Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FRÁ Höfða, Mývatni Morgunblaðið/Snorri Snorrason Mývatnssveit - ferðamannaparadís Margar ferðir um Vestfiröi MARGAR og fjölbreyttar ferðir eru í boði um Vestfirði í sumar eftir því sem fram kemur í nýjum bæklingi frá Vesturferðum. Má þar nefna dagsferðir í Arnarfjörð, útsýnisflug á Hornstrandir með viðkomu í Reykjafirði og gönguferðir um ísa- fjarðardjúp. Vesturferðir hefur aðsetur á ísafirði og annast skipulagningu og sölu skoðunarferða um Vestfirði og í þessum bæklingi er gott yfirlit yfir þær ferðir sem eru á dagskránni. Einnig eru sérferðir fyrir hópa að óskum hvers og eins. Má til dæmis geta um kvöldferðir í Vigur og sólar- lagsferð í Skálavík. Sumarkvöld í Neðstakaupstað Nýjung í afþreyingu fyrir ferða- menn á Isafírði í sumar eru kvöld- skemmtanir sem nefnast Sumar- kvöld í Neðstakaupstað. Verða þær í þjóðlegum stíl með áherslu á sögu og menningu í byggðarlaginu. Hvert kvöld hefur ákveðið þema eða við- fangsefni og verður flutt um það fræðsluerindi og blandað inn í það tónlist. Þá verða sagðar þjóðsögur og ef til vill efnt til þjóðdansa. Þá eru unglingaferðir á Hom- strandir í sumar sem er nýjung. Eru þetta fimm daga ferðir í samvinnu Vesturferða við Jón Bjömsson leið- sögumann og forstöðumann félags- miðstöðvarinnar á ísafirði. Eru ferð- imar ætlaðar 13-16 ára unglingum. Læra þáttakendur meðferð útilegu- búnaðar, á áttavita, að vaða ár og að njóta náttúrunnar á hollan og skemmtilegan hátt. Forsvarsmaður Vesturferða er Sigríður Ó. Kristjánsdóttir. MÝVATNSSVEIT er ein mesta nátt- úruperla á norðurhveli jarðar. Þess vegna er hún líka vinsæll ferða- mannastaður og þess vegna var hún friðlýst með sérstökum lögum frá Alþingi 1974. Vegna líf- og jarðfræðilegrar sér- stöðu Mývatnssveitar era erlendir jafnt sem innlendir ferðamenn einatt hvattir til að heimsækja hana, fræð- ast um lífríki hennar og jarðsögu og njóta þeirrar undraveraldar sem fyrir augu ber á ferð um þessa fogru sveit. Með vemdunarlögunum og sér- stakri reglugerð þeim fylgjandi frá 1978 var Mývatnssveit sett í „fóst- ur“ hjá Náttúraverndarráði sem síð- an ber mikla ábyrgð á uppeldinu en felur það að hluta öðrum, s.s. íbúum sveitarinnar, Náttúrurannsóknastöð- inni við Mývatn og hinum almenna borgara. Auk þess hefur Náttúru- vemdarráð landverði í Mývatnssveit hvert sumar. Landverðir Landvörðum er ætlað að fylgjast með og stuðla að því að verndunar- lögunum og þeirri friðun, sem f þeim felst, og reglugerð þar að lútandi sé framfylgt í hvívetna auk annarra laga um náttúruvernd og umgengni sem í gildi eru. Þeim er og falið að annast fræðslu og upplýsingaþjón- ustu við ferðamenn, merkja og kort- leggja gönguleiðir um svæðið og undirbúa helstu ferðamannastaði sveitarinnar fyrir móttöku hins mikla fjölda sem í heimsókn kemur á hveiju sumri. Landvörðum er uppálagt að setja fræðslu, friðun og náttúravernd í öndvegi í öllum verk- um sínum. Upplýsingamiðstöð í samvinnu reka Náttúruverndar- ráð og Skútustaðahreppur upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn f hús- næði grannskóla hreppsins í Reykja- hlíð og er hún opin daglega kl. 8-22 frá 10. júní til 31. ágúst í sumar. Þar verður og sett upp „gesta- stofa“ á vegum Náttúruverndarráðs þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér ýmislegt varðandi jarðfræði, líf- ríki og sögu sveitarinnar. Gestastof- an verður opnuð upp úr miðjum júní og verður opnunartími sá sami og upplýsingamiðstöðvarinnar. Bæklingur til f róðleiks Fyrir nokkram árum lét Náttúra- verndarráð gera bækling um nátt- úruvemdarsvæðið Mývatn-Laxá. Þar er að fínna gott kort af Mývatns- sveit þar sem gönguleiðir eru merkt- ar, vegslóðar, fuglaskoðunarferðir, hringsjár, náttúruvætti og sérstak- lega friðlýst svæði svo eitthvað sé nefnt. Þá er sagt nokkuð ítarlega frá náttúravemdarsvæðinu, landslagi, jarðsögu, veðurfari, dýralífi, gróður- fari, byggð og sögu. Ferðamenn eru hvattir til að verða sér úti um þenn- an bækling en hann er fáanlegur á öllum ferðaþjónustustöðum sveitar- innar. Auk þeirrar fræðslu og upplýs- ingaþjónustsu sem hér hefur verið nefnd má geta þess að Vegagerð ríkisins og samstarfshópar hafa kom- ið upp áningarstöðum við allar Ieiðir inn í sveitina þar sem veglegt kort af Mývatnssveit blasir við ferða- mönnum með góðum upplýsingum. Ef til vill er óþarft að benda hinum íslenska ferðamanni á einstaka staði eða náttúrafyrirbæri til að skoða í Mývatnssveit. Samt skal ljúka þess- ari stuttu umfjöilun um ferðamanna- paradísina með með nokkram ábend- ingum: Enginn má fara svo um sveitina að hann veiti ekki athygli Laxá og fuglalífínu þar, Skútustaðagígum og myndunarsögu þeirra, Kálfastrand- arvogum og Höfða, Dimmuborgum, Gijótagjá, Hverarönd og Kröflu- og Leirhnjúkssvæðinu. Athygli skal vakin á fuglalífí og gróðri, jarðmynd- un og öðrum náttúruundrum sem hvergi þekkjast annars staðar í víðri veröld. ■ Steinþór Þráinsson Höfundur er yfirlandvörður Biarkarlundur opnar Miðhúsum - Hótel Bjarkarlundur var opnað hinn l.júní og í sumar standa fyrir rekstrinum hjónin Anna Dam og Gunnar Sigurðsson úr Reykjavík. Hótelið verður rekið með svipuðu sniði og áður. Enn er snjór ekki langt undan og væri lítill vandi fyrir hótelgesti að skreppa á skíði ef þeir kæra sig um. í veitingasal hefur verið komið fyrir málverk- um sem eru í einkaeign þeirra hjónanna og eru til hinnar mestu prýði. Hótel Bjarkarlundur stendur í fögru um- hverfi í Reykhólasveitinni og þykir mörgum hann kjörinn áningarstaður. Tjaldstæði má fá þar í grenndinni en annars er matsala og gjst- ing eins og verið hefur á sumrin. ■ Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson HJÓNIN Anna Dam og Gunnar Sigurðsson sem reka Bjarkarlund í sumar TÆMIÐ vasana og leggið jakkann með boðunga niður. Setjið annað jakkalafið yfir öxlina, þannig að fóðrið snúi út. Smeygið hinni öxlinni undir jakkalafið og látið all- an helminginn fylgja á eftir. Svona á jakkinn að líta út. Verið viss um að ermarnar falli rétt. Að brjóta saman jakka fyrir ferðalagtð ÞAÐ GETUR oft verið erfítt að pakka herrajökkum niður í ferðatöskur svo að þeir krumpist sem minnst. Hér er ágætt ráð fyrir ferðalanga sem vilja taka upp úr töskum sínum ókrumpaða jakka á áfangastað. ■ FERÐIR UM HELGINA ÚTIVIST FJALLASYRPA Úti- vistar er árviss við- burður. Að þessu sinni hefst hún laug- ardaginn 10. júní með því að gengið verður á Esju. Farið verður upp Þverárkotsháls á Hátind, yfir Skálatind og þaðan niður í Kjós. Síðan verða fjallgöngur annan hvem laugardag í allt sumar og verður alls gengið á átta fjöll. Þau era auk Esju, Ingólfsfjall, Kálfstindar, Búrfell í Þjórsárdal, Skjaldbreiður, Hengill, Skarðsheiði og Ármannsfell. Þáttak- endur fá spjald eftir hveija göngu þar sem staðfest er að þeir hafí gengið á fjallið. Brottför er kl.9 frá BSÍ. Sunnudag 11. júní er dagsferð um Hval- fjarðarejTÍ. Steinar skoðaðir og gengið í fjörunni, síðan með- fram Kiðafellsá að Óshól. Þetta er um 4 klst. gangur sem hentar öllum í fjölskyldunni. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ. Helgarferð 9.-11. júní í Bása í Þórsmörk. Nú er gróðurinn að springa út og verða fjölbreyttar gönguferðir með fararstjóra og góð gistiaðstaða í skála. ■ Hópferð ð flugsýninoB í Paris FYRSTA Flugs félagið sem er félag flugáhugamanna hefur skipulagt hópferð til Parísar dagana 14.-19. júní í tilefni þess að þá er 41. al- þjóðaflugdagurinn haldinn og flug- sýning sem er sú stærsta í heimin- um. Tilgangurinn er að skoða sýn- inguna og njóta lífsins í París, að því er Gunnar Þorsteinsson, for- maður félagsins sagði. Alls verða til sýnis um 200 flug- vélar þar af 20 í fyrsta sinn og um 1600 fyrirtæki sem tengjast flugi munu senda fulltrúa á sýninguna. Flogið er með Flugleiðum til Parísar en heim um Lúxembúrg. Ferðin kostar 49.950 kr. miðað við 2 í herbergi. Innifalið er fargjald, skattar, hótel í 4 nætur í París og ein í Lúxembúrg, rúta til og frá flugvelli og fararstjórn. Auk Gunn-. ars verður Þorsteinn Jónsson, fyrv. flugstjóri fararstjóri. ■ Hreinsilínan frá LANCÖME minnkar til þess að hún passi í Þú færð 100 ml. hreinsimjólk eða andlitsvatn (Galatée Douceur, Galatéis, Tonique Douceur, Tonique Fraicheur), þegar þú kaupir 400 ml. af hreinsimjólk eða andlitsvatni frá S LANCÖME. Komdu á næsta LANCÓME útsölustað og notfærðu ' þér þetta stórkostlega tilboð á meðan birgðir endast! LANCÖME^ PARÍS ^ 'V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.