Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 ______________________________FRJÁLSÍÞRÓTTIR_______________ Sveit FH sigraði í 30. bikarkeppni FRI eftir hörkukeppni við Ármann Allt gekk upp hjá FH- ingum seinni daginn „ÞAÐ gekk betur en ég þorði að vona og ég hafði sagt mínu fólki fyrir keppnina að munirnn yrði sennilega ekki nema þrjú til fjögur stig á annan hvorn veginn þegar upp urði staðið en við vinnum með tólf stigum. Að loknum fyrri deginum munaði ekki nema einu stigi á okkur og Ármannssveitinni og það varð til þess að mitt fólk fór að taka keppnina af einn meiri alvöru en áður," sagði Ragnheiður Ólafsdóttir, þjálfari FH—inga að lok- inni 1. deildarkeppni FRÍ á laugardaginn. Eins og Ragnheiuður nefndi þá munaði aðeins einu stigi á FH og Ármanni að loknum fyrsta degi, FH í hag, en á seinni daginn gekk allt upp hjá FH liðinu og það stóð uppi sem öruggur sigurvegari með 233 stig, tólf stigum meira en sveit Ármanns sem hafnaði í öðru sæti með 221 stig. Þessar tvær sveitir höfðu nokkra yfirburði í keppninni. í þriðja sæti hafnaði sveit HSK með 172 stig og UMSK í íjórða sæti með 157 Benediktsson Stig UMSS í fimmta skrifar hlaut 147 stig Og HSÞ í sjötta hlaut 128 stig. í aðra deild féllu sveitir UMSE með 112,5 stig og USAH með 86,5 stig. Framan af degi á laugardaginn stóð í jámum á milli sveita FH og Ármanns, en þegar fór að líða á tóku Hafnfirðingar að síga framúr. Jón Oddsson sigraði í þrístökki, stökk, 14,36 m, Finnbogi Gylfason kom fyrstur í mark í 800 m hlaupi á 1:55,48, Sigurður T. Sigurðsson, stökk hæst í stangarstökki með 4,60 m, Guðmundur Karlsson kast- aði lengst í sleggjukastinu, 60,48 m og þjálfarinn sjálfur, Ragnheiður Ólafsdóttir fór fyrir sínu fólki með öruggum sigri á Fríðu Rún Þórðar- dóttur, Ármanni, í 3000 rh hlaupinu á 10:14,44 mínútum. Þá vóg einnig þungt að Súsanna Helgadóttir náði örðu sæti í langstökki með 5,61 m á sama tíma og Guðrún Arnardótt- ir, Ármanni, náði sér alls ekki á strik og hafnaði fimmta sæti með 5,40 m. „Það má segja að allt hafi gengið upp hjá okkur seinni dag- inn. Kosturinn við mitt lið er ef til vill sá að það er skipað blöndu af reynslu miklu fólki og ungum óreyndari. Það myndast fjölskyldu- stemmning og þeir eldri geta miðlað af reynslu sinni til þeirra sem yngri eru. Það er óhætt að segja að allir hafi staðið sig alveg frábærlega,“ sagði sigurreifur þjálfari FH, Ragn- heiður Ölafsdóttir. „Þrátt fyrir annað sætið í saman- lögðum árangri þá get ég ekki ver- ið annað en sáttur með frammistöðu sveitar minnar um helgina. Kvenna- liðið sigraði í kvennakeppninni og karlaliðið varð í öðru sæti í karla- keppninni og það er mikil framför frá því í fyrra þegar karlasveitin varð neðst. Á næsta ári verðum við enn öflugri,“ s_agði Kristján Harðar- son, þjálfari Ármanns. „FH—ingar komu sterkir til leiks og eru með meiri breidd en vlð og ég óska þeim innilega til hamingju með sigurinn og vona að bæjaryfirvöld í Hafnar- firði komi nú upp sómasamlegri aðstöðu fyrir þennan frábæra hóp,“ bætti Kristján við. „Að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með sigurinn, en hann kom ekkert á óvart, þetta var það sem ég hafði reiknað með, en það má aldrei neitt bera útaf í keppni sem þessari og sem betur fer gekk flest eins og á var kosið,“ sagði íslandsmethafinn í hástökki Einar Kristjánsson, FH, en hann átti góð- ar tilraunir við 2,17 m, nýtt íslands- met í hástökkinu í keppninni, en tókst ekki að þessu sinni. í kvennakeppninni sigraði sveit Ármanns, hlaut 111 stig. FH kom rétt á eftir með 104 stig, þá kom HSK með 77 stig og í kjölfarið sveit UMSE með 76,5 stig. Hjá körlunum sigruðu FH—ingar áttunda árið í röð og hafði nokkra yfirburði, fékk 128 stig, Ármenning- ar lentu í öðru sæti með 110 stig, UMSS í þriðja með 102 stig og sveit UMSK í fjórða, hlaut 99 stig. ■ Úrslit / B6 Guðrún stiga- hæsta konan GUÐRÚN Amardóttir fékk flest stig kvenna, alls 35 auk þess að vera í sigursveitum Ármanns { 4x100 m boðhlaupi og 1000 m boðhlaupi. Guðrún tók þannig þátt í að vinna inna 51 stig af 111 sem Ármannsliðið fékk í kvennakeppninni. Hún sigraði í 400 m grindahlaupi, 400 m hlaupi, 100 m grindahlaupi, varð önnur í þrístökki og fímmta í langstökki. Jón Arnar efstur JÓN ARNAR Magnússon, UMSS, krækti í flest stig í karlaflokki alls sem einstaklingur, en alls 51 með þátttöku í báðum boðhalup- unum. Jón Amar sigraði í 110 m grindahlaupi, langstökki, 100 m hlaupi, varð annar í stangarstökki og þriðji í spjótkasti. Þá hljóp hann síðasta sprettinn fyrir UMSS í 4x100 m boðhlaupi og skilaði sveitinni þriðju í mark og loks lauk hann keppni með því að hlaupa 400 m hringinn í 1000 m boðhlaupinu og sveitin hafnaði í flórða sæti. Þórdís heiðruð ÞÓRDÍS Lilja Gísladóttir, HSK, fékk viðurkenningu frá stjórn FRí að keppni lokinni á iaugardaginn vegna þáttöku sinnar í 20. sinn. Fyrst var hún með árið 1975 en þá var hún 14 ára gömul og keppti fyrir ÍR í hástökki. Þórdís hefur aðeins sleppt einni keppni og það var árið 1989 vegna bamsburðar. Að undanskildu fyrsta árinu hefur hún alltaf sigr- að í hástökki og svo var einnig nú. „Það er alltaf jafngaman að taka þátt í bikamum, en það verð- ur bara að koma í ljós hvor ég verð með að ári,“ sagði Þórdís. Jöfn kastsería hjá Einari ÍSLANDSMETHAFINN í spjót- kasti karla, Einar Vilhjálmsson, keppti fyrir ÍR í 2. deild. Átti hann fimm gild köst úr sex til- raunum. Kastseríán var: 72,70, 74,72, 73,20, 74,10, 69,50, 0,0. Morgunblaðið/Bjarni Finnbogi í mark FINIMBOGI Gylfason FH-ingur fagnaði sigri bæði í 800 og 1.500 m hlaupí í bikarkeppninni. Finnbogi er hér að koma í marklð í fyrrnefndu greininni. „Ætlum á toppinn“ GAMIA stórveldið í fijálsíþróttum, sveit ÍR, sigraði örugglega í 2. deild ■Bikarkeppninnar en þar kepptu að- eins fjórar sveitir að þessu sinni þrátt fyrir að fyrirkomulagi deildarinnar hafi verið breytt og 3. deildin lögð niður og 2. deildin í staðin gerð að opinni deild. ÍR—ingar hlutu 125 stig, UMSB hafnaði í öðru sæti með 100 stig, þessar tvær sveitir taka sæti í 1. deild að ári. HSS sveitin varð þriðja með 74 stig og sameiginleg sveit, UDN, HHF og HSS rak lestina með einungis 30 stig. „Nú er stefnt á toppbaráttuna í 1. deild á næsta sumri. Hjá ÍR hefur átt sér mikið uppbyggingarstarf á síðastliðnum ámm og við eigum inn- an okkar vébanda nú góðan hóp af ungu og efnilegu íþróttafólki. Gamla ÍR veldið stendur þétt við bakið á okkur og það er mikill áhugi að rífa sig upp og endurheimta fyrri stöðu,“ sagði Þráinn Hafsteinson, þjálfari ÍR að keppni lokinni. „Nú höfum við eitt ár til að styrkja þann hóp sem við höfum og það ætl- um við ekki að gera með því að kaupa til okkar mannskap heldur verður hlúð að því sem fyrir er hjá félaginu. Það er varanlegast og þannnig kom- umst við á toppinn að nýju.“ Kynslóða- skipti hjáHSK j.Sveit HSK er veikari en oft áður og helgast það fyrst og fremst af því að hjá okkur eru að verða kyn- slóðaskipti. Það er að koma upp mikið af ungu fólki hjá okkur sem á eftir að sanna sig á næstu árum og síðan er nokkuð um meiðsli hjá sveitinni," sagði Þórdís Gísladóttir, hástökkvari úr HSK, en hún keppti nú í 20. sinn í Bikarkeppni FRI. „Við höfum sýnt mesta jafnvægið af þeim sveitum sem nú eru í 1. deild og haldið okkar sæti frá 1982, en ég er viss um að við komum sterk til baka að ári og tökum kvennabik- arinn sem við urðum að láta af hendi nú eftir að hafa haldið honum síð- astliðin þrjú ár.“ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 B 5 FRJÁLSÍÞRÓTTIR KIMATTSPYRNA Morgunblaðið/Bjarni VÉSTEINN í kringlukastshringn- um í blkarkeppninnl. Vésteinn stefnir á 8 manna úrslit á HM Vésteinn Hafsteinsson kringlukast- ari kom heim fyrir Bikarkeppnina og keppti með félögum sínum í HSK. Tók hann þátt í tveimur greinum, kúluvarpi og sinni aðal- grein, kringlukasti. í kringlukastinu gerði hann öll köst sín gild, kastaði lengst 61,12 m og styst 58,26 m. „Ég er sáttur við þennan árang- ur. Mér fannst ég geta kastað tveimur metrum lengra, en ég náði ekki góðu gripi vegna kuldans. Ég kom heim frá Bandaríkjunum á miðvikudaginn úr ijörtíu gráðu hita og keppi síðan hér í sjö gráðu hita. Það er mikill munur og ég stífn- aði svolítið upp í bakinu, en þetta var ásættanlegur árangur miðað við aðstæður." Hvernig hefur sumarið verið? „Sumarið hefur verið ágætt og ég hef verið að undirbúa mig fyrir HM. Undirbúningurinn hefur verið góður og við höfum verið mikið saman, ég, Pétur [Guðmundsson] og Siguður [Einarsson] og eins og staðn er í dag lítur út fyrir að sam- sinna okkar hafi tekist vel. Við er- um allir á uppleið. Árangur minn á mótum hefur verið mjög jafn, á bilinu sextíu og einn til sextíu og þrír metrar. Nú lokaundirbúningur- in fram undan. Ég fer út eftir helg- ian og keppi á stigamóti alþjóða fijálsíþróttasambandsins á þriðju- daginn [í dag] í Monte Carlo. Það verður síðasta stóra mótið fyrir keppnina, en ég reikna með að kasta á nokkrum smærri mótum fram að HM.“ Að hvaða árangri stefnir þú á HM? „Ég hef talsverða reynslu af stór- mótum og hef komist inn í tólf manna úrslit á HM og stefnan er að komast inn í þann hóp og helst inn í átta manna keppnina.“ MSKIP 187 Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson SIGRIÐUR Anna Guöjónsdóttir, HSK, sigraði örugglega í tveimur grelnum á mótlnu, langstökki og þrí- stökkl. Hér er hún í aðflugi að langstökksgryfjunnl á laugardaginn. Morgunblaðið/Bjami Glatt á hjalla SIGURÐUR T. Sigurðsson, FH-lngur, tll hægrl sigraðl i stangarstökki að vanda. Hér gera þeir að gamni sínu milll stökkl, Sigurður og Jén Arnar Magnusson, HSK, sem varð annar í greininnl. Einar ætlar að slá metið í hástökki „ÉG HEF æft mjög vel síðustu mánuði og er í góðu formi. Nú hef- ur markmiðið verið sett á að fara erlendis til keppni í lok ágúst og þá verður reynt við nýtt íslandsmet í hástökki," sagði Einar Kristjáns- son, FH, en hann á íslandsmetið í hástökki, 2,16 m og átti ágætis til- ,raunir við 2,17 m í bikarkeppninni. „Ég hef trú á því að ég hefði farið yfir tvo og sautján ef það hefði verið hlýrra í veðri. Það var ekki nema sex gráðu hiti þegar ég var að reyna þetta og ef keppnin hefði verið tveimur tímum fyrr á ferðinni hefði allt geta gerst,“ sagði Einar við Morgunblaðið. Morgunblaið/Bjami MARKO Tanaslc stekkur hér hæst allra í vítateig Framara og skallar fyrir markið þar sem Jóhann B. Guðmundsson náði að jafna 2:2. Framarar náðu ekki að stöðva Tanaslc þrátt fyrir að vera þrír. Atll Helgason, Nökkvi Sveinsson og Pétur Marteínsson reyna eins og þeir geta. Keflvíkingar miklu betri gegn Frömurum HAFI einhverjir Framarar vonast til að staða liðsins lagaðist eftir að þeir næðu að leika jafn marga leiki og hin liðin, varð sá draumur að engu á sunnudaginn en þá tók Fram á móti Kefl- víkingum á Laugardalsvelli. Fram byrjaði mjög vel en Keflvíking- ar létu það ekki á sig fá enda ráðast úrslit leiks á þeim 90 mínút- um sem hann stendur. Keflavík vann 2:4 og er komið í þriðja sætið en Framarar eru í 8. sæti með 8 stig og 10 mörk í mínus. l#bÞegar 2,15 mfnútur iU I ■ ^#voru liðnar af leiknum lék Ríkharður Daðason upp að vítateignum vinstra megin, lék á einn vamarmann og var alveg að komast I færi sjálfur i miðjum víta- teignum þegar Þorbjörn AÖi Sveinsson náði knettinum og skoraði örugglega í hægra hornið. 1:1 Sverrir Þór Sverrisson lék með knöttinn upp fra megin á 14. minútu, sendi hann út á Róbert Sigurðsson sem var á móts við vinstri markstöngina, 3 til 4 metra utan vítateigs. Hann lét boltann hopp einu sinni og þrumaði honum síðan með vinstri efst í markhom- ið. Stórglæsilegt mark. a 4jj Ríkharður var aftur á ÆmU I ferðinni á 34. mínútu þegar hann vippaði boltanum glæsilega yfír vamarmenn Kefl- víkinga og inn á Þorbjörn AtJa Sveinsson sem var á undan Ólafi markverði og náði að teygja sig S boltann og setja hann ( bláhomið. 2«P' USmmr EAðeins sex mínútum síðar jöfnuðu Keflvík- ingar á ný. Þeir fengu homspymu vinstra megin, spiluðu úr henni og boltinn var sendur að fjær stönginni þar sem Marko Tanasic stökk manna hæst og skallaði fyr- ir markið. Þar náði Jóhann B. Guðmundsson til boltans með því að leggja sig flatan og spyma í netið. 2a Óli Þór Magnússon gaf ■ knöttinn inn fyrir vöm Fram á hárréttu augnabliki að mati linuvarðarins þannig að Jó- hann B. Guðmundsson var ekki rangstæður. Hann var öryggið uppmálað og skoraði framhjá Birki. i/| Róbert Sigurðsson ■■■■"'■'scndi knöttinn inn að markteigshorninu vinstra megin. Nökkvi Sveinason missti af honum og fyrir aftan hann náði Kjartan Einarsson knettinum og þrumaði honum í netið úr mjög þröngu færi því hann var komihn nærri endamörkum. Ríkharður Daðason lék á ný með Fram eftir meiðsli og lék fyrir aftan framlínumennina. Hann átti ■■■■n eftir að koma mikið Skúli Unnar við sögu í leiknum, Sveinsson og byijunin var góð. skrifar Eftir 2,15 mínútur náðu Framarar fyrstu sókn sinni og Þorbjörn Atli Sveinsson skoraði eftir laglegan und- irbúning Ríkharðs. Róbert Sigurðs- son jafnaði skömmu síðar með stórglæsiiegu skoti en þeir Ríkharður og Þorbjöm Atli komu Fram yfír á ný á 34. mínútu en Keflvíkingar höfðu fengið þrjú ágæt færi áður sem nýttust ekki. Jóhann B. Guðmunds- son jafnði síðan skömmu fyrir hlé. Leikurinn var ekki eins fjörugur eftir hlé. Sverrir Þór Sverrisson fékk gullið tækifæri eftir 22 sekúndur en varnarmaður varð fyrri til að ná knettinum og á 54. mínútu áttu Keflvíkingar að fá vítaspyrnu er knötturinn lenti í hönd varnarmanns Fram innan vítateigs. Svo virtist sem Guðmundur Stefán dómari leyfði Keflvíkingum að halda áfram því boltinn fór til eins þeirra en skotið fór í varnarmann og í horn. Keflvíkingar voru miklu betri í síðari hálfleik og réðu þá að mestu gangi mála. Jóhann B. kom sínu liði yfir og Kjartan Einarsson gerði fjórða og síðasta mark gestanna sem eiga enn einn leik til góða eftir harða keppni í Toto-keppninni undanfarnar vikur. Keflvíkingar léku oft ágætlega á sunnudaginn. Jóhann B. Guðmunds- son lék mjög vel á hægri vængnum og þar er gríðariegt efni á ferðinni en pilturinn er aðeins 17 ára gam- all. Annars léku flestir vel í liði Kefla- vikur, Helgi Björgvinsson hefur stað- ið sig mjög vel í sumar, er öruggur sem aftasti vamarmaður og talsvert spil kemur í gegnum hann. Miðjan er sambland af vinnuþjörkum og svo nettum spilurum og frammi voru þeir Sverrir og Kjartan hættulegir og alltaf þurfti að hafa menn á þeim. Framarar eru í vondum málum. Liðið er í þriðja neðsta sæti, stigi á undan FH og Val og með tíu mörk í mínus eins og þau. Fram lék þokka- lega í fyrri hálfleiknum, en síðan var eins og allan brodd vantaði í leik þeirra, stutta spilið var áberandi stutt og flæktust menn hver fyrir öðrum. Einu mennirnir sem léku af eðlilegri getu voru Þorbjörn Atli og Ríkharður og Duiic hljóp mikið, en það kom ekki mikið út úr þeim hlaupum. Verður svissneska vörnin götótt eins og ostur? Isíand - Sviss á Laugardalsvelli 16. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.