Morgunblaðið - 05.07.1995, Side 3

Morgunblaðið - 05.07.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 B 3 VIÐTAL Erla Kristinsdóttir á Rifi sér eftir öllum fiskinum sem fer óunninn burt af Nesinu Nýjuni fyrirtækjum eru fá tækifæri gefín Erla Kristinsdóttir er ungur viðskiptafræðingur, sem rekur Sjávariðjuna á Rifi. Hún segir í viðtali við Hjört Gíslason, að renna þurfi fleiri stoðum undir atvinnulífið og opna ungu fólki leið inn í atvinnureksturinn til að eðlileg endurnýjun eigi sér stað. ERLA eignaðist tvíburana Kristin Jón og Sigurrós í vetur. Með þeim á myndinni er Andri Már, sonur Arnar Tryggva sambýlismanns Erlu. „STAÐREYNDIN er sú að nýjum fyrirtækjum er nánast lokaður að- gangur að fjármagni í dag. Þetta á sérstaklega við um sjávarútveg, þar sem bankastofnanir halda inni gömlum fyrirtækjum, en vilja ekki gefa nýjum möguleika á afurða- lánaviðskiptum eða annarri fyrir- greiðslu án þess að til komi veð í steinsteypu. Með þessu er verið að bregða fæti fyrir ungt fólk, sem hefur áhuga á að spreyta sig á rekstri í sjávarútvegi. Mér var brugðið í fyrra, þegar ég fann fyrir þessu. Á tyllidögum höfum við unga fólkið verið hvött til að afla okkur menntunar og fara svo út í atvinnulífið og skapa ný störf.“ 20 manns ívinnu Það er þrítug kona, Erla Kristins- dóttir, fiskverkandi á Rifi, sem lýs- ir með þessum hætti möguleikum ungs fólks til að byggja upp rekstur í sjávarútveginum. Hún stofnaði fiskvinnsluna Sjávariðjuna á síðasta ári ásamt foreldrum sínum og systkinum og saman sjá þau um rekstur fyrirtækisins. Erla er við- skiptafræðingur frá Háskóla Is- lands og starfaði áður sem gæða- stjóri á frystitogurum Skagstrend- ings og rak gistiheimili í fimm sum- ur. Sambýlismaður Erlu er Örn Tryggvi Johnsen. Hann er verk- fræðingur að mennt og er bæjarrit- ari í Snæfellsbæ. Þau eignuðust tvíbura í vetur. „Fyrirtækið er eins árs gamalt, en nú erum við með um 20 manns í vinnu. Við höfum aðallega verið í þorski, en í vor höfum við líka verið í steinbít og ufsa vinnum við svo á haustin og fram að áramót- um. Við vinnum líka hrogn frá ára- mótum og þar til þau hætta að berast. Við lausfrystum langmest og skerum flökin í bita og flokkum. Bitarnir eru svo íshúðaðir og fara utan í svokölluðum tröllapakkning- um. Það eru íslenzkar sjávarafurð- ir, sem flytja út fyrir okkur og mest af framleiðslunni fer á Banda- ríkjamarkað, en steinbíturinn fer til Frakklands. Hrognin hafa svo farið til Japans og Bretlands. Við vinnum einnig dálítið af ýsu, sem fer öll á markað innan lands, lausfryst flök í pokum til verzlana, fyrirtækja og einstaklinga. Hráefni sótt á fiskmarkaðina Síðasta ár er tæpast marktækt um framleiðsluna hjá okkur, því við vorum að læra og þreifa okkur áfram með vinnsluna. Við erum með vélflökun nema í steinbít, sem er handflakaður. Hráefnið sækjum við á fiskmark- aðina hér og víðar, en við erum einnig með smábáta í föstum við- skiptum og kaupum bolfisk af bát föður míns Hamri SH. Aflinn af honuin var uppistaðan í vinnslunni í vetur, þegar hann var á línu. Þá tökum við þann stærðarflokk, sem hentar okkur, en setjum hitt á markaðinn. Ekki reklð með tapi „Það er oftast nægilegt framboð af fiski hér á Nesinu, en verðið setur manni ákveðnar skorður. Við einsettum okkur í upphafi að reka fyrirtækið ekki með tapi og því voru haustmánuðirnir okkur erfiðir, en þá er framboðið minnst og sam- kepnnin um fiskinn mest. Við ætl- uðum okkur að fara í ferskfisksölu, flaka og snyrta og senda flökin utan með flugi. Það hefur ekkert orðið úr því enn. Verð á fersku flök- unum er hátt og því verðum við færari um að keppa um fiskinn á mörkuðunum. Það eru „flugkarl- arnir“ sem venjulega borga hæsta verðið,“ segir Erla. Fiskurinn keyrður í burtu „Aðdragandinn að stofnun þessa fyrirtækis var sá, að flutningabíl- arnir stóðu í röðum fyrir utan mark- aðina til að keyra fiskinn burt af Nesinu og fólk gekk um atvinnu- laust á meðan. Við spurðum okkur því hvers vegna við gætum ekki gert þetta eins og einhverjir aðrir. Hvort við gætum ekki unnið fiskinn sjálf og skapað okkur og öðrum atvinnu með því. Sú varð raunin. Við sjáum reyndar ekki mikinn hagnað út úr rekstrinum, en við erum ekki að tapa heldur. Við erum fimm systkinin, pabbi og mamma og tveir makar svo við erum alls 9 ? fjölskyldunni, sem komum nálægt þessu. Það er ekki nema lítill hluti þess, fisks sem kemur á land hér á Snæ- fellsnesinu, sem er unninn hér. Þó við séum að taka nokkur tonn á dag, er það bara eins og dropi í hafið. Fiskverkun hér og í Ólafsvík er varla svipur hjá sjón miðað við það sem var. Það eru fyrirtæki í Reykjavík, sem eru að kaupa fisk- inn héðan og svo koma stóru fyrir- tækin eins og H.B. á Akranesi, Fiskiðjan á Sauðárkróki og KEA reglulega inn á markaðina og kaupa þá mikið. Okkur hefur einnig fund- izt að fiskvinnslunni á Snæfellsnesi hefði mátt gefast kostur á því að bjóða í afla togarans Más SH, sem er að stórum hluta í eigu Snæfells- bæjar. Mér fannst það skjóta skökku við síðastliðið sumar, þegar skipið kom með þorsk úr Smug- unni, að aflanum var landað fyrir norðan, en húsin hér voru hráefnis- laus. Óvissan alltaf mikil Eg er viðskipþafræðingur frá Háskóla íslands. Útskrifaðist 1992 og fór þá að vinna hjá Skagstrend- ingi sem gæðastjóri um borð í frystitogurum þeirra. Þar var ég í tæp tvö ár eða þar til ég kom hing- að heim. Þetta er erfið atvinnugrein að eiga við. Óvissan er alltaf mikil. Hráefni er aldrei öruggt og því er þetta verulega frábrugðið því, sem við vorum að gera í fyrirtækja- stjórnun í Háskólanum. Þar voru aðföngin alltaf örugg og á ákveðnu verði. Þá breytist gengið án þess að nokkuð sé hægt við því að gera. Dollarinn hefur til dæmis lækkað um ein 10% á tiltölulega skömmum tíma og slík lækkun rústar auðvitað öllum framlegðaráætlunum og að auki sveiflast verðið á mörkuðunum mikið. Þá þarf maður ekki bara að hugsa um að greiða ekki of hátt verð fyrir fiskinn, heldur einnig samspilið í vinnslunni og fleira. Ef verðið á þorskinum fer of hátt, er hægt að snúa sér að ufsanum, svo fremi að verð á honum sé heldur ekki of hátt. Ég tók framleiðslusvið í náminu og fiskvinnslan er mjög flókin miðað við það, sem við vorum að gera þar. Ytri aðstæður eru svo breytilegar, en fyrir vikið er kannski meira gaman að fást við reksturinn. Elgnaðist tvíbura í vetur Ég eignaðist tvíbura í vetur og hef því ekki unnið nema að hluta til við fyrirtækið síðan. Faðir minn Kristinn Jón stjórnar fyrirtækinu með mér en þegar ég var alveg frá vegna barnanna, hljóp sambýlis- maður minn í skarðið. Það hefur verið mikið að gera að sinna tvíbur- unum og sjá um reksturinn. Við erum með afar litla yfirbygg- ingu, skrifstofan er hérna heima og fjölskyldan sér um alla þætti, svo sem kaup á mörkuðunum, reksturinn, viðhald húsa og véla og svo framvegis. Þetta byggist líka að miklu leyti á útgerðinni á Hamri. Án hans hefðum við ekki getað gert þetta. Of lág laun Rekstrarumhverfið fyrir land- vinnslu er mjög erfitt um þessar mundir og til dæmis er aðstöðumun- urinn milli landvinnslu og sjóvinnslu gífurlegur. Starfsmenn um borð í fyrstiskipunum eru að vinna svipuð eða sömu störf og fólkið í landi, eru að skapa sömu verðmæti, en eru með mikiu meiri tekjur. Mér fínnst við í landvinnslunni vera að borga fólkinu of lág laun, en við getum bara ekki betur. Okkur er svo þröngur stakkur sniðinn meðan fis- kverð er svona hátt og gengislækk- anir ofan í kaupið. Sjómenn eiga skilið gott kaup, en það á land- verkafólk líka. Ein leið til að jafna þennan að- stöðumun, hefði verið að setja allan fisk á markað. Verð á fiskinum hefði þá væntanlega lækkað og við það hefði hagur fiskvinnslunnar batnað og geta hennar til að greiða sómasamlegt kaup aukizt. Þá vær- um við líka að keppa á jafnréttis- grundvelli við stóru fyrirtækin, sem eru taka þorskinn af eigin skipum til vinnslu á 60 krónur kílóið. Við fáum hann nánast aldrei undir 80 krónum. Það munar um minna. Hráefnið hátt hlutfall kostnaðar Við erum að keppa við frystihús á öllu landinu, þegar við erum að kaupa á mörkunum. Launakostnað- ur er svipaður hjá flestum, en við reynum að ná fram hagræðingu í rekstrinum til að bæta samkeppnis- stöðuna. Tækifærin til þess eru tak- rnörkuð, því það er hráefnisverðið sem mestu ræður. Þegar dollarinn lækkaði, hækkaði auðvitað hlutfall hráefnis í vinnslunni og fyrir slíkum breytingum er Yinnslan ráðalítil. Launahlutfallið hækkar þá líka og hagnaðurinn verður enginn og allt er reynt til að spara á öðrum svið- um. Það gengur ekki að hætta að kaupa fiskinn eða kaupa lélegan fisk á lægra verði. Lélegur fiskur verður aldrei bættur í vinnslunni. Miklll niðurskurður aflaheimllda Kvótakerfið hefur farið mjög illa með útgerð á Snæfellsnesi. Það er fyrst og fremst þorskurinn, sem hefur verið skertur og nánast allar aflaheimildir bátanna héðan hafa verið í þorski. Það er reyndar ekk- ert sem segir, að annað veiðistjórn- unarkerfi hefði fært Snæfellingum meira, en niðurskurðurinn hefur verið alveg rosalegur. Auðllndaskattur getur komið til greina Mér finnst að mörgú leyti koma til greina að taka upp auðlinda- skatt, svo fremi að fyrirtækin gætu þá keypt kvóta á jafnréttisgrund- velli. Væri kerfið hugsað þannig, að fyrirtækin gætu fengið ákveðnar aflaheimildir gegn gjaldi. Þá ættu þeir, sem gera hagstætt út, meiri möguleika en aðrir að spjara sig. Þetta er líka allt spurning um að- gang að fjármagni. Þeir, sem hann hafa, munu öðlast forskot fram yfir hina. Það eru þvi margar hliðar á þessu máli eins og öðrum. Mér finnst vera mörg tækifæri í sjávarútveginum. Þetta er spenn- andi atvinnugrein, þar sem mestar gjaldeyristekjur landsmanna verða til. Vonandi næst að byggja hér upp aðrar atvinnugreinar, þannig að vægi sjávarútvegsins í heildinni verði ekki eins mikið og nú er,“ segir Erla Kristinsdóttir, fiskverk- andi á Rifi. .. Morgunblaðið/HG FJOLSKYLDAN í fiskinum. Hjónin Kristinn Jón Friðþjófsson og Þorbjörg Alexandersdóttir nieð börnunum í húsakynnum Sjávariðjunnar. Börnin eru Kristjana, Bergþóra, Erla, Halldór og Alexander.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.