Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Celebrant Singers CELEBRANT Singers er söng- hópur skipaður 10 söngvurum og 12 hljóðfæraleikurum sem ferðast víða um heim. Þessi líf- legi sönghópur er nú staddur hér á landi í sjötta sinn og ferð- ast víða og syngur trúarsöngva hér á landi til 26. júlí nk. Celebrant Singers hefur ferðast um á Vestfjörðum und- anfarna daga þar sem haldnar hafa verið söngsamkomur m.a. í Bolungarvík, á Þingeyri og á ísafirði við góðar undirtektir áheyrenda. í Reykjavík munu Celebrant Singers syngja í Fíladelfíu, kirkju hvítasunnumanna við Hátún 2, í dag, laugardag, kl. 20.30 og á morgun, sunnudag, kl. 20. Einnig verður hópurinn með útisamkomu á Ingólfstorgi laugardaginn 23. júlí kl. 23. Aðgangur að öllum þessum söngskemmtunum er ókeypis og öllum heimill. Sérstök athygli er vakin á að táknmálstúlkur fylgir söng- hópnum. Draugarog söguhetjur FÖSTUDAGINN 21. júlí opn- aði Sólveig Aðalsteinsdóttir sýningu í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9. Sýningin nefnist Vötn og eru verkin unnin með vatnslit á gler. Sóiveig hefur sýnt verk sín hérlendis og erlendis frá árinu 1979 og tekur um þessar mundir þátt í tveimur samsýn- ingum hér á landi, íslenskri myndlist á Kjarvalsstöðum og Botngróðri, skúlptúrsýningu í HaUormsstaðaskógi. Sýningin Vötn er opin á verslunartíma til 16. ágúst. Sólveig sýnir í Galleríi Sævars Karls Lifandi saga alþýðufólks Skógargerðisbók heitir nýtt ættfræðirit sem er af eilítið öðru tagi en flest slík rit. Þröst- ur Helgason hitti aðalhöfund bókarinnar, Indriða Gíslason, að máli og komst að því að hún segir merkilega sögu af lífí og hugs- unarhætti alþýðufólks. ISLENDINGAR eru ættfróðir menn, á því leikur engin vafí. Hér eru enda gefnar út fjöl- margar bækur um ættfræði og ekki eru mannamótin færri sem tileinkuð eru þessum áhuga lands- manna. Flest þessara ættfræðirita eru þurr talning á niðjum tiltekinna ættfeðra og -mæðra, fæðingardegi þeirra og fæðingarstað, búsetu og e.t.v. starfsheita. Þau segja hins vegar sjaldnast sögu þeirra einstakl- inga sem þau telja. Og enn síður segja þau frá hugðarefnum þeirra, tilfinningum og þrám. Öðruvísi ættfræðirit í dag kemur út hjá bókaforlaginu Þjóðsögu ættfræðirit af öðrum toga en hér var lýst, Skógargerðisbók, sem Indriði Gíslason er aðalhöfundur að. Auk niðjatals Skógargerðisættar inniheldur bókin sögu ættarinnar sem er að stórum hluta rakin í bréf- um, dagbókum, skáldskap og öðrum skrifum sem varðveist hafa eftir fólk af þessari ætt. Bókin segir sögu Helga Indriða- sonar og Ólafar Margrétar Helga- dóttur, sem hófu búskap í Skógar- gerði í Fellum vorið 1882, forfeðra þeirra og afkomenda. Auk þess er mikill ljóðabálkur í bókinni þar sem birtur er kveðskapur fimm ættliða; er Hallgrímur Ásmundsson í Stóra- Sandfelli elstur höfunda, fæddur árið 1759, en á meðal þeirra yngstu má nefna Guðmund Andra Thorsson rithöfund og Hallgrím Helgason, myndlistarmann og rithöfund. Sískrifandi ætt Indriði Gíslason segir að þessi bók hefði í upphafi aðeins átt að verða einfalt niðjatal. „En þegar ég fór að skoða ýmisleg gögn kom í Ijós að til var ótrúlegt magn af efni sem þetta fólk hafði sjálft skrifað. Þessi ætt virðist hafa verið sískrif- andi, ekki aðeins bréf og dagbækur Ný og merk tónskáld úr austri uppgötvuð í vesturheimi RUTH Prawer Jhabvala séð með augum James Ivory. NÚ ERU liðin 40 ár frá því að fyrsta bók skáldkonunnar Ruth Prawer Jhabvala kom út. Á þeim tíma sem liðinn er, hefur hún sent frá sér ellefu skáldsögur, fimm sagnasöfn og á annan tug kvikmyndahandrita. Hún hefur hlotið Óskarsverðlaun í tvígang og vann til Booker-verð- launanna fyrir „Heat and Dust“ (Hiti og ryk) árið 1975. í kjölfarið fluttist hún til Bandaríkjanna frá Indlandi þar sem hún hafði búið í 24 ár. Frá þeim tíma hafa skáldsög- ur hennar orðið flóknari og tónninn harkalegri og í bókadómi í The Daily Telegraph um nýjustu bók hennar segir að sú sé engin undan- tekning. „Shards of Memory“ (Minninga- brot) spannar nærri því eina öld og segir frá fjölskyldu sem reynir að púsla saman þeim minningabrotum sem mynda sögu hennar. Bókin skiptist í þijá hluta. Sögukonan, Baby, býr í New York og er farin að eldast. Henni verður hugsað til uppruna síns en hún er dóttir ind- verska skáldsins Havi og gyðings- ins Elsu, sem helgar líf sitt Meist- aranum, sem er indverskur gúrú. Baby giftist diplómatanum Graeme og eignast dóttur, sem á í ástar- sambandi við þýskan heimspeking. í öðrum kaflanum beinist athyglin að bamabarninu Henry, sem fær það verkefni að gefa út verk gúrús- ins. Bókadómari The Daily Te- legraph segir verkið snúast eins og margar fyrri bækur hennar um leit- ina að lífsfyllingu, baráttuna fyrir sjálfstæði og sjálfsblekkingu. Þó að meira beri á kaldhæðni en áður, gæti vissulega blíðu og ástríðu, sérstaklega í lýsingum á sambandi Baby og eiginmannsins. Og eins og alltaf sé leyfilegt að vonast eft- ir góðum endi. SUNNU- DAGINN 23. júlí kl. 20 er dagskrá í Norræna hús- inu sem ber heitið „Spog- elser, saga- helte og gamle gud- er“. Danski rit- höfundurinn Charlotte Blay mun flytja erindi um ísland, söguna og leyndardóma landsins. Hún mun einnig sýna lit- skyggnur. Magnús Gíslason óperu- söngvari, sem er fastráðinn við Konunglegu Óperuna í Kaup- mannahöfn, mun flytja íslensk þjóðlög ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. Dagskráin er á dönsku og íslensku. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeýpis. Magnus Gíslason Charlotte Blay Aðallinn íóperu SKRAUTLEGUR lífsferill her- togaynjunnar af Argyll hefur orðið einu efnilegasta tónskáldi Breta af yngri kynslóðinni, Thomas Ades, efniviður í óperu, sem sýnd er í London um þessar mundir. Óperan „Powder Her Face“ hefur fengið ágætar við- tökur, að því er segir í The European. Fyrirmyndin, her- togaynjan Margaret af Argyll, vakti mikla hneykslan samborg- ara sinna fyrir kynlífsfíkn sína sem m.a. var gerð opinber er hertogaynjan flæktist í skiln- aðarmál fyrir tuttugu árum. Voru lýsingar hennar svo op- inskáar við réttarhöld í málinu að dómarinn sá ástæou til að leggja bann við nákvæmum lýs- ingum á því sem fram kom þar. Sópransöngkonan Jill Gomez fer með hlutverk hertogayrjunn- ar og þykir standa sig vel. Að- eins fjórir söngvarar koma fram í óperunni, þar sem lögð er áhersla á að auður, þokki og glys veita enga lífsfyllingu, heldur eyðast upp og verða að engu, segir höfundurinn, sem er aðeins 23 ára. Þykir hann búa yfir ein- stakri þekkingu á tónlist 20. ald- ar, sem sé bæði kostur og galli, þar sem verkið kunni að verða torskildara fyrir vikið. Tónar úrút- legð FRÁ því að járntjaldið féll hafa tónlistarunnendur á Vesturlöndum komist í kynni við verk tónskálda sem þeir höfðu aldrei heyrt getið um. Á meðal þeirra eru menn á borð við Edison Denisov, Sofía Gubajduiína og Alfred Shnitke. Nýjasta uppgötvunin kann jafn- framt að vera sú merkasta en það er Georgíumaðurinn Gíja Kantsjelí, sem margir telja að komist næst rússneska tónskáldinu Dmítrí Shjostakovitsj, sem lést árið 1975. Kantsjelí, sem er 59 ára, fangar í verkum sínum harmleikinn sem á sér stað í heimalandi hans, Georg- íu. „Tónlist er nokkurs konar sálar- spegill," segir hann. „Ég reyndi ekki að semja harmi þrungna tón- list, þetta eru tilfinningar mínar.“ Hann hefur samið sjö sinfóníur, óperu og flölda styttri verka. Á meðal þeirra má nefna 25 mínútna verk fyrir víólu og strengjasveit, „Abii ne viderem" (Ég sneri mér undan svo ég sæi ekki) sem var frumflutt S Bandaríkjunum fyrir skömmu af Kim Kashashian víólu- leikara og Stuttgart-kammersveit- inni undir stjórn Dennis Russell Davies. Var flutningur þeirra tekinn upp og gefinn út hjá ECM-útgáf- unni. Sprengikraftur Tónlist Kantsjelís á Sovéttíman- um vár samin sem nokkurs konar mótmæli við þá einangrun sem ríkti I menningarmálum í Georgíu og öðrum Sovétlýðveldum. Henni er lýst sem eintóna í fyrstu, laglínun- um barnslegum en síðan berist fjar- KANTSJELÍ flytur brátt til Antwerpen en hann hefur verið í útlegð frá Georgíu í fjögur ár. lægir grimmdarlegir tónar sem fléttast saman við það sem fyrir er og að líkja megi kraftinum við sprengingu, að því er segir í Time. „I verkum Kantsjelís er mikill and- legur kraftur sem tengist kunnáttu- semi og djúpri þekkingu á því hvernig hljóðfærin hljóma í raun. Það er sjaldgæf samsetning," segir stjórnandinn Davies. Kantsjelí og eiginkona hans, Lula, hafa verið í útlegð frá Georg- íu frá árinu 1991. Þau hafa verið búsett í Berlín en hyggjast flytja til Belgíu þar sem hann verður tón- skáld á launum hjá Konunglegu sinfóníunni í Antwerpen. Georgía hverfur þó aldrei úr huga tónskálds- ins og heitir eitt af nýjustu verkum Kantsjelís „Land í sorgarlitum". Það er einnig trúaður maður sem semur til föðurlandsins„Ég get ekki sagt að tónlist mín sé trúarleg, þrátt fyrir að slík tónlist standi mér nærri og hrífi mig,“ segir Kantsjelí, sem er í rétttrúnaðarkirkjunni. „Þegar maður fer inn í kirkju, sýnagógu eða mosku á milli trúarathafna, upplifir maður sérstaka þögn. Ég vil breyta þeirri þögn í tónlist." Og í höndum Kantsjelís er þögnin ein- staklega áhrifamikil. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.