Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 8
8 B LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ó, þetta hræðilega orð Breska leikskáldið Harold Pinter slær ekki slöku við þó að hann sé kominn á sjötugsald- ur og er óhræddur við að ýta við mönnum með yfirlýsingum sínum PINTER segir ritskoðun við lýði í Bretlandi. Þótt hún birtist fremur í kurteislegu áhugaleysi og óttanum við að skera sig úr, en pyntingum, þýði það ekki að ritskoðun sé ekki til staðar. AÐ ER ekki víst að allir séu sáttir við það að sá maður sem líklega hefur haft mest áhrif á breska leiklist á þessari öld, er Harold Pinter. Hann er stóra nafnið í leik- listinni og varpar skugga á ekki minni menn en Osborne, Hare, Stoppard og Potter. Því hefur jafn- vel verið varpað fram að hann standi jafnhliða skáldjöfrum á borð við Kafka og Beckett. Þetta eru fullyrðingar blaðamanns The Sunday Times sem hitti Pinter að máli í tilefni 65 ára afmælis hans og sýningar á verkinu „Old Tirnes" en leikkonan Julie Christie hefur hlotið frábæra dóma fyrir frammi- stöðu sína í því. Pinter hefur alla tíð verið umdeild- ur maður. Það eru ekki aðeins ab- súrdverk hans sem mönnum falla misjafnlega í geð, heldur er maður- inn sjálfur að mörgu leyti óvenjuleg- ur og hikar ekki við að láta stór orð falla um það sem hann telur miður fara. Pinter hefur verið legið á hálsi fyrir hroka, hann er sagð- ur hafa líkt frægð sinni og konu sinnar við frægð prinsins af Wales. Skoðanir hans hafa verið kallaðar kampavíns-rót- tækni og að hann sjái sjálfan sig í vini sínum, Vaclav Havel, leikskáldi og forseta Tékklands. Pinterlegur En hvað sem mönnum finnst um Pinter, verður ekki litið framhjá verkum hans. Þau þekktustu „The Birthday Party“ (Afmælisveislan), „The Caretaker“ (Húsvörðurinn) og „The Homecoming" (Heimkoman) áttu stóran þátt í að hrinda af stað listrænni byltingu 7. áratugarins. Pinter er einnig leikari, leikstjóri og hefur samið nokkur kvikmynda- handrit. Hann hefur verið í sviðs- ljósinu í 35 ár og oft fengið að finna fyrir því. „Það ffr rík hefð í þessu landi fyrir því að hæðast að öðr- um,“ segir hann. Eitt skýrasta dæmið um áhrif hans er að sjá í Oxford orðabók- inni þar sem þtjú orð eru beinlínis kennd við hann, „pinterlegur“ mætti líklega þýða þau öll og þýð- ingin er tilfinningin fyrir vaxandi, óskilgreindri ógn, þrátt fyrir að margir freistist til að nota þau um verk sem einkennast af mörgum og löngum þögnum. „Ó, þetta hræðilega orð, pinterlegur," segir leikskáldið í hæðnistón. „Fólk lang- ar helst að grípa til byssunnar þegar það heyrist. Eða að það verð- ur hátíðlegt eins og það sé á leið til kirkju. Þetta er afar sorglegt, þegar leikritin mín eru sett á svið, verð ég alltaf jafn feginn að heyra hlátur. Þau eiga að vekja hlátur.“ Pinter er 65 ára en lítur út fyrir að vera yngri. Hann er einkar vinnusamur og hefur ekkert slegið af á síðustu árum. Hvað skap- lyndi varðar segist Pinter ekki telja sjálfan sig sér- lega geðillan, þó að hann hafi vissu- lega átt sínar slæmu stundir. „Þær hafa verið afar afmarkaðar og beinst í einhveija eina átt. Ég hef verið sagður fljótur að reiðast. Sé það satt, virðist enginn hafa spurt sig hvers vegna það sé. Hvers vegna verð ég svona bálreiður? En stað- reyndin er sú að gangi eitthvað fram af mér, er það yfirleitt pólitísk röksemdafærsla.“ Sagt er að Pinter hafi slegið mann í rot sem kallaði hann „skít- ugan júða“ og að hann hafi sagt blaðamanni að „drulla sér burt“ vegna ummæla sem hann hafði látið falla um Pinter tæpum áratug fyrr. „Hann virtist bara alveg hafa gleymt því,“ segir Pinter. Hreifst af Shakespeare Pinter er fæddur í London árið 1930, sonur gyðings sem var klæð- skeri. Pinter segist hafa verið svo heppinn að hafa góðan enskukenn- ara á unglingsárum, sem vakti áhuga hans á leikritum og Ijóðum John Donnes og Websters. Síðar kynntist hann verkum Shakespe- ares sem varð til þess að hann ákvað að þelga líf sitt leikhúsinu. Árið 1948 fékk hann styrk til að hefja nám í Konunglega leiklist- arskólanum en leiddist námið svo mjög að hann lést fá taugaáfall til þess að geta hætt námi án þess að missa styrkinn. Hann lauk síðar leiklistarnámi frá Central School of Speeeh and Drama. Pinter komst hjá herþjónustu með því að neita henni samvisku sinnar vegna og sneri sér að leikhúsinu. Hann lék í fyrstu með leikhópum á lands- byggðinni, oftar en ekki í hlutverki þjónsins. Þess á milli seldi hann bækur og vann sem þjónn. Hann var rekinn úr því starfi er hann blandaði sér eitt sinn í umræður gesta um skáldið T.S. Eliot. Á sjötta áratugnum kynntist hann leikkonunni Vivien Merchant og fluttist með henni til Lundúna. Þau voru á sífelldum hrakhólum fyrstu árin, eignuðust soninn Dani- el og Pinter samdi fyrsta verk sitt, „The Room“ (Herbergið). „Ég hef enga hugmynd um hvar ég stóð mið'að við önnur leikskáld á þessum tíma. Ég skrifa bara um það sem mér dettur í hug, leiði hugann ekki of mikið að því. Það að skrifa snýst um að ýta til hliðar daglega amstr- inu og leyfa einhveiju öðru að ger- ast.“ Það sem Pinter leysti úr læð- ingi var „þessi óáþreifanlega ógn- un,“ eins og Bernard Levin orðaði það í Ieikdómi um Heimkomuna en það var frumsýnt árið 1965. „Geðveikislegt röfl“ Arið 1958 var Heimkoman, sem nú er talið eitt af bestu verkum Pinters, frumsýnd. Verk- ið féll í grýttan jarðveg, sýningum var hætt á sjötta degi. Harðorðir leikdómarnir eru forvitni- legir í ljósi þess sem síðar varð. „Þriðji þáttur heldur skipulega aftur af því sem maður hélt að fyrstu tveir þættirnir hefðu verið um,“ sagði í The Times. „Persónur hans láta ýmist frá sér fara sund- urslaust bull eða geðveikislegt röfl,“ sagði í Manchester Guardian. Pinter var brugðið. „Minnstu munaði að ég hætti við allt saman. Ég velti því fyrir mér að yfirgefa leikhúsið fyrir fullt og allt. Það varð ansi harður árekstur á milli mín og gagnrýnenda. Ég segi ekki mín og áhorfenda, því þeir voru nær engir, það er að segja í London. Það vill gleymast að verkið var fyrst sýnt í Oxford og Cambrigde og hlaut allt aðrar móttökur, allgóðar. Ef til vill var ástæðan sú að áhorf- endur voru yngri.“ Einn gagnrýnandi, Harold Hob- son hjá The Sunday Times, tók hins vegar upp hanskann fyrir Pinter. Hobson hlóð Pinter svo miklu lofi að honum tókst að breyta afstöð- unni til hans. Veiðileyfi á Pinter Pinter varð almenningseign. Öll breska þjóðin fylgdist náið með er Pinter yfirgaf eiginkonu sína vegna annarrar konu, lafði Antoniu Fras- er, sex barna móður og eiginkonu þingmanns. Fjölmiðlar gáfu út veiðileyfi á Pinter og Fraser og sárin eru ekki að fullu gróin. „Menn fylltust löngun til að eyðileggja," segir Pinter. En hann hefur einnig átt góð samskipti við fjölmiðla og verið óhræddur að koma fram til að tjá skoðanir sínar, beijast gegn rit- skoðun og fangelsun rithöfunda. Hann hefur t.d. gagnrýnt Bandarík- in harðlega. „Þegar ég fór til Búlg- aríu til að veita viðtöku doktors- nafnbót við þarlendan háskóla, var ég beðinn um að halda ræðu. „Allt í lagi,“ sagði ég, „en þið gætuð séð eftir því“. Ég talaði um Bandaríkin, hugtökin lýðræði og frelsi og hvað þau þýða í raun. Móttökurnar urðu mjög blendnar, því Búlgarar vildu ekki heyra þetta. Ég hef fulla sam- úð með þeim - þeir vildu heyra að frjáls markaður myndi bjarga Iífi þeirra þrátt fyrir að hann sé nú þegar að ganga að helmingi þjóðar- innar dauðum." Pinter fullyrðir ennfremur að rit- skoðun sé við lýði í Bretland. Sú staðreynd að hún birtist fremur í kurteislegu áhugaleysi og óttanum við að skera sig úr, en pyntingum, þýði ekki að ritskoðun sé ekki til staðar. „Ég hef fengið fjölmörg bréf sem benda til þess. Bréf frá verksmiðjufólki, skrifstofufólki, sem lætur ekki í sér heyra ef skoð- anir þeirra stangast á við hið við- tekna eða ef það er ósátt við óbreytt ástand. Ég held að það sé mun meira um þetta en mönnum er ætl- að að telja.“ Fyrir átta árum stofnaði Pinter til umræðuhóps, svokall- aðs 20. júní hóps þar sem þetta var m.a. rætt. Þar lagði Pinter áherslu á að skilgreina háð og niður- lægingu sem ritskoðun. Fjölmiðlar brugðust einkar illa við. Viðbrögðin snerust um spurning- una. „Hveijir halda þeir eiginlega að þeir séu?“ en einnig, „þeim geng- ur ágætlega, svo yfir hveiju eru þeir eiginlega að kvarta?" „Mér finnst þetta skelfilegt - að hugsa um örlög annarra er heimskulegt. Sjálfur er ég meðvitaður um það hvernig hið raunverulega afl í heim- inum starfar." Hver veit nema að Pinter verði talinn til þjóðargersema þegar hann kemst á gamals aldur og skoðanir hans verði þá löngu hættar að ýta við mönnum. En þangað til er lang- ur tími og Pinter er enn að. Þetta hræði- lega orð, pint- erlegur Pinter talinn til þjóðarger- sema Frábærlega fluttir íronískii* tregasöngvar TÓNLIST Akureyrarkirkja GÍTARHÁTÍÐ Á AKUREYRI Sverrir Guðjónsson kontratenór og Einar Kr. Einarsson gítarleikari fluttu verk eftir Luis Milan, Enrique de Valderrábano, Philip Rosseter, John Dowland, Tobias Hume, Claude de Sermisy, Jean- Baptiste Besar, Carl Michael Bellman, John Speight, Atla Heimi Sveinsson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Benjamin Britten, Francis Routh og Aaron Copland. Fimmtudagurinn 20. júlí kl. 20.30. SVERRIR Guðjónsson og Einar Kr. Einarsson hafa undanfarin ár, hvor á sínu sviði, verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Þeir hafa báðir einbeitt sér töluvert að flutningi nýrrar tón- list-ar og er nú avo komið að varla er frumflutt nýtt íslenskt söngverk án þess að Sverrir komi þar nærri. Gróskan í gítartónsmíðum er ekki eins mikil en þó virðast íslensk tón- skáld vera farin að gera sér grein fyrir möguleikum gítarsins í sam- spili við önnur hljóðfæri. Efnisskrá þeirra félaga sem var mjög fjölbreytt var skipt í tvo hluta; fyrir hlé lögðu þeir áherslu á endur- reisnartónlist kryddaða íslenskum þjóðlögum og Bellman söngvum, en eftir hlé var flutt tónlist frá 20. öld. Tónleikarnir hófust á tveimur spænskum söngvum eftir 16. aldar tónskáldin Luis Milan og Enrique de Valderrábano, hrein og tær tón- list sem lá vel fyrir þeim félögum. það sama má segja um tvo enska söngva eftir Philip Rosseter og John Dowland. Eina einleiksverkið fyrir gítar á tónleikunum var Fantasia eftir John Dowland, Hann samdi töluverb a£ einleiksverkum fyrir lútu Sverrir Einar Kr. Guðjónsson Einarsson og er Fantasian meðal þeirra þekkt- ari, hún er í fijálsu tilbrigðaformi með eftirlíkingaívafi og býður upp á mikla túlkunarmöguleika fyrir ein- leikarann sem Einar nýtti sér til fullnustu. Enska endurreisnarhlut- anum á efnisskránni luku þeir svo með Tobacco is like love, skemmti- legum söng eftir Tobias Hume. íslensk þjóðlög úr safni sr. Bjarna Þorsteinssonar voru næst á dagskrá, Talnaþula og Barnagælur sem Einar hefur útfært einkar nettan undirleik við. Lögin mynduðu skemmtilega andstæðu við ensku tónlistina á und- an og ekki síður við frönsku söngv- ana eftir þá Claude de Sermisy og Jean-Baptiste Besar sem á eftir komu. Að lokum fluttu Sverrir og. Einar Sang nr.5 og Epistel _nr. 30 eftir Carl Michael Bellinan. Ég veit ekki hvort ástæðan fyrir vali þeirra félaga á tveimur söngvum um dauð- ann er sú að á þessu ári er 200 ára dánarafmæli Bellmans en þessir ír- onísku tregasöngvar sem voru frá- bærlega fluttir áttu svo sannarlega heima á efnisskránni. Eftir hlé var komið að hinum ís- lenska hluta efnisskrárinnar 3 ný eða nýleg verk sem eiga það sammerkt að vera samin fyrir þá félaga. Sverr- ir söng fyrst án undirleiks Orpheus With his Lute, úr þremur Shakespe- are söngvum eftir John Speight. Bæn Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Sör- ens Kirkegaard í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar kom salnum í hug- leiðsluástand, verkið erfitt og krefj- andi fyrir söngvarann en ekki að sama skapi fyrir gítarleikarann. Næst var frumfluttur iagaflokkurinn Stokkseyri eftir undirritaðan, 5 lög við ljóð Isaks Harðarsonar sem tekin eru úr samnefndri ljóðabók sem kom út árið 1994. Öll íslensku verkin voru flutt af sterkri tilfinningu og vand- virkni, raunar var merkilegt hversu vel þau stóðu saman því þau áttu ekkert sameiginlegt. Ekki áttu léttar útsetningar Benjamin Brittens á Two Foggy, Foggy Dew, og O Waly, Waly, tveimur alþekktum slögurum, heldur neitt sameiginlegt með því sem á undan var gengið, en óneitan- lega létti aðeins yfir áheyrendum. Two Cautionary Tales eftir enska tónskáldið Francis Routh (1926) við ljóð Rhodu Levin voru næst á dag- skrá. Routh samdi þessi lög sérstak- lega fyrir Sverri og_ var þetta frum- flutningur þeirra á íslandi. Þetta eru tvær stórskemmtilegar dæmisögur úr dýraríkinu sem þeir félagar fóru frábærlega með. Tvær þjóðlagaút- setningar Aaron Copland í lokin ráku síðan smiðshöggið á velheppnaða tón- leika. í heild voru þetta mjög góðir tón- leikar, helst mætti finna að lengd efnisskrár og dirfsku félaganna í samsetningu alls óskyldrar tónlistar. Sverrir Guðjónsson er frábær söngv- ari sem sýndi á sér fjölbreytilegar hliðar, gítarleikur Einars skýr og vandaður og samleikur þeirra með miklum ágætum. Hróðmarl. Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.