Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Sjá varútvegsfyrirtæki á hlutabréfamarkaði AÍSLENSKA hlutabréfa- markaðnum eru nú skráð sjö félög með hlutabréf Granda í Reykjavík, Út- gerðarfélag Akureyringa á Akur- eyri, Skagstrendingur á Skaga- strönd, Síldarvinnslan í Neskaup- stað, Haraldur Böðvarsson á Akranesi, Þormóður rammi á Siglufirði og Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum. Athyglisvert er að fyrirtæki af Vestfjörðum og Snæ- fellsnesi eru ekki skráð á mark- aðnum. Helstu áherslur í rekstri stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna í dag eru þær að framlegð kvóta ræður mestu um nýtingu hans, sóknar- mynstri er breytt með auknum úthafsveiðum en dæmi um það eru veiðar íslenskra fiskiskipa á Reykjaneshrygg, í Smugunni og við Nýfundnaland. Fyrirtækjanet innanlands, þar sem stærstu fyrir- tækin kaupa hlutabréf í minni sér- hæfðum fyrirtækjum, en dæmi um það eru t.a.m. kaup Granda á hlutabréfum í Árnesi og Þormóði ramma. Einnig hafa sjávarútvegs- fyrirtæki fjárfest í fyrirtækjum í öðrum löndum, t.a.m. ÚA í Þýska- landi og Grandi í Chile. Breyttar áherslur eiga sér stað í sölu ýmissa afurða og nú er lögð aukin áhersla á framleiðslu í neyt- endapakkningar en tollar á fersk- um flökum hafa t.a.m. farið lækk- * andi auk þess sem unnið er að sérvinnslu ýmissa afurða fyrir veitingahús og verslanir erlendis. íslensku sjávarútvegsfyrirtækin eru stöðugt að fjárfesta í nýrri tækni s.s. frystiskipum, nýjum vinnslulínum og tölvustýrðum vél- um sem auka bæði gæði og af- köst. Þeim fyrirtækjum sem hafa lagað sig að núverandi kvótakerfi hafa sum náð hámarkshagnaði hverju sinni. Einkenni góðra sjávarútvegs- fyrirtækja eru þaú helst að þar starfa hæfir stjómendur sem reyna að hámarka hagnað hveiju sinni og kunna að notfæra sér þau J tækifæri sem gefast til slíks. Einn- ig hefur mikilvægi áhættudreifðs rekstrar aukist, þ.e.a.s. að fyrir- tækin hafí blandaðan rekstur í hefðbundnum físktegundum, loðnu, rækju, síld ofl. og framleiði afurðir fyrir þá markaði sem gefa best hveiju sinni. Auk þess þarf fjárhagsstaða fyrirtækjanna að vera góð, þannig að veltufjárhlut- fall fari ekki undir 1 og eiginfjár- hlutfall fari ekki undir 25% svo hægt sé 'að notfæra sér hin ýmsu tækifæri sem gefast, einnig að bregðast við áföllum. Þingvísitala hlutabréfa hefur hækkað mun meira en vísitala sjávarútvegs sem bendir til þess að almennt hafí verð hlutabréfa hækkað mun meira en verð hluta- bréfa í sjávarúvegi. Það bendir til þess að hlutabréf í sjávarútvegi séu tiltölulega ódýr í samanburði við önnur hlutabréf. Á meðan þingvísitala hlutabréfa hækkaði um 34% á þessu tímabili þá hækk- aði vísitala sjávarútvegs um 20% frá ársbyijun 1994. Aðferðir við mat á hlutabréfum Við mat á hlutabréfum í sjávar- útvegsfyrirtækjum þarf að beita nokkuð öðrum aðferðum en al- mennt eru notaðar við mat á hluta- bréfum annarra fyrirtækja. Er það fyrst og fremst vegna þess að út- hlutaður fískveiðikvóti þessara fyrirtækja kemur ekki fram í efna- hagsreikningi þeirra en þegar Sjónarhorn Við mat á hlutabréfum í sj ávarútvegsfyrír- tækjum þarf að beita nokkuð öðrum aðferð- um en almennt eru notaðar við mat á hluta- bréfum annarra fyrirtækja. Albert Jónsson rekur hér helstu kennitölur________________ sem hafa þarf í huga hann er reiknaður með þá hefur það áhrif á aðrar eignir. Vegna þessa er eðli- legt að taka til skoð- unar ýmsar aðrar kennitölur en venja er til þegar metin eru hlutabréf fyrirtækja. Hér á eftir er gerð grein fyrir helstu kennitölum íslenskra sj ávarútvegsfyrir- tækja á hlutabréfa- markaði, en þær gefa veiðiheimilda og markaðsverð skipa, fasteigna og annarra eigna í samanburði við bókfært verð þeirra, en verulegur mismun- ur er oft á bókfærðum eignum og markaðs- verði eigna sjávarút- vegsfyrirtækja. Forsendur sem notaðar eru við endurmat eigna Kennitölurnar sem notaðar eru miðast við eftirfarandi for- vísbendingu um verð- lagningu einstakra Albert Jónsson hlutabréfa. Við þetta mat er nauð- sendur: Þorskígildiskíló er metið synlegt að endurmeta verðmæti á 445 kr./kg og stuðst við úthlut- aðan kvóta fyrir fiskveiðiárið 1994 - 1995 skv. upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu. Ein- stakar fisktegundir eru metnar á markaðsverði skv. upplýsingum frá Kvótamarkaðinum hf. Þorskur er metin á 445 kr./kg, ýsa 87 kr./kg, ufsi 60 kr./kg, karfi 85 kr./kg, grálúða 160 kr./kg koli 125 kr./kg, rækja 220 kr./kg, humar 1.900 kr./kg, síld 11 kr./kg og loðna á 4 kr./kg. Ut- ankvótategundir eru ekki teknar með í þessum samanburði, skip eru metin á 50% af vátryggingar- verði, fasteignir á 25% af vá- tryggingarverði og aðrar eignir á bókfærðu verði (100%). Við mat á verðlagningu hlutabréfa og fjár- hagsstöðu einstakra sjávarút- vegsfyrirtækja er nauðsynlegt að bera saman kennitölur úr rekstri þeirra við rekstur annarra sjávar- útvegsfyrirtækja. Þó verður að ítreka að varast ber að draga ein- hlítar ályktanir út frá einstaka tölum. í meðfýlgjandi töflu er gerð grein fyrir nokkrum kennitölum úr rekstri þessara fyrirtækja í lok árs 1994: Endurmetið eiginfjárhlutfall Endurmetið eiginfjárhlutfall segir til um hvert eigið fé er þeg- ar búið er að endurmeta einstaka eignaliði í efna- hagsreikningi miðað við ákveðnar for- sendur. Endurmetið Q-hlutfall er hlutfallið milli markaðsverðs hlutabréfa og endurmetins eiginfjár. Við mat á markaðs- verði er stuðst við síðasta við- skiptaverð. í framangreindri töflu er þetta hlutfall á bilinu 29 - 66%. Mun- urinn á Q-hlut- fallinu ræðst einkum af mis- munandi við- horfum fjár- festa til fyrir- tækjanna, sem m.a. mótast af fjárhagslegum styrkleika fyrir- tækjanha og arðsemiskröf- um. Þó verður 120 110 100 - 90 80 70 60 Grandi UA Skagstr. Síldarv. H. Böðvars. Þormóður r. Vinnslust. UppRÍörstímabil 31.12.1994 31.12.1994 31.12.1994 31.12.1994 31.12.1994 31.12.1994 30.04.1995 (allar tölur í miU). kr.) Hlutofé - ’ “ • | | .. í Nafnverð hlutafiár 1.095 762 159 264 400 418 562 Síðasta viðskiptaeengi L97 2,69 2,15 2,70 2,05 238 1,05 Markaðsverð hlutafiár 2.157 2.057 342 713 788 1.003 562 Endurmetið eigið fé 3.602 3.402 1.195 1.866 1.598 1.511 920 Fiöldi hiuthafa 31/121994 700 1818 507 303 647 253 253 Raunarðshiutfall 1994 4,02% 3,45% 0% 2,22% 3,68% 4,88% 4,88% Kennitiilur ■■ 4 | 1 1 1 ' Bókfært eiginQárhlutfall 34% 39% 13% 22% 26% 37% 11% Endurm. eiginfjárhiutf. 54% 53% 42% 46% 44% 57% 20% Endurmetið Q- hlutfall 60% 60% 29% 38% 51% 66% 64% Veltufjárhlutfall 1,19 i,n 1,30 1,00 1,61 2,06 0,84 Nettóskuidir (skuldir - veltufjámiunir) 2.334 1.880 1.199 1.582 1.524 705 2.670 Hagnaður 153 155 -82 119 103 126 62 V/H-hlutfall 14 13 -4 6 > 8 8 9 Yflrfæranlegt tap 360 592 360 812 655 466 1.000 Þorskígildistonn (markaðsverð) 5.973 6.632 3.198 3,900 3.574 2.793 2.936 að hafa í huga að aðrir þættir hafa hér áhrif, t.d. arðsemi rekstr- arins, staðsetning fyrirtækisins sém hefur áhrif á markaðsverð fasteigna, ástand og aldur skipa sem hefur áhrif á markaðsverð þeirra, auk þess sem samsetning kvóta hefur áhrif á verðmæti hans til lækkunar eða hækkunar. Einstakir hlutir hlutabréfa geta síðan selst á hærra eða lægra verði, allt eftir því hvaða áhrif við- komandi hlutur hefur á valdahlut- föll í fyrirtækinu. Þegar aðstæður á íslenska hlutabréfamarkaðinum eru skoðaðar með tilliti til sjávar- útvegsfyrirtækja sést að markaðs- verð hlutabréfa þ'eirra nú tekur mið af því að Q- hlutfallið sé yfir- leitt á bilinu 30 - 65%, allt eftir rekstraruppbyggingu, staðsetn- ingu, arðsemi og skuldsetningu, en til undantekninga telst ef þetta hlutfall fer yfir 75%. Undirstrikað skal þó að það hefur mikil áhrif hvernig markað- ur með bréf viðkomandi félags hefur náð að þróast en áhrif á það hefur m.a. hluthafastefna fyrirtækisins, stærð hluthafa- hópsins og hve vel fyrirtækið er kynnt á meðal fjárfesta og verð- bréfafyrirtækja. Líklegt er að hlutabréfamarkaðurinn hafi myndað þessi efri mörk vegna óvissunnar um rekstrarhorfur og verðmæti eigna í sjávarútvegi. Q-hlutfall yfir 75% er töluvert hátt hlutfall, nema viðkomandi fyrirtæki sé talið hafa yfirburði á sviði stjórnunar eða standi frammi fyrir verulega arðbærum tækifærum. Hagræðing og aukin nýsköpun Sjávarútvégsfyrirtækin hafa á undanförnum misserum aukið verulega hagræðingu í rekstri auk þess sem stjórnendur þeirra hafa leitað nýrra leiða til nýsköpunar í rekstri. Sú hagræðing er byijuð að skila sér í minni rekstrarkostn- aði og í sumum tilfellum auknum rekstrartekjum. Það sem hefur fyrst og fremst vakið athygli fjár- festa er sú mikla aðlögunarhæfni sem mörg fýrirtækin virðast búa yfir. Einnig eru stjórnendur fyrir- tækjanna byijaðir að taka meira tillit til krafna ijárfesta um arð- semi eigin fjár. Framtíðarsýn Á næstu 5-10 árum mun skýr- ast hvort erlendir aðilar geti fjár- fest í íslenskum sjávarútvegi. Gera má ráð fyrir að sjávarútveg- ur sé sú grein sem erlendir fjár- festar hafi mestan áhuga á vegna möguleika á mikilli arðsemi. Mik- il umræða hefur orðið um veiði- leyfagjald og eru ýmsir hags- munahópar sem halda því fram að veiðileyfagjald muni taka við af núverandi kvótakerfi þegar ástand fiskistofna verður betra. Aukin samþjöppun í atvinnu- greininni er staðreynd, en mikil eftirspurn er eftir hlutabréfum í smærri og meðalstórum sjávarút- vegsfyrirtækjum. Stóru sölusamtökin eru byijuð að auka verulega markaðsstarf- semi sína á nýjum mörkuðum. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa fjár- fest mikið á undanförnum misser- um í nýjum vinnslulínum, frysti- togurum og tækni sem eykur framlegð hjá viðkomandi fyrir- tækjum. Ef ástand þorskstofnsins batnar mun það hafa mikil áhrif á rekstur þeirra og á verð hluta- bréfa þeirra. Af framangreindu má álykta að töluverð tækifæri séu með hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækja þar sem verulegt bil er á milli endurmetins Q-hlutfalls þeirra fyr- irtækja sem eru á hlutabréfamark- aði eða á bilinu 30% - 65%. Þau fyrirtæki sem eru nálægt neðri mörkum þessa hlutfalls verða telj- ast góð fjárfesting á hlutabréfa- markaði. Höfundur er viðskiptafræðingur hjá Lnndsbréfum hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.