Alþýðublaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 2
a ALÞYÐUBLAÐIÐ * Viruskýli vil hSfniea. í Alþýðublaðinu stóð síðastl. iimtudag grein með þessari yfir- skritt. Væntanlega hefir fleirum en mér þótt hún hafa góð tíðindi að flytja. Hún skýrði frá því, að slegið hefði verið til hljóðs á síð- asta bæjarstjórnarfundi fyrir því, að reist yrði vöruskýli við höfnina og þar með gerð tilraun til að i bæta úr þeirri óhæfu, sem bæjar- stjórnin hefir heist tii lengi látið viðgangast afskiftalaust, að leggja verði meira og minna vörumagn I hættu í hvert sinn sem vörur eru fluttar í land úr skipi hér við faafnarbakkann, vegna skýlisleysis. Bæjarstjórnin hefir hingað tii látið sér það nægja, að Iáta hafn- arsjóð fá ríflegt gjald frá þeim, sem vörur flytja með skipum hing- að, fyrir að fá að fleygja þeim úti á hafnarbakkanum, svo þrifalegur sem hann er, og eiga það á hættu alloft, eins og veðráttufari hér er háttað, að meira eða minna af vörunum stórskemmist. Má það furðuleg hepni teljast, að ekki hefir meira tjón af þessu hlotist, en þegar hefir orðið. Þökk sé þeim, sem þessa tillögu báru fram í bæjarstjórninni, en nú er að sjá hverjar undirtektir verða. Varla er líklegt að þessu verði beiniínis andmælt, enda sennilegt að þeim vfsu feðrum í bæjarstjórn- inni, sem helst hefðu löngun til þessa, kynni að verða dálítið vandfundin rök þau gegn tillögu þessari, sem þeir gætu búist við að nokkurs þættu verð. Hinu má gera ráð fyrir, að reynt verði að smeygja sér undan framkvæmdum í máli þessu, með því að skjóta því á frest, kenna um óáran og peningaleysi o. s. frv, Þetta eru svo handhæg undan- brögð, en þau eiga ekki og mega ekki villa mönnum sýn svo hrap- allega, að frestað verði enn slíku nauðsynjaverki sem þetta er. En það er sérstaklega eitt atriði, er þetta mál snertir, sem hefir komið þessum línum af stað. Verkstjórafél. Reykjavíkur sendi bæjarstjórninni í fyrravetur erindi um skýlisbyggingu á hentugum stað við höfnina, til þess að verka- menn, sem vinna að fermingu og afifermingu skipa, gætu átt kost á skjóli til þess að borða matarbit- ann sinn eða drekka kaffið sitt f, en þyrftu ekki í hríðarveðrum um hávetur að ganga að mat sfnum eins og gaddhestar. Fyrir þessari tillögu sinni færði verkstjórafélagið sæmilega góð rök, enda skal það játað, að bæjarstjórn tók tiliögunni hið bezta, en — þar við hefir svo setið, ekkert bólað á því, að hugsað væri til framkvæmda, og komið hafði það því til orða ný- Iega á fundi innan verkstjórafélsgs- ins, að varla mundi af veita að minna bæjarstjórnina á sfn góðu orð í fyrra og spyrjast fyrir um hvenær efndanna mætti vænta, En nú þarf þess Hklega ekki. Taki bæjarstjórnin vel þessari nýju tillögu um vöruskýlið, ætti hitt að vera fengið um leið. Væri þá sjálfgefið að ætla pláss í þessu skýli til þeirra nota, sem verk- stjórafélagið fór fram á. Þessvegna mun nú verkstjóra- félagið veita því alveg sérstaka athygli, hverja meðferð hin um- rædda tillaga fær hjá háttvirtri bæjarstjórn næst. Og eg býzt við að það vilji ekki trúa því að ó- reyndu, að bæjarstjórn verði svo glámskygn að hafna tillögunni. Verkstjóri. £sknisvarðstöð. Hr. ritstjóril Þann 27. nóv. sl. stendur grein í blaði yðar með fyrirsögninni: Varðstöðvar (Lögreglustöð. — Læknisstöð). Það er læknastöðin og nauðsyn hennar, sem eg ætla að tala hér utn, og tek til dæmis tvö atvik, sem snerta mig persónulega. Það var um vorið 1918, eg hafði orðið fyrir lítilsháttar meiðsli á fæti úti á sjó í ofviðri. Þegar að landi kom hafði meiðslið versn- að til muna og eg var orðinn draghaltur. Eg staulaðist á land til þess að leita uppi lækni, en það var nú hægra sagt en gert Þetta var seinni hluta dags. Egr fór heim til hvers Iæknisins eftir annan, en enginn þeirra var við- látinn, því viðtalstími þeirra er venjulega fyrrihiuta dagsins. Eg afréð því mað sjálfum mér að hætta læknisleitinni, og þá. auðvitað gæta þess, að verða ald- rei framar veikur sfðari hluta dagsins? En eftir tveggja stunda erfiða leit hitti eg loks einn iækni af tilviljun á götunni. Eg tjáði hon- um vandræði mín, og tók hann mig heim með sér, skoðaði meiðsl- ið og kom mér þegar í stað fyrir á sjúkrahúsi og vitjaði mín þang- að daglega. Var eg þó sá eint sjúklingur er hann hafði þar að* gæta; — þökk og heiður sé þeim mæta mnnni, því ekki er að vita hvernig farið hefði fyrir mér, ef eg hefði ekki hitt hann. Hitt dæmið: Það var seint f nóvember síðastliðinn, á sunnu- degi, að eg varð skyndilega mjög lasinn, en skreið þó á fætur. Af því að örstutt var heiman að frá mér til læknis, afréð eg að finna hann að máli á viðtalstímanum,. og gerði það líka. En læknirinn tjáir mér þá, að hann hafi ekki viðtalstíma á sunnudögum, og spyr hvort eg sé utanbæjarmaður.. Eg neita því. Og gaf hann mér þá það ráð, að korna „á morgun* l — Eg virði yður, herra læknir, fyrir helgidagshaldið, — en ekks íyrir ráðið eða fórnfýsina, mælti eg og kvaddi. Satt að segja hélt eg að um illkynjaða og smitandi veiki gæti verið að ræða, og gerði því tvær

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.