Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 8
TORFÆRA
Gísli náði forystu
í keppninni um
meistaratitilinn
ÍSLANDSMEISTARINN Elnar Gunnlaugsson ók betur en áður
á árlnu og er að ná tökum á nýrri keppnisvél jeppans. Hann
var grimmari á bensíngjöfinni en í fyrri mótum ársins.
ÞORLÁKSHAFNARBÚINN Gísli
G. Jónsson náði forystu í ís-
landsmótinu ítorfæru á laugar-
daginn, þegar hann sigraði í
torfæru við Akranes. I öðru
sæti varð íslandsmeistarinn
Einar Gunnlaugsson og þriðji
Haraldur Pétursson, sem tapaði
fyrir vikið fyrsta sætinu í stiga-
keppninni til meistaratitils. I
flokki götujeppa vann Sigurður
Þ. Jónsson eftir jafna keppni,
Gunnar Guðmundsson varð
annar og Kristján Hauksson
þriðji.
Keppnin við Akranes skipti miklu
máli, því hún var sú næst síð-
asta í stigakeppninni um Islands-
meistaratitilinn. Sig-
ur Gísla í flokki sér-
Gunnlaugur útbúinna jeppa stillir
skrífT Haraldi upp við vegg
fyrir síðasta mótið,
sem verður á Hellu í september.
Gísli er með 50 stig, en Haraldur
44. Fyrir sigur fást 20 stig, annað
sæti 15, þriðja 12 og fjórða 10 og
síðan færri stig eftir því sem neðar
dregur. Ef Haraldur sigrar í loka-
keppninni, þá verður Gísli að ná
öðru sæti, en falli sigur ekki Haraldi
í skaut er hann illa staddur í stiga-
keppninni gagnvart Gísla, sem er á
miklu skriði, hefur unnið tvær síð-
ustu torfærur með stuttu millibili.
Mótið við Akranes var spennandi
í báðum flokkum, þó endaspretturinn
yrði nokkuð langdreginn og loka-
þraut í flokki sérútbúinna jeppa skil-
aði litlu til áhorfenda. En Einar gat
verið ánægður með síðustu þrautina,
því þar nældi hann í annað sætið af
Haraldi, sem hafði verið jafn honum
að stigum eftir sex þrautir af sjö.
Að sama skapi hirti Helgi Schiöth
fjórða sætið af Ragnari Skúlasyni í
lokaþrautinni. En aðal slagurinn var
milli Gísla, Haraldar og Einars.
Gunnar Egilsson var jafn Haraldi
eftir fyrstu þraut, en þá bilaði sjálf-
skipting í.jeppa hans og hann dró
sig í hlé. Haraldur barðist við bilun
í kveikjukerfi, að hann taldi í fyrstu
þrautunum,. i ljós kom að fyrir mis-
gáning var jeppinn í lága drifinu,
sem olli því að kveikjuútsláttur varð
þegar vélin fór yfir hámarkssnúning.
Áttaði Haraldur sig ekki á þessu
fyrr en eftir fjórðu þraut. „Við vorum
búnir að fikta í öllu kveikjukerfínu
og skipta um nítrókút, til að reyna
að komast fyrir það sem við héldum
að væri fúsk í gangi vélarinnar. En
í brattri brekku í fjórðu þraut vant-
aði mig allan hraða og í ljós kom
að drifið var í lága drifinu. I þessari
þraut tapaði ég mestu á Gísla. Það
er skömm að þessu, því ég á að
þekkja jeppann betur en þetta“,
sagði Haraldur í samtali við Morgun-
blaðið. „Ég ók svo yfir tvö dekk í
lokaþrautinni, og fékk refsingu, sem
hleypti Einari framúr mér. Það vár
dýrkeypt með tilliti til stiga til ís-
landsmeistara. Nú verð ég að vinna
lokakeppnina og Gísli má ekki ná
silfrinu."
Gísli náði fyrsta sætinu af Har-
aldi í fjórðu þraut og lét engan bil-
bug á sér finna, þó hann velti eftir
að hafa reynt við þrautina. Hann
innsiglaði svo sigurinn í sjöttu þraut,
þar sem hann fékk 70 stigum meira
en næsti keppandi. „Ég skoðaði
þessa þraut mjög vel, þar sem ekið
var framaf hæð og í hliðarhalla og
upp aftur. Það gerði gæfumuninn,
sumir óku útúr brautinni eða fengu
mikla refsingu fyrir að aka yfir
dekk“, sagði Gísli.
„Þó ég sé orðinn fyrstur að stigum
er ekkert öruggt enn. Það varð að
kæla Harald aðeins. Ég er orðinn
volgur og ætla að ná titlinum í loka-
keppninni. En þá verður maður að
sleppa án bilana. Ég lenti í lítilshátt-
ar vandamálum núna, braut öxul,
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Einn fyrir alla, allir fyrir einn
GÍSLI G. Jónsson veltl eftir að hafa teklst á vlð erflða þraut, en fjölda aðstoðarmanna drelf
að honum tll aðstoðar. Hann nððl forystu f þessari þraut og hólt henni til loka.
sem skipt var um og síðan reif jepp-
inn af mér völdin í sjöttu þraut,
þegar stýrisreim gaf sig. Það kom
þó ekki að sök í þetta skiptið. Þraut-
irnar voru skemmtilegar, buðu upp
á leikni í akstri, sem vonandi verður
einnig á Hellu", sagði Gísli.
Islandsmeistarinn Einar Gunn-
laugsson á ekki möguleika lengur
að verja titil sinn, þó hann næði
öðru sæti eftir ágætan akstur. „Tor-
færan er eins og happdrættti, það
koma svo margir til greina sem sig-
urvegarar í hveiju móti. Ég átti al-
veg eins von á því að þurfa að horfa
á eftir titlinum í upphafi árs, en ég
mun gera mitt til að stríða Gísla og
Haraldi í lokamótinu. Það verður
gaman að mæta áhyggjulaus og
velgja þeim undir uggum. Ég finn
að ég er að ná betri tökum á jeppan-
um, sem gjörbeyttist við nýja og
öflugri vél,“, sagði Einar.
í flokki götujeppa var keppnin
milli Sigurðar Þ. Jónssonar og Gunn-
ars Guðmundssonar. Eftir fjóra.r
þrautir voru þeir jafnir að stigum
með 1300 stig, en í næstu þraut á
eftir sló Sigurður Gunnar útaf laginu
með því að ná 260 stigum á móti
50. Vann Sigurður því örugglega
pg er með 55 stig í keppninni um
íslandsmeistaratitilinn, en Gunnar
er með 45. Kristján Hauksson er
með 37 stig, eftir að hafa náð þriðja
sæti á Akranesi. Þessir þrír eiga
möguleika á titli í flokki götujeppa,
þó staða Sigurðar sé óneitanlega
vænlegust.
KNATTSPYRNA
Breiðabliksstúlkur í fjórða sæti á Norðurlandamóti meistaraliða í Noregi
Breiðabliksstúlkur enduðu í
flórða sæti eftir frábæra byij-
un á Norðurlandamóti meistaraliða
í knattspyrnu, sem fram fór Þránd-
heimi í Noregi í síðustu viku. „Það
fór mikil orka í fyrsta leikinn gegn
norsku stelpunum og leikimir þar á
eftir voru ekki síður erfiðir þar sem
sjö landsliðskonur eru í nánast
hveiju liði,“ sagði Vanda Sigurgeirs-
dóttir, þjálfari og leikmaður liðsins,
í samtali við Morgunblaðið eftir
komuna til landsins í gær.
Eftir 2:2 jafntefli gegn norsku
stúlkunum í Öm og 4:1 tap gegn
dönsku meisturunum í Fortuna, lék
liðið við Malmö frá Svíþjóð og tapaði
4:2. Svíamir byijuðu á að skora en
Erla Hendriksdóttir jafnaði á sömu
Lærdómsríkl
og skemmtilegt
mínútu og Ásthildur Helgadóttir
kom Breiðablik í 2:1. í síðari hálf-
leik fór einbeitingarleysi að gera
vart við sig og tókst þeim sænsku
þá að gera tvö mörk.
Síðasti leikurinn á mótinu var
síðan gegn Malmin frá Finnlandi
og lauk 1:1, en það lið var talið það
slakasta í keppninni og hafði tapað
7:0, 4:0 og 3:0. Að sögn Vöndu var
lið hennar óheppið og þreyta eftir 4
leiki á fjómm dögum sat í því og
liðið á að geta betur. Ásthildur
Helgadóttir skoraði 1 fyrri hálfleik
en Finnar jöfnuðu í síðari hálfleik.
„Þessi ferð var mjög lærdómsrík
og skemmtilegt að fara á erlenda
grand til að bera sig saman við önn-
ur lið enda er þessi keppni sambæri-
leg við Evrópukeppnina sem karlam-
ir standa í núna,“ sagði Vanda,
„Norðurlönd era að byija að ýta við
því að evrópska knattspymusam-
bandið haldi Evrópukeppni félagsliða
í knattspymu fyrir kvenfólkið. Það
er þegar komið á í handboltanum
og ætti að vera hluti af uppbygginu
kvennaknattspyrnunnar í heiminum.
Það eru þegar komin þijátíu og tvö
lið í forkeppni Evrópukeppni landsl-
iða í knattspyrnu og áhuginn er gríð-
arlegur," sagði Vanda í gær.
Lokastaðan í mótinu var því sú
að Örn frá Noregi vann með 12 stig,
Fortuna frá Danmörku náði silfri
með 10 stig, Malmö frá Svíþjóð í
þriðja með 6 og Breiðablik í fjórða
með 2 stig en Malmin frá Finnlandi
rak lestina með 1 stig.
GETRAUNIR: 2 X X 221 112 X 1 1 1 LOTTO: 2 27 31 37 38 + 17