Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÚRSLIT Stjaman og Fylkir treystu stöðu sína STJARNAN og Fylkir styrktu enn stöðu sína í efstu tveimur sætum 2. deildar karla með leikjum sínum í 10. umferðinni á sunnudagskvöldið. Stjarnan gerði góða ferð í Breiðholtið og lagði ÍR 4:0 og á sama tíma lögðu Fylkismenn lið HK 4:2 í Kópavogi. Fylkismenn léku við hvem sinn fingur í fyrri hálfleik gegn neðsta liði deildarinnar HK. Þeir léku oft stór- skemmtilega á milli sín úti á vellinum og áttu ekki í nokkrum vandræðum með að prjóna sig í gegnum óörugga vöm andstæðinga sinna. Þeir óðu í fær- um og voru klaufar að gera ekki fleiri en þrjú mörk í fyrri hálfleik. En gestgjafarnir reyndust skeinu- hættir í skyndisóknum sínum þegar Fylkismenn vom komnir of framar- lega á völlin. Eftir eina slíka sókn HK fengu þeir vítaspyrnu sem þeir minnkuðu muninn úr, þannig að staðan var 3:1 í hálfleik Fylki í vil. Kæmleysi greip um sig í herbúð- um Fylkis í síðari hálfleik og fór það vaxandi eftir því sem á leikinn leið. Þetta færðu HK menn sér í nyt, snem vörn í sókn og sköpuðu sér nokkur góð færi sem þeim gekk hins vegar illa að klára. Kjartan Sturluson markvörður Fylkis varði nokkm sinnum vel og kom lengi vel í veg fyrir að HK menn minnk- uðu muninn. En svo fór að markið kom og það hreyfði við Fylkismönn- um. Þeir fór að taka leikinn af meiri alvöm en áður. Við það opnað- ist leikurinn enn frekar og mörg góð tilþrif lítu dagsins ljós. Eftir að hættulegasti maður HK, Sindri Grétarsson varð að yfirgefa völlinn þegar 15 mínútur voru eftir minnk- aði broddurinn í sókn HK. Fylkis- menn sóttu meira og innsigluðu sig- ur sinn með fallegu marki Þórhalls Dans Jóhannessonar á 87. mínútu eftir að hann hafði tekið á rás í gegnum alla vöm HK. l'var Benediktsson skrifar Jafnt hjá Þór og Þrótti Reynir B. Eiríksson skrifar frá Akureyri Þór og Þróttur gerðu jafntefli, 1:1, á Akureyri. Þróttarar mættu mjög ákveðnir til leiks og greinilegt að þeir ætluðu að selja sig dýrt og hrista af sér slyðmorðið eftir misjafnt gengi und- anfarinna leikja. Þeir vora fljótari á boltann og létu hann ganga ágæt- lega. Eftir ellefu mínútna leik uppskám þeir mark úr fyrsta færi leiksins, Ólafur markvörður Þórsara átti í baráttu við sóknarmann Þrótt- ara eftir fyrirgjöf og reyndi að koma knettinum burtu, hann barst til Óskars Óskarssonar sem skoraði með skalla af stuttu færi. Þróttarar vora ákveðnari áfram en smám saman komu Þórsarar meira inní leikinn og eftir auka- spymu fékk Dragan Vitorovic knöttinn á vítateig Þróttara, braust á milli tveggja vamarmanna og skoraði með skoti í bláhornið og jafnaði leikinn. í seinni hálfleik var jafnt á með liðunum og fátt var um færi. Á lokamínútunum sóttu Þórsarar öllu meira en ekki tókst þeim fremur en gestunum að koma knettinum oftar í mark. Þórsumm virðist heldur vera að fatast það flug sem þeir vom komn- ir á, en þeir léku án framheijanna Áma Þórs Ámasonar og Radovan Cvijanovic og setti það mark á sókn- arleik liðsins. Öm Viðar Amarsson, Þór, fékk að líta rauða spjaldið á 70. mínútu fyrir gróft brot og sömuleiðis fékk Sævar Guðjónsson hjá Þrótti rautt á 83. mínútu fyrir að fella sóknar- Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞAÐ lá oft þung sókn á vörn ÍR í leiknum vlö Stjörnuna á sunnudagskvöldiö. Hér handsamar Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður ÍR knöttlnn rétt áður en Rúnar Slgtryggsson, Stjörnumaður kemst að honum. Kjartan Hrafn Kjartansson fylgist með úr fjarlægð. mann Þórs sem var kominn innfyr- ir vöm Þróttar. Stjarnan stöðvaði ÍR „Mínir menn vora einfaldlega að hugsa um annað en að leika fót- bolta hér í kvöld og því fór sem fór,“ sagði Bragi Bjömsson, þjálf- ari ÍR—inga eftir að leikmenn hans höfðu legið fyrir Stjömunni í Mjódd- inni 4:0. Þar með slógu Stjörnu- menn aðeins á uppsveifluna sem leikmenn ÍR hafa verið í síðustu leikjum þar sem þeir hafa náð tíu stigum af tólf mögulegum. „Þeir bám einfaldlega of mikla virðingu fyrir Stjörnumönnum og áttu fyrir vikið skilið að tapa leikn- um,“ bætti Bragi við vonsvikinn. Stjömumenn tóku fljótlega öll völd á vellinum og sóttu stíft og þannig uppskám þeir þrjú mörk í fyrri halfleik og gátu nokkuð slakað á klónni þegar komið var fram í þann síðari. „Við emm að sjálf- sögðu mjög sáttir nú. Það býr mik- ið í ÍR liðinu, það er ljóst, en við vomm staðráðnir í að kom ákveðn- ir til leiks og ná fmmkvæðinu og tókst það. Þegar við fáum að leika okkar bolta þá er í lagi og fáir ráða við okkur,“ sagði Þórður Lámsson, þjálfari Stjörnunnar glaðbeittur að leikslokum. „Eftir þennan sigur er staða okk- ar orðin góð. En við tökum einn leik fyrir í einu því 2. deildarkeppn- in er erfið og ekkert má bera út af, en meðan okkur tekst að halda okkar striki þá er ljóst að önnur lið ná okkur ekki,“ bætti Þórður við. Leikur hlnna glötuðu tækifæra Það gekk einfaldlega ekki upp hjá okkur að skora fleiri mörk, sagði Haraldur Hinriksson, leik- maður Skallagríms en hann gerði eina mark liðs síns þegar það gerði 1:1 jafn- tefli við Víðismenn á Kristján B. Snorrason skrifar frá Borgarnesi sunnudaginn í Borgamesi. Skall- grímsmenn sóttu mun rr.eira en tókst ekki að færa sér það til tekna og Vfðsmenn náðu að jafna leikinn í síðari hálfleik, eftir að hafa verið undir tölverðri pressu í þeim fyrri. „Ég er mjög ánægður með að ná stigi hér í Borgamesi," sagði Njáll Eiðsson, þjálfari Víðis að leiks- lokum. „Við höfum aldrei unnið Skallagrím í deildarkeppninni. Þeir em með sterkt lið og við vomm heppnir að vera ekki tveimur til þremur mörkum undir f hálfleik. En við sóttum í okkur veðrið í síð- ari hálfleik og jöfnuðum, þó markið hafí verið af ódýrari gerðinni," bætti hann við. Leikmenn Skallagríms byijuðu af miklum krafti og það var sann- kölluð stórskotahríð að marki Víðis og heimamenn óðu í fæmm. Eftir að hafa komist yfir á 16. mfnútu þá vom heimamenn nálægt því að bæta við en Víðismenn hreinsuðu m.a. á marklínu. Sóknarþunginn var mikill en án frekari árangurs. Skallagrímsmenn hófu síðari hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri og Hjörtur Hjartarson skoraði mark á 48. mínútu, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Víðis- menn gáfust ekki upp, enda þekkt- ir fyrir allt annað náðu skyndisókn- um og í eitt skipti áður en þeir jöfn- uðu leikinn bjargaði varnarmaður Skallagríms á marklínu. Jafnt í Víkinni Víkingur og KA gerðu jafntefli, 2:2, í sfðasta leik 10. umferðar 2. deildar karla í knattspyrnu í BBHl gærkvöldi. Víkingar Stefán vora mun ákveðnari Eiríksson f fyrri hálfleik og skrifar fengu nokkur færi til að skora án árangurs. Fyrra mark þeirra skor- aði Marteinn Guðgeirsson á 38. mínútu úr vítaspymu, eftir að brot- ið hafði verið á Einari Erni Birgis- syni. Víkingar byijuðu síðari hálf- leikinn af álíka krafti og þeir luku hinum fyrri, og því kom það nokkuð á óvart er KA-menn jöfnuðu á 54. mínútu. Var þar að verki Stefán Þórðarson sem skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Deans Martin frá hægri. KA-menn náðu í kjölfarið nokkmm tökum á leiknum. Þeir komust síðan yfir á 82. mínútu, Bjami Jónsson skoraði eftir send- ingu Deans Martin frá hægri. Vík- ingar tóku sig á í kjölfarið og þrem- ur mínútum síðar jafnaði Marteinn Guðgeirsson, með góðu skoti fyrir utan vítateig. Víkingar léku vel í fyrri hálfleik, en baráttan datt niður í þeim síð- ari. Arnar Amarson var bestur í liði þeirra. Athygli vakti að Hörður Theodórsson var ekki í hópnum hjá Víkingi, en hann hefur ekki látið sjá sig á æfingu síðan hann var tekinn úr liðinu fyrir leik gegn Þrótti í 9. umferð. Hjá KA-mönnum var Dean Martin hreint frábær á hægri kantinum, lék sér að vamar- mönnum Víkingins hvað eftir annað og átti bæði mörk KA-manna. KNATTSPYRI Fram - Keflavík 2:4 Laugardalsvöllur, 1. deild — frestaður leik- ur úr 6. umferð — sunnud. 23. júlí 1995. Aðstæður: Mjög góðar. Þungbúið, logn og völlurinn ágætur. Mörk Fram: Þorbjöm Atli Sveinsson (3., 34.) Mörk Keflvíkinga: Róbert Sigurðsson (14.), Jóhann B. Guðmundsson (40., 71.), Kjartan Einarsson (78.) Gult spjald: Atli Helgason, Fram (65. brot), Pétur H. Marteinsson, Fram (76. motmæli). Rautt spjaid: Enginn. Áhorfendur: W Dðmari: Guðmundur Stefán Maríasson. Þokkalegur dagur hjá honum. Línuverðir: Gísli Guðmundsson og Einar Sigurðsson. Fram: Birkir Kristinsson - Atli Helgason, Steinar Guðgeirsson, Pétur H. Marteinsson - Josip Dulic, Þórhallur Víkingsson, Nökkvi Sveinsson, Ríkharður Daðason, Gauti Laxd- al (Hólmsteinn Jónasson 70.) - Atli Einars- son (Rúnar Ágústsson 76.), Þorbjöm Atli Sveinsson. Keflavík: Ólafur Gottskálksson - Kristinn Guðbrandsson, Helgi Björgvinsson, Karl Finnbogason - Jóhann B. Guðmundsson, Marco Tanasic (Sigurgeir Kristjánsson 68.), Ragnar Steinarsson, Róbert Sigurðsson, Georg Birgisson - Sverrir Þ. Sverrisson (Óli Þór Magnússon 64.), Kjartan Einars- son. Jóhann B. Guðmundsson, Keflavík. Þor- björn Atli Sveinsson, Fram. Ríkharður Daðason, Fram. Helgi Björg- vinsson, Marco Tanasic, Georg Birgisson, Róbert Sigurðsson, Kjartan Einarsson, Sverrir Þ. Sverrisson, Keflavík. Fj. leikja u J T Mörk Stig ÍA 9 9 O 0 19: 3 27 KR 9 6 0 3 11: 8 18 KEFLAVÍK 8 4 2 2 10: 6 14 LEIFTUR 8 4 1 3 15: 12 13 GRINDAVÍK 9 3 2 4 12: 12 11 BREIÐABUK 9 3 2 4 12: 13 11 ÍBV 9 3 1 5 19: 14 10 FRAM 9 2 2 5 9: 19 8 FH 9 2 1 6 13: 23 7 VALUR 9 2 1 6 9: 19 7 2. deild karla HK-Fylkir....................... 2:4 Reynir Bjömsson (vsp 37.), Tomislaw Sivic (69.) - Kristinn Tómasson (4.), Guðmundur Tofason (37.), Ingvar Ólason (40.), Þórrhall- ur Dan Jóhannesson (87.). f R - Stjarnan....................0:4 - Ómar Sigtryggsson 2 (38.,43.), Guðmund- ur Steinson (13.), Ingólfur Ingólfsson (75.). Þór-Þrótur........................1:1 Dragan Vitorovic (34) - Óskar Óskarsson (10). Skallagrimur - Víðir..............1:1 Haraldur Hinriksson (16.) - Hlynur Jó- hannsson (67.). Víkingpir-KA......................2:2 Marteinn Guðgeirsson (38. vsp., 85.) — Stefán Þórðarson (54.), Bjarni Jónsson (82.) Fj. leikja u j T Mörk Stig STJARNAN 10 8 1 1 24: 6 25 FYLKIR 10 7 2 1 23: 12 23 ÞORAk. 10 5 1 4 18: 17 16 SKALLAGR. 10 4 3 3 13: 12 15 KA 10 3 4 3 11: 13 13 ÞROTTUR 10 3 3 4 12: 13 12 VIÐIR 10 3 3 4 10: 12 12 ÍR 10 3 1 6 15: 22 10 VÍKINGUR 10 3 1 6 12: 20 10 HK 10 1 1 8 14: 25 4 Intertoto-keppnin Leikir um helgina og lókastaða í riðlunum: 1. riðill: Gomik Zabrze — Karlsruhe................1:6 Sheff. Wedn. — Áarhus...................3:1 Staðan: Karlsruhe (Þýskal.)....4 3 10 13:4 10 Sheff. Wedn. (Engl.)....4 2 1 1 7:5 7 Basel (Sviss)...........4 2 0 2 7:6 6 Árhus(Danm.)............4 2 0 2 6:8 6 Gomik Zabrze (Póll.)....4 0 0 4 5:15 0 2. riðill: Köln - Tottenham.....................8:0 Luzem - Rudar Valenje................1:1 Staðan: Köln (Þýskal.)...........4 2 2 0 11:2 8 Luzem (Sviss)............4 2 2 0 8:5 8 Öster(Svíþj.)...........4 2 11 7:5 7 Tottenham (Engl.)........4 1 0 3 3:13 3 RudarVelenje(Slóv.)......4 0 1 3 3:7 1 3. riðill: Universitatea Clpj — Aarau............0:0 Tromsö — Ekeren.......................0:2 Staðan: Aarau (Sviss).............4 2 2 0 14:8 8 Ekeren (Belgíu)...........4 2 2 0 10:5 8 Tromsö (Noregi)........4 2 11 13:4 7 HavnarBoltfelag(Fær.j..4 0 2 2 2:17 2 Univ. Cluj (Rúmeníu)...4 0 1 3 3:8 1 4. riðill: Næstved IF — Ton Pentre..............2:0 Staðan: Heerenveen (Holl.).....4 3 0 1 13:2 9 Uniao Leiria (Portúgal) ...4 2 2 0 7:3 8 Næstved IF (Danm.).....4 12 1 7:6 5 Bekescsabai (Ungv.)....4 12 1 9:9 5 Ton Pentre (Wales)......4 0 0 4 0:16 0 5. riðill: HJK Helsinki — Bordeaux................1:1 Odense — IFK Norrköping................3:2 Staðan: Bordeaux (Frakkl.)......4 3 10 13:3 10 Odense (Danm.)..........4 3 0 1 7:7 9 HJK Helsinki (Finnl.) ....4 1 2 1 6:6 5 Norrköping (Svíþj.).....4 112 10:10 4 Bohemians (Irl.)........4 0 0 4 2:12 0 6. riðill: Partick Thistle — FC Zagreb...........1:2 Metz — Linzer ASK.....................,.1:0 Staðan: Metz (Frakkl.)............4 4 0 0 5:1 12 Linz (Austurr.)...........4 1 2 1 4:4 5 FC Zagreb (Króatíu).......4 1 2 1 2:2 5 Partick Thistle (Skotl.)..4 1 1 2 6:6 4 Keflavík..................4 0 1 3 3:7 1 7. riðill: FK Buducnost — OFI Krít................3:4 Nea Salamina — Bayer Leverkusen........0:2 Staðan: Leverkusen (Þýskal.)....4 4 0 0 12:1 12 OFI Crete (Grikkl.).....4 3 0 1 8:5 9 Nea Salamina (Kýpur)...4 1 1 2 4:5 4 FK Buducnost (Júg.).....4 1 1 2 7:9 4 Tervis Pamu (Eistl.)....4 0 0 4 2:13 0 8. riðiil: ASCannes — FC Becej.................1:0 Faml Constanta — Dnepr Mogilev......2:0 Staðan: Constanta (Rúmeníu).......4 3 1 0 6:2 10 AS Cannes (Frakkl.).......4 2 2 0 5:3 8 DneprMogilev (Úkr.).......4 1 2 1 7:8 5 FC Becej (Júgósl.)........4 1 0 3 4:6 3 Pogon Szczecin (Póll.)....4 0 1 3 6:9 1 9. riðill: Etar Tamovo — Beveren.................1:2 Groningen — Ceahlaul Piatra Neamt.....0:0 Staðan: Ceahl. Piatra (Rúm.)....4 3 1 0 6:0 10 Groningen (Holl.)........4 2 2 0 7:3 8 Beveren (Belgiu).........4 1 1 2 6:8 4 EtarTamov(Búlg.).........4 1 0 3 4:9 3 Boby Brno (Tékkl.).......4 1 0 3 6:9 3 10. riðill: Charleroi — Wimbledon..................3:0 Bursaspor — FC Kosice..................1:1 Staðan: Bursaspor (Tyrkl.)......4 3 1 0 9:1 10 FC Kosice (Júgósl.).....4 2 2 0 10:7 8 Charleroi (Belgíu).....4 2 0 2 6:5 6 Wimbledon (Engl.).......4 0 2 2 1:8 2 Beitar Jemsalem (ísr.) ....4 0 1 3 3:8 1 11. riðill: Hapoel Petach Tikva — Strasbourg........0:0 Tirol Innsbrack — Genclerbirligi........3:2 Staðan: Strasbourg (Frakkl.)...4 3 10 12:1 10 Tirol (Austurr.)........4 3 0 1 9:6 9 Genclerbirligi (Tyrkl.) ...4 2 0 2 10:7 6 Petach Tikva (Isr.)....4 0 2 2 1:7 2 Floriana (Möltu).......4 0 13 1:12 1 12. riðill: Heraklis Salonika — Panerys Vilnius....3:1 Eintracht Frankfurt — Vorwaerts Steyr.. 1:2 Staðan: Vorw. Steyr(Austurr.)..4 3 1 0 8:2 10 Frankf. (Þýskal.)......4 3 0 1 14:3 9 Spartak (Búlg.)........4 1 1 2 3:6 4 Heraklis (Grikkl.).....4 1 1 2 4:9 4 Panerys (Litháen)......4 0 1 3 2:11 1 ■Dregið var í 16-liða úrslitum í höfuðstöðv- um Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í Nyon í Sviss í gær. Eftirtalin lið mætast, 29. eða 30. júlí: A. Köln (Þýskalandi) - Tirol Innsbruck (Austurríki) B. Bordeaux (Frakklandi) - Eintracht Frankfurt (Þýskalandi) C. Bayer Leverkusen (Þýskalandi) - Odense (Danmörku) D. Bursaspor Kulubu (Tyrklandi) - OFI Krit (Grikklandi) E. Aarau (Sviss) - Karlsruhe (Þýskalandi ) F. Heerenveen (Hollandi) - Faral Constanta (Rúmeníu) G. Ceahlaul Piatra Neamt (Rúmenfu) - Metz (Frakklandi) H. Strasbourg (Frakklandi) - Vorwaerts Steyr (Austurríki) Átta-Iiða úrslit (2. ágúst): I. sigurvegari A gegn sigurvegara C 2. sigurvegari B gegn sigurvegara F 3. sigurvegari G gegn sigurvegara H 4. sigurvegari D gegn sigurvegara E Undanúrslit (heima og að heiman 8. og 22. ágúst): sigurvegari 1 — sigurvegari 3 sigurvegari 2 — sigurvegari 4 Sviss 1. umferð svissnesku deildarkeppninnar í síðustu viku: Grasshoppers - Servette...............1:1 Lausanne - Luzern.....................3:1 Aarau - FC Ziirich....................2:0 Basel-Sion............................2:1 Neuchatel Xamax - Young Boys..........0:1 St Gallen - Lugano....................3:0 2. umferð um helgina: FC Zurich - St Gallen.................0:4 Young Boys - Basel..................1:4 Lugano - Lausanne..................1:1 Sion - Grasshoppers................2:1 Servette - Neuchatel Xamax..........3:0 Staðan: StGallen.................2 2 0 0 7:0 6 Basel....................2 2 0 0 6:2 6 Servette.................2 1 1 0 4:1 4 Lausanne.................2 110 4:2 4 Aarau....................1 1 0 0 2:0 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.