Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Manfundur víð andann GÍSLI Signrðsson: Sköpunin, olía á striga, 1995. MYNPLIST Hafnarborg MYNDVERK LIST OG TRÚ Opið 13-18 alla daga nema þriðju- daga. Til 26. júní. Aðgangur ókeyp- is. Sýningarskrá 200 krónur. KALLAÐ hefur verið til stefnu- móts listar og trúar í sölum Hafnar- borgar og er driffjöðurinn séra Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, sem er mikill áhugamaður um trúarlega list. Hefur sýningin verið í undirbún- ingi frá því á haustdögum, og tiltekt- ir hófust með fjórum fyrirlestrum séra Gunnars í Hafnarborg. Þegar svo ákveðið var að opna sýninguna um hvítasunnuna var einnig fallist á að þema hennar yrði andinn. Að sjálfsögðu getur maður heils hugar tekið undir þáskoðun, að það sé brýnt og spennandi viðfangsefni: að hugleiða hið andlega í listinni, svo sem segir í lokaorðum formála, sem einnig er eftir séra Gunnar, en hins vegar geta menn litið hið and- lega inntak nokkrum öðrum augum en fram kemur. Gunnar fylgir sýningunni úr hlaði með eftirtektarverðri grein í Lesbók „Gnýr á himni“ þar sem hann leit- ast við að skilgreina hugtakið trú og list og er mjög í mun að það sé gert með því að beina sjónum og kröftum að innihaldi listarinnar, hugleiða dýpri merkingu lífs og Iist- ar í ljósi trúarheimspeki og listfræði. Menn hafa nú um ómunatíð leitað að dýpri merkingu lifsins með list- iðkunum og lengi vel tengdist listiðk- un öðru fremur kirkjunni og háaðlin- um. Það er svo seinni tíma fyrir- , bæri að hafna kirkjuiegri list og var Gullkistan á Laugarvatni ÞANN 17. júní opnast Gullkista Laugarvatns en hún er samnefnari yfirgripsmikillar dagskrár þar sem listir og menning verða í aðalhlut- verki. í gullkistunni munu 104 mynd- listarmenn sýna verk sín og nýta þeir sér alla þá möguieika sem staðurinn hefur upp á að bjóða í rými, innandyra sem utan. Leiksýningar verða fjórar á í Listadögunum,þar af þijár fyrir böm. Guðmundur Haraldsson og Magnús Jónsson hafa veg og vanda af tveim leikritum unnum j upp úr bamabókum pólska rithöf- undarins Janosch. Astarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helga- dóttur í leikgerð og leikstjórn Stef- áns Sturlu Siguijónssonar verður sýnd í íþróttasal Héraðsskólans og loks verður Sápa 2; sex við sama borð í leikstjóm Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur sýnd en hún var frumsýnd í Kaffileikhúsinu í Reykjavík fyrr á árinu. Tónleikar verða fjórir talsins. i Strokkvartettinn spilar tónlist eftir I Dvorák, Ellington o.fl. Svava j Kristín Ingólfsdóttir mezzosópran í syngur íslensk sönglög, Sígauna- Ijóð, Tonadillas og óperuaríur við undirleik Jórunnar Viðar. Petrea Óskarsdóttir þverflautuleikari leik- ur lög eftir Paulenc, Honegger o.fl. við undirleik Ingunnar Hildar Hauksdóttur á píanó og 21. júní spilar dúettinn Súkkat nýtt efni „í bland við gamla smelli“. Gengið verður á Guilkistuna sem hátíðin ber nafn sitt af þann 23. júní. Að lokum er rétt að geta ljóða- dagskrár í kaffistofu Gullkistunnar og Laxnessherbergis í héraðsskól- anum en það er herbergi sem hef- ur verið innréttað til að minna á verk Halldórs Laxness og manninn á bakvið þau. á stefnuskrá stjórnmálaafla, sem nú eru liðin undir lok að segja má, og tímabil þessa afturhvarfs þannig ákaflega stutt og afmarkað í lista- sögunni. Það gat líka illmögulega staðið lengi, vegna þess að listiðkun er í eðli sínu guðsdýrkun, svo ná- tengd sem hún er sköpunarverkinu. Hins vegar fer minna fyrir því, að listamenn seinni alda hafi blandað trúarheimspeki við listsköpun, og það telst af nýrri gerð að tengja list við listsagnfræði, því áður var það öfugt. Listsögufræðingar voru þann- ig skrásetjarar listarinnar en síður leiðandi afl, enda töldust það öllu frekar þjóðfélagshræringar sem mörkuðu þróunina. það sem Kandin- sky mun öðru fremur hafa átt við, er hann samdi bók sína um hið and- lega í listinni, var hið óskilgreinda hugsæi, en mun síður hinn biblíulegi upphafni andi. Hann var að beina sjónum manna að kraftinum í hinu óhlutbundna, sem gæti allt eins ver- ið afgerandi og hrifmikill, og hin beina hiutvakta frásögn. Þegar hinir geistlegu tala um andann, meina þeir hinn upphafna og guðlega, en listamenn við innri mögn sköpunar- verksins, hinn óskilgreinda kraft á bak við tilurð listaverks.Kandinsky formaði grunnhugmyndir sínar í bók er bar nafnið „Das Geistige in der Kunst“, en t.d. ekki „Spiritualitat in der Kunst“ og á því er eðiismunur. Hann átti við innra eðli listarinnar, en síður trúarhita og andríki. í Ijósi þessa er það mikill miskilningur, að listgagnrýnendur eigi erfitt með að átta sig á þessum þætti í list sam- tímans, því í þeirra augum lúta öll listaverk skyldum lögmálum þegar um andlegt innihald er að ræða, og þannig getur andríkt biblíulegt myndefni aldrei réttlætt klúðurslegt handbragð. Hitt er svo allt annað KAÞÓLSK kapella á Skólavegi 38 í Keflavík var blessuð á hvítasunnu- dag hinn 4. júní sl. Þar er orðinn stór söfnuður og var fyrir kapella löngu orðin of lítil, en hún var í bíl- skúr við Hafnargötu, þar sem söfn- uðurinn hafði athvarf í litlu húsi. Með vordögum var ráðist í að selja húsið við Hafnargötu og síðan að kaupa Skólaveg 38. Hefir því húsi verið breytt allmikíð, meðal annars byggt yfir stórar svalir. Upp- haflega gáfu St. Jósefssystur söfn- uðinum húsið við Hafnargötu og núna mikið af búnaði í húsið við Skólaveg. Þar er til dæmis altarið úr kapellu spítalans í Hafnarfirði, einnig kirkjubekkirnir þaðan og fleira. Til framkvæmda og beins kostnaðar við breytingar hússins, fékkst styrkur frá Bonifatius Werke í Þýskalandi, sem greiðir að miklu leyti kirkjubyggingar kaþólskra á Norðurlöndum. Messuna annaðist séra Ágústínus George, yfiimaður kirkjunnar á ís- landi meðan sæti biskups er autt. mál, að sumum gagnrýnendum er kannski ekki mikið gefið um trúar- lega list, sem þeir jafnvel nefna guðræknispíp, en ekki er þó beinlín- is hægt að gera þá almennt ábyrga fyrir takmörkuðu framboði svipmik- illar trúarlegrar listar. Þá má vísa til þess, að listaverk fær ekki and- Iegt innihald einvörðungu með því að vísa til biblíutexta, það þarf sýnu meira til. Það er mikill fjöldi Iistamanna sem hefur hlýtt kalli séra Gunnars, eða á fjórða tug og munu flestir vera heimamenn eða úr nágrannabyggð- unum en samt saknar maður ýmissa sem sett hafa svip á listalíf bæjarfé- lagsins og þjóðarinnar um leið, eins og t.d. Eiríks Smith og Sveins Björnssonar. Sýningin er bæði í Sverrissal og allri efri hæðinni auk þess sem þrír hvítir vindpokar úr líni hanga á stálstöng utandyra. Auðsjáanlega hafa menn lagt mikið undir varðandi þessa sýningu, en áhrifin eftir dijúga skoðun eru þau helst, að um of tilbúna fram- kvæmd sé að ræða, sem hefur verið gerendum ofviða. Hið trúarlega inn- tak er fyrir hendi í velfelstum mynd- verkanna, en hins vegar skynjar maður ekki svipmikil andleg átök nema í sumum þeirra. Það skortir einfaldlega þann innri kraft og ris sem hrífur skoðandann Með honum þjónuðu fyrir altari prestarnir sér Hjalti Þorkelsson, sóknarprestur í Hafnarfirði og á Suðurnesjum, ásamt séra dr. Lam- bert Terstroet. Einnig þjónaði Jon McKeon djákni í messunni, auk venjulegra messuþjóna. Sér George rakti í stuttu máli byggingar- og þróunarsögu kirkjustarfsins í Kefla- vík, sem einnig þjónar aðliggjandi byggðum. Flutti hann síðan helgun- arbænina og stökkti vígðu vatni á veggi og altari kapellunnar. Auk kapellunnar hefir verið inn- réttaður allgóður samkomusalur á hæð hússins og þar er einnig lítil íbúð fyrir prest er gæti dvalið þar um stundarsakir. Þá er einnig rými til fræðslu fyrir börn og fullorðna. Má segja að í bili sé því bærilega séð fyrir þörfum kaþólska safnaðar- ins á Suðurnesjum. Altarið úr Krist- kirkju við sjúkrahúsið í Hafnarfirði er að ýmsu ieyti merkilegt útskurð- arverk, með lamb Guðs á miðri fram- hlið. Sómir það sér vel í hinni nýju kapellu. með sér og svo er sýningin svo undarlega laus í reipun- um. Menn hafa ekki viljað brenna sig á að ofhlaða rým- ið, en hins vegar er áhrifa- máttur myndanna á þann veg að hið mikla opna rými ber þær ofurliði. Upphengingin getur ekki talist faglega af hendi leyst, og einstök verk njóta sín því síður en skyldi. Þá er sýning- arskrá um sumt líkust aug- lýsingabæklingi og litgrein- ing mynda oftar en ekki af- leit. I einstaka tilvikum njóta myndirnar sín þó mun betur í skrá en á veggjunum sem á einkum við um verk Gísla Sigurðssonar og Kristínar Geirsdóttur. Þótt næsta lítið sé um sýni- leg trúarleg tákn, prýðir hins vegar innri kraftur málverk Margrétar Sveinsdóttur, og mun meiri en í hin- um stærri flekum hennar sem hún hefur verið að sýna undanfarið. Fínn stígandi er í verki Ólafar Oddgeirs- dóttur og mikill formrænn hreinleiki yfir verki Þorfinns Sigurgeirssonar. Skúlptúr Einars Más er athyglis- verður einkum hinn mikli innbyrgði kraftur í stígandi hans. Kross Berg- lindar Sigurðardóttir er borinn uppi af snjallri hugmynd, en útfærslan hefði mátt vera hnitmiðaðri. Víra- virki Tinnu Gunnarsson í Sverrissal tók alla athygli mína, fyrir einfald- leikann, og vatnslitaþrykk Þórunnar Elínar Jónsdóttur var býsna áleitið. Vafalítið er vænlegast að taka viljann fyrir verkið, en þetta er eng- an veginn nægilega gott framhald í ljósi samskonar sýningar í Portinu fyrir nokkrum mánuðum, sem svo aftur hefur vinninginn með sýningu Þóru Þórisdóttur, í sömu húsakynn- um; sem nú nefnast Við Hamarinn. Á leiðinni út skoðaði ég gamalt málverk Eiríks Smith sem hangir innst í gangi veitingastofunnar, en er ekki í tengslum við sýninguna. Þar tel ég koma fram sitthvað af því sem skilgreina má „andlegt" í málverki og felur í senn í sér „geist“ og „spiritualitát". Myriam Bat- Yosef sýnir á Sóloni MYRIAM-Bat Yosef opnaði sýn- ingu á Sólon íslandus á fimmtu- dag. Sýningin er til minningar um Guðmundu Kristinsdóttur, sem var fædd 28. maí 1904, dáin 13. febr- úar 1995, en hún var ætíð traust- asti stuðningsmaður Myriam á íslandi. Myriam Bat-Yosef er fædd í Berlín 1931. Árið 1956 kynntist Myriam íslenska listamanninum Erró í Florence og þau giftu sig. Árið 1960 fæddist þeim dóttir sem hlaut nafnið Tura, eftir ítalska endurreisnarmálaranum Cosimo frá Tura. Myriam og Erró skildu árið 1964. 1968-80 bjó hún í Jerúsalem og 1980 flutti hún aftur til París- ar, þar sem hún býr nú. Frá því Myriam kom fyrst til íslands árið 1957 hefur hún komið hér reglulega og haldið margar sýningar. Hún er íslenskur ríkis- borgari síðan 1964. Dagana 11.-14. júní og 15.-18. júní býður Myriam Bat-Yosef í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda upp á fjögurra daga nám- skeið sem byggist á kennsiuað- ferðum úr bók Betty Edwards „Drawing on the Right Side of the Brain“. Þijú svona námskeið voru haldin síðastliðið haust. Námskeiðin verða haldin á ferðaþjónustubænum Görðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi sem stendur nálægt sjónum á sunnan- verðu Snæfellssnesi, u.þ.b. 25 km fyrir vestan Vegamót. Heildarverð fyrir námskeiðið er 29.800, en innifalið í því verði er auk námskeiðsins sjálfs fullt fæði og gisting. Orgeltón- leikar Gill- ian Weir ORGELTÓNLEIKAR Gillian Weir á Kirkjulistahátíð verða í Hallgrímskirkju á morgun kl. 17. í kynningu segir: „Hægt er að tala um ' Gillian Weir sem stór- stjömu orgel- heimsins. Hún hefur haldið tón- leika um allan heim og hald- ið námskeið sem notið hafa mikilla vinsælda. Hún á án efa stóran þátt í því að orgelleikur býr við vaxandi vinsældir víða um lönd og a,ð konsertorgan- istum hefur íjölgað stórlega síðustu ár.“ Verkefnaval Gillian Weir er fjölbreytt. Hún sérhæfði sig fyrst í barokktónlist, en hefur síðan leikið mörg nútímaverk, m.a. hefur hún frumflutt verk margra tónskálda, svo sem Mathias, Fricker, Messiaén, Camillieri og Robin Holloway. Dagskrá tónleika Gillian Weir á sunnudag spannar allt frá verkum 16. og 17. aldar höfunda eins og Bull og Pur- vell til verka núlifandi tón- skálda eins og Robin Orr og Guy Bovet. Nýr sýning- arsalur ÍSLENSK Grafík opnar í dag kl. 15 sýningarsal í húsnæði félagsins að Tryggvagötu 15, annarri hæð, gengið inn frá Geirsgötu. Salurinn er í tengsl- um við íslenska grafíkverk- stæðið. Á fyrstu sýningu í salnum mun Kjartan Guðjónsson graf- íklistamaður, sem er einn af stofnendum félagsins íslensk Grafík, sýna eldri grafíkverk. Sýningin er hluti af 50 ára afmælishátíð NKF, Norræna myndlistarbandalagsins. Kjartan Guðjónsson hefur verið virkur þáttakandi í nor- rænu samstarfi myndlistar- manna og tekið þátt í sýning- um Norræna myndlistar- bandalagsins í Kaupmanna- höfn, Helsingfors, Bergen, Antwerpen, Róm, Hannover og víðar. Sýningin stendur til 30. júní og er opin kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. MYND eftir Jóhönnu. Olía og vatn- slitir í Eden NU stendur yfir myndlistar- sýning Jóhönnu Hákonardótt- ur í Eden í Hveragerði. Þetta er þriðja sýning hennar á þessu ári. Jóhanna hefur vinnustofu í Stúdíó Höfða, Borgartúni 19 og er vinnustofan opin á mánudögum kl. 20-23. Á sýningunni verða bæði olíumálverk og vatnslitamynd- ir, málaðar á síðustu þremur árum. Sýningunni lýkur 18. júní og er opið alla daga til kl. 23 á kvöldin. Bragi Ásgeirsson Kaþólsk kapella blessuð í Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.