Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Sgóuá-, Morgunblaðið/Gunnlaugur RÖgnvaldsson Skagamenn að stinga af ÍSLANDSMEISTARAR Akurnesinga eru að stinga af í 1. deild karla í knattspyrnu. Þeir sigruðu Framara 3:0 á Akranesi í gærkvöldi, þrátt fyrir að Sigurður Jónsson væri ekki með. Hann var í leikbanni, en sigur meistaranna var öruggur þó hans nyti ekki við. Meistararnir hafa nú níu stiga forystu eftir sjö umferðir; hafa sigrað í öllum' leikjum sínum og eru með 21 stig, Leiftur er í öðru sæti með 12 og KR í þriðja sæti, einnig með 12 en lakari markatöíu. Á myndinni fagna Akurnesingar f^'rsta marki leiksins gegn Fram í gær — frá vinstri Kári Steinn Reynisson, Stefán Þórðarson (4), Ólafur Þórðarson, sem skoraði og Alexander Högnason. I'öðrum leikjum urðu úrslit þessi: Valur — Grindavík 0:3, Breiðablik — Leiftur 1:2 og ÍBV — KR 1:0. ¦ Leikirnir í gær / C2 Snýr„Magic" Johnson aftur? „FORRÁÐAMENN Lakers hafa farið þess á leit við mig að ég komi fram á ný sem leikmaður með liðinu," sagði Earvin „Magic" Johnson, ein skær- asta sljarna NBA deildarinnar fyrr og síðar. „Þetta mál er enn á umræðustigi og við verðum að hinkra við og sjá hvað næstu vikur bera í skauti sér," bætti kappinn við í samtali við dagblað á Hawai í vikunni, en þar dvelur hann nú um stundir. Allt frá því „Magic" lagði skóna á hilluna haust- ið 1991 hefur öðru hvei*ju kviknað orðrómur þess efnis að hann væri væntanlegur í NBA keppnina að nýju, en ekkert meira gerst. Reyndar var hann þjálfari LA Lakers hluta úr úr tímabilinu 1993 -'94, en hætti þá um vorið. Nú bendir margt til þess að meiri alvara sé á bak við vangaveltur „Magic" í þetta skiptið en áður og goðið, sem verður 36 ára í næsta mánuði, leiki að nýju með LA Lakers þeg- ar keppni hefst á hausti komanda. Jafnframt hefur hann látið hafa eftir sér að hann langi til að leika • með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Atlanta á næsta ári. „Ég held að Magic haf i nagað sig í handarbökin vegna ákvörðunar sinnar fyir tæpum fjórum árum," segir franikvæmdastjóri LA Lakers, Jerry West. „Möguleikinn er fyrir hendi að hann dragi fram skóna að nýju og ég vildi gjarnan fá svar frá hon- um af eða á mjög fHótlega til þess að við getum farið að skipuleggja næsta keppnistimabil," bætti hann við. Verði af því að Magic Johnson taki fram skóna- að nýju og leiki í NBA deildinni er hann tilneyddur til að selja lítinn hlut sem hann á í Lakersliðinu og hann eignaðist fyrir tveimur árum síðan. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikil lyftistöng það yrði fyrir körfuboltann í Bandaríkjunum ef þessi stórkostlegi leikmaður snéri aftur til keppni í NBA deildinni. A þeim tólf árum sem hann lék þar varð hann fimm sinnum meistari með Lakers og þrisvar sinnum valinn leikmaður ársins. A þessum tíma átti hann m.a. met í fjöida stoðsendinga, 9.921 sem var met í deildinni þar til í vetur að John Stockton sló því við. Sigurjón endaði vel vestanhafs SIGURJON Arnarsson kylfingur úr GR stóð sig vel á síðasta móti sínu að sinni í Tommy Armour móta- röðinni í Bandaríkjunum. Sigurjón lék Grenelefe South völlinn, sem er par 71 og SSS 73, á 70 högg- um, einu undir pari og varð í 7. sæti af 48 keppend- um en mótið vannst á 67 höggum. Sigurjón, sem hefur dvalið við keppni og æf ing- ar í Bandaríkjunum í hálft ár, er á heimleið en hyggst reyna fyrir sér enn frekar á atvinnumanna- motum næsta haust ef hann fær tækifæri til. Hann hefur verið að leika frábært golf undanfarna mán- uði og væri gaman að sjá hvernig honum myndi ganga næsta vetur fái hann tækif æri til að halda áfram þar sem frá var horf ið. ísland með á HMíkeilu ÍSLENSKA landsliðið í keilu hefur verið valið til þátttöku á HM sem hefst í Reno, Nevada í Banda- ríkjunum lO.júlí. Liðið er þannig skipað: Ásgeir Þór Þórðarson, ÍR, Ásgrímur Helgi Einarsson, KFR, Björn Guðgeir Sigurðsson, KR, Halldór Ragn- ar Halldórsson, IR, Krislján Sigurjónsson, KR og Valgeir Guðbjartsson. Með landsliðinu fara þeir Haraldur Sigursteinsson, formaður keilusambands- iiis og Halldór Bragi Sigurðsson, landsliðsþjálfari. Á mótinu keppa íslendingarnir í einstaklings, tveggja, þriggja og fimm manna liðum. Þetta er í fyrsta skipti sem Island sendir fullskipað lið til keppni á heimsmeistaramót í keilu. WIMBLEDON: GRAF OG SANCHEZ VICARIO SPILA TIL ÚRSLITA í KVENNAFLOKKI / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.