Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 10. JUNI 1995 MORGUNBLAÐIÐ „Vorkoma" MYNDLIST Listasafn Kópavogs Gerðarsaf n HÖGGMYNDIR Grímur Marinó Steindórsson Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 til 18. júní. Aðgangur ókeypis ÞAÐ er ein helsta ögrun högg- myndalistarinnar að á þeim vett- vangi er oft verið að vinna mjúk form og ljóðræn í efni, sem virð- ast í fyrstu andstæðs eðlis; styrk- ur steinsins og harka stálsins virð- ist eiginleikar sem hvorki eru til þess fallnir að laða fram ljúfar stemningar né fínleika áferðarinn- ar. Það segir talsvert um hina tæknilegu hæfni margra mynd- höggvara okkar tíma, að þetta eru einmitt þau einkenni, sem mest ber á í list þeirra, og útkoman þá í góðu samræmi við alla ofan- greinda eiginleika; harka efnis og mýkt úrvinnslu þess fara saman, sem og fínleiki áferðar og styrkur Snerting- in við pappírinn UNG listakona, Harpa Árnadóttir, tók við verðlaunum úr hendi Gú- stafs Svíakonungs í apríl síðastliðn- um, en það voru fyrstu verðlaun í teiknisasmkeppni sem National Museet í Stokkhólmi efnir til og hefur gert með hléum síðan 1938. Harpa sýnir þessa dagana teikning- ar sínar á Mokka. 850 myndir kepptu til verðlauna í Stokkhólmi og segist Harpa hafa orðið hvumsa þegar hún heyrði sig- urfréttirnar enda mundi hún ekki eftir að hafa tekið þátt í neinni keppni. „Ég var stödd úti í Finn- landi þegar ég fékk hringingu og hélt að verið væri að gera grín en eftir dálitla stund áttaði ég mig á að þetta var alvara og að ég ætti í vændum að fara að hitta Svíakon- ung." Harpa kvaðst hafa sent inn fjór- ar myndir eftir tilkynningu í Va- land-skólanum í Gautaborg, þar sem hún stundar nú nám, frá Nat- ional Museet í Stokkhólmi og skild- ist henni að um sýningu fyrir unga teiknara væri að ræða. Vel þekkt keppni Keppnin hlaut mikla umfjöllun í fjölmiðlum í Svíþjóð og er ljóst að hún hefur töluvert að segja fyrir ungan myndlistarmann. „Eg áttaði mig engan veg- inn á því hvað þessi sigur vakti mikla athygli og þótti fjölmiðlum gaman að því hversu lítið ég vissi um keppn- ina, enda keppnin vel þekkt í Svíþjóð og þeir lista- menn sem hafa unnið í henni hafa oftar en ekki orðið mjög þekktir, a.m.k. í Svíþjóð." Harpa segir sigurinn fyrst og fremst vera uppörvandi furir sig og sér hafi verið sýndur mikili heið- ur með þessu, auk þess sem hann opni að sjálfsögðu líka ýmsar' dyr, eins og t.d. það að vera boðið að sýna myndir á Mokka. Safnið festi kaup á öllum mynd- um hennar fjórum og sýningu á þeim , ásamt fleirum sem komust í úrslit, er rétt að ljúka í National Museet í Stokkhólmi en sýningin á Mokka stendur til 20. júní og er opin alla daga vikunnar. Harpa Árnadóttir þess myndefnis, sem menn eru að takast á við í verkum sínum. Grímur Marinó Steindórsson hefur um langt skeið verið öðru fremur að fást við hið fínlega í verkum sínum, þó hráefnið sé kalt stálið og úrvinnsla þess krefjist því mikillar vinnu. Vegna þeirra viðfangsefna sem hann hefur eink- um tekist á við hefur þetta farið vel saman; fínlegir fuglar og myndheimar náttúrunnar hafa verið mest áberandi, og svo er enn á þeirri sýningu, sem nú stendur yfir í og við Listasafn'Kópavogs. Yfirskrift sýningarinnar er „Vorkoma" og er það við hæfi, bæði vegna árstíðarinnar og þeirra myndefna, sem Grímur Marinó er að fást við. Fuglarnir í verkum hans eru öðru fremur boðberar hinna björtu nátta - á leið í varp- löndin, til heiða, út til sjávar eða í þeirri kyrrð, sem náttúran getur skapað. Sem fyrr eru þessar vegg- myndirnar ýmist einfaldar (þar sem fægt stálið ræður mestu) eða skrautlegri (þegar logar logsuðu- tækisins hafa laðað fram fjöl- breytt litaspil í málminum), og eru Morgunblaðið/Kristinn GRÍMUR Marínó Steindórsson meðal verka sinna. hinar fyrrnefndu oftar en ekki sterkari myndverk; hin þrívíðu verk draga þó að sér mesta at- hygli, enda koma kostir högg- myndarinnar best fram í því formi. Af slíkum myndum á sýningunni má m.a. benda á „Norðan streng- ur" (nr. 39), lítið en vel heppnað verk þar sem fuglinn berst á móti báli veðurhamsins og skemmtileg- ur sveigur í myndinni gefur til kynna þau átök, sem þarna eiga sér^ stað. Á sýningunni hefur listamaður- inn bætt við nýju við- fangsefni, þar sem eru skrautleg og mikilúð- leg vopn, sem hann tengir við norrænar fornsögur og goða- fræði með titlum eins og „Hentisar" (nr. 7), „Gaplok" (nr. 22) og „Kjagg" (nr. 48), svo nokkur séu nefnd. Þessi vopn eru fallega unnin og líkt og svífa um rýmið ásamt fugl- unum; hins vegar skortir þau að mestu þá ógn, sem eðli þeirra kallar á og t.d. mátti oft greina í hnífum Jóns Gunnars Árna- sonar. Því virka þau fremur sém skrautleg- ir minjagripir en atgeirar einhvers fyrri tíma þegar þau gátu á auga- bragði skilið höfuð frá búki, ef því var að skipta. Þar sem einstök verk draga einkum að sér athyglina verður að álykta að í heildina sé salurinn sem hýsir sýninguna ofhlaðinn af þeim rúmlega fimmtíu verkum, sem þar eru sýnd. Færri verk hefðu notið sín betur og um leið gefið áhorfendum betra tækifæri en ella til að njóta þeirrar fágunar í vinnubrögðum, sem listamaður- inn nýtir svo vel. Magnið hefur hins vegar tilhneigingu til að skyggja á gæðin, og er það miður. Mikilvægur hluti þessarar sýn- ingar er utan dyra en Grímur Marinó hefur komið sjö stórum verkum fyrir á rúmgóðu svæði sunnan safnsins. Þetta svæði er vel til þessa fallið og tengist eink- um vél vestari sal safnsins vegna stórs glugga þar á suðurhlið húss- ins. Meðal höggmyndanna hér er einkennisverk sýningarinnar, „Vorkoma" (nr. 1), sem er án efa eitt tígurlegasta verkið á sýning- unni þar sem álftir fljúga yfir stórt bjarg á leið sinni til heiðarland- anna. Fleiri höggmyndanna hér eru athygli verð og má þar nefna „Minnisvarða um Ólaf Kárason" (nr. 3) og „Sólstaf" (nr. 4), ólík en reisuleg verk, þar sem vönduð vinnubrögð listamannsins njóta sín til ftills. í heildina er hér á ferðinni áhugaverð sýning, sem vert er að minna listunnendur á. Stærri verk- in, einkum þau sem standa úti, eru sterkasti hluti hennar; um leið og bent er til þeirra sérstaklega er rétt að vona að fleiri listamenn eigi eftir að nýta sér þetta úti- svæði til sýningahalds í framtíð- inni. Eiríkur Þorláksson UNGIR drengir lesa ljóð meðan beðið er eftir strætó Ljóð í Vesturbæ Á SÖGU - og menningarhá- tíð Vesturbæjar sem fór fram á dögunum vöktu athygli h'óð sem fest voru á staura við strætóstoppistöðvar um allan Vesturbæinn í tengslum við hátíðina. Að sögn Valgarðs Egilsson- ar, sem átti hugmyndina að þessu, var hún fyrst notuð á listahátíð 1990 í örlítið ann- arri útgáfu. Valgarður segir að hann og Sigfús Bjartmars- son, sem valdi ljóðin með hon- um, hafi farið í skrá hjá rit- höfundasambandinu og náð þar í alla núlifandi rithöfunda í Vesturbænum og vöidu ann- aðhvort skáldin sjálf síðan Ijóð til birtingar eða í sam- ráði við þá Valgarð og Sigf- ús. „Það voru bæði bók- menntafræðilegar forsendur og tommustokkurinn sem réðu því hvaða h'óð birtust á skiltunum," sagði Sigurður og á þar við plássið á skiltun- um sem er takmarkað. MyndUstarsýning í Djúp- inu og á bflaverkstæði INGIBJÖRG Sigurðar- og Soffíu- dóttir opnaði í vikunni myndlistar- sýningu í Djúpinu, Hafnarstræti 15 (veitingahúsið Hornið). Verkin sem hún sýnir eru unnin með olíukrít. Ingibjörg er leirkera- smiður að mennt og útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1976. Hún fékk styrk frá listamiðstöðinni í Sveaborg í Finnlandi og dvaldi á gesta- vinnustofu fyrir nor- ræna myndlistarmenn í Hásselby Slott í Stokkhólmi 1987. í Svíþjóð var hún gestanemi við Konstfackskol- an í Stokkhólmi og útskrifaðist þaðan úr málmsmíðadeild árið 1988. Ingibjörg vinnur verk úr ull, notar reyfin gjarnan óunnin og bregður á leik - póstkort, skúlpt- úr, eyrnalokkar, veggmyndir. Auk þess vinnur hún skartgripi úr steini, málmum, tré og ýmsum öðrum efnum. Ingibjörg Sigurð- ar- og Soffíudóttir Ingibjörg hefur haldið námskeið í leirmótun, málun og frjálsri sköp- un. Ingibjörg hlaut viðurkenningu fyrir frumlega hug- mynd í samkeppni um „hönnun minjagripa og minni nytjahluta úr íslensku hráefni" sem samstarfshópur- inn Handverk - Reynsluverkefni stóð fyrir sl. haust. Árið 1985 sendi Ingibjörg frá sér barnabókina „Blómin á þakinu". Hún hefur haldið tvær einkasýn- ingar hér á landi og tekið þátt í samsýn- ingum heima og erlendis. Auk sýningarinnar í Djúpinu verða nokkur verka hennar til sýn- is á Bílaverkstæði Hermanns S. Ágústssonar, Súðarvogi 40. Szymon Kuran, fiðluleikari og borgarlistamaður, leikur við opnun beggja sýninganna. Á bílaverk- stæðinu kl. 14 og kl. 17 i Djúpinu. Sýningin í Djúpinu stendur yfir til 1. júlí nk. og á bílaverkstæðinu til 10. júlí. Sjónvarpsstjóri áfram STJÓRN sænska sjónvarpsins ákvað nýlega að óska eftir því að sjónvarpsstjórinn Sam Nilsson gegni starfinu áfram tvö ár í við- bót. Sam Nilsson mun því sitja út árið 1998. Skipulagsbreytingar hjá sænska sjónvarpinu hafa verið samþykktar af stjórninni, en bíða afgreiðslu þingsins. íslendingar í Kaupmannahöfn minnast skáldsins Jónasar Hallgrímssonar A 150 ÁRA ártíð Jónasar Hall- grímssonar skálds komu nokkrir Islendingar saman við húsið að Sankti Pederstræde 22, þar sem hann bjó. Að undirlagi séra Lárus- ar Þ. Guðmundssonar sóknar- preste var lagður krans við húsið, sem síðan var hengdur upp á gafl- inn undir minningartöflu um Jón- as. Eigandi hússins, Niels Sigs gaard arkitekt, bauð síðan upp á hressingu inni í húsagarðinum. I haust verður haldin Jónasarhátíð í Jónshúsi. Hópurinn hittist að morgni 26. maí við húsið, þar sem Jónas bjó er hann lést þennan dag 1845. Séra Lárus bauð menn velkomna og Ólafur Egilsson, sendiherra ís- lands í Danmörku, flutti stutt ávarp. Hann minntist þess að Jón- Orti flest ættjarðar- ljóðin í Danmörku as hefði ort flest ættjarðarljóð sín hér í Danmörku, fjarri heimahög- um og vitnaði að lokum í orð Tóm- asar Guðmundssonar skálds um að vonandi bæru íslendingar gæfu tilþess„að hlíta leiðsögn Jónasar enn um langa framtíð, og gott er þjóðinni að mega treysta því, að meðan hún fínnur sjálfa sig í ljóð- um hans, er hún á réttum vegi." Að því búnu lögðu Jónas Kristjáns- son formaður Islendingafélagsins, Björn Ragnarsson formaður náms- mannafélagsins, Birna Róberts- dóttir formaður safnaðarnefndar- innar og Ólafur lárviðarsveig fyrir neðan minningartöfluna. Sveigur- inn var síðan hengdur upp á húsið. í boði Niels Sigsgaards voru húsakynnin könnuð og síðan gengið inn í húsagarðinn, þar sem Sigs- gaard bauð upp á veitingar. Borgar Garðarsson leikari las upp íslands farsælda frón og viðstaddir sungu Hvað er svo glatt og Nú andar suðrið sæla. Við þetta tækifæri skýrði séra Lárus frá að hafinn væri undirbúningur að Jónasarhá- tíð í haust. Af því tilefni verður Páli Valssyni bókmenntafræðingi boðið að halda fyrirlestur, en hann sá um heildarútgáfu á verkum Jónasar fyrir nokkrum árum. Við- staddir athöfnina voru meðal ann- arra Björn Th. Björnsson listfræð- ingur, sem manna mest hefur kannað sögu Islendinga í Kaup- mannahöfn og Tryggvi Olafsson myndlistarmaður, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Tryggvi hefur meðal annars .notað andlitsmynd af Jónasi í myndverk og bauð hann að hún yrði notuð í tilefni hátíðar- innar í haust. Nýlega héldu konur í Kaupmannahöfn upp á fimmtíu ára afmæli síns félags og fengu af því tilefni Pál Bjarnason til að segja frá Jónasi, en Páll hefur kynnt sér ævi og störf Jónasar. 4'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.