Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Maðurinn sem tengdi gítarinn Les Paul, einn áhrífamesti rafgítarleikarí sögunnar, varð áttræður í gær. Asgeir Sverrísson rekur feríl mannsins og segir frá hljóðfærínu fræga sem við hann er kennt. FLESTIR sem kynnst hafa hljóðfærinu eru sammála um að eini galli þess sé hvað það er þungt. En í þyngdinni fólst einmitt sú mikla breyting sem gerði Gib- son Les Paul rafgítarinn að svo einstöku hljóðfæri. Hönnuður- inn, gítaristinn snjalli, Les Paul, varð heimsfrægur maður og hann átti eftir að standa að baki ýmissa annarra tímamóta í tónlistarsköpun auk þess sem dúett hans og eiginkonunnar, Mary Ford, naut mikilla vin- sælda. Les Paul, einn snjallasti jazz-gítaristi tónlistarsögunnar varð 80 ára í gær, föstudag og verður þeirra tímamóta minnst með ýmsum hætti í ár m.a.með sýningu í Smithsonian-safninu í Washington. Þrátt fyrir veikindi og ýmsa erfiðleika hefur Les Paul enn gaman af að taka í „lurkinn" en á þann veg var fyrsta rafgít- amum sem hann smíðaði gjaman lýst; fyrsta strengjahljóðfærinu sem ekki hafði hljóm- kassa. Hann býr í New Jersey í Banda- ríkjunum og tekur enn upp í eigin hljóð- veri þar sem finna má „lurka“ af ýmsum gerðum sem Gibson- fyrirtækið hefur framleitt undir nafni hans. Fyrsti „lurkurinn“ Það var árið 1941 sem Les Paul datt í hug að óþarft væri með öllu að rafgítar hefði hljómkassa. Þrettán ára gamall hafði Les Paul gert sér ljóst að hljóðdós („pic- kup“) eins og þekktust í grammófón- spilurum þess tíma gæti magnað upp hljóð væri Gibson Les Paul-Standard rafgitar árgerð 1960. Þessi gítar hefur í raun breyst lítið frá árinu 1952 og eftirlíkingarnar eru legió. Gít- arinn var upphaflega með tveimur einföldum segulnemum en er enn framleiddur með þriggja þrepa segulstilli, sérstökum hnöppum fyrir tón og styrk en brúnni og strengjafestingunni var breytt 1955. Gitarleikarar gefa aleigu sina og skyldmenna með bros á vör fyrir Les Paul hþ'óðfæri frá 1957-1960. henni komið fyrir undir strengjum. Hann hafði sömuleiðis ungur áttað sig á því að mögnunarlaus kassagítar gat ekki keppt við hin hljóðfærin í stærri hljómsveitum. Fyrsta rafgítarinn bjó Les Paul til árið 1927 og var það í raun aðeins kas- sagítar með hljóðdós úr grammófóni. En árið 1941 þegar hann var að verða þekktur sem jazz- og co- untry-gítarleikari tók hann sig til, sagaði út lurk einn mikinn, kom fyrir á honum þokkalega fullkominni hljóð- dós og breytti í nothæfan gítar. Þessi bylting mæltist_ í fyrstu misjafnlega fyrir. „Ég tók hann með í verkefni á Long Island og viðtökumar voru ömurlegar. Þeir sögðu að þetta væri það lélegasta sem þeir hefðu nokkru sinni heyrt,“ segir hann og glottir. Paul tók sig því til og kom „lurknum" fyrir í hefðbundn- um hljómkassa af Epiphone-gítar og á naésta balli hlaut hann frábærar við- tökur. Með þessu móti gjörbreytti Les Paul í raun stöðu gítarsins og lagði grunninn að leiðandi hlutverki hljóðfærisins í rokktónlist. Þar sem gít- arinn var hljómkassa- laus var unnt að leika á hann í gegn- um magnara með mun meiri hljóð- styrk en áður hafði þekkst án þess að upp- skera ýlfur það og væl sem fylgir því þegar leikið er á hljómkassa- gítar á LES Paul við mynd af honum sem tekin var er hann var 15 ára. nokkrum styrk. (Þetta er nefnt „feedback“ á ensku og lýsir sér í raun í því að segulnemar/hljóðdós- ir gítarsins nema hljóðbylgjur þær sem út úr hátalaranum streyma þannig að eins konar „hringrás“ verður til. Margir snjallir tónlistar- menn hafa nýtt sér „feedback" á skapandi hátt). Byltingarmaður Les Paul kom sér upp eigin hljóðveri og kom fram með ýmsar nýjungar svo^ sem eins og bergmál (,,reverb“). Árið 1953 lauk hann við smíði fyrstu fjölrása hljóðupp- tökuvélarinnar sem var algjör bylt- ing á þessu sviði og gerði tónlistar- mönnum í fyrsta skipti kleift að leika ýmsar stakar laglínur, hlýða á þær við upptöku annarra og blanda þeim síðan saman við út- spilun. Enn er þessi nýjung Les Pauls algjör grundvöllur þess starfs sem fram fer í hljóðupptöku- verum á hveijum degi hvar sem er í heiminum. Hér á landi er Les Paul ef til vill þekktastur fyrir undirleik sinn með söngkonunni Mary Ford. Þessi dúett þeirra naut mikilla vin- sælda víða. Þau kynntust í sjón- varpsþætti en hún hét raunar Colleen Summers. Það nafn þótti Paul ekki henta í skemmtiiðnaðin- um og fannst Mary Ford mun meira grípandi. Andagiftin var hins vegar ekki meiri en svo en nafnið fann hann eft- ir að hafa blaðað í síma- skránni. Þau gengu í hjóna- band árið 1949 en skildu 1961. ' Handleggurinn festur Þrátt fyrir mikla velgengni hefir lífíð ekki alltaf farið mjúkum höndum um gítarsnill- inginn Les Paul. Árið 1948 lenti hann í alvarlegu bílslysi og margbrotnaði hægri hand- leggur hans er hann reyndi að hlífa konu sinni við högginu. Læknar tjáðu honum að þeir gætu fest handlegg- „LURKUR- INN“ fyrsti rafgítarinn sem ekki hafði hljómkassa en hann var felldur inn í Epiphone- gítar til þess að út- litið virtist hefðbundið. inn í einni tiltekinni stöðu en að öðru leyti myndi hann ekki geta hreyft hann. Paul sagði þeim að festa handlegginn í stöðu gítar- leikarans og þannig er hann enn og myndar 90 gráðu horn. Hann gekkst undir skurðaðgerðir á sjö- unda áratugnum, fékk vægt hjartaáfall 1975 og gekkst undir mikla hjartaaðgerð tíu árum síðar. Hendur hans eru nú bólgnar og hann er illa haldinn af liðagigt. Fender og Gibson Það var í byrjun sjötta áratugar- ins sem Les Paul hóf samstarf við bandaríska Gibson-fyrirtækið sem ásamt fyrirtæki Leo Fender er hið þekktasta á sviði rafgítarfram- leiðslu. Fyrirtækið hóf m.a. fram- leiðslu á nokkrum gerðum af Gib- son Les Paul-gítarnum, sem er trúlega orðið þekktasta hljóðfæri rokksögunnar ásamt Stratocaster- gítar Fenders. Gítarleikarar hafa löngum deilt um hvort hljóðfærið sé betra en slíkur samanburður er með öllu óraunhæfur. Hljóðfærin hafa bæði mjög sterk og ólík sérkenni. Gib- son-gítarinn leiðir hljóð mun betur sökum þyngdar sinnar og þétt- leika, (þetta er yfírleitt nefnt „sustain"), hefur að öllu jöfnu kraftmeiri segulnema („pickup“, höfundi er ekki kunnugt um not- hæft íslenskt orð yfír þennan bún- að) og er að ýmsu leyti vandaðari smíðisgripur. Stratocaster-gítarinn, einkum sú tegund sem hefur gegnheilan háls úr hlyni, hefur hins vegar alveg sérstakan hljóm, sem alltaf nær í gegn og skilar sér við allar aðstæður. Gítarinn er mjög með- færilegur og léttur auk þess sem hálsinn er festur með skrúfum sem auðveldar stillingu hans með tilliti til halla. Les Paul var að sönnu ekki fyrsti maðurinn til að leika á rafmagnaðan gítar. En með því að hanna fyrsta hljómkas- salausa gítarinn lagði hann af mörkum eitt merkilegasta tæknilega framlagið til rokk- tónlistarinnar. Upptökutækni gjörbylti hann með hugmynda- flugi sínu og áræðni. Snjall og dáður Ekki er hins vegar hægt að skilja við Les Paul án þess 'að minnst sé á sérstakan stíl hans og yfírburða tækni sem gerði hann að einum af merkari rafgítarleikurum sög- unnar. Allir þeir sem unun hafa af gítarleik hljóta að hrífast með og því er það svo að í hópi aðdáenda Les Paul má finna ólíkustu tónlistarmenn, hinna ólíkustu tíma; Django Reinbardt, Paul McCartney, Chet Atkins og rokkmennið Slash. Byggt á Inter- national Herald Tribune, The Guit- ar Handbook, ofl. Morgunblaðið/Golli PÉTUR, Martial og Guðrún í Garðakirkju. Sitjandi er Sigurð- ur Rúnar Jónsson, upptökustjóri (öðru nafni Diddi fiðla!). Á FYRSTU þriðjudagstónleik- um sumarsins í Listasafni Sig- urjóns munu Pétur Jónasson, Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir flytja franska og spænska tónlist, samda í kring- um síðustu aldamót. Efnisskrá tónleikanna er að hluta til tekin af geislaplötu sem væntanleg er frá þeim fyrir næstu jól. í spjalli sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við Pétur sagði hann að þessa dagana væru þau í plötuupptökum í Garðakirkju á Álftanesi. „það verður „impressionískur" blær á plötunni og tónleikunum á þriðjudaginn, frá þeim glæstu tímum, um og eftir aldamótin, eins við köllum þá“. Á tónleikunum verða verk eftir fjölmarga höfunda, þar á Glæstir tímar meðal eitt verk eftir Martial Nardeau, sem hann samdi sér- staklega fyrir þessa h(jóðfæra- skipan, þ.e. gítar og tvær flaut- ur, en það verk er líklegast það yngsta á dagskránni. „Við verð- um með ýmsar útáskiptingar á tónleikunum, spilum bæði dúó og tríó.“ Eins og fyrr sagði verður frönsk og spænsk tónlist í há- vegum höfð átónleikunum, enda hefur Frakkland gjarnan verið kallað land flautunnar og Spánn land gitarsins. Tónlist í skólum Þetta verða fyrstu tónleik- arnir sem listamennirnir halda saman í Reykjavík en þau ætla að taka upp þráðinn í haust og halda tónleika í skólum á höfuð- borgarsvæðinu og um land allt. „Skólatónleikamir eru liður i átakinu „Tónlist fyrir alla“, sem Jónas Ingimundarson er aðalhvatamaðurinn að, en þetta er tónleikaröð sem sem stofnað var til árið 1992 og hefst í sept- ember ár hvert. Átakið hefur gengið vonum framar og nú bætumst við í hópinn," sagði Pétur. Tónleikarnir í Siguijónssafni hefjast kl.20.30 næstkomandi þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.