Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 B 'í FERÐALÖG FREKAR fáir ferðamenn »—■ lögðu leið sína til Sardiníu, Í næststærstu eyju Miðjarðar- 2 hafsins, áður en Karim Aga Kahn prins opnaði glæsihótel á Costa Smeralda, smaragðs- ströndinni, á norðausturhluta hennar árið 1961. Eftir það komst hún í tísku og nú koma yfir millj- ón ferðamenn til Sardiníu á ári. Flestir eru Italir en Þjóðveijar og Svisslendingar kunna einnig vel að meta hana. Flestir sækjast eft- ir sól og sjó og um helmingur þeirra heldur sig í grennd við Smaragðsströndina. Sandstrendur milli klettabjarga Fagrar strendur eru víðar en þar. Á austurströndinni eru til dæmis nokkrar sandstrendur inn á milli þverhníptra klettabjarga. Þangað er aðeins hægt að komast fótgangandi eða með báti. Við vorum í skoðunarferð á mótorbáti og skelltumst inn í kyrrð fjögurra göngugarpa frá ítölsku borginni Udine. Þeir höfðu hreiðr- að um sig fyrir nóttina á róman- tískri strönd eftir langa og stranga göngu. Þeir litu fyrst á okkur með dálít- illi fyrirlitningu af því að við höfð- um ekki lagt neitt á okkur til að komast á þennan afskekkta stað. En þeir höfðu ekki horft lengi á bátinn þegar þeir gáfu sig á tal við bátsstjórann og sömdu við hann um að hann sækti þá á næstu strönd fyrir norðan tveimur dögum síðar. Yfir stokka og • Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir. SÓLBAÐSUNNENDUR komast bara með báti eða fótgangandi á fegurstu strendur Sardiniu. Fáeinar kindur og granítgrá fjöil Það verður mjög heitt á Sardi- níu yfir sumarmánuðina. Þeir sem vilja annað en liggja á strönd og njóta hafgolunnar og sjá einnig eitthvað af eyjunni ættu að gera sér ferð þangað að vori eða hausti. Það er flugvöllur í Olbia á norðurhluta hennar og í Cagliari, höfuðborginni á suðurströndinni. Þá er hægt að taka ferju á megin- landi Ítalíu eða í Frakklandi til Sardiníu. Eg fór um austurhluta eyjunn- ar. Landslagið þar er mjög íujós- trugt. Fjöllin eru há og granítgrá og gróðurinn þarf að beijast við mikla þurrka. Við vorum í fylgd með Sördum sem vilja sýna ferðamönn- um meira en fagurblátt haf og sólbaðaðar strendur. Þeir óku með okkur um fjöll og firnindi í Land Rover, sýndu okkur hella, vatns- uppsprettur og rústir frá bronsöld sem núragenar, frumbyggjar Sardiníu, reistu. Fjárhirðar byggja enn í svipuð- um stíl yfir sig og kindurnar. Þeir hlaða steinvegg í hring og nota tijágreinar og hríslur til að mynda þak, ekki ósvipað indíánatjaldi. Nótt í fjárhlrðabúðum Það eru 1,6 milljónir íbúa á Sardiníu og 3,9 milljónir af kind- um. Um 10.000 til 20.000 manns hafa atvinnu af að gæta kind- anna. Þær eru mjólkaðar tvisvar Kindakotasæla búin til á með- an kjötsúpan kraumar. Bærinn Orgosolo er þekktur fyrir pólitiskar veggmyndir. á dag og mjólkin aðallega notuð í ostagerð. Við gistum eina nótt hjá fjár- hirðabræðrum. Þeir eru frá bæn- um Orgosolo sem er þekktur fyrir bandíta og pólitískar veggmyndir. Þeir voru uppteknir við að búa til kotasælu úr kindamjólk þegar við komum upp á hólinn til þeirra. Kindakjötsúpa kraumaði í potti yfir eldinum og lambalæri steiktist yfir glóðunum. En engin lifandi kind var í sjónmáli. Þeir bræðurnir eiga ekki nema 40 kindur og þær voru enn niðri í dal. Þeir aka til þeirra frá Orgo- solo í bítið á morgnana og aftur á kvöldin til að mjólka þær, en annars hafa þeir ekki mikið fyrir þeim. Sváfum í hring og pappi var fyrir kodda Faðir þeirra var gamaldags fjár- hirðir og bjó í fjárhirðahúsinu hjá sauðfénu. Við fengum að gista í gamla húsinu hans. Við sváfum öll í hring, með fæturna inn að miðju og með pappa fýrir kodda. Bræðumir létu hins vegar fara vel um sig heima í mjúku rúmi. Kotasæla og jógúrt úr kinda- mjólk voru í morgunmat. Kinda- mjólk var notuð út í kaffið. Mér finnst margt betra en kindabragð og bað þess vegna um vatn og þurrt brauð, en það var kindalykt af skálinni og ég var fegin að komast aftur til byggða. Sardar hafa eigin pastategund Annars borða Sardar vel. Þeir nota mikið svokallað smalabrauð sem er hart og minnir helst á þunnt, óútskorið laufabrauð. Það geymist og hentar smölum vel. Sardar hafa sínar eigin pasta- tegundir, borða mikið lambakjöt og villisvín og glóðarsteikja gjarn- an ost í eftirrétt og borða hann með hunangi. Sardinía er tæpur fjórðungur íslands að stærð. Eg vildi gjarnan heimsækja höfuðborgina og skóg- ana þar sem besti korkurinn í vín- tappa vex. En annars færi ég að dæmi flestra annarra ferðamanna á Sardiníu og fyndi mér fallega strönd og nyti sólar við smaragð- slitan sjó. ■ Anna Bjarnadóttir Ferðamðnnum til S-Kðreu fjölpaúi um 7,5% í FRÉTTABRÉFI suður-kóresku ríkisferðaskrifsofunnar kemur fram að fjölgun erlendra ferða- manna til landsins árið 1994 var 7.5% og að alls komu þangað 3,6 millj. Japanir eru langfjölmennast- ir eða um 1,6 milljónir og fjölgun þeirra var yfir meðallagi eða 10,2%. Frá Bandaríkjunum komu ríf- lega 330 þúsund og frá Evrópu- löndum 380 þúsund manns. Álls fór 3.1 milljón S-Kóreu- manna til útlanda á ár- inu, milljón til Japans og 600 þúsund til Bandaríkjanna. Til Evr- ópu ferðuðust um 220 þús. Nýtt sumarhötel á gamalgronum stað HÓTEL Öld á horni Baróns- ■J stígs og Njálsgötu er nýr •O áningarstaður ferðamanna í ^ Reykjavík. Hótelið verður III rekið á sumrin, frá miðjum ►“ maí til ágústloka, en iðnnem- ar utan af landi munu hafa S aðsetur í húsinu á veturna. Þeir verða eflaust ánægðir því allt hefur verið endurnýjað í húsinu og vandað til búnaðar herbergja. Herbergi eru sextáli talsins á þrem hæðum, rúmgóð og ýmist með einu, tveimur eða þrem rúm- um. Hveiju herbergi fylgir sturta og salerni, gervihnattasjónvarp, smáísskápur og sími með mód- '' emtengingu. I tilefni af opnun hótelsins verður landsbyggð- arfólki boðinn 25% afsláttur á gistingu með morgunverði fram til 15. júní. Áður fyrr mjólkurbúð á neðstu hæð og íbúðir uppí Félagsíbúðir iðnnema eiga 2/3 í húsinu og 73 er eign hlutafélagsins Október. Að því standa Gunnar R. Gunnarsson, Gunnar Ingvarsson og Kristinn Ragnarsson en hótel- stjóri er Sigurður Gunnarsson. Starfsmenn hótelsins eru fimm í sumar og fyrsti stóri hópurinn kemur 7. júní. Sigurður segir hót- elið ekki hafa verið kynnt fyrr en nú þegar það er alveg tilbúið, ferðaskrifstofur taki því vel, en raunveruleg markaðssetning hljóti að miðast við næsta sumar. Hótelið, sem áður var verslun- ar- og íbúðarhús, hefur í vetur fengið allsheijar andlitslyftingu. Húsið var einangrað, skipt um létta innveggi og allar lagnir, ný gólf lögð og gluggar endurnýjaðir. Þriðja hæðin fékkst með því að hækka húsið og smíða kvista. Inn- réttingar eru síðan allar nýjar. Matsalur er á jarðhæð og ætlunin í haust að gera hæðina aðgengi- lega fyrir fatlaða. Verð á tveggja manna herbergi er 9.000 kr. á nóttu, eins manns herbergi kostar 7.500 kr. og þriggja manna 10.500 kr. Morg- unverður er innifalinn í verðinu. HÓTEL Öld er nýtt sumarhótel á horni Barónsstígs og Njálsgötu. _ Morgunblaðið/Svemr HÉR sést þriggja manna herbergi á efstu hæð hótelsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.