Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ1995 B 5 VIÐSKIPTI Ný útboðsstefna íaugsýn ■ * Utboðsstefna síðustu ríkisstjómar er tveggja ára gömul. Endurskoðun á henni stendur yfír í jjarmálaráðuneytinu og er von á endurbættum reglum í haust. Kjartan Magnússon kynnti sér hvemig stefnan hefur reynst og hveiju stendur til að breyta. Framkvæmdir standa nú yfir við hús Hæstaréttar. ÍSLENSKI útboðsmarkaðurinn hefur stækkað gífurlega á undanfömum árum. Einkaaðilar og hið opinbera hafa í ríkari mæli lagt áherslu á út- boð þegar þeir kaupa vörur eða þjón- ustu. Síðasta ríkisstjóm mótaði sér- staka útboðsstefnu fyrir tveimur árum og gaf einnig út sérstakar regl- ur um útboð og innkaup ríkisins. Samkvæmt þeim ber stofnunum og fyrirtækjum þess skylda til að bjóða út vörukaup fyrir hærri upphæð en 9,7 milljónir króna án vsk. og þjón- ustu sem nemur meira en 15 milljón- um. Þá skal bjóða út framkvæmdir sem áætlað er að kosti meira en 377 milljónir króna án vsk. Sérstök lög um framkvæmd útboða voru sett í maí 1993 og 1. janúar 1994 gengust íslendingar undir ákveðnar skyldur varðandi opinber innkaup með gildis- töku EES-samningsins. Hundruð milljóna króna sparnaður Júlíus Sæberg Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir reynsluna af aukn- um útboðum ríkisins almennt vera góða og telur að halda eigi áfram á sömu braut. „Utboðum hjá Ríkiskaup- um hefur fjölgað um 40% þegar mið- að er við fyrstu sex mánuði áranna 1993 og 1995. Árangur einstakra útboða er auðvitað misjafn og oft umdeilanlegur en það er þó alveg ljóst að útboðsstefnan hefur skilað ríkinu hundruð milljóna króna spamaði á þessum tveimur árum þegar ailt er talið. Fram að þessu höfum við hjá Ríkiskaupum aðallega lagt áherslu á að lækka verð á vörum til stofnana og fyrirtækja ríkisins með ramma- samningsútboðum. Þá semjum við oft við fleiri en einn seljanda til 2-3 ára en þeir skipta síðan beint við viðkom- andi stofnanir. Við náum þannig betra verði og spörum og einföldum alla innkaupavinnu hjá stofnununum. Ekki er til dæmis óalgengt að vöru- verð hafi lækkað um 10-30% síðan útboðsstefnan tók gildi.“ í framhaldi af góðum árangri í vöruútboðum munu Ríkiskaup nú takast á við þjónustuþáttinn og leggja áherslu á að auka útboð á því sviði. „Má þar til dæmis nefna fjár- mála-, endurskoðunar- og bókhalds- þjónustu," segir Júlíus. Endurbætur á útboðsreglum Nú vinnur sérstakur hópur að endurskoðun útboðsreglna ríkisins í samráði við fjölmarga hagsmunaað- ila. Til greina kemur að festa regl- urnar enn frekar í sessi með því að gefa þær út sem reglugerð. Stefnt er að því að endurbætt útgáfa komi út í lok sumars en hópurinn hefur þegar skilað af sér bráðabirgðaáliti. Að sögn Steingríms Ara Arasonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, hefur hópurinn komist að þeirri niður- stöðu að ekki sé ástæða til að endur- skoða sjálfa útboðsstefnuna en rétt sé að lögfesta grundvallaratriði henn- ar. Hópurinn hafi hins vegar lagt til að ýmsir annmarkar sem komið hafi í ljós á núverandi útboðsreglum verði slípaðir af. „í fyrsta lagi þarf að gera undirbúning opinberra framkvæmda markvissari og setja skýrar reglur um samband aðal- og undirverktaka. í öðru lagi þarf að grípa til aðgerða gegn svokallaðri gerviverktöku en þær mega þó ekki ganga svo langt að þær komi í veg fyrir eðlilega undir- verktöku. Þá lagði hópurinn til að í endurbættum reglum verði gerð krafa um tryggingar gegn vanefndum." Samstarfsráð um útboð í framhaldi af áliti vinnuhópsins ákvað fjármálaráðherra að koma á fót samstarfsráði um útboð og verð- ur leitað eftir tilnefningum í það inn- an skamms. Um er að ræða sam- starfsvettvang ríkis, sveitarfélaga og hagsmunaaðila þar sem tekin verða fyrir þau vandamál sem koma fyrir í útboðum. Ráðið er ekki hugsað sem úrskurðaraðili heldur vettvangur til að miðla upplýsingum með það að markmiði að gjörnýta kosti útboða, ekki eingöngu hjá ríkinu, heldur í þjóðfélaginu almennt. Fjármálaráðu- neytið mun leita til eftirtaldrá aðila um þátttöku í þessu samstarfi; iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytið, Reykja- víkurborg, Samband íslenskra sveit- arfélaga, Verkfræðingafélagið, Arki- tektafélagið, Verslunarráðið, Samtök iðnaðarins, Félag íslenskra stórkaup- manna og Alþýðusambandið. Hópur- inn mun síðan kalla aðra aðila til fundar við sig eftir ástæðum hverju sinni. Úrskurðað um álitamál í fjármálaráðuneytinu er nú verið að kanna meðferð kærumála vegna útboða á Evrópska efnahagssvæðinu. Víða erlendis er hægt að vísa klögu- málum til sérstakrar nefndar sem kveður upp úrskurði um hvort rétt hafi verið staðið að málum. Stein- grímur Ari segir að í ráði sé að stofna slíka nefnd hér á landi og fela henni jafnframt úrskurðarvald í álitamál- um sem upp kunna að koma í útboð- um á vegum ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Innkaupareglur endurskoðaðar Reglur um innkaup ríkisins voru gefnar út um svipað leyti og útboðs- stefnan og er nú unnið að endurskoð- un þessara reglna innan fjármála- ráðuneytisins. „Helstu breytingar sem unnið er að eru styttri útboðs- frestir, bann við að tilgreina tilteknar vörutegundir í útboðsgögnum og að auðvelda frávikstilboð. Enn fremur er gert ráð fyrir því að forval verði alltaf viðhaft vegna lokaðs útboðs og að forsendur við mat á því hvað telst hagstæðasta tilboð skuli liggja fyrir í útboðslýsingu,“ segir Stein- grímur Ari. Útboðsreglur oft brotnar Vilmundur Jósefsson, fram- kvæmdastjóri Meistarans hf., hefur fylgst með útboðsmálum ríkisins fyr- ir Samtök iðnaðarins. Hann segist í öllum aðalatriðum vera sáttur við útboðsstefnuna og hvernig henni hefur verið fylgt eftir fram að þessu. „Það er yfirlýst stefna ríkisins að fara fremur hina mildu leið við kynn- ingu á reglunum. Nú er hins vegar tími til kominn að skerpa á fram- kvæmdinni, beita þeim viðurlögum sem þegar eru fyrir hendi og grípa jafnvel til nýrra. Þrátt fyrir útboðs- stefnuna og skýran stuðning nýju ríkisstjórnarinnar við hana verða Samtök iðnaðarins margoft vör við að ekki er farið eftir henni við fram- kvæmdir, sem fjármagnaðar eru af ríkissjóði en framkvæmdin í höndum sveitarfélaga eða stofnana á þeirra vegum. Ríkið á auðvitað ekki að láta bjóða sér slík vinnubrögð." Einblínt á lægsta verð Að mati Vilmundar hefur um of verið einblínt á lægsta verð þegar gert er upp á milli tilboða. „Hinu opinbera er enginn akkur í því til lengdar að taka tilboðum sem skila viðsemjendunum tapi sem gerir þeim hvorki kleift að stunda eðlilegan rekstur né vöruþróun. Opinberir inn- kaupaaðilar hafa skaðað opinbera hagsmuni þegar lægstbjóðandi hefur verið valinn án þess að kannað sé hvort hann hafi nægilegt bolmagn til að standa við samninga. Það er t.d. í hæsta máta óeðlilegt að hið opinbera beini viðskiptum sínum með útboði til lægstbjóðenda sem eru ef til vill nýstofnuð fyrirtæki á rústum T þrotabúa." Kröfur til bjóðenda Vilmundur segir að í endurbættum útboðsreglum ríkisins vilji hann gjarnan sjá ákvæði um að bjóðendur séu sannanlega skráðir rekstraraðil- ar og að tryggt sé að þeir hafi rétt- indi til að starfa á viðkomandi fag- sviði þar sem það á við. „Þetta eru svipuð ákvæði og er að finna í ný- lega samþykktum útboðsreglum Reykjavíkurborgar en að auki væri * rétt að hið opinbera lýsti yfir því að innan tveggja ára verði gerð krafa um að birgjar og verktakar leggi fram skjalfest gæðakerfi þar sem það á við. Hér á ég ekki við vottuð kerfi heldur gæðatryggingu sem sýnir hvernig bjóðandi ætlar að mæta skil- greindum gæðakröfum kaupandans. Við erum bjartsýnir á að fallist verði á þær kröfur okkar.“ Sjálfstæði endurskoðenda - samstarf við sijórnendur Sjónarhorn Endurskoðun getur ekki náð markmiði sínu nema endurskoð- endur eigi greiðan aðgang að stjórnendum um hvers konar upplýsingar, segir Símon Halls- son í formála að endurskoðun- arskýrslu sinni og bendir á að endurskoðendur og stjórnendur félaga séu því samstarfsmenn ... , Símon en ekki andstæðmgar. Haiisson EFTIRFARANDI formáli birt- ist í nýrri endurskoðunar- skýrslu Símonar Hallsson- ar, borgarendurskoðanda, þar sem fjallað er um störf endurskoðenda. Formálinn er hér birtur í heild með góðfúslegu leyfi höfundar: „Margir utan stéttar endurskoð- enda misskilja starf þeirra og telja að í því felist neikvæð og sakfell- andi rannsókn, sem byggist á leit að villum. Endurskoðun getur gagnast til að hindra misferli og villur, en það er yfirleitt vegna nærveru endurskoðandans frekar en sérstakra uppgötvana. -Endur- skoðunaraðgerðir eru hannaðar með það í huga að hugsanlegt mis- ferli og villur komi í ljós, en þær eru fjárri því að vera fullkomnar. Endurskoðandinn leggur ekki upp með þá ályktun að stjórnendur haldi leyndum staðreyndum. Fagleg var- úð leiðir ekki til grundvallarviðhorfa um vantraust. Samt ætti það að vera grundvallarregla endurskoð- anda að segja sig frá verkefni fyrir umbjóðanda sem hann treystir ekki. Frá sjónarhóli endurskoðenda- stéttarinnar er endurskoðun á viss- an hátt sameiginlegt verkefni stjórnenda, sem bera ábyrgð á fjár- hagslegri velgengni og þjónustu félags,- og endurskoðandans, sem er utanaðkomandi þriðji aðili með þjálfun og sérfræðikunnáttu í að miðla efnahagslegum niðurstöðum og sem fyrst og fremst hefur þá ábygrð að gefa sanngjarna skýrslu. Þar sem markmið endurskoðandans og stjórnendanna rekast ekki á nema í undantekningrtilvikum, er ekki ástæða til að endurskoðunin fari fram með neikvæðum formerkj- um. Margra ára reynsla styður það að samvinna sé á milli endurskoð- andans og stjórnanda. Slík afstaða eykur verulega fjárhagslegt gildi endurskoðunnar, bæði hvað varðar niðurstöður og aukna hagvirkni. Samvinna endurskoðanda og stjórnenda um endurskoðunarferlið er bæði hagvirkari og árnagursrík- ari en ef þessir aðilar væru and- stæðingar. Með viðeigandi varnögl- um fyrir almenning er þetta í þágu samfélagsins og því er betur þjónað með því að viðhalda þessu fyrir- komulagi. Efasemdir um óháða stöðu end- urskoðenda í einstökum tilvikum mega ekki leiða menn út í þær öfg- ar að fara að líta svo á að endur- skoðendum beri að hafa sem minnst samskipti við stjórnendur félaga. Endurskoðun getur ekki náð mark- miði sínu nema endurskoðendur eigi greiðan aðgang að stjórnendum um hvers konar upplýsingar. Endur- skoðendur og stjórnendur félaga eru því samstarfsmenn en ekki and- stæðingar. Miklar umræður um þetta efni hafa farið fram undanfarin ár. Af þeim sem fjallað hafa um þessi mál má nefna John C. Burton, prófessor í endurskoðun við Columbia háskól- ann í New York, en hann hefur verið málsvari ofangreindra skoð- ana erlendis, og Svein Jónsson að- stoðarbankastjóra, löggiltan endur- skoðanda, sem hefur reifað þær í ræðu og riti hérlendis. Kjarni um- ræðunnar er að í samstarfi sínu við stjórnendur felst sjálfstæði endur- skoðenda í því að sýna hlutlægni og hlutleysi og að láta fagleg stjónarmið ráða afstöðu sinni í hví- vetna. Komið hafa fram sjónarmið í þá veru að borgarendurskoðandi eigi ekki að hafa of náin samskipti við háttsetta embættismenn borgarinn- ar. Það varði trúverðugleika hans gagnvart ahnenningi. Stjórnsýsl- unni muni þá ekki finnast að Borgarendurskoðun sé raunveru- legt eftirlitstæki. Þessi sjónarmið samræmast ekki því sem hér að framan segir um starf endurskoð- andans og nauðsynleg samskipti hans og samstarf við stjórnendur. Þau lýsa ekki skilningi á þeim hags- munum Borgarendurskoðunar að vera í sem bestri aðstöðu til að fylgj- ast með því sem er að gerast í borg- arkerfinu, né heldur lýsa þau skiln- ingi á því að þá hagsmuni á Reykja- víkurborg sameignlega með Borgarendurskoðun. Stjórnsýsluendurskoðun Verkefni endurskoðenda opin- berra aðila liafa til þessa að mestu lotið að mati á ársreikningum þess- ara aðila og innra eftirliti, í þeim tilgangi að komast að niðurstöðu um áreiðanleika fjárhaglegra upp- lýsinga um rekstur liðins ár og efna- hagsstöðu í árslok. A undanförnum árum hefur orðið v til nýr verkþáttur í endurskoðun á opinberum aðilum: Þessi þáttur er nefndur stjórnsýsluendurskoðun (e.: value for money auditjng, am.: performance auditing). Með stjórn- sýsluendurskoðun er lagt mat á hvort stjórnsýslan fari fram á hag- kvæman og viðeigandi hátt og hvort markmiðum kjörinna fulltrúa er fylgt eftir með eðlilegum hætti. Stjórnsýsluendurskoðun er ekki síst mikilvæg fyrir sveitarsjóði. Framkvæmd hennar þar er að ýmsu leyti önnur en hjá ríkissjóðum vegna mismunandi uppbyggingar þessara aðila. Hjá sveitarfélögum ákveða sveit- arstjórnarfulltrúar ekki aðeins fjár- veitingar til ráðstöfunar fyrir stjórn- sýslu viðkomandi sveitarfélags. Þeir eru einnig beint viðriðnir ráðstöfun fjárveitinganna auk þess að bera ábyrgð á fyrirkomulagi stjórnsýsl- unnar. Þetta leiðir til þess að áhrif eru gagnkvæmari á milli sveitar- stjórnarmanna og embættismanna sveitarfélaga heldur en á milli þings og ráðuneyta. Þetta kallar á sam- felda stjórnsýsluendurskoðun hjá sveitarfélögum með hliðsjón af hags- munum á hveijum tíma. Með samþykkt borgarstjórnar 5. maí sl. var staðfest skipurit verk- þátta fyrir Borgarendurskoðun. Skipuritið felur í sér þrískiptingu verkþátta. Einn þeirra er stjórn- sýsluendurskoðun. Með samþykkt sinni hefur borgarstjórn Reykjavík- ur tekið af allan vafa um hlutverk Borgarendurskoðunar hvað þetta snertir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.