Alþýðublaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 1
O-eíið tit af i&Jþýðtdlo&l^ii'SAirau 1920 Miðvikudaginn 1. desember. 277, tölubl, jfáfpsf friðuriisn? Það eru sannaríega stórtíðindi, sem stóðu í skeytunum á Iaugar- -daginn, að franska' stjórnin væri i>úin að afneita Wrangel — taka aftur viðurkenninguna á honum, sem réttum stjórnanda Rússlands. Það var þvert ofan f vilja ensku -stjórnarinnar að Frakkar viður- kendu hann fyrir þrem mánuðum síðan.* Það þóttu tíðindi at því, að það var í fyrsta skiftið frá því ¦ófriðurinn hófst, að Frakkar og Englendingar ekki gátu komið sér saman um utanríkismálin, og þótti íyrirboði þess, að hið mikla vin- fengi, er verið hefir með þessum tveim þjóðum, mundi nú taka að %nigaa. Og það þóttu ttðindi af því það benti á, að nú hefði Ævartasta afturhalds auðvaldið náð íökum á frönsku stjórninni, og að nú hefði húa ákveðið að styrkja gagnbiUingarmennina, þar til bar- ist hefði verið til þrautar við rúss- nesku verklýðsstjóraina (bolsivíka). Og það þóttu ill tíðindi, því því Jengur sem ófriðurinn stendur i Rússlandi, því lengur varir dýrtíð- in á kornvöru, timbri og fleiri -vörutegundum, sem ekki lækka í verði fyr en friður er kominn á við Rússa og fult Iag komið á verzlunina við þá. Það eru því eigi einungis stór tíðindi, heldur einnig góð, að íranska stjórnin nú hefir gert það sem getið var um í upphafi grein- arínnar, og tíðindin eru því betri, sem það fylgir þeim, að nú sé ölluai frönskum þegnum heimilað að verzla við Rússa. En það mundi varla hafa verið heimilað, ef franska stjórnin (eða réttara franska auðvaldið á bak við hana) hefði trú á því, að nokkuð gæti orðið úr hernaði þeim, sem hers- fcöfðlnginn Balahowitch nú hefir byrjað gegn bolsivíkum og getið var um í greininni Strið og *) Það var n. ágúst. dýrtið, er nýlega stóð hér í blað inu. Það má því segja, að langt sé síðan að jafts friðlega hafi litið út og nú, þó ennþá sé of snemt að segja að þessi friðarvon geti ekki orðið falsvon. Éleniar fréttir. Yfirgangur bandamanna. Vorwárts skýrir frá þvf, að Við- reisnarnefndin krefjist þess af þýzku stjórninni, að Þýzkaland af- hendi Frökkum 10 þús. naut og 500 þús. kýr, ÍUlíu 11500 naut- gripi, Belgíu 210 þús kýr og Ser- bíu 100 þús. kýr og 60 þús. aðra nautgripi. Þýzka stjórnin mótmæl- ir þessu, segir Vorwárts. Fallega gert af bandamönnum, þegar hungr- ið og tæringin hefir gripið æsku- lyð Þýzkalands heljartökum, og eina bótaráðið er aukin matvœli í landinul Prófessor deyr úr hungri. Austurrískur prófessor að nafni Max Marcules er nýlátinn. Hann var 65 ára að aldri, og orsökin til dauða hans var hungur. Hafði hann 400 austurrískar krónur á mánuði í eftirlaun (10 kr. í ísl. pen), en var of mikillátur til að beiðast hjálpar. Próf. Max Marcu- les var mjög kunnur vfsindamaðúr, og einhver hinn frægasti vísinda- maður í veðurathuganafræði (Me- teorologi), er uppi hefir verið. X JEGrlencl mynt. Khöfn, 26. nóv. Sænskar krónur (100) kr. 142,75 Norskar krónur (100) — 100,00 Dollar (i) — 7,43 Pund sterling (1) -— 25,83 Þýzk mörk (100) — 10,75 Uss~ Hlustið! Lesið hátt! Glimufélagið ,Ármann* hefir kvöldskemtun fyrir almenn- ing í I ð n ó annaðkvöld (fimtu- dag) kl. 8. — Til skemtunar verð- ur einsöngur, Iúðrahljómleikar („Gígjan", 14 manhs), blandaðar kórsöngur, hlutavelta og nýjar gamanvfsur um Armenninga. — Á hlutaveltunni verða margir bráð- ónýtir munir, en einnig nokkrir fremur góðir, svo sem nýtt hjóna- rúmstæði á 150 kr., nýr loftþyngd- armælir á 50 kr„ nýtt silfuraysti, ásamt festi, á 55 kr., nýr rafur- magnslampi á 52 kr„ ný vegg- klukka á 165 kr, nýr legubekkur (Dívan) á 120 kr. og nokkrir kossar, gefnir af ungfrú Guðrúnu Jónsdóttur, ©. s. frv. — Aðgóngu- miðar, er kosta eina krónu, verða seldir í Iðnó á fimtud. kl. 10—5. Om daginn 09 Teginn. Bragi hefir æfingu f Bárunni í kvöld kl. 8. Frí er í öllum skólum bæjarins í dag í tilefni af „fullveldisdegia- um" og fánar dregnir að hún» Annað er ekki til hátíðabrigðís, nema ef vera skyldi manntalið. Gullfoss fór í gær til Vest- fjarða. Allmargt farþega /ór á honum. Botnía hefir, vegna illviðris, tafist í Færeyjum og er hennar ekki von fyr en á morgun eða föstudag. Botnyörpungarnir Draupnir og Gylfi komu af veiðum f gær með góðan afla. Haabet kom í gær með bensiu og steinolfu. Tekur fisk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.