppskrift. í réttinn, sem ætlaður er fjórum, þarf: 600 gr saltfisk í 4 vænum bitum 1 rauða papriku 1/2 kg kartöflur 250 gr litla lauka 2 hvítlauskrif steinselju 1 lárviðarlauf Olíu 1 1 vatni Útvatnið saltfiskinn og þerrið. (Einnig er hægt að kaupa útvatnaðan saltfisk). Látið laukana í sjóðandi vatn i nokkr- ar mínútur og takið síðan utan af þeim. Afhýðið kartöfl- urnar og skerið í fremur þykkar sneiðar. Skerið paprik- una í ræmur og hreinsið innan út henni. Hitið olíu í potti, steikið kartöflurnai' létt þai' til þær fara að taka lit. Tak- ið kartöflurnar upp úr, hellið dálitiu af olíunni af og lát- ið krauma saman smátt skorinn hvítlaukinn, laukana og paprikuna. Þegar grænmetið hefur tekið lit, er kartöflun- um aftur bætt út í, einuig einum lítra af vatni, lárviðar- laufinu og steinseýunni. Látið sjóða í 5 minútur. Þá er saltfiskinum bætt út i, lok sett á pottinn og látið sjóða i 5 mínútur við vægan hita eða þar til fiskurinn er soðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.